Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987. Eréttir Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra: Efast um samþykki hin^flnkkeine - fyrir því að nota Búnaðarbankann sem skiptimynt „Þótt ég vilji hafa þetta mál sem xnixmst pólitískt hreytír sú hxxgmynd, að selja Samvinnuhreyfinguxmi Búnaðarbankaxm, ekki þeirri stað- reynd að það er búið að selja hermi Útvegsbankann og hinir aðilarxúr voru teknir í bólinu. Þess vegna er ekki hægt að gera neitt í þessu máli nema með fullu samþykki Sam- vinnuhreyfingarinnar. Eg efast líka um að meirihluti sé fyrir því innan þingflokks Framsóknarflokksins að nota Búnaðarbankann sem skiptí- mynt í þessari deilu," sagði Stein- grímur Hennannsson, utanríkisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins, í samtali við DV í morgun þegar hann var inntur álits á þeirri hugmynd sem uppi er að leysa deil- una um Útvegsbankann með því að bjóða Samvinnuhreyfingunni Bún- aðarbankann til kaups. „Ég veit ekki hvort það er einhver lausn að bjóða þeim mönnum Bún- aðarbankann sem eru að bjóða í anum. Þetta kemur illa heim og að þeir væru hvort sem er sterkir Útvegsbankann. Ég veit ekki heldur saman,“ sagði Steingrímur Her- innan landbúnaðarins. Þetta sagðist hvort Samvinnuhreyfingin hefur mannsson. Steingrímurhafahleraðoíanímenn. áhuga á að kaupa Búnaðarbankann. Hann sagði að máhð væri ekki Hann sagði skoðanir líka skiptar Ég veit ekki hvemig þeir aðilar sem auðleyst með þeim hætti að bjóða innan Framsóknarflokksins varð eru stórir í Búnaðarbankanum taka Sambandsmönnum Búnaðarbank- andi þetta mál og þá ekki síst innan þessu og ég tel óeðlilegt að þvinga ann. Það væru skiptar skoðanir þingflokksins. svona mál fram. Hitt þykir mér líka innan Samvinnuhreyfingarinnar um „Eg held ekki þingsflokksfund hjá skrýtíð ef menn telja það ófært að að kaupa þann banka. Þar væru mér fyrr en ég hef vissu fyrir því að Samvinnuhreyfingin eignist meiri- menn sem vildu Útvegsbankann til breið samstaða sé fyrir því hjá hags- hluta í Útyvegsbankanum, en f lagi þess að komast meira inn í sjávarút- munaaðilum að ieysa máiið með að hún eignist hann 1 Búnaðarbank- veginn og þeir hinir sömu bentu á þessum hætti,“ sagði Steingrímur. Bjarki Reynisson hefur ásamt fleiri bændum í héraðinu hellt niður allri sinni mjólk að undanförnu DV-mynd BG Bændur í ViNingaholtslireppi: Hella niður mjólk í mótmælaskyni „Það var ákveðið sameiginlega af okkur að hella mjólkinni niður vikuna 18.-24. ágúst. Hins vegar getur vel komið til greina að framlengja þann tíma en með þessu erum við að mót- mæla því að þau viðmiðunarár sem notuð voru til að úthluta fullvirðis- réttí voru hallærisár fyrir sunnlenska bændur,“ sagði Bjarki Reynisson, bóndi í Mjósyndi í Villingaholts- hreppi. Eins og fram hefur komið í DV ák- váðu 10 bændur í Villingaholtshreppi að hætta að leggja inn mjólk hjá Mjólkurbúi Flóamanna en þeir voru búnir að framleiða umfram fullvirðis- rétt sinn. „Ég sé ekki af hveiju við eigum að vera senda inn mjólk sem við fáum ekkert fyrir, auk þess sem við eigum ekki að fara yfir fullvirðis- réttinn," sagði Bjarki en lét þess jafnframt getíð að nýtt verðlagsár hæfist 1. september. Bjarki Reynisson sagði að þetta gæti vel verið upphaf víðtækarar sam- stöðu bænda á Suðurlandi, um það vildi hann ekkert segja. Mikil óán- ægja væri með fullvirðisréttinn sem bændur á Suðurlandi teldu of rýran. Ef slík samstaða tækist taldi Bjami að mjólkurskortur gæti orðið á höfuð- borgarsvæðinu. Hugsanlega þyrfti þá