Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987.
5
DV
Fréttir
Hófí reisir draumaíbúö í haust. DV-mynd GVA.
Allir vilja komast
í draumaíbúð
Hófí
Framleiðendur heimilistækja, hús-
búnaðar, gluggatjalda og svefhsófa
berjast nú hart um að koma vöru sinni
að í draumaíbúð Hólmfríðar Karls-
dóttur sem komið verður upp á
sýningunni Veröldin ’87 í Laugardals-
höll í haust.
Reist verður sérstök íbúð á miðju
sýningarsvæðinu þar sem Hólmfríður
mun velja hvem hlut og staðsetja eft-
ir eigin smekk. Ráðgert er að fegurðar-
drottningin dvelji í íbúðinni á meðan
á sýningunni stendur og veiti gestum
upplýsingar um gæði og verð þeirra
hluta sem þar em.
-EIR
Hagkaup byggir
annað stórhýsi
- líklega við Reykjanesbraut í Kópavogi
Kringla, stórhýsið sem Hagkaup hf.
er að ljúka við í hinum svokallaða
nýja miðbæ Reykjavíkur, nægir fyrir-
tækinu hvergi nærri. Stórhýsið er um
28.000 fermetrar að gólffleti og að stór-
um hluta selt öðrum aðilum fyrir
margvíslegan viðskiptarekstur. Hag-
kaup undirbýr nú byggingu annars
húss upp á 15-20.000 fermetra og lík-
legast er að það verði reist við
Reykjanesbraut í Kópavogi.
„Þetta er gamla lóðin sem við ætl-
uðum upphaflega að byggja á mark-
aðshús,“ sagði Magnús Ólafsson,
framkvæmdastjóri Hagkaups hf.
„Bæjarráð Kópavogs hefur tekið vel í
að athuga hvort við fáum hana á ný.
En við lítum hugsanlega á aðra staði
áður en endanleg ákvörðun verður
tekin. Ætlunin er að reisa þetta nýja
stórhýsi í áfóngum á svo sem fimm
árum. En þetta er allt á frumstigi."
í nýja húsinu verða 8.000 fermetrar
fyrir IKEA, sem er dótturfyrirtæki
Hagkaups. Það er í leiguhúsnæði á
þrem stöðum, samtals á 5.000 fermetr-
um. Leigusamningar eru einungis til
næstu þriggja ára og þarf að koma
IKEA fyrir áður en þeir renna út. Að
sögn Magnúsar þarf að minnsta kosti
annað eins gólfrými fyrir aðalbirgða-
stöð Hagkaups og IKEA er ætlað.
Loks er ætlunin að hafa verslun í
húsinu en óráðið er hvers konar versl-
un það verður.
Lóðin í Kópavogi, sem Hagkaups-
menn huga nú að, er í Fífuhvamms-
landi, við nýju Reykjanesbrautina sem
tengir Reykjavík, Kópavog, Garðabæ,
Hafnai-fjörð og Suðm-nes, allt frá
Sundahöfh. Þetta er því kjörið at-
hafnasvæði fyrir þá sem sinna öllu
markaðssvæðinu. Talsvert er spurt um
lóðir þarna um þessar mundir, bæði
fyrir iðnrekstur, vörugeymslur og
verslanir, og loks hafa olíufélögin
rennt hýru auga til þess að fá þama
aðstöðu. -HERB
SYNING
á Mettler rafvogum
Föstudaginn 24. og laugardaginn 25. þ.m. frá
kl. 10-19 verður sýning á METTLER vogum að
Langagerði 7.
Kynntar verða meðal annars nýju PM vogirnar með
DeltaTrack og TE iðnaðarvogirnar sem eru á mjög
hagstæðu verði. Komið og kynnist nýjustu hönnun
í vogargerð.
Kristinsson hf.,
umboðs- & heildverslun,
Langagerði 7-108 Reykjavík - Sími 30486.
ÞAÐ ER EKKI EINUNGIS A Islandi
SEM JEEP, CHEROKEE OG WAGONEER
ER STÖÐUTÁKN...
„Þeir eru orðnir að stöðutákni á
tímum þar sem stöðutákn eru það
sem máli skiptir. Framafólk sækist
eftir þeim. Kvikmyndastjörnur í
Hollywood hringja úr þeim á með-
'an þær þjóta um hraðbrautir
Suður- Kaliforníu. Kannanir sýna
að þeir eru vinsælustu bifreiðarnar
í Bandaríkjunum í dag. „Þeir
munu alltaf seljast betur en hvaða
bíll sem er frá útlöndum," segir
einn sérfræðingur um málefni
bílaiðnaðarins."
Úr Newsweek.
n Jeep EGILL VILHJÁLMSSON HF., S-SÍMo,
^ ■ ■■ ^