Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987. Sljómmál Hugmyndin um sölu Búnaðarbankans: Sumir með? aðrir á móti Útvegsbankamálið hefur nú tekið nýja stefriu við það að ákveðið hefur verið að reyna til þrautar sölu á Búnaðarbanka íslands samhliða Út- vegsbankanum. Þetta er gert til að báðir tilboðs- gjafar, Sambandið og einkaaðilamir, fái eitthvað fyrir sinn snúð. Stuðn- ingsmenn þeirra í ríkisstjóm, Framsóknarflokkurinn annars veg- ar og Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar, hafa hvor um sig hótað stjóm- arslitum hljóti skjólstæðingar þeirra ekki hnossið. Þessi lausn, sala á Búnaðarbank- anum, kom upp fyrr í vikunni en þótti þá of flókin og langsótt til að raunhæft væri að kanna hana. Nú hefur hins vegar komið í ljós að stjómarflokkamir finna enga aðra betri og því heíúr verið hafin raun- vemleg könnunarvinna. Þessi hugmynd er augljóslega mjög umdeild. Mikil andstaða verð- ur við hana úr landbúnaðinum og frá ýmsum þingmönnum Framsókn- arflokksins. Einnig er ljóst að andstaðan innan Sjálfstæðisflokks- ins er nokkur. Hvatamenn sölunnar benda hins vegar á stjómarsáttmála ríkisstjóm- arinnar. I honum segir meðal annars: „Dregið verður úr ábyrgð ríkisins og afskiptum af banka- rekstri og lánastarfsemi. Stefnt verður að samruna banka með þvi að setja um það efni almennar reglur en einnig með endurskipulagningu á viðskiptabönkum í eigu ríkisins.“ -ES Búnaðarbankinn er nú í sviösljósinu eftir að upp komu hugmyndir í rikis- stjóminni um að selja hann. Jón Helgason: Margir lausir endar „Þessi tillaga er svo nýtilkomin að maður er varia farinn að átta sig á þessu. En svona við fyrsta yfirlit sýn- ist mér að landbúnaðurinn yrði að vera tengdur inn í þetta ef Sambandið fengi Búnaðarbankann þar sem hann er með útibú um allt land. Fiskveiða- sjóður kevpti hlutabréf í Útvegsbank- anum svo að mér þætti það ekki óeðlilegt að landbúnaðurinn ætti aðild að hinum vængnum," sagði Jón Helgason landbúnaðarráðherra í sam- tali við DV. N Þegar Jón var spurður hvort hann teldi það geta leyst þá deilu, sem uppi er, að selja Búnaðarbankann Sam- bandsmönnum sagði hann að ef til vill gæti það orðið. „En það eru margar spumingar sem þarf að svara og margir lausir endar sem þarf að hnýta áður en af þessu getur orðið,“ svaraði landbúnaðarráð- herra. -S.dór Guðni Ágústsson: Ekki lausn á þessu máli „Ég fæ ekki séð að sala á Búnaðar- bankanum sé einhver lausn á þvi deilumáli sem nú er uppi um hvor hópurinn fær Útvegsbankann. Ég er inni á því að nóg sé að hafa einn öflug- an ríkisbanka og gæti því vel sam- þykkt að Búnaðarbankinn yrði seldur en sú sala leysir ekki þetta mál,“ sagði Guðni Ágústsson alþingismaður í samtali við DV. Guðni sagði að sér þætti öll máls- meðferð Útvegsbankamálsins ein- kennileg. Bankinn væri búinn að vera til sölu lengi, rétt eins og vara í búð. Síðan koma aðilar og festa kaup á bankanum með eðlilegum hætti. I of- análag voru Sambandsmenn með uppstokkun á bankakerfinu í huga sem hann sagðist telja mikilvægt. Því sagði hann það engan vafa í sínum huga að Sambandsmenn hefðu mál- staðinn með sér. „Nei, ég hef ekki trú á því að Fram- sóknarflokkurinn láti sverfa til stáls i stjómarsamvinnunni enda þótt KR- ingamir 33 fengju bankann. Ég fæ ekki séð að þetta geti varðað stjómar- slit af okkar hálfú,“ sagði Guðni Ágústsson. -S.dór Guðmundur Bjamason: SjáHsagt að kanna málið „Að bjóða Búnaðarbankann til sölu til lausnar þessu máli hefur lítið verið rætt í hópi okkar Framsóknarmanna og við höfum ekki verið með þær hug- myndir að ganga lengra í að einka- væða bankakerfið. Ég er aftur á móti tilbúinn til að skoða allar hugmyndir í þeim efnum og er ekki með neina fordóma. Ef það mætti verða til þess að fullt samkomulag næðist væri ég tilbúinn til að kanna málið. Það yrði þá líka að gera sölu beggja bankanna að einu máli,“ sagði Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra. Hann sagði ennfremur að líka yrði að vera frillt samþykki fyrir þessu hjá þeim aðilum sem telja sig eiga hags- muna að gæta í Búnaðarbankanum, svo sem bændasamtakanna og raunar allra aðila sem málið varðar. „Ég trúi þvi ekki að menn líti á þetta mál svo alvarlegum augum að það geti valdið stjómarslitum. Mér þætti það óskiljanlegt ef svo færi,“ sagði Guðmundur Bjamason. -S.dór Halldór Ásgrímsson: Stefnt að fækkun banka „Mér finnst sjálfcagt að kanna möguleikana á sölu Búnaðarbanka íslands nú,“ sagði Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra og vara- formaður Framsóknarflokksins, í samtali við DV í gær. