Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 38
[ Chico skcw«nt»r JaUi Graham Herrey Divine EVRÓPA - það er Hljómsveitin Dúndur 1 staðurinn /KVÖLD er síðasta tœkifœríð til að skemmta sér í vetur því að á morgun er sumardagurínn fyrsti. Á morgun eiga flestir frí og þess vegna er upplagt að skella sér í EVRÓPU í kvöld. Pað verður opið frá kl. 22-03. í vetur hafa fjölmargir erlendir sem innlendir skemmtikraftar komið fram í EVRÓPU. Við látum ekki deigan síga og höldum að sjálfsögðu áfram með hækkandi sól. Því að þetta er það sem fólkið vill. Streymum nú í EVRÓPU í kvöld og kveðjum veturinn þar eins og við heilsuðum honum, sem sagt með glæsibrag. EVRÓt við tímann. Fréttir__________________ Theodór Júlíusson fékk leiklistarstyrk Jcm G. Haukssan, DV, Akuieyri; „Þessi styrkur er mikill heiður fyrir mig. Ég met hann mikils," sagði The- odór Júlíusson en hann fékk í gær 35.000 króna styrk úr leiklistarsjóði Jóns Kristjánssonar á Akureyri. Theodór stundar í vetur nám í Dramastudio í London. Hann hefur leikið í mörg ár hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Það var Jón Kristjánsson sem afhenti honum styrkinn. Jón stofnaði sjóðinn annan í jólum árið 1978 er hann hélt upp á 40 ára leikafmæli sitt hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Þetta var á frumsýningu Skugga Sveins og Jón að ljúka farsæl- um leikferli sínum. Theodór er fyrsti einstaklingurinn sem fær styrk úr sjóðnum. Aður hefur verið veitt úr sjóðnum til uppfærslu á leikritum hjá Leikfélaginu. fheodór Júlíusson og Jón Kristjánsson. DV-mynd JGH. MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987. Sandkorn Þau dansa á Reykjanesi. Boðið upp í dans Á dögunum sýndi frambjóð- andi Kvennalistans í Reykj- aneskjördæmi. Anna Ólafsdóttir Björnsson, myndir á Skipulagsstofu höfuðborg- arsvæðisins. Stofan er í Kópavogi og þar ræður ríkjum Gestur Ólafsson arkitekt. Hann hreifst svo af einni mynd önnu að hann festi kaup á henni. Ekki hengdi hann þó myndina upp hjá sjálfum sér heldur ákvað hann að gefa hana í afmælisgjöf. Þiggjandinn var Júlíus Sólnes verkfræðingur. Fékk Júlíus myndina á fímmtugsafmæli sínu. Það vakti auðvitað at- hygli að höfundur kallaði myndverk sitt „Dansaðu fíflið þitt, dansaðu." Um helgina á eftir var Júl- íus kominn í framboð fyrir Borgaraflokkinn í sama kjör- dæmi og höfundur myndar- innar og orðinn mótframbjóð- andi Önnu Ólafsdóttur Bjömsson - og keppinautur. Myndlist Önnu er sýnilega áhrifameiri en gerist og geng- Sumarhús í sveitinni Stríðið milli Sjálfstæðis- flokksins og Borgaraflokksins verður skrautlegra með hverj- um deginum sem líður. Alls konar orðsendingar ganga á milli og þá ekki síst sögusagn- ir og kviksögur. Eins og allir muna víst hófst allt á afsögn Alberts Guðmundssonar úr ráðherraembætti að kröfu Þorsteins Pálssonar sem taldi útilokað að Albert gegndi embættinu á meðan hann væri grunaður um að hafa ekki tal- ið fram tvær afsláttargreiðslur frá Hafskipi hf. til heildversl- unar sinnar. Síðustu vikuna eða svo hef- ur þrálátur orðrómur gengið um að Þorsteinn Pálsson hafi byggt sér sumarbústað í kjör- dæmi sínu, á Suðurlandi, án þess að taka nótur og borga söluskatt. Á hann jafnvel að hafa verið svo bíræfmn að gleyma að telja bústaðinn fram sem eign á skattskýrsl- unni. Allra síðustu lausa- fregnir herma að þessari sögu hafi verið komið af stað í sjálfri Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, og ætl- unin hafi verið sú að almenn- ingur héldi ásakanirnar komnar frá Borgaraflokknum. Síðan hafi Þorsteinn'verið til- búinn með hverja einustu nótu og skattframtalið að auki til þess að hvítþvo sig af öllu Beðið um brauð Alþýðubandalagið á Vest- fjörðum gefur út veglegt blað fyrir kosningarnar eins og aðrir flokkar. Þetta virðist þó ekki tekið út með sitjandi sældinni og lítið eftir af pen- ingum til annarra viðfangs- efna í kosningabaráttunni. í blaðinu, Vestfirðingi, aug- lýsir G-listinn nefnilega stíft eftir framlögum stuðnings- manna sinna. „Kosningaskrif- stofan biður um brauð,“ segir á einum stað og þar er frá því greint að beinakex sé þreyt- andi til lengdar. Á öðrum stað segir: „Kosningasjóðurinn er enn magur.