Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987.
Stjómmál
DV
Skoðanakönnun DV:
Steingrímur
inni á Reykjanesi
Steingrímur Hermannsson nær auð-
veldlega kjöri á Reykjanesi, sam-
kvæmt skoðanakönnun DV í
gærkvöld.
Samkvæmt könnuninni hefur Al-
þýðuflokkur nú 20,3 prósent atkvæða
í Reykjaneskjördæmi. Framsókn hefur
14 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur 26,2 prósent. Alþýðubandalagið fær
11 prósent. Borgaraflokkurinn er með
16,3 prósent og Kvennalistinn 12,2
prósent.
Níu kjördæmakjömir þingmenn
Reykjaness mundu því skiptast þann-
ig: Alþýðuflokkur tvo, Framsókn einn,
Sjálfstæðisflokkurþrjá, Alþýðubanda-
lag einn. Borgaraflokkur einn og
Kvennalistinn einn. Næstur að ná
kjöri er annar maður Borgaraflokks-
ins en Ólafúr Ragnar Grímsson er úti
í kuldanum.
-HH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst
Sparisjóösbækur óbund. 10-11 Lb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 10-15 Sb
6 mán. uppsögn 11-19 Vb
12 mán. uppsögn 13-22 Sp.vél.
18mán. uppsögn 20,5-22 Sp
Ávísanareikningar 4-10 Ab
Hlaupareikningar Innlánverðtryggð 4-7 Sp
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb.
Vb
6 mán. uppsögn 2,5-4 Ab.Úb
Innlán með sérkjörum Innlán gengistryggð 10-22
Bandaríkjadalur 5-5,75 Ab
Sterlingspund 8,5-10,25 Ab
Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab
Danskar krónur 9-10,25 Úb
ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst
Almennirvíxlar(forv.) 19-21 Lb.Úb
Viðskiptavixlar(forv.)(1) 22 eða kge
Almenn skuldabréf(2) 20-22 Úb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningarfyfirdr.) Útlán verðtryggð 20-22 Lb
Skuldabréf
Að2.5árum 6-7 Lb
Til lengritíma 6,5-7 Ab.Bb. Lb.Sb,
Útlán til framleiðslu Úb.Vb
Isl. krónur 16,25-21 Ib
SDR 7,5-8,25 Lb
Bandaríkjadalir 7,5-8 Sb.Sp
Sterlingspund 11,25-13 Bb.Vb
Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Bb.Úb, Vb
Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 3,5 5-6,75
Dráttarvextir 30
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala april 1643stig
Byggingavísitala 305 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 3% 1. april
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 121 kr.
Eimskip 200 kr.
Flugleiðir 166 kr.
Hampiðjan 147 kr.
Iðnaðarbankinn 135 kr.
Verslunarbankinn 125kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa
þó viðskiptavixla gegn 21 % ársvöxtum. (2)
Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil-
alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð-
tryggð lán, nema I Alþýðubanka og
Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, 0b = Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn
birtast í DV á fimmtudögum.
Steingrímur Hermannsson flýgur inn samkvæmt þessari kónnun.
Skoðanakönnun DV:
D-listinn
með 5 í
Reykjavík
í skoðanakönnun DV í gærkvöld
var sérstaklega kannað hvemig fylgi
flokkanna er í Reykjavík. Það breyt-
ist helst frá fyrri könnun að Al-
þýðubandalagið hefúr nú fylgi fyrir
tvo kjördæmakjöma í Reykjavík.
Niðurstöður urðu þær nú að Al-
þýðuflokkurinn fær 14,6 prósent í
borginni. Framsókn fær 8,1 prósent.
Sjálfstæðisflokkurinn fær nú 36,4
prósent. Alþýðubandalagið er með
13.8 prósent. Borgaraflokkurinn fær
nú 14,2 prósent. Kvennalistinn er
með 13 prósent.
Reykjavík hefur 14 kjördæma-
kjöma þingmenn. Yrðu úrslitin
svona mundi það þýða í þingsætum
að Alþýðuflokkurinn fengi tvo. Jón
Baldvin er því enn úti meðal kjör-
dæmakjörinna þingmanna. Fram-
sókn fengi einn. Sjálfstæðisflokkur-
inn fengi fimm. Alþýðubandalagið
fengi tvo. Borgaraflokkurinn fengi
tvo. Kvennalistinn fengi tvo. Næstur
að ná kjöri yrði sjötti maður D-list-
ans.
