Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. Útlönd Erskine Caldwell látinn Rithöfundurinn Erskine Cald- well andaðist á laugardaginn í Phönix í Arizona, áttatíu og þriggja ára að aldri. Caldwell var með virtari rithöfundum Banda- ríkjanna á þessari öld og frægastur fyrir Tobacco Road, Ðagslátta Drottins og fleiri skáldsögur um kjör fátækra í Suðurríkjunum á kreppuárunum. - Það var lungna- krabbi sem dró hann til bana en CaldweU var stórreykingamaður. Eiginkona hans (sú íjórða) lifir hann og þrjú böm úr fyrsta hjóna- bandi og fjórða barnið úr 3. hjónabandinu. Eftir Caldwell liggja 55 bækur sem gefiiar hafa verið út á 43 tungumálum. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggö (%) hæst Sparisjóðsbækur óbund. 10-11 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10-15 Sb 6 mán. uppsögn 11-19 Vb 12mán. uppsögn 13-22 Sp.vél. 18mán. uppsögn 20,5-22 Sp Ávísanareikningar 4-10 Ab Hlaupareikningar Innlán verðtryggð 4-7 Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb, Lb.Úb. Vb 6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 2,5-4 10-22 Ab.Úb Innlán genglstryggð Bandaríkjadalur 5-6 Ab Sterlingspund 8,5-10,5 Ab Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskarkrónur 9-10,25 Úb ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennirvixlar(forv-) 19-20 Lb.Úb Viðskiptavixlar(forv.)(1) 22 eða kge Almenn skuldabréf(2) 20-21,5 Ab.Úb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningaríyfirdr.) Útlán verðtryggð 20-21,5 Lb Skuldabréf Að 2.5árum 6-7 Lb Til lengri tíma 6,5-7 Ab.Bb, Lb.Sb, Úb.Vb Útlántilframleiðslu Isl. krónur 16,25-21 Ib SDR 7,5-8,25 Lb Bandaríkjadalir 7,5-8 Sb.Sp Sterlingspund 11,26-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 - Bb.Úb, Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-6,75 Dráttarvextir VÍSITÖLUR 30 Lánskjaravísitala april 1643 stig Byggingavísitala 305stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 3% 1. apríl HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 121 kr. Eimskip 200 kr. Flugleiðir 166 kr. Hampiðjan 147 kr. Iðnaöarbankinn 135 kr. Verslunarbankinn 125 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21 %ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil- alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð tryggð lán, nema I Alþýðubanka oc. Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Ob = Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DV á fimmtudögum. 4ra stunda gönguferð í geimnum Rússar eru nú bjartsýnni um þá áætlun sína að halda úti mannaðri geimstöð eftir að tveir geimfarar þeirra brugðu sér út úr geimstöðinni MIR í gær svo að unnt var að tengja geim- farið Kvant við stöðina. Geimfaramir Júri Romanenko og Alexander Laveikin voru í nær fjórar stundir utan geimstöðvarinnar og höfðu hönd í bagga með því að teng- ingin tækist sem best en henni var annars fjarstýrt neðan frá jörðu. - Tvær fyrri tilraunir til þess að tengja geimfarið við geimstöðina höfðu mis- heppnast. , MIR-áætlun Sovétmanna felur í sér að halda úti varanlegri mannaðri geimstöð og hefur hún til þessa gengið hnökralítið að undanskildum erfið- leikunum á fimmtudaginn við að tengja Kvant við stöðina. Hafa þeir haft mestar áhyggjur af því sem vandamest þykir en það er tenging geimfars við MIR-stöðina og eftir vel- gengnina við Kvant þykir þeim áhyggjum að mestu aflétt. Kvant-geimfarið flytur geimförunum tveim 1 /i smálest af tækjum og bún- aði til frekari