Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 15
T MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. 15 Lesendur Hver dæmir hvem? Kjósandi á Suðurlandi skrifar: Eftir að hafa lesið kjallaragrein Þorsteins V. Konráðssonar í DV 31. mars sl. get ég ekki orða bundist yfir fávisku hans og langar mig að nefna örfá dæmi. Eftir að Helgarpósturinn hafði birt nokkur sannleikskom um Albert, þá segir greinahöfundur það trúnað- arbrot Þorsteins Pálssonar að þora að tala opinberlega um málið. Held- ur Þ.V.K að enginn lesi blaðið? Á öðrum stað segir hann orðrétt; „að hér var um að ræða fraktafslátt sem féll í hlut heildverslunar Alberts Guðmundssonar sem staðfest er og ekki hrakið að Albert hefur ekki komið nálægt í þrettán ár“. Þá spyr ég, hvers vegna neitaði Albert fyrir nokkrum árum að taka opinber gjöld af þingmannalaunum sínum? Jú, „vegna þess að fyrirtækið mitt, heildverslun Alberts Guðmundsson- ar, greiðir þau gjöld fyrir mig“. Hvað er nú óhrakið? Mig langar líka til að vita hvemig hægt er að reka fyrirtæki í 13 ár án þess að mega rita prókúm þess eins og Ingi Bjöm hefur þurft að gera. Eða er fyrirtækið svo lítið að ekki hefur þurft að nota prókúru fyrir það í 13 ár? Kjallargreinin ber nafnið „Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd- ir“, samt stimplar kjallarahöfundur Þorsteinn Pálsson ósannindamann af því að Albert segir Þorstein skrökva. Eða telur Þ.V.K. sig guð almáttugan sem veit hvor hallar réttu máli? í lok greinarinnar kallar Þ.V.K. Helgarpóstinn skítablað. Ég les ekki HP að staðaldri en las þó greinina um Albert og hef hvergi séð það hrakið sem þar stóð. Meira að segja Albert hefur viðurkennt að hafa gert mistök en það virðist hafa farið fram hjá Þ.V.K. SÓFASETT - HORNSÓFAR STÓK TEPPI OG MOTTUR GÓLFTEPPI HORN í HORN GLÆSILEGT ÚRVAL Suðurlandsbraut 26, sími 84850.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.