I DV-könnun fyrir tíu dögum urðu
úrslit í Reykjavík til samanburðar
þessi: Alþýðuflokkur 14,5 prósent,
Framsókn 9,1 prósent, Sjálfstæðis-
flokkur 29,1 prósent, Alþýðubanda-
lagið 10 prósent, Flokkur mannsins
1.8 prósent, Borgaraflokkurinn 16,4
Samkvæmt skoðanakönnun DV
fengju sjálfstæðismenn 5 kjör-
dæmakjörna menn í Reykjavik,
Guðmundur H. Garðarsson er
fimmti maður á lista flokksins í
Reykjavik.
prósent og Kvennalistinn 19,1 pró-
sent.
-HH
Skoðanakonnun DV í gærkvöldi:
Borgaraflokkurinn
heldur fýlgi sínu
Borgaraflokkurinn hefur haldið
fylgi sínu samkvæmt skoðanakönn-
un, sem DV gerði í gærkvöldi, í
samanburði við niðurstöður skoðan-
aköfnnunai' DV fyrir tíu dögum.
Úrtakið í skoðanakönnuninni nú
IUP1.
var 1200 manns. Jafnt var skipt milli
kynja og jafnt milli Stór-Reykjavík-
ursvæðisins og landsbyggðarinnar.
Skipting úrtaksins
Af öliu úrtakinu í könnúninni nú fær
Borgaraflokkurinn hefur ekki tapað fylgi síðustu tiu daga.
Alþýðuflokkurinn 9,3 prósent sem
er aukning um eitt prósentustig frá
fyrri könnun. Framsókn fær 10,2
prósent sem er aukning um 0,2 pró-
sentustig. Bandalag jafnaðarmanna
kemst ekki á blað. Sjálfstæðisflokk-
urinn fær 19,5 prósent sem er
aukning um 1,5 prósentustig frá fyrri
könnun. Alþýðubandalagið fær nú
7,9 prósent sem er aukning um 0,4
prósentustig frá fyrri könnun. Sam-
tök um kvennalista fá 5,3 prósent
sem er 0,2 prósentustigum minna en
síðast. Flokkur mannsins fær 0,4
prósent sem er 0,3 prósentustigum
minna en síðast. Stefán Valgeirsson
fær 0,8 prósent sem er 0,3 prósentu-
stigum meira en síðast. Þjóðarflokk-
urinn fær 1,3 prósent, 0,5 prósentu-
stigum meira en síðast.
Borgaraflokkurinn fær 7,5 prósent
sem er 0,7 prósentustigum meira en
síðast. óákveðnir eru 27,2 prósent
sem er fækkun tun heil 7 prósentu-
stig. Þeir sem ekki vilja svara eru
10,7 prósent, 3 prósentustigum meira
en síðast.
Samanburöur við kosningar
Til að fá samanburð við kosningaúr-
slit tökum við aðeins þá sent taka
aístöðu. Alþýðuflokkurinn fær þá 15
prósent sem er aukning um 0,7 pró-
sentustig frá síðustu könnun og
aukning um 3,3 prósentustig frá síð-
ustu kosningum. Framsókn fær nú
16,4 prósent sem er 0,8 prósentustig-
um minna en síðast og 2,6 prósentu-
stigum minna en f kosningunum.
Sjálfstæðisflokkurinn fær 31,4 pró-
sent sem er 0,5 prósentustigum meira
en síðast en 7,8 prósentustigum
minna en í kosningunum. Alþýðu-
bandalagið fær 12,7 prósent sem er
0,2 prósentustigum minna en i síð-
ustu könnun og 4,6 prósentustigum
rttinna en í kosningunum. Samtök
um kvennalista fá 8,6 prósent sem
er 0,9 prósentustigum minna en í
fyrri könnun en 3,1 prósentustigi
mefra en í kosningunum. Þá fær
Flokkur mannsins nú 0,7 prósent.
Stefán Valgeirsson fær 1,2 prósent á
landsvísu. Þjóðarflokkurinn fær 2
prósent. Borgaraflokkurinn fær 12,1
prósent sem er 0,4 prósentustigum
rneira en í síðustu könnun.
Ef þingsætunum 63 er skipt í beinu
hlutfalli við fylgi listanna samkvæmt
þessari könnun kemur eftirfarandi
út: Alþýðuflokkurinn 10 þingntenn,
Framsókn 11, Sjálfstæðisflokkurinn
21, Alþýðubandalagið 8, Samtök um
kvennalista 5 og Borgaraflokkurinn
8.
Spurt var: Hvaða lista mundir þú
kjósa ef þingkosningar færu frarn
nú? -HH