Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987. HANDKNATTLEIKSÞJÁLFARI - LEIKMAÐUR Tvö norsk handknattleiksfélög í lægri deildum eru að leita eftir þjálfurum (mætti vera spilandi þjálfari). í boði er auk þjálfarastarfsins atvinna og/eða nám, húsnæði og ýmis önnur hlunnindi. Áhugasamir hafi samband við Hilmar Björnsson í síma 84389 (þag- mælsku heitið). NÁKVÆMNI - DUGNAÐUR Við leitum að stundvísri, líflegri stúlku, 20-25 ára, með þægilegt viömót og góða íslensku- og vélritunar- kunnáttu. Vinnutími kl. 9-17. Við bjóðum bjartan og góðan vinnustaó og góðan starfsanda. Skriflegar umsóknir sendist auglýsingadeild DV fyrir laugardaginn 2. maí merkt „Framtíðarstarf 111". ffl FREEPORTKLLJBBURINN KVEÐJUFUNDUR með Sister Christine Kennedy verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu föstudaginn 24. apríl kl. 20.30. Kaffihlaðborð. Þátttaka tilkynnist Baldri Ágústssyni, sími 31615, Ragnari Guðmunds- syni, sími 10485 eða Grétari Bergmann, st'mi 28319 fyrir fimmtudagskvöld 23. apríl. Stjórnin ATVINNA A. Getum bætt við nokkrum saumakonum, vönum eða óvönum. Einnig konum á kvöldvaktir. B. Aðstoðarmaður eða kona til starfa á sníðastofu. Góð laun í boði fyrir hæft fólk. Við erum á besta stað í bænum. Upplýsingar í síma 11520. /Z/zor (oo, SEXTtU OG SEX NOftÐUR SJIIIUIUEIIlf INII Skúlagata 51 ' Reykjavík KDSNINGASJÓÐUR B0RGARAFL0KKSINS Hægt er að senda framlog á tékkareikning nr. 1234 ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS LAUGAVEGUR105 - 105 REYKJAVÍK BORGARA FLOKKURINNi -úokkurmettnmOÖ tfcaMan 7. Póetnr. 10* H*yfc|avlk. 84ml 11-M M 2t Mnr. •4tt*#ia0 kC wn&Jb 16 „Kvennalistinn er ekki í stjörnuleik þar sem einhver algóöur maður eöa kona leiðir mannkynið aftur inn í paradís." Umbætur ráðast af þori þínu og mínu Það fer enginn lengur í grafgötur með það að laun kvenna eru lægri en karla. Konur á besta vinnualdri ná aðeins meðallaunum karla sem eru að byrja eða enda á vinnumark- aðnum. Þetta staðfesta nýlegar tölur. Sú einkennilega skýring hefúr heyrst að konur sinni ekki ábyrgðar- störíúm. Dettur einhveijum það virkilega í hug að umönnun bama, aldraðra og sjúkra sé ekki ábyrgðar- starf? Auðvitað eru þetta ábyrgðarstörf. En þeir er svona tala hafa sjálfsagt aldrei komið nálægt slíkum störfum og halda að þetta sé ekkert mál. Hér þarf að koma til viðhorfsbreyting til starfa í þjóðfélaginu og nýtt gildis- mat. Reynsla kvenna af stjórnun og stjórnmálum Fjögur ár eru liðin síðan Samtök um kvennalista voru stofnuð. Nú eru ákveðin framboð í öllum kjördæm- um landsins. Það er ekkert áhlaupa- verk fyrir reynslulitlar konur i pólitísku þrasi að hella sér út í kosn- ingabaráttu því að hingað til hafa konur haft litla reynslu af stjóm- málum. Auðvitað skal það þó viðurkennt að einstaka konur hafa komist áfram í stjómmálum. En þær hafa þá helst orðið að vera þekktar af öðrum vettvangi og mátt vera helmingi duglegri og klárari en karl- amir og hefur þó varla dugað. Þeim hefúr samt verið ýtt til hliðar. Þó konur hafi litla reynslu af stjóm- málum er ekki þar með sagt að konur hafi ekki reynslu af stjómun. Þær hafa í gegnum aldirnar stjómað heimilunum, grunneiningum hvers samfélags. Sá reynsluheimur hefur mótað