Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987. 15 Kirsten Hastrup: Culture and history in medieval lceland. An anthrópological analysis of structure and change. Clarendon Press, Oxford 1985, 285 bls. Höfundur er danskur mannfræð- ingur og samdi þessa bók upp úr doktorsriti sem hún varði í Oxford 1979. Rúmur helmingur ritsins er greining á samfélagi þjóðveldisins íslenska en seinni hlutinn fjallar um sögu þess fram að 1262. Nýjung Aðferð Hastrup við að kynna þjóð- veldið stingur mjög í stúf við það sem tíðkast í íslenskum skólabókum. Hún fjallar um það eins og mann- fræðingur lítur á framandi samfélag og spyr fyrst og fremst að þvi hvem- ig þjóðin flokkaði umhverfi sitt. Fyrsti kaflinn er um hverskonar tímatal, annar um staðarákvarðanir og mælingu vegalengda, þriðji um flokkun fommanna á frændsemi. Þá kemur yfirlit um stjómskipulag en fimmti kafli fjallar um „Miðgarð og útgarð", útlaga og á annan hátt um það hvemig fólk tilheyrði samfélag- inu eða ekki. Með þessari aðferð tekst Hastmp að skapa ljóst samhengi, vekjandi yfirlit um meginásana í hugmynda- heimi þjóðarinnar að fomu. En ég saknaði þess að hún skyldi ekki 'reyna að ganga lengra og tengja þessu það sem vitað er um trú fólks og hjátrú á þessum tíma. Mér fannst einkum fróðlegt að lesa fyrstu tvo kaflana, um tímatal, sem rennur saman við umfjöllun vegalengda því þær vom mældar í tímanum sem tók að fara þær. Hastmp leiðir glöggt i ljós hvernig mánaðaheitin vom nokkuð á reiki, mismunandi nöfn fyrir sama mánuð, sum eftir árstíða- bundnum störfum, önnur eftir árstíð eða af enn öðmm orsökum, t.d. em orðin eggtíð eða stekktíð um sama mánuð af fyrsta tagi. Á eftir þeim mánuði kom selmánuður þegar haft var í seli, sá mánuður hét einnig sólmánuður af því að þá var hásum- ar. Fyrsti mánuður vetrar hét gormánuður eftir sláturstörfum sem þá vom unnin, síðan kom fr-ermán- uður af því að þá hófust frostin, hann hét einnig ýlir, og er ekki ljóst hvers vegna. Af því tagi em og þekktustu mánaðanöfnin, þorri og góa. Mörk mánaða vom nokkuð á reiki miðað við núverandi tímatal, enda var fyrst og fremst talið í vik- um, en Hastmp skýrir að þetta var nægileg nákvæmni og eðlileg á þess- - um tfma. Ættemiskaflinn fannst mér torles- inn og ég held að hann hefði orðið mun gleggri - og raunar bókin öll - ef meira hefði verið tekið af dæmum, úr fomsögum og Sturlungu, sem sýndu hvaða máli frændsemi og mágsemdir gátu skipt. En vissulega em hér mikilvægar upplýsingar sett- ar fram á skipulegan hátt. Sama má segja um kaflann um stjórnskipulag og stéttir en það efhi var mér kunn- uglegast úr skólabókum. Og þar fór ég að finna fyrir takmörkunum bók- arinnar. Hastmp segir (bls. 109) að íslendingar hafi að fomu skipst i fjórar stéttir: bændur, leiglendinga, leysingja og þræla. Því er of lítið sagt, nánast ekkert, um stöðu lægstu stéttanna eftir að þrælahaldi var af- létt, það er um stöðu kaupamanna og fórumanna, en um þá síðamefndu giltu sérlega ströng lög, svo sem auðséð er af Grágás. Hastrup sýnir glögglega hvemig stéttaskiptingin birtist í þeim sektum sem lagðar vom við legorði, þ.e. ástasambandi utan hjónabands, m.a. við konu ann- ars manns, eftir því hvort hún var gift bónda, leysingja eða þræl (bls. Mannfræðin og Menning 112). En í Grágás er skýrt tekið fram (hér er vitnað í útgáfuna eftir Stað- arhólsbók, bls. 178) að legorð með göngukonu varði ekki við lög ef maðurinn gengst ekki við því, og það er ekki einu sinni til umræðu hvort konan var nauðug eða viljug. Enn- fremur segh (bls. 277) að það sé skóggangssök að gerast göngumað- ur heill og hraustur og (bls. 123-4) að enginn maður megi gefa mat göngumönnum á þingi, búðir þeirra megi brjóta, þeir verði sekir ef þeir veiji þær en réttdræpir ef þeir falla. „Ef göngumenn hafa fé með að fara, þá á að taka af þeim gervallt ef menn vilja.