Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 30
34 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987. JÖRÐ - LOÐDÝRABÚ Til sölu er jörð á Suðurlandi ásamt refabúi. Möguleikar eru á stækkun. Hafið samband við auglýs- ingaþjónustu DV í síma 27022, „H-136". ATVINNA I BOÐI Okkur bráðvantar starfsfólk til fiskvinnslustarfa nú þegar. Ennfremur erum við farnir að skrá fólk til starfa í sumar. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar í síma 97-81200. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, fiskiðjuver, Höfn, Hornafirði AUGLÝSING FRÁ KJÖRSTJÓRN í MOSFELLSHREPPI UM BREYTTAN KJÖRSTAÐ Kjörstaður vegna kosninga til Alþingis 25. apríl 1987 veróur í Varmárskóla. Kjörfundur verður settur kl. 9.00 árdegis og stendur til kl. 23.00. Kjörstjórn Mosfellshrepps Umbúða- og framleiðslu- fyrirtæki óskar eftir mönnum til sérhæfðra starfa nú þegar. Leitað er að hraustum mönnum sem vilja ráða sig í framtíðarstörf hjá góðu og traustu fyrirtæki. Gott mötuneyti er á staðnum. Þeir sem áhuga hafa á störfum þessum vinsamlegast hafið samband við auglýsingaþjónustu DV í síma 27022, „H-2211". DV Smáauglýsingar Smáauglýsingadeild DV verður opin í dag -síðasta vetrardag -til kl. 22.00. Lokað á morgun -sumardaginn fyrsta. Næsta blað DV kemur út föstudaginn 24. apríl. Gleðilegt sumar! Nauðungaruppboð á fasteigninni Háaleitisbraut 68, hl„ þingl. eigendur Arnar Guðmundsson og Guðm. A. Ingvarsson, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, föstud. 24. apr. '87 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Grýtubakka 4, 3. t.v„ þingl. eigandi Þóra Jónsdóttir, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, föstud. 24. apr. '87 kl. 13.30. Uppboösbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið i Reykjavík, Nauðungaruppboð á fasteigninni Hjaltabakka 14, íbúð 0301, tal. eigandi Diðrik Hjörleifsson, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, föstud. 24. apr. '87 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. _______Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Þegar litið er á landið i heild kemur sú merkilega staðreynd i Ijos að þessir 26000 nýju kjósendur ráða í raun um hvernig 10 þingsæti skipast...“ Unga fólkið, frelsið og framiíðin: Á réttri leið „Land mitt! Þú ert sem ó- rættur draumur, óráðin gáta, fyrirheit.“ Svo orti þjóðskáldið Hannes Haf- stein skömmu eftir að hann kom heim frá Danmörku í faðm fóstur- jarðarinnar. Segja má að við íslend- ingar stöndum í svipuðum sporum í Kjallaiinn Árni Sigurðsson nemi dag eftir farsæla setu Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjóm. Nú loksins erum við komnir heim eftir langa vegferð úr harðri vist vinstri stjómar er lét af völdum vorið 1983. Eftir vegferð þjóðarinnnar um þá gagn- vegi sem hún hefur nú gengið undanfarin fjögur ár, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, getum við sagt með sanni að við séum á réttri leið. Því er það engin tilviljun að sjálf- stæðismenn hafa gert þau orð að einkunnarorðum sínum fyrir kosn- ingamar í vor. Við erum á réttri leið og þá leið verðum við að tryggja að þjóðin haldi áfram að ganga næsta kjörtímabil. Nú loksins getum við með sanni rétt úr baki og horft fram eftir veginum bjarta eftir að hafa komist að mestu fyrir þann mikla vanda er blasti við er sjálfstæðis- menn tóku við þrotabúi vinstri stjórnarinnar. Nú loksins getum við spáð í hvað ff amtíðin ber í skauti sér. Okkur sjálfstæðismönnum er ljós sú staðreynd að það sem við viljum getum við. Þá ífamtíð sem við helsta viljum getum við skapað - en aðeins ef þjóðin gengur samhent til verks undir forystu Sjálfstæðisflokksins en undir hans forystu hafa ýmis helstu ffamfaramál síðustu ára náð fram að ganga, þ.