Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987. Utlönd Afmælislistaverkin fara í taugar Beiiínarbúa KetSbjöm Tryggvason, DV, V-Berlíru Stjórn Berlínarborgar ákvað í tilefni 750 ára afmælis Berlínar að fjölga mikið listaverkum úti undir berum himni til þess að hýrga afmælisbamið í tilefni þessara tímamóta. Meðal ann- ars var ákveðið að reisa tíu skúlptúra á frægasta breiðstræti borgarinnar, nefhilega þeirri frægu verslunargötu „Kurfurstendamm". Framkvæmdir við þetta hófust núna fyrr í þessum mánuði og gafst þá borg- arbúum í fyrsta skipti kostur á-að líta hvað það í rauninni var sem átti að Tvær amerískar límósínur, festar inn í steypuklump, er einn „skúlptúrinn" af alls 10 sem reisa á við Kurfurstendamm í Berlin í tilefni afmælisársins. Þessi listaverk falla ekki öllum í geð. DV-mynd Ketilbjörn rísa þama á þessu vinsæla stræti er meðal annars hefur verið yrkisefni stúdentaskálda langt aftur í tíma. Brá þá mörgum í bnin. Er vægt til orða tekið að segja að menn séu hreint ekki sammála um gildi þessarar teg- undar listar eða um fegurðaraukann og augnayndið af þessum verkum. Lesendabréfadálkar dagblaðanna og fjölmiðlar almennt hafa verið lagðir undir kvartanir Berlínarbúa sem telja einstaka skúlptúr eða alla annað hvort ósmekklega eða jafnvel forljóta. - Mestar deilur hafa staðið um hrófa- tildur eitt, samsett úr vegatálmum umferðarlögreglu og innkaupakörfum. Fór það svo í „pirrumar" á Berlín- arbúum að setja varð lögregluvörð við skapnaðinn til þess að afstýra því að það yrði rifið niður. Annað verk er úr tveim amerískum límósínum, sem festar eru í steypu- klump, og stendur hann á umferðar- eyju í miðri götu. Hefur það sett ökumenn, sem leið- eiga hjá, svo úr jafnvægi að tvö umferðaróhöpp hafa verið rakin til þess. Hvemig borgarbúar muni melta þau fimm verk sem eftir er að reisa verður erfitt að spá um en flestir eru á því að þama hefðu menn betur farið sér hægar í listatilburðunum svo að fólki gæfist kostur á að jafna sig smátt og smátt. Tíu framúrstefnuverk í einu höggi þykir mörgum stór biti að kyngja. - En svo er líka á hitt að líta að handan múrsins er vitað að Aust- ur-Berlínarbúar ætla að minnast afmælisársins mynduglega og þá kem- ur metnaðurinn í spilið. Uppstaflaöir gatnatálmar umferðarlögreglu, innkaupakörfur og fleira „drasl“ er efnið í þetta tilkomumikla (!) listaverk sem hefur farið svo í fínni taugarn- ar á Berlínarbúum að ekki hefur þótt annað tækt en að setja við það löarealuvörð. irsiiikuim HEnglish International í skólanum eru yfirleitt 27 kennslustundir á viku, það er 25 í kennslustofum en 2 í „laboratory". Kennt er alla virka daga mánudag til föstudags, að meðaltali 5 tíma á dag. Brottfarardagar verða á árinu 1987 sem hér segir: 4. maí - 17. maí - 31. maí - 14. júní - 28. júní - 12. júlí - 19. júlí - 2. ágúst - 16. ágúst - 13. sept. - 27. sept. - 4. október - 1. nóvember. Ef nemendur ætla í Cambridge first certificate próf, þarf að byrja 4. jan., 1. febrúar eða 1. mars fyrir sumarprófið en 31. ágúst eða 4. október fyrir vetrarprófið. Um önnur próf þarf að hafa frekara samráð. Verð námskeiðanna er: 3 vikur kr. 39.175,-, 4 vikur kr. 46.785,-, 5 vikur kr. 59.040,- en hver aukavika kr. 7.615,- og allt að 13 vikum. Innifalið í verði