Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Side 34
46
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987.
Kvikmyndahús
Bíóborgin
Tveir á toppnum
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Sérsveitin
Sýnd kl. 5, 7. 9 og 11.
Bláa Bettý
Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.20.
Bíóhúsið
Um miðnætti
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Bíóhöllin
Tveir á toppnum
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
The Living Daylights
Sýnd kl. 5. 7.30 og 10.
Angel Heart
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Lógregluskólinn 4.
Sýnd kl. 5 og 7.
Inpbrotsþjófurinn
Sýnd kl. 9 og 11.
Blátt flauel
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Háskólabíó
Villtir dagar
Sýnd kl. 7, 9 og 11.10.
Laugarásbíó
Foli
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Andaboð
Sýnd kl. 5. 7. 9 og 11.
Bónnuð innan 16 ára,
Meiriháttar mál
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Regnboginn
Vildi að þú værir hér
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Kvennabúrið
Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15.
Hættuförin
Sýnd kl. 7.15 og 9.15.
Herdeildin
Sýnd kl. 3, 5.20 9 og 11.15.
Þrir vinir
Sýnd kl. 3.15 og 5.15 og 11.15.
Otto
Sýnd kl. 3.05, 5.05, 9.05 og 11.05.
Herbergi með útsýni
Sýnd kl. 7.
Stjömubíó
Óvænt stefnumót
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Neðanjarðarstöðin
Sýnd kl. 7 og 11.
Wisdom
Sýnd kl. 5 og 9.
LUKKUDAGAR
21. ágúst
29637
Hljómplata frá
FÁLKANUM
að verðmæti
kr. 800,-
Vinningshafar hringi i sima
91-82580.
GÓÐA
HELGI
Þú átt
það skilið
PIZZA
HCSIÐ
Grensásvegi 10
Sími: 39933.
Kvikmyndir
Regnboginn/Kvennabúrið:
llla farið með ágæta hugmynd
Harem, frönsk frá 1985
Leikstjórn og handrit Arthur Joffé
Framleiðandi: Alain Sarde
Kvikmyndataka: Panqualino de Santis
Aðalhlutverk: Nastassia Kinski, Ben Kings-
ley, Dennis Goldson, Zohra Segal
Ung stúlka, sem lifrr nútímalífi í
stórborginni New York og starfar
sem verðbréfasali, verður fyTÍr þeirri
undarlegu lífsrevnslu að henni er
rænt af arabískum prinsi, sem flytur
hana í kvennabúr sitt mitt inn í f]ar-
læga evðimörk.
Þótt stúlkan. Diane, sem leikin er
af Nastössiu Kinski, streitist á móti
í fvrstu taka ástir með henni og
furstanum Selim. sem Ben Kingslev
leikur, og aðskilnaðurinn verður erf-
iðari en reikna mátti með í fvrstu.
Kvikmvndin er að miklu levti tek-
in í Marokkó. í gömlum miðalda-
kastala. Það verður að segjast að
hún inniheldur geysilega fallegar og
myndrænar senur. hreinasta augna-
konfekt. En óskaplega er hún
hæggeng á köflum. Maður kynnist
aðalpersónum sama og ekki neitt,
enda eru lengstu samræður sem þær
eiga sín í milli líklega ekki lengri
en fimm til sex setningar.
1 bvijun er líka erfitt að fá sam-
hengi í þráðinn, Diane vaknar upp
hinum megin á hnettinum og hún
virðist lítinn áhuga hafa á að vita
hvar hún er stödd í heiminu en ráfar
um ranghala kastalans eins og aftur-
ganga. Og loks þegar hún hittir eina
manninn með viti, þ.e. prinsinn Se-
lim sjálfan, er það fyrsta sem henni
dettur í hug að segja: „Ég er ffá New
York og ég er kona.“
I ljós kemur að prinsinn hefur
fylgst með henni um langa hríð og
komist að því að hún lifði innantómu
lífi í stórborginni, svo það var hvort
eð er engu að tapa þótt hann rændi
henni.
Það hefði verið hægt að gera bráð-
skemmtilega kvikmynd úr þessum
ævintýralega söguþræði en ekki hef-
ur ffanska leikstjóranum Arthur
Joffé heppnast það. Eiginlega er illa
farið mað ágæta hugmynd. Kannski
vegna þess að kvikmyndin er sú
fyrsta í fúllri lengd sem Joffé leik-
stýrir.
Ben Kingsley, hinn stórgóði ind-
verskættaði leikari, sem flestir
minnast fyrir eftirminnilegan leik í
hlutverki Gandhis, nýtur sín ekki
sem skyldi í mvndinni í hlutverki
hins arabíska prins sem á í erfiðleik-
um með að aðlaga fomar hefðir að
nútímanum. Eins er með Nastössiu
Kinski í hlutverki Diane, leikurinn
er hvorki fugl né fiskur enda helsti
löstur myndarinnar hvað áhorfend-
ur kynnast aðalpersónum lítið.
-BTH
Það er stutt mili haturs og ástar hjá þeim DianefNastassia Kinski) og prins-
inum Selim (Ben Kingsley) í kvikmyndinni Kvennabúrinu.
Á ferðalagi
Axlar-Björn og Arnarstapi
Arnarstapi. Þar er einhver skoðunarverðasta strönd á öllu Snæfellsnesinu
sakir náttúrufegurðar.
