Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 46
50
Andlát
MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987.
Símon Teitsson lést 13. apríl sl.
Hann var fæddur 22. mars árið 1904
á Grímarsstöðum í Andakílshreppi.
Foreldrar hans voru hjónin Ragn-
heiður Daníelsdóttir og Teitur
Símonarson. Símon starfaði lengst
af hjá Finnboga Guðlaugssyni í
Borgarnesi. Eftirlifandi eiginkona
hans er Unnur Bergsveinsdóttir.
Þeim hjónum varð fimm barna auð-
ið. Útför Símonar verður gerð frá
Borgarneskirkju í dag kl. 14.
Sveinbjörn Egilsson útvarps-
virkjameistari lést 10. apríl sl. Hann
fæddist í Reykjavík hinn 28. nóvemb-
er 1907, sonur hjónanna Egils
Sveinssonar og Sigríðar Jónsdóttur.
Sveinbjörn lærði til loftskeytamanns
og síðar útvarpsvirkjun og hlaut
meistararéttindi í þeirri iðn. Hann
varð stöðvarstjóri Vatnsendastöðv-
arinnar 1928 og tók þátt í uppsetn-
ingu hennar. Hann gegndi því starfi
til 1943 en frá því ári rak hann sitt
eigið radíóverkstæði á Óðinsgötu 2.
Eftirlifandi eiginkona hans er Rann-
veig Helgadóttir. Þeim hjónum varð
fjögurra barna auðið, eru þrjú á lífi.
Útför Sveinbjörns verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag kl. 15.
Guðrún Oddsdóttir lést á Reykja-
lundi 15. apríl.
Jenný Stefánsdóttir, Austurbrún
4, lést í Landspítalanum þann 20.
apríl sl.
Valgerður Hallgrímsdóttir Kröy-
er, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést
aðfaranótt 21. apríl í Landspítalan-
um.
- skvettufrír
- auðlesanlegar stórar
tölur
- allar siglingastillingar
Fridrik A. Jónsson h.f.
Skipholti 7, Reykjavik,
Simar 14135 — 14340.
Sigríður Ingimundardóttir lést 14.
apríl sl. Hún fæddist í Bergen í Hafn-
arfirði 24. júní 1926. Foreldrar
hennar voru Marta Eiríksdóttir og
Ingimundur Hjörleifsson sem. lifir
dóttur sína. Eftirlifandi eiginmaður
hennar er Finnur Guðmundsson og
varð þeim hjónum þriggja barna auð-
ið. Utför Sigríðar verður gerð frá
Bessastaðakirkju í dag kl. 13.30.
Sigríður Pálsdóttir frá Stærri-Bæ
andaðist í Elliheimilinu Grund 15.
þ.m. Hún verður jarðsungin frá Foss-
vogskapellu í dag, miðvikudaginn 22.
apríl, kl. 10.30.
Kristín Theodora V. Nielsen frá
Seyðisfirði lést á Hrafnistu. Reykja-
vík. 19. apríl. Útförin verður gerð frá
Seyðisfjarðarkirkju föstudaginn 24.
apríl kl. 11.
Stefán Pjetursson, fvrrum þjóð-
skjalavörður, andaðist á elliheimil-
inu Grund á páskadag.
Böðvar Lárus Hauksson, Kamba-
seli 14. lést á páskadag.
Dýri Baldvinsson rennismiður,
Brúnastekk 9, Reykjavík, lést á
heimili sínu að morgni 17. apríl.
Guðmundur A. Finnbogason frá
Hvoli. Innri-Njarðvík, lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði að morgni páska-
dags.
Jóhann Friðleifsson frá Siglufirði
andaðist að morgni páskadags á
Hrafnistu, Hafnarfirði.
Vigberg Ágúst Einarsson, Melbæ
12, lést að morgni hins 16. apríl. Út-
för hans fer fram frá Neskirkju
föstudaginn 24. apríl kl. 15.
Lárentsíus Dagóbertsson frá Hell-
issandi, Baldursgötu 12, lést í
Borgarspítalanum að morgni 18.
apríl.
Þórarinn E. Bjarnason frá Reyðar-
firði, Álfaskeiði 64d, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá HafnarQarð-
arkirkju 22. apríl kl. 13.30.
Jakob Loftsson, áður til heimilis á
Hringbraut 76, lést á Hrafnistu,
Reykjavík, laugardaginn 18. apríl.
