Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Alvörumálin gleymast í þeirri kosningabaráttu, sem nú er háð, hafa stjórn- arflokkarnir lagt áherslu á festu og stöðugleika og minnt á að ríkisstjórnin og flokkarnir, sem að henni hafa staðið, séu á réttri leið. Verðbólgan hefur snar- lækkað, viðskiptahalli og erlendar skuldir hafa færst til betri vegar. Með réttu má taka undir og fullyrða að efnahagsbatinn sé skrautfjöðrin í hatti stjórnarflokk- anna. I raun og veru á kosningaslagurinn að snúast um það meginatriði í íslenskum þjóðmálum hvort halda eigi áfram á sömu braut í efnahags- og atvinnumálum. Hins vegar hafa nýir flokkar og óvæntar uppákomur gjörbreytt vígstöðu flokkanna, jafnt þeirra sem í stjórn eru og hinna sem skipa stjórnarandstöðuna. í öllu því fjaðrafoki hafa kjósendur misst sjónar á aðalatriðum þessara kosninga, efnahagsmálunum. Athyglin hefur beinst að öðru. Menn hafa dundað sér við að rífast um keisarans skegg, svo sem skatta- og lánamál einstakl- inga, rétt eins og þjóðarhagur standi og falli með slíku skæklatogi. Sannleikurinn er sá að langalvarlegustu staðreyndir stjórnmálanna á þessu vori eru þær blikur sem nú eru á lofti í efnahagsmálum - og það þótt frambjóðendur hafi ekki mátt vera að því að minnast á þá alvöru. Fjárlagahallinn er nú talinn vera að nálgast 5 til 7 milljarða króna. Nýir kjarasamningar við opinbera starfsmenn auka enn við þann halla. Kröfur Dags- brúnar í kjölfar þessara samninga eru um 20 til 30% launahækkun sem að sjálfsögðu hefur keðjuverkandi áhrif á launamarkaðinum. Skattahækkanir geta varla verið langt undan. Kjósendum kann að vera hugleikið að koma þessum eða hinum frambjóðandanum inn á þing. Flokkarnir sækjast eftir fylgi og atkvæðum. Margs kyns stjórnar- munstur hefur verið nefnt að kosningum loknum. En í raun og veru skiptir mestu í því uppgjöri, sem nú fer fram, að þau stjórnmálaöfl komist til valda sem hafa ábyrgð, getu og vit til að stöðva þá hringekju sem nú er komin af stað: víxlhækkun launa og verðlags, ógn- vekjandi halla á ríkissjóði, seðlaprentun og skuldasöfn- un. Það þarf að krefja stjórnmálaflokkana svara við þessari uggvænlegu þróun og láta þá umbúðalaust lýsa yfir hugmyndum og ráðagerðum sínum í efnahagsmálum sem hljóta að verða fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar. Það þýðir ekki fyrir stjórnarflokkana tvo að tefla fram slagorðum um festu og stöðugleika ef allt er að fara til fjandans síðustu vikurnar. Það þýðir ekki fyrir stjórnarandstöðuflokkana að gagnrýna ríkissjóðshall- ann og launahækkanirnar ef þeir segja ekkert um hvernig þeir vilja stemma stigu við verðbólguhringekj- unni. Það þýðir ekkert fyrir nýja stjórnmálaflokka að óska eftir fylgi kjósenda ef þeir hafa ekki raunhæf svör á takteinum um þetta mál málanna. Við leysum ekki landsbyggðarmál, kvenréttindi, manngildi eða flokks- ræði nema efnahagsmál séu í lagi. Þjóðinni er enginn greiði gerður með því að leyna augljósum efnahagslegum vanda. Hallinn á ríkissjóði og launahækkanirnar, sem nú eru í farvatninu, eru ekkert gamanmál. Hvaða ráðum viljum við beita? Hverj- um treystum við til verksins? Um þetta á kosningabar- áttan að snúast. Við eigum ekki að láta slá ryki í augu okkar með slagorðum og áróðri sem ekki er í neinum takti við veruleikann og vandamálin sem blasa við á næsta leiti. Ellert B. Schram PólHískt siðleysi Nýlega var borinn í hús áróðurs- bæklingur. Hann ber heitið Nýtt lánakerfi - breyttir tímar. Að nafninu til er hann kynning á nýja húsnæðislánakerfinu. Við lestur hans kemur þó í ljós að hér er um pólitískan áróður að ræða. Utgáfan er greinilega þáttur í kosningabarát- tunni. í bæklingnum eru ósannindi. Upplýsingar eru falsaðar og öðrum er hagrætt. Bæklingurinn er dæmi um grófa og ósvífna misnotkun á opinberum stofnunum. Það verður að fordæma þau vinnubrögð sem hér Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur eru viðhöfð. Menn verða að gera þá lágmarkskröfu til stjómmálaflok- kanna að þeir greiði sjálfir fyrir prentun áróðursbæklinga sinna og gefi þá út í eigin nafhi. Pólitískur áróður Um það þarf ekki að fara mörgum orðum hvaða tilgangi áróðursbækl- ingur um nýja húsnæðislánakerfið þjónar einmitt nú. Nokkrir dagar eru til kosninga. Skoðanakannanir hafa verið þeim flokki óhagstæðar sem ber höfuðábyrgð á húsnæðis- ur og áætlað var í forsendum þeirra sem sömdu kerfið. Þetta eru ósann- indi. Engar áætlanir sögðu fyrir um þá miklu ásókn sem orðið hefur í lán úr nýja kerfinu. Til dæmis um það hversu fjarstæðukennd þessi fullyrð- ing er má nefna að fyrstu fjóra mánuðina sem lögin giltu sóttu þrisvar sinnum fleiri um lán en for- sendur laganna gerðu ráð fyrir. Nú þegar