Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987. Siðferði á hrakhólum Er pólitískt siðferði til hér á landi? Ég gæti trúað að margir félagar inn- an BSRB spyrðu þessarar spurning- ar nú begar kjarasamningar þeirra liggja íyrir, samningar sem ollu því- líkri þjáningu hjá þeim sem stjóma þessu landi að það var átakanlegt að sjá píslarvættissvipinn á forsætis- ráðherranum okkar, svo ég tali nú ekki um Ásmund Stefánsson, er þeir útskýrðu hvílíkt hættuástand gæti skapast ef þessi hópur fengi nú mannsæmandi laun. Skítt með það þótt sjúkrahús hafi ekki starfsmögu- leika vegna þess að starfsfólkið getur ekki lengur lifað af launum sínum. Og hver eru svo þessi laun sem em að sliga velferðarþjóðfélagið? Hverj- ir eru það sem þurfa að vinna hvem dag ársins þótt aðrir eigi frí? Þetta er fólkið sem liggur á botninum í launum, m.a. þeir sem vinna við heilbrigðisþjónustuna, brunaverðir og vagnstjórar SVR. Það má nú ekki lögum samkvæmt borga lægri laun en vagnstjórar SVR fá fyrir sína vinnu. Ég ætla að bregða hér upp sláandi dæmi um laun sem em verðbólgu- hvetjandi, það er að segja laun þeirra sem þarf að verja með lögum. Svo Kjallarmn Hjalti Skaftason vagnstjori SVR em til laun sem hafa ekki hin minnstu áhrif á þjóðarhag. En hvemig hægt er að telja fólki trú um að laun sem em innan við 40 þúsund kr. á mánuði séu hættulegri en laun sem eru um 200 þús. kr. á mánuði, það fæ ég ekki skilið. Dæmi: Steingrímur Hermannsson, laun á mánuði 177.346,00 Lægstu laun BSRB 25.674,00 Mismunur 151.672,00 Hæstu laun BSRB 83.583,00 Mismunur 93.763,00 SVR, byriunarlaun 27.238,00 Mismunur 150.108,00 SVR, hæstu laun 35.468,00 Mismunur 141.878,00 Slökkvil., byrjunarl. 29.763,00 Mismunur 147.583,00 Slökkvil., hæstu laun 38.757,00 Mismunur 138.589,00 Sjúkraliði 34.250,00 Mismunur 143.096,00 Öryrki 100% 22.523,00 Mismunur 154.823,00 „Ekki hef ég séð neitt sem bannar vagn- stjórum og brunavörðum að eiga fjöl- skyldu nema ef væri launatafla BSRB enda sýnist mér að það þurfi þrjá vagn- stjóra eða brunaverði til að sjá fyrir einni fjölskyldu.“ Maðkar í mysunni Á þessu held ég að það sjáist að einhvers staðar em það sem kallast maðkar í mysunni. Óg þessu til við- bótar er til fyrirbæri sem nefiiist vísitölufjölskylda sem í em 3,66 ein- staklingar. Ég skil nú ekki þennan prósentu- reikning með manngildi en tæpast em þetta þeir sem taka lægstu laun- in því þessi dularfulla fjölskylda þarf þann 1. mars 1987 kr. 1.121.937,31 til að lifa út árið. Ekki hef ég séð neitt sem bannar vagnstjómm og brunavörðum að eiga fjölskyldu nema ef væri launa- tafla BSRB enda sýnist mér að það þurfi þijá vagnstjóra eða brunaverði til að sjá fyrir einni ■fjölskyldu. Gjör rétt þol ei órétt Ungur gekk ég í félagsskap sem hafði og hefur að kjörorði: Gjör rétt þol ei órétt. Stundum finnst mér þetta hljóma sem öfugmæli eða grín nema hug- takið sé orðið úrelt. Nú er það svo að mig gmnar að þessi laun forsætisráðherrans séu kannski eitthvað hærri, smáaurar fyrir nefndarstörf eða frír sími eða bíll eða eins og ein utanlandsferð á ári, en þetta er nú sjálfsagt ekkert sem orð er á gerandi. En til að vera alveg hreinskilinn verð ég að segja frá þvi að ég fæ frítt í vagna SVR og í sundlaugamar, einnig fæ ég vaktaálag ef ég vinn á kvöldin og um helgar svo get ég fengið keyptan mat á góðu verði fimm daga vikunnar í mötuneyti borgarinnar. Læt ég svo lokið hug- leiðingum um siðferði hinna pólit- ísku landsfeðra. P.s. Ég gleymdi að frænka mín á Vestfjörðum (83 ára) hefur sent mér tvær dósir af grænum baunum og epli á jólunum. Kær kveðja Hjalti Skaftason Kosið um nauðungaruppboð Nú nýlega hefur verið veitt hundr- uðum milljóna til húsbyggjenda og þeirra sem em að kaupa sér þak yfir höfuðið. Sennilega er langt síðan svo margt ungt fólk hefur farið í að kaupa sér húsnæði, m.a. af þeim sök- um að hér á landi hefur geisað óðaverðbólga og allar skuldir hús- byggjenda sem annarra hafa marg- faldast á skömmum tíma þar til nú að tekist hefur að miklu leyti að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Nauðungaruppboðin Seinustu ár, eða 1983-1986, hefur verið mikii aukning á