Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987. Áskorun til eigenda og ábyrgðarmanna fasteigna um greiðslu fasteignagjalda í Reykjavík. Fasteignagjöld í Reykjavík 1987 eru nú öll gjaldfallin. Gjaldendur, sem ekki hafa gert skil innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar, mega búast við að óskað verði nauðungaruppboðs á eignum þeirra í samræmi við I. nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks. Reykjavík 15. apríl 1987 Gjaldheimtustjórinn í Reykjavík. o LÁBS<^LJJBÖR^, Seljið Vinnið ykkur inn vasapeninga. Komið á afgreiðsluna — Þverholti 11 um hádegi virka daga. AFGREIÐSLA SÍMI27022 TILKYIMNING FRÁ LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTINU Ráðuneytið verður lokað eftir hádegi miðvikudaginn 22. apríl og föstudaginn 24. apríl vegna flutnings úr Arnarhvoli. Opnað verður mánudaginn 27. apríl að Rauðarárstíg 25, 4. hæð. Símanúmer ráðuneytisins er óbreytt, 62-2000. Póstfang er Rauðarárstígur 25, 150 Reykjavík. 21. apríl 1987. Landbúnaðarráðuneytið. halda skátarnir í Kópavogi sína árlegu kaffisölu í Félagsheimili Kópavogs (uppi) frá kl. 3—6. Hlaðborð með girnilegum kökum. Einnig verða skátarnir með kaffi, vöfflur og rjóma í Digranesi meðan á skemmtiatríðum stendur. Styrkið okkur í starfi! KVENNADEILDIN URTUR & SKATAFELAGIÐ KÓPAR Boigaraflokkurínn og orku- tengdur iðnaður á Austuríandi - ný viðhorf til kjörstærðar fyrirtækjanna Eftir nokkurn óróleika í íslenskum stjórnmálum undanfama daga hefir nýr og öflugur stjómmálaflokkur nú hafið göngu sína. Þetta er Borgai-a- flokkurinn sem fer glæsta sigurför um landið. Nýtt jafnvægi ftjálshyggju og lýð- ræðis er að myndast. KjaUarinn Ingvar Níelsson verkfræðingur Aðdragandann að stofnun Borgai-a- flokksins þarf ekki að rekja. Hann er öllum landslýð kunnur. Allt á þetta hins vegar rót sína að rekja til nýrrar stefhu í þjóðfélagsmálum um heim all- an. Hún fer fram úr gömlum hefðum í stjórnmálum og úreltir þær en að- hæfir stjómunina þeim tæknilegu stökkbreytingum sem fjarskipti, fjöl- miðlar og samgöngur hafa orðið fyrir á undangengnum árum. Borgaraflokkurinn er því tímabær og alls engin tilviljun. Hann sprettur úr frjósömum jarðvegi fjölbreyttra og sjálfstæðra skoðana sem hvetja til framtaks og dáða en geta af sér nýja kröfu um aukin réttindi til lífsgæða. Staðfesta Borgaraflokksins og þróttur, sem nú em alkunn, einkennast af að heill hugur fylgir góðum málstað. 1 nýafstaðinni kosningaherferð um Austurlandskjördæmi sátu, auk okkar borgaraflokksmanna, forsvarsmenn hinna stórflokkanna ásamt fulltrúum nokkurra minni flokka og flokksbrota enn á ný frammi fyrir kjósendum á alls fjórtán framboðsfúndum. Sverrir vinsæll skemmtikraftur Sverrir Hermannsson, sem verið hefir vinsæll skemmtikrafitur á fram- boðsfundum undanfarinna ára, er nú vart svipur hjá sjón frá því sem áður var. í stað hnútukasts og klúryrða, sem vom háttvirtum menntamálaráð- herra áður eðlileg, má nú heyra raus gamals manns um umdeild störf hans í fráfarandi ríkisstjóm. Sverrir Her- mannsson örvæntir um framtíð sína og snýr hnakkanum í veðrið. LSD- víman (LSD = Landsins Stærsti Draumur) er mnnin af honum. 