Sigurjóna Jóhannesdóttir frá
Laxamýri, til heimilis að Háteigsvegi
23, verður jarðsungin frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík föstudaginn 24.
apríl kl. 15.
Minningarathöfn um Sigríði Jóns-
dótfur, Kleppsvegi 28, fer fram frá
Áskirkju föstudaginn 24. apríl kl.
13.30. Útför verður gerð frá Víkur-
kirkju laugardaginn 25. apríl kl. 14.
Tilkyimingar
Migren læknað
með nálarstungum
Migrensamtökin standa í kvöld fyrir
fræðslufundi um möguleika þess að lækna
migren með nálarstungum. Fyrirlesari
verður Magnús Ólason læknir. Magnús
hefur fengist við þessar lækningar á und-
anförnum árum og mun hann skýra frá
árangri af starfi sínu og batahorfum fyrir
migrensjúklinga. Fundurinn hefst kl. 20 á
Hótel Esju og er öllum opinn.
Málstofa heimspekideildar
Dagskrá Málstofu heimspekideildar breyt-
ist frá því sem áður var auglýst að því
leyti að í dag, miðvikudag, kl. 16.15 mun
Sigurður Hróarsson cand. mag. flytja er-
indi er hann nefnir:Stalín bjargar
bókmenntum. Erindið fjallar einkum um
bókmenntaþróun á áratugnum 1920-40 og
verður fiutt í stofu 301 í Árnagarði. Allir
velkomnir.
Sýning í Gallerí Borg
Á morgun, sumardaginn fyrsta, kl. 17 opn-
ar Sigurður Örn Brynjólfsson sýningu í
Gallerí Borg við Austurvöll. Á sýningunni
verða 40 myndir unnar í olíu og þurr-
pastel í septembermánuði sl. í Ungverja-
landi. Þetta er sjötta einkasýning Sigurðar
en hann hefur tekið þátt í íjölda samsýn-
inga, bæði hérlendis og erlendis. Sýningin
verður opin virka daga frá kl. 10-18 nema
mánudaga frá kl. 12-18. Laugardaga og
sunnudaga er opið frá kl. 14-18. Sýning-
unni lýkur 5. maí.
I gærkvöldi
Hansína Jensdóttir gullsmiður:
Fleiri þastti um Irf og list
Ég horfi alltaf á fréttimar í Ríkis-
sjónvarpinu. I gærkvöldi horfði ég á
matreiðsluþáttinn hjá Ara Garðari á
Stöð 2. Það em góðir þættir. Þáttur-
inn Húsið okkar er ágætis fjöl-
skyldumynd. Umræðuþátt stjóm-
málamannanna hafði ég ekki áhuga
á að sjá.
Það var í rauninni fátt sem ég
hafði áhuga fyrir í sjónvarpinu í
gærkvöldi, á hvorri stöðinni sem
var. Að vísu gildir það ekki um öll
kvöld.
Mér finnst of lítið um myndlistar-
þætti, aftur á móti er ótrúlega mikið
um íþróttir og þess vegna fyndist
mér mjög eðlilegt að listrænt efhi
fengi líka sitt pláss. Það er líka ann-
að sem mig langar að koma á
framfæri og það er tímasetningin
sem stenst aldrei. Á tímabili gat ég
ekki horft á sjónvarp og bað ég þá
fólk um að taka upp fyrir mig og þá
brást það ekki að tímasetningin var
önnur en dagskráin sagði til um.
Ég hlusta lítið á útvarp. í gær
hlustaði ég þó aðeins á Bylgjuna og
það sem fer mest í taugamar á mér
em þessar símhringingar í tíma og
ótíma. Ég hlusta meira á Ríkisút-
varpið og finnst orðið þægilegt að
hlusta á það núna. Að vísu mættu
vera fleiri leikrit.
Grínþættir í sjónvarpinu em alveg
ágætir, bíómyndir á Stöð 2 em oft
góðar en ég vildi sjá meira af
fræðsluþáttum um sögulega atburði
og líf og störf listamanna og ekki
síst myndir um það sem er að gerast
í listinni erlendis.
Hansina Jensdóttir.
