Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 48
52
MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
Rod Stewart
kom fram eins og versti þrjótur
þegar hann fór á næturklúbb í
Los Angeles nýlega. Hann abb-
aðist upp á allar sæmilega
útlítandi kvensur á staðnum,
dansaði og duflaði fram á rauða
nótt. Sambýliskonan, Kelly, var
með í för en kappinn lét ekki
svo lítið að yrða á hana einu
orði enda er sú ágæta kona
komin á sjöunda mánuð með-
göngu. Ævintýrið endaði með
j gráti og gnístran tanna hvað
Kelly viðkom en fyrrum sambýl-
iskonur Rods glottu við tönn
þegar þeim þárust fréttirnar. Þar
er súpersöngvarinn með fast
sæti í óvinaflokknum og segja
þær ágætu konur að karl muni
ekki þroskast svo nokkru nemi
á þessari óg næstu öld - að
minnsta kosti.
Diana Ross
er komin af prinsessunni á
þauninni í beinan kvenlegg. Sú
staðreynd vafðist eitthvað fyrir
ráðamönnum á norsku fjalla-
hóteli þarsem hún hafði viðdvöl
með þeim afleiðingum að
stjarnan varð gersamlega stjórn-
laus af þræði. Rúmdýnan
hennar hafði verið tekin og vatt-
eruð í kantana eftir öllum
kúnstarinnar reglum svo kerla
mætti hvílast en það fullnægði
ekki kröfum hennar til slíkra
hæginda. Diönu kom ekki dúr
á auga alla nóttina vegna þessa
og lét hún hóteleigendur og
viðstadda gesti hafa það óþveg-
ið um leið og hún stormaði af
vettvangi í bítið næsta morgun.
Madonna
og Don Johnson héldu símalín-
unum rauðglóandi milli Miami
og New York eigi fyrir alllöngu
og stóð glóðin yfir í fjóra heila
klukkutíma. Kyntáknin tvö
ræddu möguleika á einhvers
konar samstarfi og er sigtað á
vorið hvað það snertir. Hvort
þau láta frá sér fara nýja kvik-
mynd eða hljómplötu með
samsöng á báðum hliðum hefur
ekki verið ákveðið ennþá en
tóneyru beggja vegna Atlants-
ála eru nú þegar komin í tvöfalt
brot af ótta við að plötuútgáfan
verði ofarlega á verkefnalistan-
um.
Herraog&úReaganí
breyttimhlutverkiun
Um daginn var mikið um það rætt í Bandaríkjunum að Nancy Reagan
hefði mikil afskipti af þeim málum sem eiginmaðurinn, Ronald Reagan for-
seti, hefði á sinni könnu. Hún var sögð standa á bak við miður góða hluti
og það þótti greinilegt að henni þætti óhemju gaman að vera í sviðsljósinu
og grípa í valdataumana.
Hvað sem til er í þessum orðrómi þá voru hugmyndaríkir gárungar ekki
lengi að sjá spaugsömu hlið málanna eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
Það er ekki að öllu leyti tekið út með sældinni að vera forsetahjón I Banda-
rikjunum. Á innfeldu myndinni sést hvernig hjónin líta út í sjónvarpsþáttunum
Spéspegill.
Frænkumfjarri
Dóttir Margrétar Bretaprinsessu
og ljósmyndarans Snowdown stóð í
slæmu máli um daginn þegar hún var
gripin glóðvolg á Limelight Club í
Lundúnum með bjórpyttlu í greip-
inni. Lafðin stóð þar og saup af stút
eins hver annar óuppdreginn dóni
og sama gerði vinurinn, Simon Dak-
es. Ekki er nokkur vafi á því að
sitthvað hefði hvinið í móðursystur
hennar - Elísabetu drottningu -
hefði hún verið nærri en svo var nú
einmitt ekki og því gerði Sarah það
sem henni hentaði fjarri öllum siða-
vöndum frænkum. En nærstaddur
ljósmyndari sett strik í reikninginn
- nú má Sarah klóra hressilega í
bakkann því hætt er við að myndin
góða berist drottningunni í hendur
og þá má bjórbúsarinn Sarah biðja
fyrir sér í sibylju. Og dugir varla til!
Sarah Armstrong Jones með Simon Dakes og pyttlurnar góðu.
13 V
Ljúflingarnir í Bitlavinafélaginu sungu eins og englar: Jón Ólafsson,
Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hjörleifsson. Óþekktur aðdáandi í vinstra
horninu.
Vinir
bítlavina
Það var kátt á hjalla eitt kvöldið í síðustu viku þegar ljósmyndari DV
átti leið fram hjá Gauki á Stöng. Bítlavinafélagið söng af kappi fyrir hóp
vina, vandamanna, aðdáenda og aðra gesti við mikinn fögnuð viðstaddra.
I salnum sátu allmargir ekki síður sviðsvanir en bítlarnir velspilandi því
á staðnum var núverandi og fyrrverandi fjölmiðlafólk af útvarpinu, rásar-
menn þó í meirihluta, Þeir sem hafa atvinnu af því að skemmta öðrum
eru greinilega færir um að skemmta sér sjálfir þegar því er að skipta.
I salnum var fyrrverandi og núverandi útvarpsfólk, flestir komu þó af
rásinni. Þarna má meðal annars þekkja fremst Herdísi Hallvarðsdóttur,
Höllu Pálsdóttur, Guðríði Haraldsdóttur, Margréti Blöndal og Georg
Magnússon. Aftar sjást Valgeir Hallvarðsson, Eiler M. Lund, Gísli Helga-
son, Inger Anna Aikman, Guðrún Alda Harðardóttir og Sigurður Þór
Salvarsson. DV-myndir Ragnar S
Louise, Richard og Michel kalla sig Herreys og kapparnir unnu Eurovisi-
on árið ’84. Myndin er tekin af þeim í Evrópu fyrir nokkrum dögum.
DV-mynd KAE
Gamlir
júróvisjón-
gaurar
Ekki verða allir heimsfrægir sem verða júróvisjónvinningshafar og
Herreysgaurarnir frá ’84 hafa ekki ennþá sigrað heiminn. Þeir eru þó
talsvert vinsælir á Norðurlöndum og komu fyrir nokkrum dögum hingað
til lands til skemmtunar gestum veitingahússins Evrópu. Agæt upphitun
fyrir næsta gleðibankarús þjóðarinnar - sjónir vonglaðra beinast að
Belgíu innan tíðar.