á m. afaám einkaréttar Ríkisútvarpsins sem umbylt hefur fjölmiðlamálum í landinu til hags- bóta fyrir neytenduri hinn almenna borgara. Styrkur unga fólksins Málefhi okkar unga fólksins eru samofin ffamfaramálum ffamtíðar- innar því okkar er vissulega fr amtíð- in þó aldrei gleymum við arfi genginna kynslóða. Komandi alþingiskosningar marka að mörgu leyti merkileg tíma- mót. Nú verður í fyrsta sinn kosið eftir nýjum kosningalögum og fjölg- ar þá þingmönnum um þrjá, auk þess sem kosningaaldur hefur verið lækkaður niður í 18 ár. Sú lækkun kosningaaldurs verður til þess að nú ganga í fyrsta sinn að kjörborð- inu 26.000 nýir kjósendur eða 6 heilir árgangar, ungt fólk á aldrinum 18-23, en það eru sennilega stærstu árgangar þjóðarinnar fram til þessa. Þegar litið er á landið í heild kem- ur sú merkilega staðreynd í ljós að þessir 26.000 nýju kjósendur ráða í raun um hvemig 10 þingsæti skipast og enn merkilegri verður hún fyrir þær sakir að skoðanakannanir hafa sýnt að fylgi Sjálfstæðisflokksins er einmitt hlutfallslega mest meðal þessa aldurshóps. Unga fólkið vill Sjálfstæðisflokfdnn og þær hugsjónir er hann stendur fyrir. Þess vegna ætti öllu ungu fólki, sem enn hefur ekki gert upp hug sinn hvað það á að kjósa, að vera ljóst að það á sam- leið með ungu sjálfstæðisfólki - ungu fólki sem vill dreyma drauma og leysa þá óráðnu gátu sem ffamtíð og ffamtíðarmöguleikar þjóðarinnar em. Hér em tækifærin ærin. Með stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn leggur ungt fólk lóð sitt á vogarskál- ar farsællar frelsisþróunar í framtíð- inni. Unga fólkið á samleið með Sjálfstæðisflokknum Unga fólkið á samleið með Sjálf- stæðisflokknum því þær hugsjónir sem flokkurinn byggir á em siungar og ferskar. Einstaklingsfrelsið fellur aldrei úr tísku - ffamfaraþrá Islend- inga verður aldrei burtu ffá þeim tekin þó reynt sé að sfæva hana og deyfa með áróðri vinstri aflanna. Sjaldan hefur verið vegið jafn- harkalega að Sjálfstæðisflokknum og fyrir þessar kosningar. En Sjálf- stæðisffokkurinn styrkist við hverja raun og fyrir þessar kosningar hafa sjálfstæðismenn sýnt samstöðu sína og vilja í verki með því að vinna enn harðari höndum að hugsjónum sín- um - hugsjónum sem samofnar em sjálfstæðis- og ffelsisbaráttu þjóðar- innar. Sjálfstæðismenn hafa sýnt að þeim bregst hvorki vilji nér þor þegar hagsmunir ungra sem aldinna em í veði, þegar framtiðin sjálf er í húfi. Kosningamar í vor snúast um það hvort við viljum stíga framfaraskref undir merkjum Sjálfstæðisflokksins eða hvort við viljum blása að glóðum verðbólgubálsins og kasta á það sprekum erlendrar skuldasöfiiunar, óráðsíu í ríkisrekstri og almenns glundroða í þjóðfélaginu, undir merkjum smáflokkanna. Um þetta tvennt stendur valið. Ungt fólk vill ábyrgð í stjórn- málum Sjálfstæðismenn ganga bjartsýnir til baráttu fyrir frelsi, framsýni og ffamförum. Við bendum á efhahags- bata líðandi kjörtímabils og leggjum óhikað árangur ríkisstjómarinnar undir dóm kjósenda. Sjálfstæðis- mennn standa eða falla með verkum sínum. Ákall samtíðarinnar á ábyrgð en þann eiginleika kunna sjálfstæð- ismenn vel að meta og hafa ávallt verið óhræddir við að axla þær byrð- ar er stjómmálaleg ábyrgð og heiðarleiki hefur sett á herðar þeim. Sjálfstæðismenn ganga óhikað á vit framtíðarinnar. Með því að veita Sjálfstæðisflokknum stuðning þinn á kjördag ertu að leggja gmnninn að farsælli ffamtíð, sameinaðri fram- faragöngu þjóðarinnar á vit þeirrar björtu ffamtíðar og fyrirheita sem við höfum lagt gmnninn að á því kjörtímabili sem er að líða. Með ár- angur síðasta kjörtímabils í fartesk- inu getum við með sanni sagt: Við erum á réttri leið. Slástu í hópinn og vertu okkur samferða! Ámi Sigurðsson „Það er engin tilviljun að sjálfstæðismenn hafa gert þau orð að einkunnarorðum sín- um sínum fyrir kosningamar í vor. Við erum á réttri leið og þá leið verðum við að tryggja að þjóðin haldi áfram að ganga næsta kjörtímabil.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.