“ Það er sem sagt ekki eintómur dans á rósum að vera málsvari öreiganna og spurning hvort menn lifi það af. Grátið á ís- lensku Um páskahelgina varð það óhapp að fugl villtist inn í hreyfil íslenskrar farþegaflug- vélar á leið frá Kastrup-flug- velli í Kaupmannahöfn. Fuglinn kembir vitanlega ekki hærurnar þaðan í frá en hreyfilinn mátti hins vegar ekki missa úr gangi og var því snúið við til Kastrup aftur. Var farþegunum komið fyrir á meðan aðgerð fór fram og fuglinn reyttur úr hreyflinum. I miðri bið koma SAS-flug- freyjur að máli við farþega úr flugvélinni með grátandi 6 ára bam á milli sin og spyrja hvort sá kunni ekki íslensku. Kom þá í ljós að barnið hafði átt að fara heim til íslands í um- sjá flugfreyjanna í íslensku vélinni - en hreinlega gleymst. Barnið átti því fuglinum það að þakka að komast heim án frekari tafar. Annars væri það líklega grátandi enn útí í Dan- mörku. Vandræðum flugferðarinn- ar var þó ekki þar með lokið þar sem dyrabúnaðurinn fór úr skorðum þegar loka átti flugvélinni. Lauk ferðinni því ekki fyrr en önnur flugvél kom og sótti farþegana nokkuð slæpta en alla ógrátandi. Læra á bíl Ökukennari einn á Húsavík er orðinn sérfræðingur í því að kenna Grænlendingum á bil. Hann hefurþegar útskrif- að fimm unga mcnn frá Grænlandi. Þeir hafa raunar verið kaupamenn fyrir norðan og því notað tækifærið til þess að læra akstur í menningár- löndum. Grænlensk ökuskír- teini duga nefnilega ekki í því efni. Mörgum finnst að Græn- lendingarnir hafi verið ein- staklega framsýnir og heppnir að leggja stund á menningar- legt ökunám hér á landi þar sem við stöndum allra fremst- ir, íslendingar. Fyrir utan það kvartar enginn, okkur vitan- lega, yfir ökukennaranum á Húsavík og alla vega ekki Grænlendingar. Umsjón: Herbert Guðmundsson. Kvikmyndir Tónabíó - Leikið til sigurs ★ ★ Öllu fómað fyrir köi fubolta Leikstjóri: David Anspaugh. Handrit: Angelo Pizzo. Kvikmyndun: Fred Murphy. Tónlist Jerry Goldsmith. Aðalleikarar: Gene Hackman, Barbara Hershey og Dennis Hooper. Einhverra hluta vegna hefur Leik- ið til sigurs tvö ensk nöfn, Hoosiers og Best Shot, sem birtist allt í einu á tjaldinu í Tónabíói. Ekki veit ég af hverju, en í Bandaríkjunum gekk myndin allavega undir nafninu Ho- osiers, sem er gælunafn á skóla- körfuboltaliði sem myndin snýst um. Satt best að segja olli Leikið til sigurs nokkrum vonbrigðum hjá undirrituðum. Einhverjar óskars- tilnefningar fék’^hún fyrir stuttu. Meðal annars fékk Dennis Hooper tilneíningu fyrir aukahlutverk. Atti hann það skilið. Þrátt fyrir að per- sónan sem hann leikur sé löngu útþvæld í Hollywoodmyndum nær hann tökum á áhorfendum með leik sinum. Efhi myndarinnar er ósköp ófrum- legt og helst er ég á þeirri skoðun að einhverjir framleiðendur hafi sagt sem svo. „Nú er kominn tími til að græða á körfubolta." En eins og þeir sem fylgjast eitthvað með íþróttum vita er körfubolti einhver alvinsæl- asta íþrótt vestanhafs. Og þegar peningamenn ráða er handritið aukaatriði, enda er það eins þunnt og hugsast getur. Gene Hackman leikur körfubolta- þjálfara með óljósa fortíð að baki sem fenginn er til að þjálfa körfu- boltalið í menntaskóla i smábæ einum árið 1951, þar sem karlkyns nemendur eru aðeins sextíu og fjórir. Nú, eins og vænta má mætir hann mótspymu í fyrstu frá íhaldssömum Gene Hackman og Dennis Hooper i hlutverkum sinum. bæjarbúum. Besti körfuboltastrák- urinn er í fylu til að byrja með og fallegi og góði kennarinn í líki Bar- böru Hershey móðgast við hann og vill ekkert hjálpa. Til að kóróna allt tapar liðið hans fyrstu leikjunum með miklum mun. En eins og lesend- ur er sjálfsagt farið að gmna snýst þjálfaranum allt í haginn og mynd- inni lýkur með úrslitakeppni um skólabikar Indianafylkis. Ekki græðir my ndin mikið á hand- ritinu. Aftur á móti skapast spenn- andi stemmning kringum hið óálitlega körfuboltalið sem bjargar ekki svo litlu, ásamt áðumefndum leik Dennis Hooper sem leikur þorpsrónann sem þjálfarinn tekur upp á arma sína. Gene Hackman er passlega grófur í hlutverki þjálfar- ans og kemst vel frá sínu. Aftur á móti er Barbara Hershey í hlutverki sem engan veginn er hægt að bjarga. Leikið til sigurs er í heild hin sæmilegasta afþreying, þótt meló- dramatíkin sé á köflum væmin og óþörf. Af hverju myndin er látin ger- ast akkúrat 1951 er svo aftur á móti staðreynd sem ómögulegt er að skilja. Það er ekkert í handritinu sem bendir til þess að þess þurfi. Sjálfsagt aðeins ein „snilldarhug- mynd“ einhvers aðstoðarframleið- anda í Hollywood svo eitthvað sjáist eftir hann. Hilmar Karlsson ★★★★ Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.