Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 40
44
MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987.
Kosningamál unga fólksins
„Það er til mikils að vinna fyrir náms-
menn sem og alla þá sem áhuga hafa á
því að stuðla að auknu jafnrétti til náms
hvernig málefni LÍN skipast eftir kosn-
ingar.“
Eitt af þeim málum sem ungt fólk
kemur vafalaust til með að láta ráða
hvaða flokki það gefur atkvæði sitt
í komandi kosningum eru máleihi
Lánasjóðs íslenskra námsmanna. I
tíð núverandi ríkisstjómar hafa
harðar atlögur verið gerðar að Lána-
sjóði íslenskra námsmanna. Sjálf-
stæðismenn hafa lagt mikið upp úr
því að koma vöxtum, innheimtu og
lántökugjöldum á námslán. í því
skyni hefur Sjálfstæðisflokkurinn
verið með ýmsar þreifingar í þá átt
að breyta lögunum um LÍN á því
kjörtímabili sem nú er að líða. í öll-
um tilvikum hefðu breytingamar í
framkvæmd stórskaðað þau mark-
mið lánasjóðsins að tryggja jafhrétti
til náms án tillits til búsetu, efna-
hags eða félagslegra aðstæðna.
„Mjúk frjálshyggja“
Sjálfstæðisflokknum hefúr ekki
tekist á þessu kjörtímabili að breyta
lögunum um LÍN. En tekst honum
það á næsta kjörtímabili? Það kemur
til með að ráðast eftir kosningar.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemur vel
út úr kosningunum og fer í ríkis-
stjóm með þátttöku Alþýðuflokks,
Framsóknarflokks eða Borgara-
flokks er ekkert líklegra en við fáum
að sjá miklar breytingar til hins
verra á lögunum um Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna. Breytingarsem
líklega myndu fela í sér að vextir
yrðu settir á námslán og að félags-
legt tillit yrði stórminnkað eða
jafnvel afhumið við úthlutanir
námslána. Það er ekki ólíklegt að
ef mynduð yrði ríkisstjórn með þátt-
töku Alþýðuflokks og Sjálfstæðis-
flokks yrði þess getið í ríkisstjómar-
sáttmála að lögunum um LÍN skyldi
breytt. Þær breytingar yrðu þá bara
á einn veg, samkvæmt stefnu Sjálf-
stæðis- og Alþýðuflokks í málefnum
LIN, sem er að setja vexti á námslán
og að minnka allt félagslegt tillit við
úthlutanir námslána. í málefnum
lánasjóðsins hafa Sjálfstæðisflokk-
urinn og Alþýðuflokkurinn mnnið
saman í eina sæng. Hvemig skyldi
stefha þeirra í málefnum LÍN verða
skilgreind? Varla sem jafnaðarstefha
því það er hún alls ekki, kannski
„mjúk frjálshyggja"?
Það er til mikils að vinna fyrir
námsmenn, sem og alla þá sem
áhuga hafa á því að stuðla að auknu
jafnrétti til náms, hvemig málefni
Kjallariim
Kristinn H.
Einarsson
framkvæmdastjóri Bandalags
íslenskra sérskólanema
LÍN skipast eftir kosningar. Það á
ekki einungis við um hvort lögunum
um LÍN verður breytt heldur líka
hvort farið verður eftir þeim, en á
því hefur verið nokkur misbrestur á
því kjörtímabili sem nú er að líða.
Þrátt fyrir að Framsóknarflokkur-
inn hafi nú þessa seinustu daga fyrir
kosningar þá stefnu gagnvart LÍN
sem miðar að því að verja núgild-
andi lög þá dugði ríkisstjómarþátt-
taka þeirra ekki til þess að tryggja
að eftir lögunum yrði farið. Fram-
sóknarflokkurinn er því sem ríkis-
stjómarflokkur ábyrgur fyrir því
skapast í málefnum LÍN. Framsókn-
arflokkurinn er samábyrgur fyrir því
að framfærsla LÍN er svo lág sem
raun ber vitni.