1 upphafi ferðarinnar líkti Sverrir Hermannsson andstæðingum sínum gjaman við hraðgenga snælduhala en varð þögull þegar á hæfhi hans sjálfs reyndi að haga orðum sínum eftir sí- vaxandi hraða í fréttaburði að sunnan. Óvæntar niðurstöður skoðanakann- ana, ákvarðanir ákæmvaldsins utan dagskrár flokksins og ósamræmanleg- ar yfirlýsingar flokksformannsins urðu þessum nú svifaseina manni of- viða. Allur flokksrokkurinn virtist hér kominn af stað og átti háttvirtur menntamálaráðherra í sýnilegum erf- iðleikum að fóta sig. Við Austfirðingar hljótum því að spyrja okkur hvort þessi maður að vestan hafi enn fulla dómgreind, hvort honum sé fyrir elli sakir farin að bregðast bogalistin, hvort við eigum að hafa hann fyrir þingmann okkar öllu lengur. Svarið er NEI! Farðu heim, Sverrir! Lofsöngurinn, sem Sverrir Her- mannsson syngur um sjálfan sig og gengisfellinguna, er heldur ekki leng- ur á vinsældalistanum top-ten. Við vitum nú öll - og háttvirtur mennta- málaráðherra veit það líka - að hann situr þama á gormi sem þýtur upp og rífur botninn úr buxunum hans þegar- þreyttur Sverrir Hermannsson stígur nú úr ráðherrastóli og lætur endanlega af þingmennsku. En við heyrðum líka aðra rödd, sýnu raunhæfari en Sverris Hermannsson- ar, að vísu, en blandna ótta og úrræðaleysi. Það var háttvirtur sjáv- arútvegsráðherra, Halldór Asgríms- son. sem þá talaði til kjósenda sinna. Vandmeðfarin rökfræði Gegn betri vitund flækir Halldór Ásgrímsson sig nú æ meir i þeirri vandmeðfömu rökfræði að hann geti síaukið aflamagnið úr sjó - þrátt fyrir kvótana sem hann feðraði sjálfur. Það er nokkurt áhyggjuefni að háttvirtur sjávarútvegsráðherra gerir ekki grein- armun á aukningu aflans og velgengni góðærisins. Sömu sögu er að segja um flutning Halldórs Ásgrímssonar á málum land- búnaðarins. Þar heldur hann fast við að Island geti orðið samkeppnisfært landbúnaðarland en veit fúllvel að loftslag okkar og veðurfar leyfa ekki samanburð við hlýrri lönd. Offram- leiðsla í landbúnaði er vandamál um allan hinn vestræna heim. Við getum verið sjálfúm okkur nóg í þessari fram- leiðslugrein ef vel lætur. Borgaraflokkurinn er því eini flokk- urinn í framboði í kjördæminu sem viðurkennir hið raunvemlega vanda- mál, nefhilega að aukning í hinum hefðbundnu aðalatvinnuvegum þjóð- arinnar - þ.e. sjávarútvegi og land- búnaði - stendur í járnum. Við Austfirðingar drögum nánast allar tekjur okkar úr þessum tveimur fram- leiðslugreinum. ' En þjóðin vex og kröfúmar með. Bilið milli þess sem við öflum og eyð- um verður æ stærra. Við lifúm því um efni fram og þess vegna fellur krónan okkar. En við viljum láta okkur líða vel, eignast falleg hús, kaupa fallega hluti, borða góðan mat, fara til sólar- landa. Til alls þessa þurfum við meiri og öruggari tekjur. Og við eigum fleiri auðlindir en fisk og gras. Við eigum raforku. Við eigum jarðhita. Og við eigum nóg af fersku vatni. En sá sem réð þegar landgæðum var skipt var ónákvæmur. Hann gaf Austurlandi lítinn sem engan jarðhita. Hvar voruð þið, ágætir menntamenn? I anda þess jafnréttis, sem nú er haft í hávegum, ber því að veita okk- ur Austfirðingum stóraukinn aðgang að ódýrri raforku til iðnaðar og heim- ilisþarfa. Einn sjötti hluti allrar raforku, sem Landsvirkjun getur framleitt með nú- verandi virkjunum sínum - eða um 800 GWh (gígavattstundir) - er af- gangsorka og er ekki nýtt. Þetta er mun meira orkumagn en það sem keypt er erlendis frá fyrir loðnuverk- smiðjumar - alls 24 talsins. Loðnuverksmiðjumar brenna 50 þúsund tonnum af olíu á ári sem jafn- gildir 600 GWh og kostar 240 milljónir króna í erlendum gjaldeyri. Hver kWh (kílóvattstund) kostar því 40 aura í þessum innkaupum en í gjaldskrá Landsvirkjunar er umframorkan boð- in á 23 /i eyri. Og graskögglaverksmiðjumar um- deildu, sem nú hafa verið dæmdar