Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Page 15
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987. 15 Kaup voru einmitt um nauösyn þess að sjávarútvegsfyrirtæki eigi þar hiut að máli. Sú röksemd tellur um sjálfa sig í Ijósi reksturs útgerðar og fiskvinnslu samvinnumanna." Margt skiýtið og skemmtilegt hefur fallið í umræðunni um kaup samvinnumanna á Útvegsbankan- um hf. Sem kunnugt er gerðu Sambandið og samstarfsfyrirtæki þess kaup á 67% hlutafjár og upp- fylltu í einu og öllu þá skilmála sem ríkið setti. Þessu má líkja við það að kaupandi komi á bflasölu þar sem bíll er auglýstur á ákveðnum kjör- um. Lagður er fram tékki fyrir andvirði fyrstu greiðslu og óskað eftir viðræðum við seljanda um greiðslu eftirstöðvanna - allt í sam- ræmi við vilja seljandans. Þá birtist einn metnaðarfullur nágranni bíl- kaupandans og telur ófært að bíllinn verði seldur honum. Sá metnaðar- fulli hafði haft áhuga á þessum bíl fyrir nokkrum mánuðum, en þurfti síðan að skreppa í lax yfir sumar- mánuðina enda taldi hann sig eiga inni vilyrði hjá einum sölumanna bílasölunnar um að hann yrði ekki seldur öðrum, heldur yrði málið látið dankast til 15. nóvember. Þetta „lof- orð“ var þá hermt upp á bílasöluna, jafnvel þó umræddur sölumaður hefði látið af störfum, og reyndar ekki haft neitt umboð á sínum tíma til að tefja þannig sölu á bílnum. Til þess nú að tryggja sér bílinn ætlar sá metnaðarfulli að greiða einu prósenti hærri útborgun og auk þess býðst hann til að kaupa bæði snjódekkin og toppgrindina, sem seljandinn hafði þó ekki sett sem skilyrði fyrir sölunni á sjálfum bíln- um. Málið var komið í hnút og æðsti stjómandi bílasölunnar lét nefnd þriggja bílasölumanna kanna það. Um niðurstöðuna er enn ekki vitað þegar þetta er skrifað. Átti þá að fremja myrkraverk? Að sjálfsögðu er þetta hið alvarleg- asta mál en eins og svo oft í slíkum tilvikum sjá menn broslegu hliðam- ar. Þannig kynnti Ólafur Sigurðs- son, fréttamaður á sjónvarpinu, málið með eftirfarandi hætti í frétta- tíma laugardaginn 15. ágúst. Hann gat þess að frá því að erfiðleikar Útvegsbankans hefðu hafist fyrir alvöm hefðu verið uppi raddir um KjaHaiinn Hermann Sveinbjörnssson Blaðafulltrúi Sambandsins það í sjávarútveginum að kaupa hlut ríkisins í bankanum. Ekki hefði náðst um þetta nein raunvemleg samstaða og eins og fram hefði kom- ið í máli Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ, í sjónvarpinu degin- um áður hefðu menn talið sig geta verið rólega fram eftir sumri, látið aðallaxveiðitímann líða hjá og beðið eftir að færi að dimma af nóttu. (Átti þá að fremja myrkraverk?) Hnyttilega orðað hjá Ólafi, en rétt að menn minnist þess að það var formaður LÍÚ sem talaði, um að menn hefðu treyst því að laxveiði- tíminn liði áður en tekið yrði á málinu. Þegar svo Sambandið og samstarfsaðilar þess gerðu kaupin i Útvegsbankanum tæmdust allar bestu laxveiðiár landsins. Stórlax- amir flykktust til fundahalda í Reykjavík og í þeim hópi getur að gerð líta ættarveldi auðvaldsins eins og það leggur sig. Aldrei hafa þessi leynisamtök helstu fjármálaafla landsins afhjúpað sig með jafn aug- ljóslegum hætti og nú. Ættartengslin Þar má fyrstan nefna Halldór H. Jónsson, stjómarformann Eimskips, stjómarformann íslenskra