Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 20
20
MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987.
Spurningin
Ertu hlynnt deiliskipulaginu
hvað varðar breytingar á
gamla miðbænum?
Ragnhildur Ragnarsdóttir af-
greiðslustúlka: Mér finnst að það
eigi að halda einhverju eftir óbreyttu
en það er nauðsynlegt að breyta ein-
hverjum húsum, t.d. þeim sem hefur
verið haldið illa við.
Susie Bachmann húsmóðir: Ég verð
nú að viðurkenna að ég hef ekki
mikið vit á þessum málum. En í fljótu
bragði finnst mér að þessir gömlu
hjallar, sem eru að grotna niður,
mega missa sig. Ef húsin eru ekki
mjög verðmæt finnst mér allt í lagi
Ástríður Björk Steingrímsdóttir hús-
móðir: Engan veginn, mér finnst
bærinn missa allan sjarma eigi að
fara að rífa þau niður og byggja ein-
hver nýtískuleg glerhús í staðinn.
Við hljótum að bera virðingu fyrir
þessum húsum og gera þau upp í stað
þess að rífa þau.
Þorbjörg Sigurðardóttir: Eg vil halda
miðbænum í sama horfi og er því
andvíg þessu deiliskipulagi. Það er
svo mikið við þessi gömlu hús, þau
hafa sál og eiga eitthvað í manni.
Mér finnst gömlu húsin tilheyra mið-
bænum og vil því engu breyta.
Valgerður Erlingsdóttir húsmóðir:
Nei, engan veginn, mér finnst það
megi ekki hreyfa við gamla mið-
bænum, hann á að vera akkúrat eins
og hann er í dag. Þetta er svo vina-
legt eins og þetta er.
Bergþóra Þorsteinsdóttir: Mér finnst
að það eigi að halda gamla mið-
bænum eins og hann er, alveg
skilyrðislaust. Það á ekki að rífa
gömlu húsin, það á frekar að hlúa
betur að þessum húsum og halda
þeim vel við.
Lesendur
Siðgæði
íhaldsins
Guðbjöm Jónsson, 2846-0880, skrifar:
Það verður ekki ofsögum sagt af
viðleitni róttæku íhaldsaflanna í
Sjálfstæðisflokknum til þess að beija
niður þjóðfélagslega velviljaða
menn.
Ég ætla ekki að eyða tíma í það
hér að telja upp þær hreinsanir og
hreinsunartilraunir sem þessi öfga-
öfl hafa haft í frammi undir grímu
sjálfstæðisins sem veitt hefur þeim
það brautargengi sem þeir telja sig
hafa í dag. Þessi öfl hafa vægðar-
laust rutt þeim úr vegi sem ekki em
þeim sammála ef þeir hafa ekki ver-
ið með það mikið fylgi kjósenda að
það hafi ekki verið talið óhætt. Mat
þeirra á því hvar höggva skuli næst
í raðir sjálfstæðismanna byggist allt-
af á því hvað flokkurinn tapi
hugsanlega mörgum atkvæðum en
ekki hvort maðurinn vinni vel fyrir
þjóðfélagið.
Munurinn á vinnubrögðum þess-
ara manna og þeirra sem þeir
fordæma mest, í Rússlandi og mörg-
um einræðisríkjum, er fyrst og
fremst í eftirleiknum.
Nýjasta hreinsunartilraun þessara
manna er aðforin að Albert Guð-
mundssyni um þessar mundir. Það
er óneitanlega fróðlegt að skoða þær
framkvæmdir í samanburði við aðrar
úrlausnir forystu Sjálfstæðisflokks-
ins er upp hafa komið athugasemdir
við vafasamt siðferði annarra ráð-
herra flokksins.
Trassaskapur tveggja viðskipta-
ráðherra á hagsmunagæslu þjóð-
félagsins á síðasta kjörtímabili koma
til með að kosta skattborgara þessa
lands vel á annan milljarð króna.
Þessir ráðherrar eru báðir í þing-
flokki Sjálfstæðisflokksins. Það er
mjög skýrt dæmi um það hvað sið-
gæði formannsins í Sjálfstæðis-
flokknum og forystusveitar hans
nær vel til hagsmuna þjóðfélagsins
hvemig tekið væri á afglöpum þess-
ara manna.
Það er svo kannski enn eitt atriði
þessa máls, siðgæði formannsins
sjálfs. Það efast enginn um heimild
hans sem fjármálaráðherra til að fá
í hendur upplýsingar frá rannsókn-
um skattrannsóknastjóra. En hann
skuldar þjóðinni afdráttarlaus svör
við þvi hvar í stjómarskránni er
heimild fyrir hann til þess að opin-
bera rannsóknaþætti sem ekki em
búnir að ganga í gegnum dómskerf-
ið. Ef hann getur ekki vísað afdrátt-
arlaust í ákvæði stjómarskrár í
þessu sambandi þá veit hann hvað
hann á að gera ef siðgæðið nær til
annarra en Alberts Guðmundssonar.
Kæri Þorsteinn! Það hefur ekki far-
ið fram hjá nokkrum landsmanni
viðleitni þín til að sýnast hinn sterki
stjómandi í því hlutverki sem þú
gegnir um þessar mundir í Sjálfstæð-
isflokknum. En það verður alltaf
langt bil á milli þess að sýnast og
hins að vera hinn sterki stjómandi.
Það er kannski vegna þess að ég er
fyrrverandi sjómaður að ég geri mér
í hugarlund flokk þinn sem skip sem
er í fárviðri á hafi úti, áhöfnin er
þingflokkur og framkvæmdastjóm
flokks þíns. Aðstandendur em
stuðningsmenn og velunnarar
flokksins um allt land.
