Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987.
Fréttix
Gróðrarstöð í Mosfellssveit:
Selur tré
til Noregs
„Það var eiginlega fyrir tilviljun
að okkur tókst að selja þessar trjáp-
löntur til Noregs. 1 fyrra var hér
staddur norskur maður sem sá þess-
ar plöntur, varð hrifinn af þeim og
hefur pantað 500 stykki sem prufu-
sendingu," sagði Jóhann Jónsson,
eigandi gróðrarstöðvarinnar Dals-
garðs í Mosfellssveit, í samtali við
DV en hann hefur selt 500 stykki
af svokölluðum Strandavíði til
norsks aðila í Stavanger.
Jóhann sagði að þessi víðitegund
væri ein af fáum villtum íslenskum
víðitegundum sem ræktaðar væru
hér heima en hún væri harðgerð og
falleg. Sínar fyrstu plöntur af þessari
tegund fékk Jóhann í Miðhúsum í
Reykhólasveit fyrir einum 10 árum
og hefur síðan ræktað upp nokkum
stofn.
Hvort framhald verður á þessum
viðskiptum gat Jóhann ekkert sagt
um, það yrði bara að koma í ljós.
Annars hefur Dalsgarður ekki verið
þekktur áður fyrir trjárækt. Aðal-
framleiðslan er rósir og framleiðir
stöðin um 250.000 slíkar á hverju ári.
-FRI
Jóhann hugar að Strandavíðinum.
Ljósm. Ævar Guðmundsson
Ólafsvík
Fjárhagsáastlun lögð fram og
samþykkt til síðari umræðu
Sigurján Egilsson, DV, Ólafevflc
Á bæjarstjómarfundi í Ólafevík var
fjárhagsáætlun næstu þriggja ára
samþykkt til siðari umræðu. Á yfir-
standandi ári eru tekjur bæjarsjóðs
áætlaðar rúmar 70 milljónir króna.
Útsvör vega þar þyngst, eða rétt um
40 milljónir. Mest er áætlað að fari til
fræðslumála, eða tæpar 10 millj. Til
almannatrygginga og félagshjálpar er
áætlað að fari 9,7 millj. króna. Yfir-
stjóm bæjarins mun eiga að kosta 6,6
millj., fjármagnskostnaður er áætlað-
ur 5,8 millj. og til heilbrigðismála eiga
að fara 5,3 milljónir króna.
Rekstrarafgangur bæjarsjóðs er
áætlaður 8,5 milljónir en til fram-
kvæmda er áætlað að verja alls 18,3
milljónum. Mest mun fara í félags-
heimilið eða 6,8 millj. í umhverfismál
fara 3 milljónir og er það langhæsta
upphæð sem varið heftir verið til um-
hverfismála í Ólafsvík. Til byggingar
verkamannabústaða er áætlað að
verja 1,6 milljónum og sama upphæð
fer í endurbyggingu pakkhúss. Ein
milljón er síðan áætluð við kostnað
vegna afmælis Ólafsvíkur.
/
HjálparsveK
■ ■ m J* ■
wjjcii gaui
leiksýningu
lón G. Hauksscm, DV, Akureyii
Hjálpm-sveit skáta á Akureyri bjarg-
aði sýningu á söngleiknum Kabarett
hjá Leikfélagi Akureyrar síðastliðið
miðvikudagskvöld. Það gerði hun
með því að ná í Skúla Gautason,
einn aðalleikara sýningarinnar, þar
sem hann var veðurtepptur í Skaga-
firði.
Skúli hafði skroppið suður til
Reykjavíkur til að ná í bílinn sinn.
Á Holtavörðuheiðinni varð hann
veðurtepptur og hafðist hann við í
bílnmn á heiðinni aðfaranótt mið-
vikudags. Um morguninn komst
hann til Sauðárkróks þaðan sem
hann ætíaði að fljúga til Akureyrar.
En þá haföi flugi verið aflýst vegna
veðurs.
Góð ráð voru nú dýr og var brugð-
ið á það að fá hjálparsveitina til
þess að ná í Skúla. Það tókst og
mætti Skúli til leiks klukkustundu
áður en sýning hófst.
Talið frá vinstri: Hilmar Már Aðalsteinsson, Jóhann Viggó Jónsson, Einar
Þór Strand, Karl Ingólfsson, Örvar Aðalsteinsson, Freysteinn Sigmundsson,
Þórður ívarsson og Arngrimur Blöndal. Á myndina vantar hjónin Kjartan
Blöndal og Erlu Þorsteinsdóttur. DV-mynd Sveinn Þormóðsson
Kaupþing einnig á Akureyri
- fyrir fmgöngu atvinnumálanefndar bæjari ns
FVrsti verðbréfamarkaðurinn hef- vinnumálanefnd Akureyrar átti vík sem á fjögurra ára sögu að baki.
ur tekið sér bólfestu á Akureyri. Það frumkvæði að stofhun nýja fyrirtæk- Auk verðbréfamiðlunar hvers konar
er Kaupþing Norðurlands hf. Aðal- isins. mun Kaupþing Norðurlands annast
eigandi þess er Kaupþing hf. í margvíslega ráðgjöf og þjónustu og
Reykjavík með 55% eignaraðild. Búið er að kaupa húsnæði við reka fasteignasölu. Þjónustan er
Akureyrarbær á 15%, KEA 15% og Ráðhústorg 5 og starfsemin er þegar jafnt fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
sjö sparisjóðir á svæðinu frá Siglu- hafin þar. Hlutverkið verður það -HERB
firði til Ákureyrar eiga 15%. At- sama og hjá Kaupþingi hf. í Reykja-
100 tíma í
hrakningum
Skátamir, sem týndust á Langjökli
helgina fyrir páska, komust heilu og
höldnu til byggða ef frá em skilin
smávægileg meiðsl eins manns er
marðist illa er snjósleði hans fór fram
af snjódyngju.
Þegar skátarnir komu í bæinn höfðu
þeir verið í hrakningum á Langjökli
í rúmar 100 klukkustundir í vonsku-
veðri þar sem menn sáu ekki handa
sinna skil. Á myndinni sjást þeir ný-
komnir af jöklinum, kátir og hressir.