aðalverk- taka, stjómarmann í Skeljungi. Einnig má telja til Indriða Pálsson, varaformann stjómar Eimskips, for- stjóra og stjómarformanns Skelj- ungs. Þá kemur til sögunnar Thor Ó. Thors, sem ásamt með Halldóri H. Jónssyni býður auk þess sem ein- staklingur í hlutabréfin, en hann á meira undir sér en sjálfan sig, því hann er einnig stjómarmaður í Eim skip og framkvæmdastjóri íslenskra aðalverktaka. Einnig situr í stjóm Eimskips Jón nokkur Ingvarsson, en hann er í stjóm Granda hf. sem einnig býður i bréfin ásamt Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Reykjavík- ur sem er að meiri hluta í eigu Granda. Faðir Jóns Ingvarssonar, Ingvar Vilhjálmsson, er í stjóm Sjóvá, sem einnig býður í bréfin, en þar er Benedikt Sveinsson stjómar- formaður. Föðurbróðir hans var Hallgrímur Benediktsson, upphafs- maður H. Ben., faðir Bjöms og Geirs Hallgrímssona, en þeirra fyrirtæki býður að sjálfsögðu í hlutabréfin. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna ger- ir einnig tilboð, en þar er áðumefnd- ur Jón Ingvarsson stjómarmaður. eins og í Tryggingamiðstöðinni, Eimskip og Granda. Lengur mætti upp telja tengslin, bein og óbein, milli þeirra 33 aðila sem reyndu að yfirbjóða samvinnu- menn, en hér verður látið staðar numið. Þetta kalla forystumenn Sjálfstæðisflokksins, sem ofan- greindir menn tengjast allir, vald- dreifingu. Þessum aðilum vill Sjálfstæðisflokkurinn selja Útvegs- bankann, sem hafa óljósar viljav’fir- lýsingar Iðnaðarbanka og Verslunarbanka í handraðanum um að stefnt skuli að sameiningu í bankakerfinu. Sameining bankanna Sambandið og samstarfsaðilar þess em fulltrúar 46 þúsund félaga í sam- vinnufélögum. Útvegsbankinn og Samvinnubankinn verða sameinað- ir. en í þeim síðamefnda eru 1500 hluthafar. Samvinnusjóður íslands er einn kaupenda með Sambandinu og eigendur hans og hluthafar eru 55 lögaðilar. Þá má geta þess að á vegum samvinnuhreyfingarinnar er rekin mikil útgerð og fiskvinnsla. áreiðanlega ekkert óæðri eða lakari fyTÍrtæki en sjávarútvegsfyrirtækin í einkarekstri. Ein rökin fyrir því að laxveiðihópurinn fái Útvegs- bankann kevptan snúast einmitt um nauðsvn þess að sjávarút\'egsf\TÍr- tæki eigi þar hlut að máli. Sú röksemd fellur um sjálfa sig í ljósi reksturs útgerðar og fiskvinnslu samvinnumanna. Sameining tveggja banka er borð- liggjandi. jafnvel þriggja. ef sam- vinnumenn kaupa Útvegsbankann. eins og þeir telja sig þegar hafa gert. Það vki hagræðingu í bankakerfinu og myndi gera það skilvirkara og betra. Flokksgleraugu eiga ekki að ráða niðurstöðum þessa máls heldur eðlilegar riðskiptavenjur. Útv’egs- bankinn var ekki á uppboði þar sem hæsta tilboði skyldi tekið. Sam- vinnuhreyfingin gekk inn í löglegt útboð ríkisins og kev-pti af hluta- bréfum Útvegsbankans. F\tít það móttók viðskiptaráðherra tékka að upphæð 33.5 milljónir króna. eða sem nemur 5°0 af nafhverði hluta- bréfanna. Síðan var bætt við 1.6 milljónum til að mæta verðbótum samkvæmt útreikningi ríkisins. Kaup voru þ\á gerð og vangaveltur Morgunblaðsins um að íhaldið þurfi reykskvnjara til að vekja sig af vær- um blundi breyta þar engu um. Hermann Sveinbjörnsson „Sameining tveggja banka er borðliggj- andi, jafnvel þriggja, ef samvinnumenn kaupa Útvegsbankann, eins og þeir telja sig þegar hafa gert.