Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Síða 8
8
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987.
Utlönd
Syrgja Hess í Suður-Afríku
Um eitt hundrað nasistar í Suður-
Afríku söfnuðust í gœr saman í
kirkjugarði í Pretoríu, til þess að
minnast Rudolls Hess, fyrrum að-
stoðarmanns Adolfe Hitler, sem lést
síðastliðinn mánudag eftir að hafa
verið hálfan fimmta áratug í haldi í
Spandau-fangelsinu í V-Berlín.
Hópurinn bar nasistafána, arm-
bönd og merki nasista í jakkaboð-
ungum og fór athöfhin fram við
minnismerki um fallna þýska her-
menn.
Lík Rudolfc Hess hefur nú verið flutt í felur og jarðarför hans frestað af
ástæðum sem fjölskyldu hans einni er kunnugt um. Sonur hans (sjá mynd)
hefur undanfarið átt fundi með yfirvöldum um tilhögun útfarar nasistafor-
ingjans en ekkert hefur veríð gefið upp nánar um fundarefhi.
Snekkja til sölu
Viðskiptajöfurinn Adnan Khas-
hoggi, frá Saudi-Arabíu, hefur nú
sett lystisnekkju sína, Nabilu, á
söl u 1 ista og þykir fara fr:un á mjög
lióflegt verð firir hana, eða rétt um
þrján'uog fimnr milljónir dollara, cxia
nær hálfan ahhan milijarð íslenskra
króna.
Khashoggi segist. sjálfur vera með-
al auðugustu manna veraldar en
héfur þó undánferna mánuði þurfl
að standa í málaferlum vegna van-
skila.
Fyrr í þessum mánuði var einkaþota hans, sem er af gerðinni DC-8, tekin
fjámámi vegna tregðu hans til að greiða lausaskuldir sínar. Hann innti
greiðslumar af hendi tii að leysa þotuna út, enda nauðsynlegt fyrir hann
að geta ferðast um óheftur.
Að sögn skipahöndiaranna sem hafa snekkjuna á sölulista eru í henni
ellefu íbúðir, diskótek, skurðstofe, þyrlulendingarpallur og sérstakt þilfar
fyrir grillveislur.
Byssulögin
endurskoðuð
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Breta, hefur lofað að lögin um
skotvopn verði tekin til endurskoðun-
ar eftir að óður byssumaður skaut
fjórtán manns til bana í bænum Hun-
gerford og nágrenni hans.
Thatcher hætti við sumarleyfi sitt í
Comwall og flaug til Hungerford sem
er fimm þúsunda manna bær. Þar
heimsótti forsætisráðherrann þá
fimmtán er særðust í árás hins tuttugu
og sjö ára gamla byssumanns. Tólf
hinna særðu vom enn á sjúkrahúsi.
Er ástand tveggja talið alvarlegt.
Fánar blöktu við hálfe stöng fyrir
framan ráðhúsið og einfaldar skreyt-
ingar bám vitni um sorg borgarbúa.
Degir áður en æði rann á morðingj-
ann var hann við æfingar í einum eða
tveimur þeirra skotklúbba sem hann
er meðlimur i. Honum er lýst sem
meðalskyttu. Ættingjar morðingjans
segja að andlát föður hans fyrir tveim-
ur árum hafi haft mikil áhrif á hann
og á stundum hafi hann verið ofea-
fenginn í skapi.
Forsætisráðherra Breta, Margaret Thatcher, á tali við borgarstjóra Hunger-
fords, Ron Tarry. Thatcher heimsótti þennan bæ sorgarinnar í gær og lýsti
yfir samúð sinni. Símamynd Reuter
litill árangur í friðarmálum
Fundi utanríkferáðherra fimm Mið-Ameríkuríkja lauk í San Salvador í
gær, án þess að verulegur árangur næðist f framkvæmd samkomulags þess
er gert var um frið í þessum heimshfuta fyrir skömmu.
Meðal deiluefha á fimdinura var sú fullyrðing stjómvalda í Hondúras að
þau þyrftu ekki að skipa sérstaka nefnd til að fylgjast raeð framkvæmd frið-
aráætlunar í landi sínu, en samkomulag það sem leiðtogar ríkjanna gerðu
með sér þann 7. ágúst fól í aér stofnun slfkra ráða í hvexju landi fyrir aig.
Samkvæmt áætlun leiðtoganna átti hvert ríki að skipa ráð sem hefði yfir-
umsjón með því að stöðva erlenda aðstoð við upprefenarmenn, koma á
vopnahléi og skipa til um breytingar í átt til lýðræðfe í löndumun. Honduras-
menn segjast ekki búa við neina upprefenarmenn og því þurfi þeir ekkert ráð.