tilrauna og rannsókna. Þeir Romanenko (42 ára) og Laveikin (35 ára) eru búnir að vera uppi í MIR síðan 8. febrúar. Búist er við að þeim sé ætlað, auk rannsókna og tilrauna, að bæta met sovéskra geimfara í lang- tímadvöl úti í geimnum með því að vera 290 daga uppi í MIR. Þrír sové- skir geimfarar dvöldu 237 daga úti í geimnum 1984. Gorbatsjov efaði heilindi Reagans Milljónamæringurinn Armand Hammer hefur skýrt frá því að á fyrsta fundinum, sem hann átti með Mikhail Gorbatsjov, hafi sovéski leiðtoginn lýst efasemdum um heilindi Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, í friðar- málum. Kom þetta fram í frétt í bandaríska tímaritinu Newsweek í dag. í nýrri sjálfsævisögu sinni segir Hammer, sem er stjómarformaður ol- íufélagsins Occidental Petroleum, að honum hafi virst Gorbatsjov vera af- gerandi maður, skilningsríkur og vel að sér. Newsweek, sem birtir brot úr sjálfs- ævisögunni, segir Gorbatsjov hafa sagt: „Ég efast um heilindi forseta ykkar. Ég er hræddur. Ég trúi ekki að hann sé í raun að leita eftir friði.“ Hammer hefur síðar eftir sovéska leiðtoganum að Bandaríkjaforseti sé fangi amerískra vopnaframleiðenda sem stjómi Hvíta húsinu. V ; '' : Sprengja olli nokkrum skemmdum á minnismerki um Kristofer Kólum- bus i Buenos Aires á laugardag, nálægt þar sem Jóhannes Páll páfi hélt fund nokkru áöur. Ferð páfa lokið Jóhannes Páll annar hélt í gær áleiðis til Rómar, að aflokinni tveggja vikna strangri ferð um nítján borgir í Suður-Ameríku. Órói og deilur hafa fylgt í kjölfar páfa í ferð þessari og nú síðast í Argentínu þar sem heimsóknin endurvakti ádeilur á hlut kaþólsku kirkjunnar i aðgerð- um argentínska hersins gegn skæmliðum vinstri manna. Telja margir kaþólska klerka hafa stutt herinn í „skítuga stríðinu", sem svo er nefrit, en að minnsta kosti níu þúsund manns hurfu sporlaust í því. Þrátt fyrir miklar öryggisráðstaf- anir vegna heimsóknar páfa olli sprenging nokkrum skemmdum á minnismerki um Kristófer Kólum- bus í Buenos Aires á laugardag, skömmu eftir að páfi hafði haldið fund þar skammt frá. Talið var að hægri öfgamenn, sem undanfarinn mánuð hafa komið fyrir tylft sprengja í borginni til að mótmæla mannréttindaréttarhöldum yfir fyrr- um ráðamönnum hersins, haifi komið sprengjunni fyrir. Jóhannes Páll annar söng í gær pálmasunnudagsmessu í Buenos Aires, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem nútímapáfi dvelur utan Rómar við upphaf páskaviku. Ferðin, sem lauk í gær, er sú þrí- tugasta og þriðja sem páfi fer í utan Ítalíu. Gyðingar í hefndarhug á Vestur- bakkanum Mikil reiði ríkir nú meðal gyðinga á vesturbakka Jórdan þar sem skæru- liðar Palestínumanna vörpuðu um helgina bensínsprengju að fjölskyldu- bifreið með þeim afleiðingum að kona lét lífið og eiginmaður hennar og böm brenndust illa. ísraelski herinn setti útgöngubann í þorpinu Habla þar sem árásin átti sér stað og var tilræðismannanna ákaft leitað en án árangurs. Algengt er að skæruliðar Palestínu- manna ráðist að bifreiðum gyðinga á þessu svæði þar sem sextíu þúsrrnd Israelar hafa sest að meðal átta hundr- uð þúsund Palestína frá stríðinu 1967. Þetta er þó í fyrsta sinn í langan tíma sem kveikt hefur verið í bifreið og ein- hver hefur látið lífið. Adiu Moses, átta ára gömul, á sjúkrahúsi, þar sem gert var aö brunasárum hennar. Móðir hennar lét lítiö i sprengju- árásinni, faðir hennar og systkin brenndust illa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.