Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 49
MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987.
53
Sviðsljós
Sjónir beinast nú að New York en þar standa
tískusýningarnar sem hæst þessa dagana. Louis
Dell’Olio hannar fyrir Anne Klein og hefur vakið
mikla athygli fyrir hressilegan svip á vönduðum
fatnaðinum. En ýmislegt minnir þama á franska
hátísku - til að mynda em sýningarstúlkurnar
fengnar frá Frans og þær sem sjást á þessum Reuter-
myndum eru báðar með fastan sess á sýningum
meistarans - Yves Saint Laurent.
Ýmsar blikur eru nú á lofti í tískuheiminum og
hart deilt um ágæti fatahönnunar hvers lands fyrir
sig. Þjóðverjar eiga sína Jill Sanders, Boss og svo
mætti lengi telja en verða að sitja undir því að ná-
grannarnir, Fransmenn, segi þá einungis hafa annars
flokks vöru á boðstólum. Sá þýskættaði Karl Lager-
feld, sem teiknar línuna hjá Coco Channel í Parísar-
borg, heldur því fram að landar sínir hafi lítið til
málanna að leggja og segi það lítið um gæði fram-
leiðslunnar þótt Þýskaland hafi flutt út fatnað fyrir
mestar fjárhæðir allra Evrópulandanna.
Bandaríkjamenn mega svo sitja undir svipuðum
dómum en leggja síður en svo árar í bát. Þeir eiga
sinn Ralph Lauren, Calvin Klein og íleiri - og halda
tískusýningar árlega með aldeilis ágætum árangri.
Tískustríðið er ekki á enda runnið og höfuðandstæð-
ingarnir þrír eiga einungis eitt sameiginlegt -
andúðina á Japönum sem eru lítið fyrir metnað gagn-
vart eigin hönnun og láta sér broshýrir nægja að
fjölfalda sköpunarverk annarra.
Svart velúrsilkipils og silkiblússa frá Louis Dell’Olio
á sýningunni í New York.
ÉHI
Allar útfærslur af köflóttu geta gengið - frakki og jakki smella saman í misstóru mynstrinu.
Blússan er fílabeinslituð og á jakkanum eru gervidemantshnappar.
Hér sjást þeir félagar, Glass og Zukofsky, skeggræða um konsertinn.
Zukofeky og Glass
Paul Zukofsky er Islendingum að í flutningi á nýrri fiðlutónlist. Fyrir
góðu kunnur, bæði fyrir framlag sitt viku frumflutti Zukofsky fiðlukon-
til Sinfóníuhljómsveitar æskunnar sert eftir tónskáldið Philip Glass sem
og flutning nýrrar tónlistar á Is- erumtalaðastatónskáldBandaríkja-
landi. En hann hefur líka á sér hið manna um þessar mundir.
besta orð í heimalandi sínu þar sem -ai
hann hefur meðal annars sérhæft sig
Smokkar í
sviðsljósinu
Eflaust hefði doktor Con-
dom - hirðlæknir Karls
konungs - orðið ærið lang-
leitur gæti hann séð hversu
mjög uppfinningu hans er
hampað þessa dagana.
Smokkurinn var upphaflega
hannaður ’á áðurnefndan
konung til þess að fækka fæð-
ingum konungborinna lausa-
leikskrútta hreint úti um
allar jarðir en nú er apparatið
bjartasta vonin í baráttunni
við eyðniveiruna. Á meðfylgj-
andi mynd sést sú vinsæla
japanska poppsöngkona -
Mie Nakagawa - flagga sú-
perverju í miðborg Tókýó.
Tilgangurinn var að vekja
athygli á nauðsynlegum að-
gerðum í baráttunni við
eyðnina og var kvensan þarna
á svæðinu með hópi annarra
baráttuglaðra áhangenda
smokksins í því fjarlæga Jap-
an.
Mie Nakagawa með björtustu vonina í sú-
perstærð. - Simamynd Reuter
Ölyginn
Melanie
Griffith
átti ekki góðan dag þegar
hún fór út að borða með
móður sinni Tippi Hedren.
Melanie er fyrrum eiginkona
Don Johnson og varð held-
ur langleit þegar aðdáendur
streymdu að þeim mæðgum
-til þessaðfáeiginhandará-
ritun frá Tippi. Ekki bætti
það úr skák að þjónninn
neitaði að taka kreditkort
Melanie gilt og var það
vegna þess að það er skráð
á nafnið Don Johnson.
Hundfúll heimur!
Bo Derek ,
er að springa af vonsku yfir
því að vídeómarkaðurinn
vestra er að fyllast af eintök-
um myndar sem hún lék í
fyrir fjórtán árum. Þar er
bomban svona.heldur með
klæðlausara móti og þykir
þeim Derekhjónum miður
að myndbandsjúklingar geti
starað úr sér augun yfir ber-
um búk Bo - og eru málaferli
í athugun. Þetta kemur
mönnum allmjög á óvart því
herra Derek er þekktur fyrir
allt annað en dúðun á sinni
föngulegu eiginkonu í kvik-
myndunum sem hann
framleiðir sjálfur á síðustu
árum. En það er víst ekki
sama hver blautbolurinn er
- eða þannig - og því er
ætlunin að fá álit dóms-
valdsins á ósvífnum vinnu-
brögðum myndbandaleig-
anna.
Larry Hagman
var leynilegur elskhugi Joan
Collins þegar súperkvensan
var einungis fimmtán ára
gömul og vann við leikhúsin
í Lundúnaborg. Karl segist
vel hafa getað endað í fang-
elsi fyrir athæfið en það
skiptir engu meginmáli, Jo-
an hafi fyllilega verið þess
virði og meira en það. Ekki
hefur heyrst orð frá Joan um
málið og segja spekingarnir
hana leita örvæntingarfullt í
minniskompunni eftir ein-
hverjum teiknum frá meint-
um turtildúfutíma þeirra
Larrys. En það er lítil von til
þess að Joan takist að grafa
upp staðreyndir málsins -
þetta er jú fyrir svo óskap-
lega mörgum elskhugum
síðan að það þarf sagnfræð-
inga til aðstoðar ef einhver
árangur á að nást á næs-
tunni.