Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987.
Neytendur
Uppskriftaþeysa DV:
Innbókuð ýsa
Hráefnið sem þarf í innbökuðu ýsuna hennar Þóru.
Þóra B. Jóns úr Hafnarfirðinum með verðlaunaýsuna sína.
DV-myndir KAE Kryddinu blandað saman við hveitið.
Heilbrígt útsæði frum-
skilyrði góðrar uppskeru
„Útsæðið verður að vera heilbrigt.
Það er algjört frumskilyrði til þess að
fá góða uppskeru. Og til þess að vera
alveg viss er langbest að nota ekki
annað en svokallað stofnútsæði. Það
er örugglega hreinn stofn og ósýktur.
Að öðru leyti má setja niður hvað sem
fólk vill,“ sagði Agnar Guðnason, að-
almatsmaður garðávaxta, i samtali við
DV.
„Það eru aðallega þrír sjúkdómar
sem hrjá íslenskar kartöflur, það eru
kuldaskemmdir, kransasveppur og svo
hin illræmda hringrót. Hringrótar hef-
ur orðið vart í Arnes- og Rangárvalla-
sýslum og því er fólki ráðlagt að kaupa
ekki útsæði þaðan nema úr Hruna-
mannahreppi. Hann er algjörlega
undanskilinn," sagði Agnar.
Ef fólk á kartöflur sem eru örugglega
ósýktar og famar að spíra sagði Agnar
að best væri að bijóta þær spírur af
og láta þær spíra aftur í birtu og hæfi-
legum hita, t.d. í bílskúr. Það má ekki
vera of heitt en heldur ekki fara niður
íyrir frostmark. Þá er einnig tími núna
til þess að láta niður í mjólkurfemur
og koma kartöfiunum til í bílskúrnum.
Best er að þær kartöflur séu famar
að spíra en það er þó ekki nauðsyn-
legt. Grösunum er svo plantað út
þegar hætta á frosti er liðin hjá. Þann-
ig geta menn fengið nýjar kartöflur í
júnímánuði.
Agnar sagði að uppskeran í fyrra
hefði verið með eindæmum góð en
engar líkur em til þess að hún seljist
öll. Nokkrir framleiðendur em þegar
búnir að selja sína uppskem en ein-
hveijir eiga enn eftir talsvert magn.
„Það em ekki endilega þeir sem em
með bestu kartöflumar sem búnir em
að selja allt. Það em líka framleiðend-
ur með mjög góðar kartöflur sem eiga
mikið óselt,“ sagði Agnar. -A.Bj.
Það fylgir því einhver sérstök fullnæging að taka upp eigin kartöflur. Allir
í fjölskyldunni geta tekið þátt í þessari hollu iðju. Nú er tími til að huga
aö útsæðinu og undirbúa uppskeruna.
Þórey Guðmundsdóttir starfar við afgreiðslu á kartöfluútsæðinu.
DV-mynd GVA
Stofnútsæði frá Homafirði
„Salan á útsæðinu er svona rétt að
komast í gang,“ sagði Svanhildur
Ámadóttir hjá Mata í samtali við DV
rétt íyrir páskana.
„Bæði er að fólk hefur haft nóg að
gera við að hugsa um fermingamar
og páskahátíðina og svo hefur veðrið
auðvitað ekki verið alltof gott núna
undanfarið. En strax eftir páskana
hellir fólk sér í útsæðið á fullusagði
Svanhildur.
Hjá Mata var á boðstólum mjög fal-
legt útsæði og vom tegundimar helga,
gullaauga og premier. Allt stofnútsæði
frá Homafirði á stærðarbilinu 30-45
mm. 25 kg poki kostar 1500 kr. og 10
kg 650 kr.
Mata flutti í mjög gott húsnæði í
vetur en fyrirtækið sinnir eingöngu
ávaxta- og grænmetisinnflutningi og
sölu á innlendu grænmeti þegar það
er fyrir hendi. Öll aðstaða er til mikill-
ar fyrirmyndar. Hægt er að aka
kæligámum inn í húsið og er græn-
metið og ávextimir fluttir í kæli-
geymslur með ákveðnu hita- og
rakastigi.
-A.BJ.