Ef haldið er beint áfram framhjá
vegamótunum upp á Fróðárheiði á
Snæfellsnesinu er komið í Breiðu-
víkurhrepp. Vegurinn liggur til að
byrja með utan í fjallinu Axlar-
hymu. Undir Axlarhymu rétt hjá
Axlarhólum em rústir bæjarins
Fomuöxl þar sem frægasti morðingi
á íslandi Axlar-Björn bjó. Hann var
talinn hafa myrt á hinn hryllilegasta
máta 18 manns og fyrir það var hann
tekinn af lífi á Laugabrekkuþingi
árið 1596.
Þjóðvegurinn liggur fyrst eftir
blómlegri sveit en fljótlega taka við
illfær hraun. Þar upp af er Botns-
fjall og austan til í fjallinu er mikil
gjá sem klífur fjallið í rætur niður
og nefhist Rauðfeldargjá. Úr gjánni
rennur ársprænan Sleggjubeina. Á
austurbakka hennar em tóttir
Grímsstaða þar sem skáldið Sigurð-
ur Breiðfjörð bjó á árunum
1836-1841. Hraunið þama heitir
Klifhraun. Það fellur í sjó fram og
endar í þverhníptum hömrum;
Sölvahamri. Rétt fyrir ofan veginn í
Klifhrauninu við uppsprettulindir
Grísafossár er vinsælt tjaldstæði og
þaðan er einna styst að hefja göngu
á Snæfellsjökul.
Þar upp af, fyrir norðan Stapafell
er hinn frægi Sönghellir sem kunnur
er fyrir bergmál sitt. I honum em
margar nafnaristur, rúnir og galdra-
stafir. Elsta ártalið þar er 1483 en
þar er t.d. einnig að finna nöfn Egg-
erts Ólafssonar og Bjama Pálssonar
Ferðabókarhöfunda. Fyrir allmörg-
um árum fundu vegagerðarmenn
annan helli á svipuðum slóðum sem
nefndur hefur verið V egamannahell-
ir. Sumir halda að þar sé loks
fundinn hellir sá sem franski rithöf-
undurinn Jules Veme hafði f huga
þegar hann skrifaði bók sína
„Leyndardómar Snæfellsjökuls".
Stapafellið rís, snarbratt með
hömrum upp af Amarstapa.
Klettadrangamir í brúninni nefnast
Strákar og efst uppi á fjallinu er
klettur mikill og illkleifur sem nefh-
ist Fellskross því að neðan líkist
hann krossi. Hann er talinn vera
fomt helgitákn.
Fyrir neðan Stapafellið blasir við
byggðin á Amarstapa. Mikið útræði
og verslun var þar áður fyrr. Þar er
einhver skoðunarverðasta strönd á
öllu Snæfellsnesinu sakir nátt-
úmfegurðar. Við sjóinn em sér-
kennilegir og furðulega mótaðir
stapar úr stuðlabergi. Við brv'ggjuna
er Lendingarklettur en vestar með
ströndinni sem er friðland em þrjú
göt ofan í jörðina þar sem brimið
hefur sorfið sér leið undir bjarg-
brúnina og upp. Sjór spýtist þar upp
um í stórbrimum líkt og gjósandi
hverir. Gjárnar sem em kvikar af
fugli heita, talið austan frá; Hunda-
gjá eða Eystrigjá, Miðgjá og
Músargjá. Talið var ólendanlegt á
Stapa þegar sjór gekk upp úr Mús-
argjá sem er minnst gjánna.
Nokkm vestar með ströndinni er
hinn nafhtogaði og fallegi klettur;
Gatklettur en um hann var háð ein-
hver sérkennilegasta ritdeila sem
háð hefur verið á fslandi á milli tíma-
ritanna fsafoldar og Þjóðólfs. Rit-
stjóri ísafoldar taldi mynd af kletti
þessum vera af Dyrhólaey og hefur
stóra gatið í klettinum síðan verið
kallað ísafoldargatið.
Arnarbær að Amarstapa er veit-
ingastaður byggður í torfbæjarstíl
sem opinn er yfir sumartímann. Að
Amarfelli er ferðaþjónusta bænda
starfrækt og þar er hægt að fá gist-
ingu með mat eða svefnpokapláss
með eldunaraðstöðu.
Útvarp - Sjónvajp
i þættinum A milli mála hefur komið i Ijós aö víða leynast hagyrðingar.
RÚV, rás 2 kl. 12.45:
Fynipartur
botnaður
Á virkum dögum frá kl. 12.45 til
16.00 létta þau Leifur Hauksson,
Hrafhhildur Halldórsdóttir og
Gunnar Svanbergsson fólki vinnuna
með léttu spjalli og tónlist úr ýmsum
áttum á milli mála. Meðal annars
er farið á fjölmenna vinnustaði og
starfemönum gefinn kostur á að
velja sér lög, en fyrst verða þeir að
svara þremur léttum spumingum
eða botna fyrripart. Hefur komið í
ljós að víða leynast fjölhæfir hagyrð-
ingar og spakir menn. Þá gefet
hlustendum kostur á að bera fram
spuringar sem umsjónarmenn leita
svara við. Aðalefrii þáttarins er þó
létt tónlist sem ætluð er til að stytta
hinum vinnandi manni stundir og
koma hlustendum í sannkallað sum-
arskap það sem eftir lifir sumarsins.