Sumarvaka Kvennalistans
I Reykjaneskjördæmi
Kvennalistinn í Reykjaneskjördæmi er
með sumarvöku á sumardaginn fyrsta í
kosningahúsnæðinu að Reykjavíkurvegi
68 í Hafnarfirði milli kl. 14 og 18. Boöskap-
ur. blöðrur og brúnar kökur. Herdís
Hallvarðsdóttir og Gísli Helgason
skemmta. Allir velkomnir.
Kaffisala kvenfélags
á Hótei KEA
Kaffisala verður á Hótel KEA kl. 14.30 á
sumardaginn fyrsta. Það er kvenfélagið
Hlíf sem stendur að kaffisölunni og er öll-
um ágóða varið til tækjakaupa fyrir
barnadeild sjúkrahússins á Akureyri.
Kvenfélagið Hlíf hefur starfað fyrir barna-
deildina í mörg ár en áður rak félagið
barnaheimilið Pálmholt á Akureyri áður
en það afhenti bænum reksturinn. Að lok-
um má þess geta að kvenfélagið Hlíf
verður með merkjasölu dagana.8. og 9.
maí.
Sumardagurinn fyrsti
í Kópavogi
Sumardagurinn fyrsti verður venju sam-
kvæmt haldinn hátíðlegur í Kópavogi.
Skátafélagið Kópar og Hornaflokkur
Kópavogs leiða skrúðgöngu frá MK að
íþróttahúsinu Digranesi og hefst hún kl.
13.30. Kl. 14 hefst svo fjölskylduskemmtun
í Digranesi. Þar koma fram m.a. Júlíus
Brjánsson og Jörundur og tveir alræmdir
trúðar. Sýndir verða fimleikar, dans og
karate og farið í létta leiki. Hinn sígildi
barnakór Kársness og skólahljómsveit
Kópavogs munu einnig láta í sér heyra.
Urturnar, kvennadeild skátafélagsins,
standa fyrir kaffisölu í vestursal Digraness
meðan á hátíðinni stendur. Að skemmtun-
inni lokinni heldur Hestamannafélagið
Gustur sýningu fyrir utan og býður yngri
bæjarbúum á bak. Sú nýbreytni verður að
þessu sinni að Skátafélagið Kópar hyggst
kveikja varðeld ef veður leyfir að hætti
skáta á Rútstúni og hefst sú uppákoma
kl. 20 með tilheyrandi söng og spili.
Hjálpræðisherinn
Sumarfagnaður á sumardaginn fyrsta kl.
20.30. Happdrætti og góðar veitingar. Allir
velkomnir.
Kaffisala kvenfélagsins
Seltjarnar
Á sumardaginn fyrsta verður hin árlega
kaffisala kvenfélagsins Seltjarnar í félags-
heimilinu á Seltjarnarnesi. Húsið verður
opnað kl. 14.30. Sama dag verður sölusýn-
ing á handavinnu aldraðra á Melabraut
5-7.
Kvenfélag Neskirkju
verður með kaffisölu og basar frá kl. 14 á
kosningadaginn í safnaðarheimili kirkj-
unnar.
Sölustöðvun á sælgæti frá
Nidar Bergene
Niðurstöður rannsóknarstofu Hollustu-
verndar ríkisins varðandi rannsókn á
matarsýkingarsýklum í norskum súkku-
laðivörum frá fyrirtækinu Nidar Bergene,
Þrándheimi, liggja nú fyrir. Með hliðsjón
af þeim niðurstöðum og að höfðu samráði
við heilbrigðiseftirlitið í landinu og inn-
flytjanda vörunnar, vekur Hollustuvernd
ríkisins hér með athygli hlutaðeigandi á
því að sölustöðvun er enn í gildi á öllum
sælgætisvörum frá ofangreindu fyrirtæki
í Þrándheimi. Sölustöðvunin nær þó ekki
til sérstaklega auðkennds páskasælgætis,
sem hér eru á markaði frá Osló verk-
smiðju fyrirtækisins, þar sem ekki hafa
fundist sýklar í því.
Breiðfirðingafélagið
heldur sinn árlega vorfagnað í Risinu,
Hveríísgötu 105, síðasta vetrardag (mið-
vikud. 22. apríl) kl. 22.
TM-miðstöðin
Almennur kynningarfyrirlestur um TM-
tæknina verður haldinn í Garðastræti 17
fimmtudaginn 23. apríl kl. 20.30. Fjallað
verður um áhrif TM-tækninnar á andlegt
og líkamlegt heilbrigði, mannleg sam-
skipti o.fl. Síminn í TM-miðstöðinni er
16662.