Ef þú hefðir verið á hafi úti og
vanmetið aðstæður jafhherfilega og
þú gerðir þá ætti þjóðin engan Sjálf-
stæðisflokk lengur. Eftir stæðu
syrgjandi aðstandendur. Þér væri
hollt að minnast þess að það fær
enginn stjómandi í lofti eða á legi
annað tækifæri sem gerir stór mistök
á örlagastundu. Þú og þau öfl sem
telja þig nægilega þroskaðan til
þessa hlutverks sem þú gegnir nú
ættu ævarandi að vera þakklát fyrir
að þið vomð á þurm landi með þetta
framhlaup ykkar.
„Hvar í stjórnarskránni er heimild fyrir Þorstein til þess að opinbera rann-
sóknarþætti sem ekki eru búnir að ganga í gegnum dómskerfið?“
Hækkun á bflprófsaldri?
Kyn-
lífs-
könnun
Baldur hringdi:
Kannanir, kannanir og aftur
kannanir, það er alveg ótrúlegt
hvað hægt er að dunda sér við að
gera kannanir um. Sbr. nýjustu og
jafhframt fyrstu kynlífskönnunina
æm ég 8á í DV en MR vann að
henni.
Ég á nú bágt með að trúa því
að ungt fólk í dag byrji svona
snemma að stunda kynlíf. Fólk á
ekki að nálgast annað fólk sem
hvert annað tæki sem hægt er að
gamna sér við, það á að nálgast
fólk sem persónur, viðkvæmar til-
finningaverur með ákveðnu
markmiði.
16-17 ára krakkar era svo mikil
böm að þeir gera sér ekki grein
fyrir því hverjar afleiðingar gerða
þeirra geta orðið. Hvort sem slysið
yrði bam eða eyðni!
Mér finnst ekki nóg að hafa kyn-
lífsfræðslu í skólanum og segja
hvemig böm eiga að gera þaö. Það
verður líka að huga að hinu and-
lega sviði, að fólk eigi að bera
virðingu hvað fyrir öðm og gera
kynlífið fallegt í augum fólks, ekki
bara sem hverja aðra afþreyingu.
Haraldur örlygsson skrifar:
Kæra lesendasíða, það er eitt sem
maður hefur verið að lesa um í blöðun-
um, nýju umferðarlögin. Einhvers
staðar hef ég heyrt að í þeim felist
hækkun á bílprófsaldri. En hvað með
þá unglinga sem eiga að fá bílpróf
seinna á árinu, eða áður en lögin taka
Hörður Bjarnason hringdi:
Ég er ekki áskrifandi að Stöð 2 en
hef hugsað mér að gerast það á næst-
unni því mér finnst hún með fjöl-
breytta og skemmtilega dagskrá fyrir
alla fjölskyldumeðlimina. Það sem ég
horfi einna mest á em fréttimar og
ýmsir umræðuþættir, sem em þá ór-
uglaðir, og ég er mjög ánægður með
þá.
Svo ég fari nú að koma mér að efn-
inu þá vonast ég til að Stöð 2 endur-
sýni þáttinn Návígi er Ingvi Hrafri
Jónsson, Hannes H. Gissurarson,
Halldór Halldórson og Þorbjöm
Broddason vom mættir til leiks.
gildi 1988, þeim hlýtur að vera leyfi-
legt að taka prófið áður en lögin skella
á, annað er ekki sanngjamt!
Ég veit að það er fullt af örvænting-
arfullum unglingum sem langar ekki
að bíða í 1 - 2 ár í viðbót við þau 17
sem þeir em búnir að bíða.
Þessi þáttur svalaði forvitni margra
þar sem Ingvi Hrafn hefur verið um-
deildur fyrir „píslarvættisþátt" sinn
með Albert Guðmundssyni og það
í hlutlausum ríkisfjölmiðli.
Það hefur mikið verið rætt um þenn-
an þátt (Návígi) og það er varla rætt
um annað á vinnustöðum en það em
margir sem vom svo óheppnir af missa
af honum.
Ég veit að það er fjöldi fólks er vill
fá að sjá hann aftur og ætla ég að
koma fjöldaáskoran þeirra á framfæri.
Gerið það nú fyrir mig og alla aðra
að endursýna hann, þið fáið margar
áskriftir fyrir vikið.
„Þorsteinn
sjálfum
sér
verstur“
Hafalda Breiðfjörð hringdi:
Mér finnst það alveg til hábon
innar skammar hvernig Þorsteinn
Pálsson og hans flokksfélagar hafa
komið fram gagnvart Albert. Það
er eins og allir aðrir en Albert séu
með allt á hreinu, hann er sá eini
sem er tekinn í rannsókn.
Það er búið að gera úlfalda úr
mýflugu, mannleg em mistökin og
Albert er mannlegur rétt eins og
við.
Mér finnst það leitt að það skuli
vera búið að bletta persónu Al-
berts þar sem hann hefur reynst
fólkinu í landinu svo vel.
Reyndar finnst mér mjög ótrú-
legt að Þorsteinn fai hreinan
meirihluta svo ég hef engar
áhyggjur af því. Mér finnst Þor-
steinn ekki bara búinn að sverta
fyrrverandi flokksfélaga sinn held-
ur er hann sjálfum sér verstur og
hefur eyðilagt mest fyrir sjálfum
sér.
Ég vil óska Albert alls hins besta
þótt ég hafi ekki kosið hans flokk
heldur sé á vinstri h'nu.
Eg vonast til að Stöð endursýni þáttinn Návígi er Ingvi Hrafn Jónsson,
Hannes H. Gissurarson, Halldór Halldórson og Þorbjörn Broddason voru
mættir til leiks.
Stöð 2:
Endursýnið einn Návígisþáttinn