Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Blaðsíða 36
 l» w >► Akureyri: Vinnuslys LOKI Bankaleikurinn virðist ætla að fara 1-1 milli Vals og KR. Um klukkan níu í gænnorgun varð . vinnuslys í Slippstöðinni á Akureyri. Maður, sem var að vinna við vél sem klippir jám, klemmdi fingur. Flytja varðmanninnáFjórðungssjúkrahúsið . á Akureyri. Meiðsli hans eru ekki tal- in alvarleg og fékk hann að fara heim | í gær. Veðrið á morgun: Hægviðri og norðangola Á morgun lítur út fyrir hægviðri eða norðangolu á landinu. Skýjað og þokuloft verður við norður- ströndina en léttskýjað um austan-, sunnan- og vestanvert landið. Hiti verður á bilinu 7 til 12 stig norðan- lands en 12 til 17 stig syðra. Klukkan 16.40 í gærdag varð harður árekstur á Reykjanesbraut, áreksturinn varð á mótum Krýsuvíkurvegar. Vöru- bíl, sem kom akandi Suðurbraut og beygði inn á Reykjanesbraut, var ekið i veg fyrir mjólkurbíl sem var ekið suður Reykjanesbraut. Ökumaður og farþegi í mjólkurbílnum festust i bílnum eftir áreksturinn og tók um 45 mínút- ur að skera bílinn til að ná þeim út. Bílstjóri og farþegi mjólkurbíisins voru báðir fluttir á slysadeild. Farþeginn mun vera brotinn á báðum fótleggjum og á öðrum handlegg. Ökumaður vörubilsins slapp lítið meiddur. DV-mynd S-sme „Það var reiknað með að verkið tæki sólarhring en því hefur seinkað aðeins og reiknað er með að heita vatnið verði komið á allt hverfið um kl. 16 í dag,“ sagði Eysteinn Jónsson, skrifstofustjóri hjá Hitaveitu Reykja- víkur, aðspurður um heitavatnsleysi sem verið hefur í öllum Árbænum frá því kl. 7 í gærmorgun. Að sögn Eysteins er verið að gera við stofhlögn f hverfinu, endumýja frauðsteypustokk og verður að taka allt heita vatnið af á meðan. Hluti af Selásnum fékk heita vatnið aftur síð- degis í gær en aðrir Árbæjarbúar verða að bíða þolinmóðir þar til opnað verður fyrir vatnið á ný í dag. -BTH Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjóm - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Kópavogur: Hjólagrafa valt Það óhapp varð á Nýbýlavegi í Kópavogi í gær að hjólagrafa, sem vörubíll var að draga vestur Nýbýla- veg, valt af bílnum og niður í húsagarð við Reynigrund. í fallinu skemmdi grafan meðal annars umferðarljós. Einn maður var í gröfunni þegar óhappið varð en slapp án meiðsla. Krana þurfti til að ná gröfunni úr garðinum, en hæðarmunur á garðinum og Nýbýla- vegi er nokkur. -sme Leitað að gullskipinu „Við erum að leita eins og undanfar- in ár,“ sagði Kristinn Guðbrandsson, forstjóri Björgunar, í samtali við DV en hann og félagar hans leita nú að gullskipinu austur á Skeiðarársandi. Gullskipið svokallaða er eins og kunnugt er hollenska skipið Heat Vapen van Amsterdam sem fórst hér við land á 17. öld og var talið hlaðið gulli og gersemum. Hafa „gullskips- menn“ leitað skipsins á hveiju sumri undanfarið. Skipið grófst í sandinn og eru deildar meiningar meðal manna um það hvort þar leynist einhver verð- mæti. Kristinn sagði að leitin í sumar hefði engan árangur borið. Bjóst hann við því að leitað yrði fram á haust eða svo lengi sem veður leyfir. _ój Arbær: Ekkert heitt | vatn - í hverfinu FOSTUDAGUR 21. AGUST 1987. Ingvi Hrafn Jónsson: „Hefði klippt | atriði út „Það voru mistök að senda fréttina út eins og hún fór í loftið. Það voru þama atriði sem ég hefði klippt út,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri Sjónvarps, þegar DV innti hann eftir viðbrögðum hans vegna fréttar Sjón- varpsins af svokölluðu „Svefheyjar- máli“ síðastliðið mánudagskvöld. Lögmaður sakbornings i málinu hefur nú ákveðið að höfða