Friðaráætlun þessi nær til Guatemala, Hondúras, Nicaragua, Costa Rica
og E1 Salvador.
Hvetur til hófsemi deiluaðila
Chun Doo Hwan, forseti Suður-
Kóreu, hvatti í gær verkamenn og
vinnuveitendur, sem standa í deilurn
í landinu, til þess að sýna hófeemi í
afetöðu sinni og aðgcrðum svo unnt
megi reynast að leysa deilumar sem
valda nú miklum erfiðleikum í at-
vinnulífi í landinu.
Sagði forsetinn að vinnudeilumar
hefðu mikil og neikvæð áhrif á efiia-
hagslíf landsins, sem og allt annað
og gæta yrði þess að velja leiðir af
vandvirkni svo ekki komi til óaftur-
kræfra atvika sem valdið gætu
óheppilegum breytingum.
Tugir stúdenta handteknír
Tugir stúdenta voru handteknir
og tugir aærðust þegar lögregla í
Panamaborg, höfuðborg Panama,
skaut af haglabyssum á mótmæla-
fund gegn ríkisstjóm landsins fyrir
utan háskólann í borginni f gær.
Stúdentamir svöruðu fyrir sig með
grjótka8ti, kveiktu í bíl og hrúgum
af rusli og dekkjum. Sjúkraliði, sera
vetti stúdentunum fyretu hjálp við
skólann í gær, sagði að margir hefðu
fengið haglaskot í sig, bæði í andlit
og útlimi.
Lítið eftiriit
með tölvusvindli
Haukur L. Haukssan, DV, Kanpmarmahnfn:
Tölvustarfefólk eða starfefólk í með-
alhárri stöðu og þar yfir hjá fyrirtækj-
um virðist öðrun fremur freistast til
að fremja lagahrot með tölvunum.
Vanalega er það fólk sem ekki hefur
komist upp á kant við lögin áður.
Upplýsingar þessar em frá lektor í
lögfræði við Kaupmannahafharhá-
skóla.
Hann segir þetta freistandi tegund
afbrota en þegar um tölvur er að ræða
gangi hlutimir afar hratt fyrir sig.
Eins sé möguleikinn á að upp um
menn komist frekar lítill en ekkert
kerfi sé hundrað prósent ömggt. Glæp-
ir þessir séu líka vitsmunaleg ögrun
fyrir afbrotamennina.
Lektorinn undirstrikar þó að mjög
lítið sé vitað um umfang og tíðni tölvu-
glæpa. Það sé aðeins toppur ísjakans
sem þekkist. Segir hann eins og lög-
reglan að oft sé það svo að fyrirtæki
láti vera að kæra starfcfólk sitt sem
fremur tölvuglæpi. Sé þá frekar hugs-
að um orðstír fyrirtækisins og ef
glæpurinn er ekki of umfangsmikill
peningalega sé málið afgreitt í kyrr-
þey-
Eriend aðild að
morðtilrauninni?
Yfirheyrslurnar vegna morðtil-
raunarinnar á forseta Sri Lanka
beindust að því í gær hvort árásar-
maðurinn hafi notið aðstoðar erlend-
is frá. Fjórir menn hafa verið
handteknir og em þeir nú yfirheyrð-
ir.
Jayewardene forseti særðist ekki
við árásina er skotið var að honum
og handsprengjum varpað í herbergi
í þinghúsinu þar sem hann sat fund.
Einn þingmanna lét lífið og sex ráð-
herrar særðust.
Telur lögreglan að árásin hafi ver-
ið hluti af mótmælum þeim er gengið
hafa yfir Sri Lanka eftir að sam-
komulag um vissa sjálfstjóm tamíla
var undirritað.
Þingmenn snem aftur til vinnu í
gær og kröfðust stjórnarandstæðing-
ar að samkomulagið yrði tekið til
endurskoðunar. Þeirri kröfu var
hafnað. Áður en þing var sett var
tilkynnt að allar fréttir þaðan yrðu
ritskoðaðar.
Ritskoðun hófst á fjölmiðlum fyrir
þremur vikum þegar óeirðir brutust
út vegna samkomulagsins sem for-
seti landsins undirritaði ásamt Rajiv
Gandhi forseta Indlands. Fréttir frá
erlendum fréttariturum annarra en
þeirra er fylgjast með störfum þings- inu og umhverfis það í gær er
ins eru undanþegnar ritskoðun. vopnaðir verðir gættu þess.
Mikill viðbúnaður var í þinghús-
Lögreglumenn á veröi við þinghúsið á Sri Lanka. Þing kom þar saman í gær
i fyrsta sinn eftir morðtiiraunina á forseta landsins.
Simamynd Reuter