“ Nú þarf ekki lengi að lesa í Sturl- ungu eða Guðmundar sögu góða til að sjá að hér er ekki um að ræða einhver ómerkileg smáatriði sam- félagsins; miklir forumannaflokkar fóru með Guðmundi biskupi um 1200, og skyldu þeir ekki hafa verið mikilvægir í heijum Sturlungaaldar? Bókmenntir Örn Ólafsson Sögulegt yfirlit Seinni hluti bókarinnar er, eins og áður segir, greinargerð fyrir því hvernig samfélagið hafi breyst frá því sem fyrri hlutinn lýsir. Hér er óþægilega mikið um endurtokningar frá fyrri hluta og satt að segja finnst mér þessi hluti yfirborðslegur, allt of mikið lagt upp úr formsatriðum. Þó segir Hastrup réttilega að líf alls almennings breyttist lítið við það að Island gekk undir Noregskonung, svo lítið að sjálfsagt hafa fæstir tek- ið eftir því, það er talið eins og hver önnur tíðindi í annálum. Miklu meira máli skipti hitt, sem Magnús Már Lárusson og Bjöm Þorsteins- son hafa bent á, að með úrslitum staðamála áratug síðar náðu biskup- ar undirtökum í efnahagslifi lands- ins, söfhuðu sfðan æ meir jarðeign- um svo veldi þeirra óx stöðugt. Hastrup víkur að þessu en skrifar eins og þjóðveldið hafi liðast sundur á öndverðri 13. öld af lögfræðilegum ástæðum (bls. 231). Samfélag og lög hafi verið eitt og hið sama í augum Islendinga, því hafi þeir jafhan reynt að fylgja samfélagsbreytingum eftir með lagabreytingum. Þær hafi þá hrannast upp og samfélagið þannig orðið æ stirðara; loks hafi þetta leitt til hruns þess, árið 1262. Þessi túlkun er gamalkunnug en hún er augljós fjarstæða, enda held ég að enginn sagnfræðingur taki hana lengur alvarlega. Það sem gerðist var samþjöppun valds á hendur fáeinna ætta. Ymsir telja að sú samþjöppun hafi hlotist af vax- andi völdum biskupanna; alltént leiddi þessi valdabarátta til þess að einn sigraði, eins og oft vill verða, einnig hitt, að lög reyndust vera aukaatriði í þeirri valdabaráttu. Ágallar Sannleikurinn er sá að Hastrup hefur ekki nándar nærri því nógu góða þekkingu á efhinu, né vinnur hún nógu fræðimannlega. Hér er aðeins hægt að taka stök dæmi en fræðilegir ritdómar koma væntan- lega í tímaritunum Skírni og Sögu. Hún ræðir t.d. hvenær Sturlungaöld hafi hafist og vitnar (bls. 199) til Gunnars Karlssonar um að það hafi verið annaðhvort um miðja tólftu öld eða á árunum 1200-1220. Sjálf hallast hún að fyrri tímasetningunni með þeim rökum að í Hungurvöku segi að eftir fráfall Gissurar biskups Snorri Sturluson. ísleifssonar hafi hafist ófriður, en hann dó 1118. Það vekur strax at- hygli hvað Gunnar virðist óákveð- inn, þótt vissulega sé ekki hægt að tímasetja upphaf innanlandsófriðar nákvæmlega, slíkt á sér alltaf að- draganda. En athugun leiðir í ljós að þama er um vfirlitsverk að ræða hjá Gunnari, Sögu íslands. og að sjálfsögðu telur hann þar upp helstu kenningar um efnið en hallast ein- dregið að siðari tímasetningunni. þótt Hastrup nefhi það ekki. Ekki batnar það þegar flett er upp í Hung- urvöku (á bls. 103 en ekki 91 í útgáfunni sem Hastrup vitnar til). Þar segir: „Svo Iiugðist að hinum vitmst- um mönnum, að svo þótti drúpa Island eftir fráfall Gissurar bisk- ups, sem Rómaborgarríki eftir fall Gregori páfa. En fráfall Giss- urar biskups bendi til ættar um öll óhægindi á íslandi af óáran. bæði í skipabrotum og manntjóni og fjárskaða. er því fylgdi. en eftir það ófriður og lögleysur. og á það ofan manndauði sá um allt landið. að engi hafði slíkm- orðið síðan landið var byggt.“ Hér er þess fyrst að gæta að á þessum tíma merkti orðið „ófriður" ekki bara bardaga (sem engir voru imt rniðja 12. öld) heldur einnig deil- ur. Auk þess stendur hér að dauði Gissurar hafi verið fyrirboði hvers- kvns óáranar. rneðal annars ýmiss sem ekki er af mannavöldum. svo sem skipskaða og hverskyns tjóns og manndauða - væntanlega af sjúk- dómum. m.a.- Svona var nú ríkjandi hugsunarháttur á miðöldum. það hefði sæmileg heimildarýni sýnt hér, áður en þessi vitnisburður var túlk- aður eins og Hastrup gerir. Fyrirmynd? Svo saman sé tekið þá er aðferð Hastrup frumleg og fersk en mikið vantar á að hún sökkvi sér nógu djúpt í heimildimar eða ráði við þær. Raunar held ég að svona verk - mannfræðileg rannsókn á gögnum sem sagnfræðingar hafa lengi flallað um - vrði best unnið nteð samvinnu mannfræðings og sagnfræðings. Mér sýnist þessi bók æskileg fyrirmynd íslenskrar bókar um þjóðveldið en þá bók þyrfti íslenskur sagnfræðing- ur að semja. o \ PÚSTKERFIN FRÁ FJÖÐRINNI D D D 0 EINA SERVERSLUN SINNAR TEGUNDAR Hagstæðasta verðið í dag. Gæðavara úr álseruðu efni sem gefur 70%—80% betri endingu gegn ryði. 10%—20% afsl. gegn staðgreiðslu í peningum miðað við í heilu setti. Tilboðió stendur út apríl. Hver býður betur? Festið aldrei kaup á pústkerfum án þess að hafa fyrst samband við okkur. D D D D D D D D D BílavörubúÓin FJÖÐRIN Skeifunni2 82944 Púströraverfcstœði 83466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.