lífsviðhorf kvenna. Þjóðfélag samvinnu og samhjálpar Vemdun og viðgangur lífsins er homsteinn í h'fsskoðun kvenna. Sá er hefur í raun hlustað á konur tala um bamsfæðingar efast vart eftir það um að til er sérstök kvenna- menning. Sú staðreynd að konur ala af sér annað líf mótar þær öðm frem- ur og viðhorf kvenna verða að koma skýrar fram í þjóðfélaginu. Nú verða konur að krefjast þess að þegar í stað verði snúið af þeirri óheilla- braut fátæktar og misréttis er hefúr viðgengist. Kjal]aiinn Sigurbjörg Ásgeirsdóttir bóndi og kvennalistakona á Vesturlandi eða sveitarstjómum. Er ekki nema von að ævipólitíkusum litist ekki á blikuna. Kvennalistinn er ekki í stjömuleik þar sem einhver algóður maður eða kona leiðir mannkynið aftur inn í paradís. Hefur ekki saga tuttugustu aldar kennt mönnum að varast slík- an hugsunarhátt? Kvennalistinn er ekki flokkur heldur grasrótarhreyfing sem í raun hefúr valddreifingu að leiðarljósi, ekki bara í orði heldur í verki, hreyf- ing þar sem hver og ein kona er virk. 1 hverju kjördæmi þar sem Kvenna- listinn starfar er leitast við að skipta um konur í framkvæmdanefnd ekki sjaldnar en á 6 mánaða fresti. Þetta ræðst náttúrlega af aðstæðum á hvetjum stað og vegalengdum milli kvenna. Sú staðrevnd að hver og ein okkar er með í ákvarðanatöku er „Þó konur hafi litla reynslu af stjórn- málum er ekki þar með sagt að konur hafi ekki reynslu af stjórnun.“ Þess í stað verði byggt upp þjóð- félag samvinnu og samhjálpar þar sem raunvemlegu jafnrétti verði komið á. Ekki bara í orði heldur verki. Hér er hugarfarsbreytingar þörf þar sem viðhorf kvenna, karla og barna verði jafnrétthá. Ævipólitíkusum blöskrar valddreifing Það em ekki hvað síst við lands- byggðarkonur er verðum að rísa upp og lyfta þessu þjóðfélagi. Við lands- byggðarkonur sem verðum nú að horfast í augu við þá staðreynd að um lífsafkomu okkar er að tefla. Við höfum þagað of lengi og tekið mögl- unarlaust við þeim náðarmolum er að okkur hafa verið réttir. Við verð- um að leggja hönd á plóginn við að rækta nýjan mannlífsakur er hefur gildismat kvenna að leiðarljósi. Starfsaðferðir Kvennalistans hafa að mínum dómi legið í þagnargildi, nema að eitthvað var látið út af því að kvennalistakonur mega ekki sitja lengur en í 6-8 ár í einu á Alþingi sterkasta stoð Kvennalistans. Þetta eflir sjálfstraust kvenna og er ekki vanþörf á því. Bara kona! Þegar kvennalistakonur á Vestur- landi fóm þess á leit við mig að tala um daginn og veginn nýlega þá hraus mér hugur við því. Hvemig ætti ég að tala í útvarp sem hef ekki lokið lengri skólagöngu en skyldun- ámi og hugsað um ömmu mína rúmliggjandi og sinnt búskap? Unn- ið störf sem eru ekki hátt metin í þjóðfélaginu, allra síst í dag. En þeg- ar ég hugsaði málið lengur sá ég að ég yrði að þora því að umbætur ná aldrei fótfestu í þjóðfélaginu nema með stuðningi þín og mín er höfum talið okkur „bara húsmæður", „bara unnið í fiski“, „bara í verslun" og „bara í sjúkrahúsum", unnið öll þau störf sem konur sinna og eru svo lít- ils metin til launa en em þó undir- staða þjóðfélagsins. Sigurbjörg Ásgeirsdóttir Höfundur er bóndi og kvennalistakona á Vesturlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.