Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987. Dægradvöl Þeir Guðjón Friðriksson og Helgi Þoriáksson úr hópi áhugafólks um verndun miðbæjarins. „Það má ekki slíta bæinn úr fortíð sinni“ Þeir Guðjón Friðriksson og Helgi Þorláksson eru í hópi áhugafólks um verndun gamalla húsa. Þeir sögðu að nýja deiliskipulagið hefði ýmis- legt gott fram að færa en aftur á móti væri margt í því sem þeir væru óánægðir með. Alls sögðu þeir að rífa ætti um 15 gömul hús í miðbæ borgarinnar samkvæmt nýja deili- skipulaginu og að mörg þeirra væru meðal elstu húsa Reykjavíkur. „Það má ekki slíta bæinn úr fortíð sinni,“ sagði Guðjón „en niðurrif vissra húsa mundi óhjákvæmilega hafa slíkt í för með sér.“ Helgi sagði að fólk hefði líka mikl- ar áhyggjur af fyrirhuguðu nýju Alþingishúsi við Kirkjustrætið því bygging þess kæmi til með að gleypa mörg gömul hús í leiðinni sem mik- ill missir yrði að. Röskun á byggð við Tjömina töldu þeir Guðjón og Helgi að væri yfirvof- andi einkum vegna byggingar fyrir- hugaðs ráðhúss á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis og hið rólega og falléga umhverfi Tjarnarinnar sögðu þeir vera í mikilli hættu vegna áætl- aðra byggingarframkvæmda og aukins umferðarþunga. -D.H. Kaffihúsa- menningin ómissandi „Ég fékk nú alveg sjokk þegar ég sá hve mörg hús á að rífa og það er synd að einmitt þegar kaffihúsamenn- ingin er farin að myndast hér í miðbænum skuli eiga að rífa allt nið- ursagði hún Hólmfríður sem sat á Hressó ásamt vinkonu sinni, Sigrúnu. Það er alveg hræðilegt til þess að hugsa að sá tími geti komið að Hressó verði ekki til. Þær vildu frekar að húsunum yrði haldið við og töldu að þessi nýju hús væm betur komin í nýja miðbænum. -D.H. „Við höfum aldrei átt heima í miðbænum en þó höldum við upp á hann,“ sögðu Sigrún og Hólmfriður. DV-mynd BG ,Við viljum ekki breyta miðbænum í steinborgarhverfi," sögðu þau Friðrik, Tryggvi, Hólmfríður og Halldóra Mann- leg og hlý hús Á fundinum í Hressingarskálanum á sunnudeginum fyrir páska voru þau Friðrik, Tryggvi, Hólmfríður og Halldóra sem öll höfðu einhvern tíma búið í miðbænum. Þau sögðu að það væri allt of lítið ráð gert fyr- ir samskiptum fólks heldur væri megináherslan lögð á það að fólk gæti komist sem hraðast í og úr vinnu. Tryggvi sagði að götumynd frá Kringlumýrarbrautinni liktist mest götumynd í Síberíu, sem sagt allt steingelt. Þau voru sammála um að leggja ætti meiri vinnu í viðhald húsanna í stað þess að láta þau grotna niður í hrönnum. Jafnframt sögðu þau gömlu húsin alltaf hafa eitthvað mannlegt og hlýtt við sig. -D.H. KafLar úr deiliskipulagi Kvosarinnar Tillögur að nýju skipulagi mið- bæjar Reykjavíkur voru lagðar fram í nóvember á síðasta ári undir heit- inu Kvosin 86. Tillögumar innihalda hið margumrædda deiliskipulag Kvosarinnar sem sumir hafa gagn- rýnt. Til að kynnast þeim sjónarmið- um sem þar koma fram er gripið niður í kafla úr riti frá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur. Menningarsögulegur arfur/ útlitsleg heild Vandi verkefnisins er að mati höf- unda hvað mestur er varðar sundur- lyndi byggðar, hvemig beri að samræma útlitslega hin ólíku hús- form, tengja saman nýtt og gamalt, þó þannig að svipmót Reykjavíkur gjörbreytist ekki. Saga borgar er hverri þjóð mikil- væg þannig að lesa megi hin ýmsu tímabil af húsum. Reykjavík á ekki gnægð gamalla sögufrægra húsa og ber því að vega og meta með aðgát þegar okkar elstu hús eru fjarlægð úr miðborginni því að mörgum er það viðkvæmt mál. Á hinn bóginn er ljóst að borg verð- ur að þróast, breytast og lifa í takt við tímann - fylgja nútímalífs- mynstri þannig að óhjákvæmilegt er að sum gömul hús víki. Kvosin hefur sérstöðu sem bæjarhluti þarsem hún er miðbær Reykjavíkur. Þar hófst byggð í bænum og eru því elstu hús Reykjavíkur þar. Taka verður tillit til sérstöðu hennar, miðbæjarstarf- semi, gæða og borgarbrags á bygg- ingum ásamt háu lóðarverði. Ósamræmi í húsaröð er hvað mest áberandi í Lækjargötu, Austurstræti og Aðalstræti og að mati höfunda er þetta mjög til lýta sem andlit mið- bæjarins. Togast þar á annars vegar sjónarmið um gömlu timburhúsin og þá sérstaklega sögulega verðmæt hús, eins og Austurstræti 22 og Lækj- argötu 2, og hins vegar útlitslegur heildarsvipur. Húsin, sem tillagan gerir ráð fyrir að víki, eru hluti af elstu húsum bæjarins og ber því að skoða þau vandlega með tilliti til eftirfarandi þátta: - Menningarsögulegs gildis - upp- runalegs útlits - formfegurðar. - Svipmóts þess fyrir borgina hvernig húsið samræmist aðliggj- andi húsum og umhverfi. f samkeppni um skrifstofubyggingu Alþingis var gert ráð fyrir að húsin við Kirkjustræti 8, 8B og 10 skyldu víkja en í tillögu höfunda Kvosar- innar 86 var gert ráð fyrir að þau stæðu áfram. Nýbyggingar Aðaluppbygging nýbygginga á svæðinu á sér stað í Áðalstræti, Lækjargötu og Austurstræti þar sem lagt er til að byggðar verði samfelld- ar húsaraðir. Þar er gert ráð fyrir 4 1/2 hæðar húsum. Höfundar telja betra að ná fram sterkari heildar- mynd með jafnháum húsum í nýbyggingum þar sem misháar húsa- raðir vilja frekar undirstrika mis- ræmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.