Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987.
11
Utlönd
Þinghöllin fræga i Vestur-Berlín þar sem stærstu popptónleikar ársins verða haldnir í tilefni 750 ára afmælis borgarinnar.
DV-mynd Ketilbjörn
Popptónleikar
ársins
Ketilbjöm Tryggvason, DV, V-Berlin;
Það leikur enginn vafi á því hvai-
stærstu popptónleikar ársins verða
haldnir þetta sumar í Evrópu. Staður-
inn heitir Vestur-Berlín og tilefnið er
750 ára afmæli Berlínar.
Á afrnælistónleikunum, sem haldnir
verða dagana 6.-8. júní, koma fram
hvorki meira né minna en David
Bowie, Dave Stewart og Ann Lennox
í Eurythmics. Sömuleiðis hljómsveitin
Genesis. - Heyrst hefur að Paul Young
muni einnig mæta á svæðið. Orðrómur
er á kreiki um að stórstirnið Prince
muni líka heilsa upp á afinælisbamið.
Fyrir þessa tónleikahátíð er ætlunin
að reisa mikið svið á „Torgi lýðræðis-
ins“ við hina frægu þinghöll Þjóðverja
fyrir framan Berlínarmúrinn, austast
í V-Berlín. - Gert er ráð fyrir að ein-
hver hundruð þúsunda áhorfenda
muni flykkjast á tónleikahátíð þessa,
alls staðar að úr heiminum, og er und-
irbúningur þegar hafinn að því að
skipuleggja móttöku slíks aragrúa.
Ýmsir aðrir popp-/rokktónleikar
með frægum hljómlistarmönnum
verða héma í sumar fyrir utan þessa
hátið. Nefna má Lionel Richie þann
19. apríl um páskana og Alison Moyet
þann 20. apríl. Simjily Red verða 15.
maí, Level 42 þá sömu daga og Tina
Tui-ner kemui’ 2. júh'.
Aðdáendur rokk/soul-tónlistar fá
einnig sinn skanmit með mikilli hátið
þar sem George Benson, Miles Davis,
Chuck Berry og Mimphis Slim koma
fram. Djassáhugamönnum verður
bætt þetta upp með hljómsveitinni
Modern Jazz Quartett.
Á klassíska sviðinu verður einnig
mikið um að vera og mikið mál að
telja það hér upp.
Þýska
bráð-
vantar
konur!
Ketilbjöm Tryggvasan, DV, V-Berlín;
Á fundi stéttarsambands bænda í
Bæjaralandi nú nýlega kom fram að
þar væru um 800 bændur á aldrinum
30-50 ára sem ekki hefðu fundið sér
lífsförunauta til þessa. Á móti þeim
stæðu einungis 40 ókvæntar bænda-
dætur á sama aldri og stafar mismun-
urinn af þeirri staðreynd að mun fleiri
heimasætur en bændasynir flýja sveit-
ina og setjast heldur að í þéttbýli.
Fjallað var á fundinum um það að
framtíð bænda í Bæjaralandi væri
ekki einungis ógnað af sífellt harðn-
andi samkeppni á sviði landbúnaðar-
framleiðslu heldur og af mikilli
mannfækkun í stéttinni. Fækkunina
vilja margir rekja til þeirrar stað-
reyndar að stór hluti bænda i þessum
hluta Þýskalands er ókvæntur og það
leiðir til færri bamsfæðinga því að
flestir í Bæjaralandi em kaþólskir.
Til að bregðast við þessari válegu
þróun var ákveðið á stéttarsambands-
fundinum að koma á stofh sérstakri
hjálparstofnun á þessu sviði. Þessi
stofnun, sem ber nafnið „fjölskyldu-
hjálp bænda“, hefur það hlutverk á
hendi að gera ímynd þýska bóndans
rómantískari meðal þýskra kvenna og
almennt draga skýrar fram að bóndinn
sé álitlegri mannkostur en þýskar kon-
ur virðast halda í dag. - Ekki kom þó
fram í fréttaskýringum hvaða aðferð-
um stofnunin hyggst beita til þess að
skila þessu verki.
100 þúsund
eyðmtilvik
102 ríki af 131 ríki hafa tilkynnt um
alnæmitilfelli og em það alls um 46
þúsund tilfelli sem opinberlega hafa
verið tilkynnt til WHO (Alþjóða heil-
brigðisstofhunarinnar) en sérfræðing-
ar hennar telja að nær sanni séu
alnæmistilfellin orðin um 100 þúsund.
(Þar af um 34 þúsund í Bandaríkjun-
um.)
Þykir hugsanlegt að um 10 milljónir
manna í heiminum hafi komist í snert-
ingu við eyðniveimna og gæti sá fjöldi
. komist upp í 50 til 100 milljónir innan
fimm ára.
Þyngst segir mönnum hugur um þró-
unina í Afríku og einkanlega í
Mið-Afríku þar sem 8% allra nýfæddra
bama em með alnæmi.
Um 125 eyðnitilfelli hafa verið til-
kynnt í Asíu en nær 4870 í Evrópu.