Eftir kokkabókum mennta-
málaráðherra
Eins og flestum er kunnugt þá
skerti menntamálaráðherra á sínum
tíma framfærslugrunn LÍN um ca
15 %. Þessi aðgerð var vægast sagt
mjög vafasöm og verður að segjast
að hæpið sé að hún standist fyrir
lögum. Einfaldlega vegna þess að í
lögunum um LIN segir að lánað
skuli til eðlilegrar framfærslu á með-
an á námstíma stendur. En eðlileg
mánaðarframfærsla eftir kokkabók-
um menntamálaráðherra var í mars
kr. 22.350 á mánuði fyrir einstakling
í leiguhúsnæði. Þessi framfærsla
skiptist þannig: fæði 10.315 kr., hús-
næði 3437 kr., fatnaður 1375 kr.,
hreinlæti og heilsugæsla 1205 kr.,
bækur og ritföng 1205 kr., ferðir inn-
anbæjar 1719 kr., húsgögn og
2063 kr., samtals gerir þetta 22.350
kr., þetta er sú upphæð sem náms-
manni, er kemur utan af landi og
þarf að leigja sér húsnæði, er ætlað
að lifa af. Nú getur hver spurt sig
hvort þetta sé eðlilegt, er t.d. eðlilegt
að reikna með því að námsmaður
sleppi með að borga 3437 kr., í húsa-
leigu, hita og rafmagn hér í Reykja-
vík?
Nú er málum svo háttað að náms-
mönnum duga ekki lengur þau lán
er þeir fá frá Lánasjóðnum, þau duga
bara einfaldlega ekki fyrir lágmarks-
framfærslu. Það þarf meira til og það
er í flestum tilvikmn sótt til foreldr-
anna. Þeirra sem eitthvað eiga
aflögu. Þessi sveltistefha gagnvart
lánasjóðnum er stórhættuleg og á
stuttum tíma mun hún leiða til þess
að nám verður gert að forréttindum
þeirra efnameiri, burtséð frá því
hvort lögunum um LÍN verðui'
breytt eða ekki. Það er alveg ljóst
að ástandið eins og það er núna
kemur til með að hafa áhrif á eftir-
mun minnka. Með því þá hefur Sjálf-
stæðisflokknum tekist að ná einu
af sínum yfirlýstu markmiðum gagn-
vart LIN, að minnka eftirspurnina,
sem þýðir á mannamáli að einungis
þeir efnameiri hafa efni á að fara í
framhaldsnám.
Það skiptir því miklu máli fyrir
alla þá sem láta sig eitthvað varða
jafhrétti til náms að á þessum málum
verði tekið. Það er ekki nóg að verja
núgildandi lög um LÍN, það verður
einnig að fara eftir þeim, öðruvísi
eru þau lítils virði. Það verður að
trýggja að framfærsla LÍN nægi til
lágmarksframfærslu þannig að
námsmenn þurfi ekki að treysta á
góðan efnahag foreldra eða ættingja
svo þeir geti sótt það nám er hugur
þeirra stendur til.
Ekki eitthvert smámál
Málefni lánasjóðsins er ekki hægt
að afgreiða sem eitthvert smámál
sem ekki skuli ráða vali kjósenda á
kjördag. Það hvemig málefni LÍN
skipast eftir kosningar getur haft
áhrif á framtíðarmöguleika og ham-
ingju þúsunda ungmenna sem mörg
hver eru að kjósa nú í fyrsta sinn.
Það er því gott að hafa í huga, fyrir
þá sem láta þessi mál sig einhveiju
varða, að Alþýðubandalagið er eini
flokkurinn sem nú býður fram sem
hefur heitið þvi að verja lögin um
LÍN og að leiðrétta skerðinguna á
framfærslugmnninum.
Á því þingi, sem nú er lokið, fluttu
tveir þingmenn Alþýðubandalagsins
þingsályktunartillögu um að skerð-
ingin skyldi afnumin. Tillagan náði
ekki í gegn. En flutningur tillögunar
er merki þess að skerðingin mun
verða leiðrétt ef Alþýðubandalagið
fær einhverju að ráða. Þetta er meira
en nokkur annar flokkur hefur sagst
ætla að gera í málefnum LÍN:.
Það má vera alveg ljóst að ef þeir
flokkar, sem lýst hafa yfir stríði gegn
námsmönnum og Lánasjóði ís-
lenskra námsmanna, eða þeir flokk-
ar sem átt hafa í því hlutdeild, koma
vel út úr kosningunum þann 25.
apríl nk. þá verður of seint að iðrast
í haust. Þá er nokkuð víst að ný
herör verður skorin upp gegn náms-
mönnum og Lánsjóði íslenskra
námsmanna og það verður að teljast
ólíklegt að jafnvel verði þá sloppið
og hingað til.
Kristinn H. Einarsson
upplausnarástandi sem nú hefur búsáhöld 1033 kr., og ýmislegt annað spum eftir námslánum, eftirspurnin
„Þessi sveltistefna gagnvart lánasjóðnum er stórhættuleg og á stuttum tíma mun hún leiða til þess að nám
verður gert að forréttindum þeirra efnameiri."