Allir með útrás
Á morgun verður sumargleðisdagskrá á
útvarpsstöð framhaldsskólanna, Útrás.
Þar verður sungið, dansað og trallað, tek-
in viðtöl, getraunir og spurningakeppnir
verða og tekið verður við símtölum frá
fólki. Sumardagskráin verður á fm 88,6 og
verður frá kl. 10-17 á morgun.
Sýningu Ragnheiðar að
Ijúka í Norræna húsinu
Síðasti sýningardagur á grafíkverkum
Ragnheiðar Jónsdóttur í Norræna húsinu
verður á morgun, sumardaginn fyrsta, og
er sýningin opin kl. 14-22.
Skrúðganga og skemmtun á
sumardaginn fyrsta
Gengið verður frá IR vellinum í Breið-
holti (neðan við Alaska) kl. 14 að Breið-
holtsskóla. Skátafélagið Urðarkettir
stjórna göngunni og söng en Skólalúðra-
sveit Árbæjar og Breiðholts spilar. Að
göngu lokinni stjórna skátar leikjum og
söng og lúðrasveitin verður með kaffisölu
og tónleika í Breiðholtsskóla.
Höggmyndasamkeppni
listahátíðar
Listahátíð í Reykjavík verður haldin í tí-
unda skipti í júní 1988. í tilefni af því er
efnt til samkeppni um varanlegt listaverk,
höggmynd eða skúlptúr, sem nota mætti
bæði sem verðlaunagrip og sem einkenni
hátíðarinnar á auglýsingaspjöldum, efnis-
skrám og öðru prentuðu efni. Listahátíð
áskilur sér rétt til að fjölfalda verðlauna-
verkið í 3-5 eintökum og hugsanlega
stækka það til staðsetningar utan dyra eða
innanhúss. Öllum islenskum listamönnum
er heimil þátttaka í samkeppni þessari.
Veitt verða ein verðlaun að fjárhæð
250.000 krónur. Nathan & Olsen hf., hefur
af miklu örlæti ákveðið að leggja fram
verðlaunféð. Dómnefndin áskilur sér
heimild til innkaupa á tillögum með rétti
til fjölföldunar og sölu og má verja í- því
skyni allt að 150.000 krónum. Gögn varð-
andi samkeppnina verða afhent hjá
trúnaðarmanni dómnefndar, Ólafi Jens-
syni, Byggingaþjónustunni, Hallveigar-
stíg 1, 101 Reykjavík, gegn 500 króna
skilatryggingu. Hann svarar einnig skrif-
legum fyrirspurnum um keppnina og tekur
við líkönum af listaverkum og öðrum til-
lögugögnum. Skilafrestur rennur út 6.
ágúst 1987, kl. 18 að íslenskum tíma. I
dómnefnd eiga sæti: Jón Þórarinsson,
formaður framkvæmdastjórnar Listahá-
tíðar, Bera Nordal listfræðingur og Jón
Gunnar Árnason myndlistarmaður. Sýn-
ing á öllum framkomnum tillögum verður
haldin í tengslum við Kvikmyndahátíð
Listahátíðar, 19.-27. september 1987. Úr-
slit keppninnar verða tilkynnt við opnun
sýningarinnar.
Dómkirkjunni
Dr. Orthulf Prunner orgelleikari og Símon
H. Ivarsson gítarleikari halda tónleika í
Dómkirkjunni 23. apríl nk. á sumardaginn
fyrsta kl. 20.30. Ilr. Orthulf Prunner og
Símon H. Ivarsson kynntust í Vínarborg,
þar sem þeir stunduðu báðir tónlistarnám,
en leið þeirra lá síðan aftur saman þegar
þeir höfðu lokið námi og hófu störf á Is-
landi, Símon hjá Tónskóla Sigursveins D.
Háteigskirkju og kennari við nýja tónlist-
arskólann. Einnig starfar hann sem
einleikari og hefur spilað í flestum löndum
Evrópu. Það mun vera fátítt að heyra leik-
ið á þessi tvö hljóðfæri í samleik, þrátt
fyrir að þau eru ein elstu hljóðfæri tónlist-
arsögunnar. Á efnisskránni eru verk eftir
J.S. Bach, Antonio Vivaldi og Joaquin
Rodrigo. Símon og Orthulf hafa sjálfir
útsett verkin fyrir gítar og orgel.