meiðyrðamál á hendur Ríkisútvarpinu vegna fréttar- innar. Ingvi Hrafh var sjálfur á vakt þetta tiltekna kvöld og þegar hann var spurður hvort hann hefði ekki séð fréttina áður en kom að útsendingu sagði hann að fyrr um daginn hefði verið rætt á fréttastofunni hvemig um þetta mál skyldi fjallað en hann segist ekki hafa séð-fréttina eins og hún var upp sett. „Það vom ekki mistök að fjalla um málið heldur hvemig fréttin var matreidd,“ sagði Ingvi Hrafh. -sme Smyglaða skinkan á BU '87: Fullt tilefni til að kæra - segir ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu „Fyrstu viðbrögð mín í þessu máli Þegar landbúnaðarráðherra var stjóri í )andbúnaðarráðuneytinu og vom að tala við ráðuneytisstjórann spurður hvort ráðuneytið hygðist stjómarmaður í BÚ ’87. minn, Sveinbjöm Dagfinnsson, en kæra þetta mál til toilyfírvalda eða „Viðhöfumstraxgripiðtilaðgerða hann er í stjóm sýningarinnar og rannsóknarlögreglu, sagði hann: til að herða eftirlitið með þeim aðil- hann ætlar að kanna málið,“ sagði „Égvilekkertumþaðsegjaáþessu um sem sýna þannig að slík mál Jón Helgason landbúnaðarráðherra stigi, ráðuneytisstjórinn er með mál- endurtaki sig ekki. Við höfðum ekki þegar DV spurði hann hvort ráðu- ið til meðferðar. En ég held að nægilegt eftirlit og því höfðum við neytið ætlaði að láta það óátalið að fréttaflutningur af þessu tiltæki ekki hugmynd um hvað stóð til. Slík smygluðskinkaværi auglýstíhátal- hljóti að hafa náð eyrum tollgæsl- mál eiga ekki að koma upp aftur.“ arakerfi landbúnaðarsýningarinnar unnar og lögreglunnar," sagði Jón - Ætlið þið að kæra þetta mál? BÚ '87, eins og gert var á miðviku- Helgason. „Mér finnst tollgæslan og lögregl- daginn. „Að sjálfsögðu var þetta aldrei an hafa fullt tilefni til að kæra þetta borið undir sýningamefhdina. Við mál til Rannsóknarlögreglu ríkisins. „Ég get ekki séð að þetta uppá- höfðum ekki hugmynd um að þetta Þeir sem stóðu að smyglauglýsing- tæki hafi þjónað öðrum tilgangi en stæði til og við hefðum aldrei liðið unni verða að svara fyrir sig sjálfir," að vekja athygli á og auglýsa þá það hefðum við vitað af þvísagði sagði Sveinbjöm. aðila sem að uppákomunni stóðu.“ Sveinbjöm Dagfinnsson, ráðuneytis- ATA Hvalamálið: Enn dregst ákvörðun „Ég get ekki skýrt frá neinum umræðum um hvalamálið fyrr en ákvörðun verður endanlega tekin í næstu viku um hvort vísindahval- veiðar íslendinga hefjast á ný og verður það rætt á ríkisstjómarfundi á þriðjudag," sagði Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra um fund sinn með sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, Nicholas Ruwe, í fyrradag. - Hefur sú lausn verið rædd að bjóða Bandaríkjamönnum þátttöku í rannsóknarverkefnum sem fram- undan em? „Það er ekkert nýtt að við höfum margoft boðið Bandaríkjamönnum sem og öðrum þjóðum að taka þátt í vísindarannsóknum sem við erum með á hvölum og bandarískir vís- indamenn tóku þátt í stóm hvala- talningaverkefhi með okkur í sumar. Þetta var ekkert sérstaklega rætt á fundinum með bandaríska sendi- herranum,“sagði Halldór. Eftir að ríkisstjómarfundinum, sem halda átti í gær og ræða m.a. hvalamálið, var frestað fram á þriðjudag var ákveðið að fresta einn- ig fundi utanríkismálanefndar til sama dags. Verður málið þá rætt í utanríkismálanefhd með sjávarút- vegsráðherra og utanríkisráðherra. Þess má geta að starfsmenn Hvals hf. taka til starfa sama dag eftir sum- arfrí við ýmiskonar viðhald ef ekki verður búið að taka ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar. -BTH -sme j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.