nauðungar- uppboðum hér á landi bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Hvers vegna skyldi þetta nú annars vera, hafa menn velt því fyrir sér? Margir vinstrimenn hafa skellt skuldinni á núverandi ríkisstjóm, en er þetta svo? Langstærsti hluti þess fólks sem átt hefur eignir á nauðungampp- boðum 1983-1986, húsbyggjendur sem aðrir skuldarar, keyptu þær fyr- ir óðaverðbólgutimabiíið 1982-1983. Þetta fólk keypti íbúðir sínar í góðri trú um lækkandi verðbólgu eins og vinstri stjómin hafði lofað, en hvað gerðist? Þegar verst var og verðbólgan var komin í 130% jukust skuldirnar að sama skapi á ári hverju. Sá maður sem skuldaði kannski 3,0 milljónir í íbúð í upphafi ársins skuldaði litlar 6,9 milljónir í lok ái'sins. Á sama tíma jukust launin einungis í takt við það sem kostaði að lifa og ekki það einu sinni. Mismuninn, 3,9 milljónir, varð að brúa með nýj.um lánum sem ekki varmöguleiki að standa undir. Síðan gekk þetta koll af kolli. Með sama verðbólguhraða hefðu þessar skuld- ir, þ.e. 6,9 millj., orðið 15,9 milljónir ári seinna hefði verðbólgan haldið áfram með sama hraða. Miðað við lánskjaravísitölu hækk- aði höfuðstóll 3 milljón kr. skuldar árið 1979 í 20 milljón kr. skuld árið 1983 eða tímabil vinstri stjómarinn- ar. Höfuðstóllinn tæplega sjöfaldað- ist fyrir utan vexti á tímabilinu. Er síðan einhver undrandi á því að nauðungaruppboðum hefur íjölg- að? Auðvitað reynir fólk að bjarga málunum einhvem veginn eins lengi og hægt er eða þangað til allt er komið í hnút, en sú þróun tekur tíma og því kemur ekki að nauðungar- uppboðum fyrr en eftir 1-5 ár frá því að skuldimar skrúfuðust upp, sem fer einnig eftir aðstæðum. „Þegar verst var og verðbólgan var komin í 130% jukust skuldirnar að sama skapi á ári hverju. Sá maður sem skuldaði kannski 3,0 milljónir í íbúð i upphafi ársins skuldaði litlar 6,9 milljónir i lok ársins.“ ann um leið og kjör fólksins í landinu em bætt. Einungis ef Sjálf- stæðisflokkurinn fær nægjanlegt fylgi í þessum kosningum em líkur á því að verðbólgan verði stöðvuð og komið á svipað stig og í okkar samkeppnislöndum, að öðrum kosti mun verðbólgan fara á fulla ferð, það hefur reynslan sýnt. Það gæti kostað margan manninn aleiguna ef verð- bólgan fer af stað á nýjan leik með sama hraða og hjá fyrri vinstri stjómum. í komandi kosningum getur fólk komið í veg fyrir að skuldirnar skrúfist upp í óðaverðbólgu í fram- tíðinni með afleiðingum nauðungar- uppboða með því að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn í næstu kosningum. Það hefur reynslan sýnt, hvort sem lært er af henni eða ekki. Að öðrum kosti er tekin áhættan á að skuldimar skrúfist upp samhliða verðbólgu. Er fólk tilbúið að leggja slíkt undir? Baldur Pétursson Þegar fólk hefur einu sinni lent í slíkum málum er oftast ekki nema ein leið til úr vandanum, þ.e. nauð- ungamppboð og gjaldþrot, þar sem ekki er möguleiki að borga þær við- KjaUarinn Baldur Pétursson viðskiptafræðingur bótar verðbólguskuldir sem til urðu. Það er rétt að hafa í huga í þessu sambandi að allan vinstri áratuginn, þ.e. 1971-1983 þar sem Alþýðuflokk- ur, Framsókn og Alþýðubandalag fara með völdin (Sjálfstæðisflokkur- inn einungis 1976-1978), er verð- bólgan að meðaltali um 40% á ári og endaði með 130% 1982. Á sama tíma var verðbólga einungis 9% að meðaltali í OECD ríkjunum. Það er einnig rétt að hafa hugfast að efsti maður á lista Borgaraflokks- ins í Reykjavík studdi þá vinstri stjórn sem mynduð var 1979 og um leið þá efhahagsstefnu sem endaði með 130% verðbólgu 1982. Lærum af reynslunni Sennilega hafa aldrei fleiri staðið í húsnæðiskaupum en einmitt nú. Það væri hörmulegt ef vinstri flokk- amir fengju tækifæri til að mynda stjóm eftir þessar kosningar vegna þess að reynslan hefur sýnt að þá fyrst fer verðbólguhjólið á fulla ferð og skuldir húsbyggjenda um leið. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur sýnt að mögu- legt er að ráða við verðbólguvand- „Það gæti kostað margan manninn aleig- una ef verðbólgan fer af stað á nýjan leik með sama hraða og hjá fyrri vinstri stjórnum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.