að flytja mjólk að norðan. -JFJ Iðnaðarráðuneytíð: Guðiún aðstoðar Friðrik Guðrún Zoega byggingarverk- fræðingur hefur verið ráðin aðstoð- armaður Friðriks Sophussonar iðnaðarráðherra. Hún mun hefja störf í iðnaðarráðuneytinu 1. sept- ember. Guðrún er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún hefur starfað á verkfræðistof- unni Fjarhitun hf. undanfarin þrett- án ár. -ES Sambandshúsið: Ríkið býður 200 milljónir - kaupin tengjast Útvegsbankamálinu Húseign Sambands íslenskra sam- vinnufélaga blandast inn í Útvegs- bankamálið með allsérstæðum hætti. Ríkissjóður hefur lengi haft auga- stað á eigninni enda er hún mjög vel staðsett fyrir ráðuneytin. ítrekað hafa farið fram samningaviðræður um kaup á húsinu en alltf. strandað. Nú hefur verið upplýst að í undir- búningsviðræðum milli Sambands- manna og ríkisins, áður en tílboðið í Útvegsbankann var gert, var ákveðið að hagstætt væri fyrir báða aðila ef hluti kaupverðsins yrði greiddur með húseigninni. Því gerði fj ármálaráðuneytið tilboð í eignina í byijun vikunnar. Sam- kvæmt heimildum DV bauð ríkið u.þ.b. 200 milljónir króna í húsið. Verðhugmyndir Sambandsins munu vera nokknim tugum milljóna hærri en talið er mjög líklegt að samkomu- lag náist um verðið. -ES Sigurður Hallmarsson: „Skref sem búið er að stíga“ Jón G. Haukssan, DV, Akureyii „Þetta er eitt af þeim skrefum sem búið er að stíga, annað vil ég ekki segja,“ sagði Sigurður Hallmarsson, settur fræðslustjóri í Norðurlandi eystra, þegar DV spurði hann í gær- kvöldi hvort hann liti svo á að ráðning hans væri fyrsta skrefið til að ná sáttum. Sigurður var ráðinn í fullu samráði við Þráin Þórisson, formann fræðsluráðs. - Var lagt hart að þér að taka starf- ið? „Það skiptir ekki máli, að mínu mati, ég hef tekið þetta starf að mér.“ Sigurður sagðist hafa gefið kost á sér um óákveðinn tíma sem fræðslustjóri. „Ég er settur frá 1. september um óákveðinn tíma og það segir því ekkert um hvort ég verð skemur eða lengur í starfinu." Sigurður sagðist að öðru leyti ekki vilja tjá sig um málið fyrr en hann hefði talað við skólamenn fyrir norð- an sem hann myndi ræða við í dag. Sigurður var í gærkvöldi staddur í Skagafirði á leið norður og gisti þar í nótt. Sigurður Hallmarsson er um sex- tugt og hafði verið ráðinn sem ráðgjafi í listmenntum við fræðslu- skrifstofuna áður en hann tók að sér starf fræðslustjóra. Ólafur Guðmundsson: „Nauðsynlegt fyrsta skref ‘ Ján G. Hauksaan, DV, Akureyii „Ég er ánægður með þessa lausn svo langt sem þetta nær. Þetta er byijun og nauðsynlegt sem fyrsta skref tíl að ná heildarlausn í deil- unni,“ sagði Ólafur Guðmundsson sem lætur af störfum fræðslustjóra um mánaðamótin. Ólafur sagðist hefja störf hjá menntamálaráðuneytinu við ýmis verkefrii sem tengdust grunnskóla- kerfinu. „1 stjómarsáttmálanum er rætt um að endurskoða grunnskóla- kerfið og tengist starf mitt þeirre endurskoðun,“ sagði Ólafur. Sturla Kristjánsson: „Viðræður Birgis vita á gott“ Jón G. Haukssan, DV, Akureyn* Sturla Knstjánsson, fyrrverandi fræðslustjóri, sagðist í gærkvöldi við DV ekkert vilja tjá sig um ráðningu Sigurðar Hallmarssonar. „Það em komnar viðræður í gang fyrir tíl- stuðlan Birgis ísleifs, eins og þú veist, og ég vil bara segja að það veit á gott.“ - Er það rétt að þér hafi verið boðið starf sem tengist endurmennt- un kennara á Norðurlandi? „Ég veit ekki tíl að slíkt starf sé til. Að öðm leyti hef ég ekkert að segja,“ sagði Sturla Kristjánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.