órekstrarhæfar, brenna einnig olíu en hefðu að sjálfsögðu allar átt að nota afgangsraforku eða ódýran jarðhita. Hvar voruð þið, ágætir menntamenn, þegar allt þetta fór fram? Vomð þið fjarverandi eða fór eitthvað alvarlega úrskeiðis í rökfræðinni ykkar? Framleiðsluverð raforku á Islandi, sem er lágt nú þegar, mun fara lækk- andi allmörg ár fram í tímann. Á sama tíma hækkar orkuverð í hinum þróuðu iðnaðarlöndum og mun verða fyrir stökkhækkun árið 1991 í löndum Evr- ópubandalagsins. Þá ganga þar í gildi nýjar reglur um umhverfisvemd fyrir raforkuver sem kynt em með kolum og olíu. Á þessum tímamótum verður raforka þessara landa þrisvar sinnum dýrari en okkar. Þá ber að hafa í huga að ráða má niðurlögum nánast allrar hefðbund- innar mengunar með ódýrri orku, sem við eigum nóg af, hvort heldur sem er raforku eða jarðhita. Því er aug- ljóst að við íslendingar búum við aðstæður fyrir iðnað sem engin önnur vestræn þjóð getur stært sig af er fram líða stundir. Samningaumleitanir um álverk- smiðjuna í Straumsvdk hófust árið 1963. Samningur var undirritaður 1966 og fyrsti áfangi fór í gang 1969. En það var ekki fyrr en 1980 að verksmiðjan var fullbyggð og 1984 að gengið var frá endanlegum samningum um orku- kaupin. Alls fór því 21 ár í þetta mál. Og 1986 birtist svo grein í stórblað- inu Financial Times í London undir fyrirsögninni Alusuisse kveður ál- kapphlaupið (Alusuisse quits the smelting race). fslenskir ráðamenn höfðu þá þvælt málinu þangað til ál- vertíðin í heiminum var gengin yfir. Alvarlegustu mistökin í Straumsvík eru auðvitað að verksmiðjan er allt of stór fyrir land og lýð. Hún notar einn þriðja hluta allrar raforku sem framleidd er í landinu og veitir 700 fjölskyldum viðurværi. Nauðsynlegur viðbragðsflýtir er hreint og beint ekki mögulegur með svo viðamiklum við- fangsefnum. Og hvemig færi ef við þyrftum að slökkva undir kerunum í Straumsvík? Allt er þetta nú að endur- taka sig á Reyðaiflrði og við tökum ekki eftir því. Minni og fleiri orkutengdar iðngreinar Öll þróun umhverfis okkur er nú hröð og verður æ hraðari. Því skiptir meginmáli að verkefnin séu af kjör- stærð, eining ríki heimafyrir og frammámenn séu hæfir til skjótra og réttra ákvarðana. Lausnina er auðvitað að finna í minni og fleiri orkutengdum iðngrein- um sem hver um sig er viðráðanleg innan þeirra félagslegu og fjárhags- legu takmarka sem íslensku einka- framtaki em sett. Við það dreifist öll áhætta, meðgöngutíminn styttist og hættan á að við missum af nýjum tæki- færum minnkar verulega. Borgaraflokkurinn beitir sér því fyr- ir gagngerri endurskoðun og víð- tækum endurbótum í íslenskum iðnaði með fullvinnslu og gemýtingu allra sjávarútvegs- og landbúnaðarafurða að leiðarljósi og innlenda orku sem verkfæri. Borgaraflokkurinn berst einnig fyrir gmndvöllun nýrra orkutengdra fram- leiðslugreina sem geta verið arðbærar í dæmigerðum bæjar- og sveitarfélög- um á íslandi - einkum á Austurlandi. Að lokum þakka ég það ótvíræða traust sem Borgaraflokknum og mér persónulega er sýnt í Austurlandskjör- dæmi í æ ríkari mæli en bendi á að tveir fulltrúar Borgaraflokksins fyrir kjördæmið á Alþingi íslendinga munu vinna betra starf en einn. Ingvar Níelsson Greinarhöfundur skipar fyrsta sæti S- listans á Austurlandi „í anda þess jafnréttis, sem nú er haft í hávegum, ber því að veita okkur Aust- firðingum stóraukinn aðgang að ódýrri raforku til iðnaðar og heimilisþarfa.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.