Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987.
33
Erlendir fréttaritarar
Ketibjöm Tryggvason, DV, Berlín;
Einu ári eftir kjarnorkuslysið í
Chernobyl birti þýska vikuritið Der
Spiegel síðastliðinn mánudag útdrátt
úr leyniskýrslum alþjóða kjamorku-
málastofnunarinnar í Vín þar sem
fram kemur að }dir tvö hundruð óhöpp
við starfrækslu kjamorkuvera víðs-
vegar um heim hafa aldrei verið gerð
kunn opinberlega.
Blaðamaður tímaritsins komst yfir
alls fjömtíu og átta skýrslur, sem em
hluti af einum tvö hundruð og fimm-
tíu, sem alþjóða kjamorkumálastofn-
unin hefur safnað að sér á seinustu
árum um alls kyns slys sem átt hafa
sér stað í kjarnorkuverum.
Alls staðar slys
I grein Der Spiegel kemur einnig
fram að í hverju einasta af þeim tutt-
ugu og sex löndum sem eiga kjam-
orkuver, samtals þrjú hundruð níutíu
og sjö orkuver, hefur að minnsta kosti
átt sér stað eitt kjarnorkuslys á sein-
ustu árum sem ekki var gert opinbert.
Af þessum fjörutíu og átta slysatilfell-
um, sem blaðið segir ffá, var einungis
eitt gert opinbert, en það var slysið í
Harrisburg í Bandaríkjunum í mars
1979.
Slysaupptalningin í Der Spiegel hef-
ur nú þegar valdið miklu fjaðrafoki í
Þýskalandi og víðar í heiminum, enda
kemur þama greinilega fram að við
að gera ráð fyrir jarðskjálftum af þess-
ari stærðargráðu við hönnun orku-
versins.
Annað tilfelli, þar sem lá við stór-
slysi, átti sér stað í kjamorkuverinu
Brunswick í Norður-Karólínufylki í
Bandaríkjunum þann þrítugasta júni
1985. Þar kviknaði í kælikei-fi eins
kjamaofhsins þegar fara átti að nota
það, því í stað rofa sem átti að vera
fyrir jafnstraum hafði fyrir mistök
verið settur rofi fyrir riðstraum.
Ótrúlegasta dæmið sem nefnt er í
greininni er þó saga kjarnorkuversins
Jaslovské Bohunice í Tékkóslóvakíu.
Þar áttu sér stað alls fjögur óhöpp á
innan við einu ári, þar af eitt sem að
mati sérffæðinga hefði getað leitt til
álíka stórslyss og í Chernobyl.
Kalt vatn milli skinns og hör-
unds
Blaðamenn Der Spiegel létu sérfræð-
ing á sviði kjamorkuvísinda lesa
þessar fjörutíu og átta sk>Tslur. sem
þeir höfðu komist yfir. „Mér rennur
kalt vatn milli skinns og hörunds."
var það fyrsta sem sérfræðingurinn
sagði eftir lesturinn. Hann benti á að
nær öll óhöppin. sem þama vom upp
talin. mætti rekja til mannlegra'mis=
taka. Oft á tíðum var einungis heppni
eða tilviljun, að hans mati, að ekki fór
verr en raun bar vitni og líf milljóna
manna þar með stefht í voða.
i kjarnorkuverinu í Harrisburg í Bandarikjunum í mars 1979 var gert opinbert. Segja blaðamenn þýska vikurits-
ins Der Spiegel að eftir lestur fjörutíu og átta skýrslna um kjarnorkuslys sé það eina slysið i skýrslunum sem greint
hefur verið opinberlega frá.
starffækslu þessara orkuvera hafa
hvað eftir annað komið upp aðstæður
sem geta leitt til stórslysa, líkt því sem
varð í Chemobyl í fyrra.
Fjögur slys á einu ári
Meðal tilfella sem nefnd eru er at-
burður sem gerðist við kjamorkuverið
Kozloduj í Búlgaríu þann fjórða mars
1977. Þann dag kom mikill jarð-
skjálftakippur á svæðinu þar sem
orkuverið er og var mesta mildi að
ekki varð af stórslys því glevmst hafði
Hundruð kjarnorkuslysa
hafa verið leynd almenningi
* EIMSKIP
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suöurlandsbraut 16 Sími 91 35200
FLUGLEIDIR
BIJNAÐARBANKI
' ISLANDS
Árnesingaútibú
Styrktarsjóður
Sólheima
lónaóarbankinn
^taíl
SÓLHEIMAPENNINN
Þú eignast nýtan grip og styður góðan málstað