“ Oraunverulegar vömrfyrir raunvemlega peninga Fyrir nokkru var birt grein eftir mig um „raunverulegar vörur fyrir raunverulega peninga". Skrifaði ég þá um að ég heimtaði vörur sem væru það sem þær væru merktar. Því var ekki að heilsa þegar um Egils ananasþykkni var að ræða. Enginn anans var í vökvanum sem seldur var á háu verði, aðeins bragðefni. Var hér um lagabrot að ræða. Ég vonaði að réttur neyt- anda yrði varinn í framtíðinni en svo varð ekki. Ég fann Egils hind- berjaþykkni sem einnig var aðeins vatn, sykur og bragðefni auk ýmissa annarra efna. Þar sem ég er vön að athuga all- ar nýjar vörur fann ég sérlega undarlega vöru, í fallegum, mjúk- um álumbúðum, sem í var nokkur vökvi. Eins og myndin sýnir var skrifað stórum stöfum „Safí, app- elsína frá Kaliforníu". Með smærri bókstöfum: „Tilbúinn til drykkjar" og „Kælið - hristið - drekkið - 200 ml.“ Á hvítum smámiða stendur með rauðum bókstöfum: „Innihald- ið eftir magni: Vatn, ávaxtasafi, kornsýróp, C-vítamín 50 mg, sykur, 7,9% viðurkennt rotvarnarefni í Kjallarinn Eirika Á. Friðriksdóttir hagfræðingur lágmarki, engin litarefni. náttúru- leg bragðefni". Firmanafnið var „Safi hf‘. ekkert heimilisfang. eng- inn framleiðandi og er greinilegt að um margföld lagabrot er að ræða. Rangar upplýsingar I hlutafélagskránni fékk ég upp- lýsingar um að fyrirtækið væri skrásett á Selfossi og nafn fram- kvæmdastjóra. Er þetta kona. e.t.v. á hún annað starfsheiti. Ég spurði hve mikill safi væri í umbúðunum. Hún gat engu svarað en benti á mann sem býr í sama húsi. Ég tal- aði við manninn. Hann skýrði frá því að hann hefði lagt málið fyrir Hollustuvemdina og hún sam- þykkt og ætlaði þá að leggja málið fram í Noregi. Óljóst er hvað Nor- egur hefur að gera með lög um merkingar á íslandi. Upplýsingar um safann fékk ég ekki. En upplýs- ingar frá Hollustuverndinni benda til að hann hafi aldrei lagt málið fyrir hana. Undir engum kringum- stæðum gæti HV samþvkkt umbúðir án nafns innflvtjanda eða og framleiðanda. án heimilisfangs fvrirtækisins og rangar upplýsing- ar um safann, innihald og hvað um verðið? Þegar ég kevpti „Safa" var verðið (án söluskatts þá) 17. kr. fvrir 200 ml, þ.e.a.s. 85 kr. fyrir lít- rann. Hreinn appelsínusafi kostaði þá um 50 kr. lítrinn af ódýrum teg- undum en aldrei svona mikið. En það var ekki safi, heldur mest vatn. Hvað greiddu neytendur þá fyrir vatnið, umhúðir og nokkur auka- efni? Vatnið er ekki dýrt Ég keypti þá einn pakka af „Blöndu”. hreinum appelsínusafa. einnig 200 ml. til samanburðar og einnig á 17 kr. Ef gengið er út frá þvi að 20% safa sé í „Safa" væri það 17 kr. á lítra. Vatnið er ekki dýrt á íslandi og reiknað hér sem 1. kr á lítra. 50 gr af sykri 4 kr. lík- lega og 1 sítróna t.d. um 15 kr. Svo kostaði grundvallarhráefni 17 kr. + 15 eða samtals 32 kr. Afgangur 53 kr. fvrir aukaefni og umbúðir. Heldur mikið og ef í „Safa“ hafa verið 20% af hreinum safa var ekki nauðsynlegt að neita að gefa upp- lýsingar. Fyrir hönd neytenda, en ég er einn þeirra, vil ég biðja um að merkingar á vörum séu réttar en ekki rangar. Eiríka A. Friðriksdóttir „Þar sem ég er vön að athuga allar nýjar vörur fann ég sérlega undarlega vöru í fallegum, mjúkum álumbúðum sem í var nokkur vökvi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.