Alþingismenn seu abyrgir
gerða sinna
„Ef þingmenn standa ekki við gefin lof-
orð fari mál þeirra fyrir dómstóla, sama
gildi um störf opinberra starfsmanna rík-
isins sem fylgja ekki starfsskyldum
sínum.“
Það væri ekki svo vitlaust ef ís-
lendingar, hver fyrir sig, hugleiddu
hvers konar stjómkerfi þeir búa við,
hvort það sé eftirsóknarvert og hvort
það hafi fylgt þeirri þróun sem orðið
hefur í þjóðfélaginu með tilkomu
neysluþjóðfélags á tölvuöld.
Sjálfsagt em skiptar skoðanir um
það hvemig eigi að stjóma hér á
landi, flestir em þó sammála um að
kerfið sé staðnað og það leiði til
vaxandi mismununar. Verst er þó
að stórir hópar launþega ná ekki
endum saman og fyllast vonleysi um
framtíðina. Því má fullyrða að kerfið
réttlæti efnahagslegt ofbeldi.
Á mörkum gjaldþrots
Við Islendingar erum með einar
hæstu þjóðartekjur á mann sem
þekkjast í heiminum á sama tíma
og erlendar skuldir em orðnar það
miklar að þjóðfélagið er á mörkum
gjaldþrots og efriahagslegu sjálf-
stæði er stefht í voða. Þessar stað-
reyndir segja okkur að úrbóta sé
þörf.
KjáHaiinn
Sigurður Sveinsson
bifreiðastjóri
Stjórnmálamenn ábyrgðar-
lausir
Islendingar em dugleg og vinnu-
söm þjóð sem á tiltölulega skömmum
tíma hefur byggt upp mikil verð-
mæti í landinu. Þegar dugnaður
þjóðarinnar og góð ytri skilyrði em
höfð í huga er það grátlegt hve
stjómmálamenn síðari ára hafa ve-
rið ábyrgðarlausir. Því til sönnunar
má nefha óarðbærar fjárfestingar
sem orðnar em svo margar að fólk
er hætt að taka eftir þeim, vöxt ríkis-
báknsins, fyrirgreiðslupólitíkina,
utanlandsferðir með fríðum föm-
neytum, veisluhöldin og alls konar
flottræfilshátt. Ef heldur fram sem
horfir er framtíðarsýnin ekki glæsi-
leg.
Sem betur fer em ekki allir sáttir
við að fljóta sofandi að feigðarósi.
Það er komin ný von inn í íslensk
stjórnmál. Þessi von er manngildis-
stefhan (húmanisminn) sem er að
baki nýjum stjómmálaflokki, Flokki
mannsins. Þetta er flokkur sem boð-
ar hugarfarsbreytingu, flokkur sem
réttlætir undir engum kringumstæð-
um ofbeldi, hvorki andlegt né
efnahagslegt, flokkur sem vill byggja
upp réttlátt og skemmtilegt þjóð-
félag. Flokkur mannsins veit að það
er hægt að breyta hlutunum og er
með ítarlega og óhrekjanlega stefnu-
skrá í öllum málum.
Laun þingmanna ekki hærri
en lágmarkslaun
I þessari grein langar mig til að
nefiia tvö af stefhumálum Flokks
mannsins, stefnumál sem mörgum
finnast allt of róttæk en sem gætu
gjörbreytt hugsunarhætti stjóm-
málamanna. Þau eru í fyrsta lagi að
laun alþingismanna séu aldrei hærri
en lögbundin lágmarkslaun í
landinu, sem taki mið af framfærslu-
vísitölu og þá er verið að tala um
laun sem hægt er að lifa af. I öðm
lagi að sett verði lög um stjóm-
málamenn. Lög sem tryggja að þeir
standi við kosningaloforð sín. For-
seti sameinaðs alþingis hafi loforða-
lista þingmanna. Ef þingmenn
standa ekki við loforð fari mál þeirra
fyrir dómstóla, sama gildi um störf
opinberra starfsmanna ríkisins sem
ekki fylgja starfsskyldum sínum.
Stjómmálamönnum sé ekki heimilt
að skipta um flokk á kjörtímabilinu.
Þar sem flestir alþingismenn em
ekki fulltrúar fólksins heldur
þröngra hagsmunahópa hafa þeir
unnið að málum eins og launamálum
og húsnæðismálum með hangandi
hendi. Það á að gera kröfur til al-
þingismanna, að þeir meti það traust
og þá viðurkenningu sem þeir fá frá
kjósendum og að þeir vinni að mál-
um umbjóðenda sinna af hugsjón.
Alþingismenn sem setja lög eiga að
sýna gott fordæmi, þegar svo verður
má fyrst búast við að reisn og virð-
ing Alþingis endurheimtist.
Sigurður Sveinsson.