Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 40
52
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRIL 1987
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Úrsúla Andress
er hin mesta mannæta og
það er karlkynið sem hún
leggur sér aðallega til
munns. Sá kornungi Pausto
Fagone er aðalrétturinn á
matseðli kerlu um þessar
mundir en fyrirrennarar hans
eru kappar eins og James
Dean, Marlon Brando,
Daniel Gelin, John Derek,
Jean-Paul Belmondo, Fabio
Testi og Harry Plamlin. Úrs-
úla segist bara vilja unga
menn og óspjallaða - frá-
skildir koma alls ekki til
greina því þeir eru að hennar
mati einn allsherjar vanda-
málapakki með fyrrverandi
eiginkonur og afkvæmi á
bakinu. Sjálf er Úrsúla fimm-
tug, á einn sex ára gamlan
son og hefur losað sig fim-
lega úr allnokkrum hjóna-
böndum - að ótöldum
sambúðunum á fyrri árum.
Joanne
Woodward
segist ekkert skilja í því hvað
konum finnst sexí við eigin-
mann hennar - Paul
Newman. Flann er í hennar
augum fjögurra barna faðir
á sjötugsaldri sem hrýtur
herfilega á nóttunni og hefur
gert það við hennar hlið síð-
ustu tuttugu og átta árin.
Þau hafa engin sameiginleg
áhugamál en leysa þann
vanda með samningi - hún
fer með honum á þrjá kapp-
akstra í mánuði gegn því að
hann mæti í staðinn á bal-
lettsýningar og í óperuna.
Pljónabandið er sagt það
allrabesta í glitbænum -
Hollívúdd.
Bruce
Springsteen
hefur hjartað á réttum stað
þegar ferfætlingar eru ann-
ars vegar. Plann var á götu
í Parísarborg ásamt eigin-
konunni Julianne þegar á
vegi þeirra varð húsbónda-
laus fjárhundur sem rölti í
reiðileysi um götur og torg.
Bruce rann til rifja umkomu-
leysi hvutta svo hann tók
hundinn með sér heim á
hótel og gekk frá ættleiðing-
arpappírum í einum grænum
hvelli. Næst lá leiðin til Los
Angeles þar sem hinn
heppni flækingshundur er í
skipulagðri fitun á heimili
stjörnunnar og hann þarf
víst hvorki að kvíða nánustu
framtíð né hafa áhyggjur af
elliárunum ef svo heldur
fram sem horfir í forsjármál-
unum.
DV-mynd Brynjar Gauti
Heiðursnefndin er hún kom saman í fyrsta sinn,
Heimshandboltaiin hingað
I bígerð er að Íslendingar fari þess á leit við stjórn
Alþjóðahandknattleikssambandsins að A-heimsmeist-
arakeppni karla árið 1994 verði haldin hér á landi -
þetta ár verður lýðveldi islands fimmtugt. Þetta er gert
að frumkvæði stjórnar HSÍ.
Sérstök heiðursnefnd hefur verið skipuð til þess að
vinna að málinu með HSÍ og hefur hún komið saman
einu sinni. Nefndina skipa Matthías A. Mathiesen utan-
ríkisráðherra, sem jafnframt er formaður nefndarinnar,
Alfreð Þorsteinsson forstjóri, Birgir Þorgilsson fram-
kvæmdastjóri Ferðamálaráðs, Gils Guðmundsson rithöf-
undur, Gylfi Þ. Gislason prófessor, Júlíus Hafstein,
formaður Íþróttaráðs Reykjavikur, Kristján Oddsson
bankastjóri, Ólafur B. Thors forstjóri, Sigurður Helga-
son, stjórnarformaður Flugleiða, Þráinn Þorvaldsson,
framkvæmdastjóri Útflutningsráðs og Sveinn Björnsson,
forseti ÍSÍ.
Þóra Birgisdóttir, ungfrú Noröurland 1987.
Þessir krakkar sýndu snilldartakta og unnu hug og hjarta allra í húsinu.
Kennedy
kjörin
Sólveig Þorsteinsdóttir (Olafssonar knattspyrnumanns) var valin Ijósmynda-
fyrirsæta Norðurlands.
Jón G. Hauksson DV-Akureyri:
Þóra Birgisdóttir, átján ára stúlka
úr Menntaskólanum á Akureyri, var
kjörin ungfrú Norðurland í Sjallan-
um síðastliðið fimmtudagskvöld.
Þóra er dóttir Birgis Ágústssonar,
eins Kennedybróðurins á Akureyri.
Vinsælasta stúlkan var kosin íris
Guðmundsdóttir og fer hún ásamt
Þóru í úrslitakeppnina um ungfrú
Island í veitingahúsinu Broadway í
maí.
Mikið var um dýrðir í Sjallanum
þetta kvöld, Eyjólfur Kristjánsson
söngvari söng nokkur hugljúf lög og
þeirra á meðal náttúrlega Norður-
ljósin. Hópur níu til ellefu ára barna
frá dansstúdíói Alís gerði mikla
lukku og einnig var skemmtileg
tískusýning.
Klukkan var langt gengin í eitt
þegar tilkynnt var um úrslitin, að
Þóra Birgisdóttir hefði unnið. Gríð-
arleg fagnaðarlæti urðu í húsinu.
Hjólin snerust hjá tískusýningarfólk-
inu. Sýningin gekk hressilega upp.
Stórsöngvarinn Eyjólfur Kristjáns-
son syngur hér lagiö Norðurljós.
DV-myndir JGH