kerfið hefur verið í notkun í 7 mánuði hafa álíka margir sótt um lán og höfundar þess töldu að mundu sækja um á 17 mánuðum. Menn reiknuðu með því að 3.800 umsóknir mundu berast um lán fyrsta árið sem kerfið væri í notk- un. Nú þegar eru komnar yfir 5.200 umsóknir. Það getur enginn haldið því fram þegar þessar töl- ur eru bornar saman að „þegar á heildina er litið hafi fjöldi um- sókna reynst svipaður því sem var áætlað“ eins og segir í bækl- ingnum. Falsanir I bæklingnum er einnig að finna línurit sem eignað er Fasteignamati ríkisins. Það er sett fram til að sýna að húsnæðiskerfið hafi ekki valdið eins miklum verðhækkunum og menn hafa haldið fram. Línuritið er falskt. Það sýnh- að söluverð íbúða hafi ekki hækkað síðan í nóvember í fyrra. Allir sem keypt Upplýsingum hagrætt Menn hafa reyndar gengið enn lengra en þetta til að sýna fram á að húsnæðisverð sé þrátt fyrir allt ekki hátt. Máli sínu til stuðnings hafa þeir dregið upp línurit um fast- eignaverð frá 1980. Þetta tímabil var fasteignaverð með því hæsta sem þekkst hefur í áratugi. Söluverð fjöl- býlishúsa í Reykjavík hefur til dæmis ekki verið hærra í tvo til þrjá áratugi en það var 1982,1983 og 1984. Ef menn velja söluverð á þessum árum til viðmiðunar geta þeir látið verð á öðrum tímum virðast lágt. Tölfræði af þessari tegund má með sanni kalla sjónhverfingar. Menn geta hugleitt hvers vegna ekki var tekið lengra tímabil. Hér með fylgir linurit um fasteignaverð árin 1978 til 1984. Það er tekið úr bæklingi sem Fasteignamatið gaf út í fyrrahaust. Af því má glögglega sjá hversu hátt söluverðið var þessi ár sem menn hafa kosið að miða við. Lágkúra Um það þarf ekki að hafa mörg orð að útgáfu þessa bæklings, sem hér hefur verið fjallað um, er sið- laus. Hann er augljóslega tekinn saman með hagsmuni eins stjóm- málaflokks í huga. Húsriæðisstofnun ríkisins er látin bera kostnað af þvi að prenta og dreifa áróðursbæklingi fyrir hann. „Það er auðvitað ekkert annað en mis- notkun á opinberum upplýsingum að meðhöndla þær á þennan hátt. Ef þær hefðu verið settar upp til að sýna rétta verðþróun hefði línuritið gefið lesendum aðra mynd.“ 140 FASTEIGNAVERÐ 1978-1984 ( Miðað við lánskj.vísit.) * 130 120 110 100 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 „Hér með fylgir linurit um fasteignaverð árin 1978 til 1984. Það er tekið úr bæklingi sem Fasteignamatið gaf út í fyrrahaust. Af því má glögglega sjá hversu hátt söluverðið var þessi ár sem menn hafa kosið að miða við.“ málunum. Frambjóðendur hans hafa ritað fjölda greina um árangur nýja kerfisins. Engu að síður hefur um- ræða gengið þeim í óhag. Menn hafa sagt að flokknum hafi gengið illa að kynna mál sín og árangur starfs- ins fyrir kjósendum. Þessi bæklingur er augljóslega tilraun til að bæta úr því. Framsóknarflokkurinn hefði sjálf- ur átt að gefa út bæklinginn. Til- gangur hans er að reka áróður fyrir nýja húsnæðislánakerfinu sem nú er eitt af heitustu kosningamálun- um. Eini tilgangurinn með útgáfu ritsins á þeim tíma sem það er borið í hús er að fegra kerfið og svara gagnrýni sem beinst hefur að félags- málaráðherra. Ósannindi I bæklingnum er því haldið fram að fjöldi umsókna hafi reynst svipað- hafa húsnæði síðustu mánuði vita að verð hefur farið hækk- andi. Starfandi fasteignasölum ber til dæmis saman um þetta. Þeir hafa nefnt 10% til 15% hækk- anir. Það er þekkt lögmál að fast- eignaverð hækkar alltaf í upphafi árs ef ekki er samdráttur á markað- inum. Til þess að firra sig ábyrgð hafa höfundar línuritsins reyndar sett athugasemd með örsmáu letri inn á línuritið. I henni segir að upplýsing- ar um fasteignaverð frá því í fyrra- haust, þegar kerfið tók gildi, séu „bráðabirgðatölur". Það er auðvitað ekkert annað en misnotkun á opinberum upp- lýsingum að meðhöndla þær á þennan hátt. Ef þær hefðu verið settar upp tfl að sýna rétta verð- þróun hefði línuritið gefið lesend- um allt aðra mynd. Það er hverjum manni ljóst að þær stofhanir setja ofan faglega sem lagt hafa til efhi í bæklinginn með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Það vekur til dæmis athygli að línuritið, sem eignað er Fasteignamati ríkis- ins, birtist fyrst í grein sem Guð- mundur G. Þórarinsson, frambjóð- andi Framsóknarflokksins í Reykjavík, ritaði í Morgunblaðið til vamar nýja kerfinu. Einnig hefur sama línurit birst í kosningablaði flokksins sem dreift var nýlega í Kópavogi. Hvað Húsnæðisstofnun ríkisins varðar er greinilegt að upplýsingar, sem hún sendir frá sér, verða ekki teknar án gagnrýni fyrst um sinn. Hún mun þurfa að leggja hart að sér til að vinna traust fólks eftir þetta frumhlaup. Stefán Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.