er flug, akstur af flug- velli við komu til London og til baka við brottför. Gisting á heimilum, þó aldrei nema einn íslendingur á hverju heimili, hálft fæði mánudag til föstudags en fullt fæði laug- ardaga og sunnudaga. Kennsla eins og að framan er tiltekið, skráningargjald, en ekki akstur til Keflavíkurflug- vallar eða flugvallargjald. Lágmarksaldur 17 ára en ekkert hámark. Lærið ensku í Englandi HJunÍOrg_i6 ára International Skólarnir hefjast 19. júlí og er hægt að vera 3-5 vikur alls, en 3-4 vikur ef farið er 26. júlí og aðeins 3 vikur ef farið er 2. ágúst. Á undan skólunum gefst nemendum tækifæri að fara i sumarbúðir á Tolroy á Cornwállskaga ef óskað er og er þá farið 12. júlí þangað en einnig er hægt að fara í vikudvöl til Skotlands til Aviemore, sem er þá að auki. Farið er í þá ferð 23. ágúst og heimferð þá 31. ágúst. Verð heimavistarskólans er: 3 vikur kr. 42.495,-, 4 vikur kr. 57.695,- og 5 vikur 72.525,-. Börn undir 12 ára aldri greiða 6.970,- kr. minna eða kr. 9.290,- eftir því hvort dvalist er 3/4 vikur eða lengur. Verð Uplandsskóla er: 3 vikur kr. 42.110,-, 4 vikur kr. 50.505,- og 5 vikur kr. 63.545,- Vika í Tolroy og Aviemore er aukalega kr. 13.785,- Angloschool: er í London, 146 Church Road eða nánar tiltekið rétt við Crystal Palace, þekkt úthverfi i London, rölegt ibúðarhverfi um 18 mínútna akstur frá miðborg London í bíl eða lest (Victoríastöð- in). Skólinn var stofnaður 1961 og hafa þó nokkrir íslendingar notið þess að dveljast á skólanum í lengri eða skemmri tíma. Skólinn er ársskóli búinn öllum nýtískulegum tækjum við kennsluna og hefur góðum kennurum á að skipa. Kenndar eru 6 stundir á dag 5 daga vikunnar eða alls um 30 stundir á viku. Lágmarksaldur 16 ára. Gist- ing er yfirleitt í heimahúsum hjá völdum fjölskyldum og er hálft fæði mánudaga til föstudaga og fullt um helgar. Hægt er að taka próf frá skólanum, bæði Cambridge, ARELS og T.O.E.F.L. (Pincton), þ.e. próf fyrir þá sem ætla að stunda nám I Bandaríkjunum. Aðeins.einn íslendingur er í gistingu hjá hverri fjölskyldu. Tekið er á móti nemendum á flugvelli og þeim ekið til baka við lok námsins. Tækifæri gefst til að stunda iþróttir, leiki og skemmtanir og er aðstaða mjög góð í nágrenni skólans. Okkur er mikil ánægja að geta nú boðið upp á einn besta skóla sinnar tegundar i London. Brottfarardagar eru 25. maí - 21. júní - 28. júní - 26. júlí - 23. ágúst - 20. sept. - 18. okt. og 15. nóv. ngloschool LONDON & Feröaskrifstofa KJARTANS HELGASONAR Gnoðavog 44 -104 Reykjavik - Simi 91-68 62 55 Símnefni: Istravel - Telex: 2265 Istrav-ls Bókunardagur fyrir próf er 20. sept. Verð: 3 vikur kr. 43.410,-, 4 vikur kr. 52.087,-, 5 vikur kr. 65.344,- og hver aukavika kr 8.497,-. Þó eru skólagjöld- in eilítið dýrari á tímabilinu 21. júní - 21. ágúst sem er háannatími og ekki hægt að vera skemur en 4 vikur þá. Nánari upplýsingar eru veittar í skrif- stofu okkar og sendum við bæklinga og videospólur um skólann. Allt verð er miðað við gengi ísl. kr. 6. des. 1986 og breytist í samræmi við breytingar á ensku pundi. Ennfremur er flugverð miðað við fargjöld sem í gildi eru hjá Flugleiðum en þau hafa breyst lítillega. Enska er alþjóðlegt viðskiptamál

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.