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að Búnaðarbankinn sé til sölu. Hins vegar stendur í stjómarsátt- málanum að stefút sé að fækkun banka og einföldun í bankakerfinu. Mér hefur raunar ekki sýnst áhugi vera fyrir þessum málum hingað til. En eftir að hann er nú skyndilega kominn fram er sjálfsagt að skoða mál Búnaðarbankans betur," sagði Halld- ór. -ES Egill Jónsson: Ekki heppileg „Á þessu stigi myndi ég svara því neitandi að heppilegt væri að selja Sambandinu Búnaðarbanka Islands," sagði Egill Jónsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, í gær. „Búnaðarbankinn hefur mjög víð- feðm viðskipti, meðal annars við frölmarga sem em í beinni samkeppni við Sambandið. Það færi alls ekki vel á því að SÍS væri fjárhaldsaðili þeirra. Áður en af svona sölu gæti orðið yrði að tryggja að ekki væri verið að versla með hagsmuni þeirra viðskipta- manna Búnaðarbankans sem em í beinni eða óbeinni samkeppni við Samband íslenskra samvinnufélaga." -ES Formaður starfsmanna: Engin aff- staða enn „Það hefur ekki verið fjallað um málið hjá starfemannafélaginu," sagði Sólveig Guðmundsdóttir, formaður starfcmannafélags Búnaðarbanka ís- lands, þegar DV spurði um viðbrögð starfcmanna við hugsanlegri sölu Búnaðarbankans. Starfemannafélagið tók harða af- stöðu gegn sameiningu við Útvegs- bankann þegar hugmyndir um samruna bankanna tveggja vom kannaðar fyrir ári síðan. Nú hefur verið staðfest að sala Búnaðarbankans til Sambandsins sé til athugunar hjá ríkisstjóminni og þar með sammni við Samvinnubankann. Sólveig var spurð um fyrstu viðbrögð við þessum fréttum. „Það em engin fyrstu viðbrögð. Við erum í ágætu sambandi við stjómendur bankans. „Ég tel það alveg fráleita hugmynd að hrófla við Búnaðarbankanum. Hann er ágætt ríkisfyrirtæki og best að hann sé það áfram. Þar fyrir utan er hann miklu dýrari en Útvegsbank- inn og mér er til efc að Sambandið heföi bolmagn til að kaupa vemlegan hlut í Búnaðarbankanum," sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins, í samtali við DV. Hann var þá spurður hvemig hann vildi leysa þá deilu sem komin væri upp vegna sölunnar á Útvegsbankan- um. „Það er afar einfalt mál. Það á að ganga að tilboði Sambandsins. Ráð- herrar Sjálfctæðisflokksins í síðustu ríkisstjóm buðu bréfin til kaups og settu skilmála sjálfir og auglýstu þau. Sambandsmenn komu með tilboð og gengu að öllum skilmálum sem settir Þegar þeir láta okkur vita að þreifing- ar eigi sér stað munum við taka afstöðu. Ekki fyrr.“ -ES Stefán Valgeirsson: Hálfgert óráðshjal „Þessar hugmyndir em að mínu mati alveg út í hött,“ sagði Stefán Valgeirsson, formaður bankaráðs og alþingismaður, í samtali við DV í gær. „Það er þegar búið að selja SÍS Út- vegsbankann ef miðað er við eðlilega viðskiptahætti eins og hjá siðuðum mönnum. Jón Sigurðsson gengst nú undir próf og ef hann lætur kúga sig þá hefur hann fallið á því prófi. Mér finnast þessar hugmyndir um sölu Búnaðarbankans vera hálfgert óráðshjal. Því selja mennimir þá ekki Landsbankann frekar, hann er þó við- skiptabanki SÍS. Ég vænti þess að bændasamtökin muni rísa kröftuglega upp gegn þessu máli. Ríkisstjómin getur ekkert ákveðið um þetta, það þarf lagabreyt- ingu og þar með þingmeirihluta. Það getur verið að þeim takist að tryggja sér hann en það mun aldrei ganga stórátakalaust," sagði Stefán. vom fram. Þeir settu fúllnægjandi tryggingar fyrir greiðslu. Því er ekki annað hægt en taka tilboði þeirra fyrst sjálfstæðismenn settu það ekki með í útboðinu að bréfin væm ekki til sölu fyrir Sambandsmenn," sagði Páll. Hvað hótunum um stjómarslit við- kemur sagði Páll að sjálfetæðismenn yrðu að eiga það við sig ef þeir vildu slíta stjómarsamstarfinu vegna þessa máls en sagðist ekki trúa því að þeir teldu sig hafa hag af því. Að lokum sagði Páll: „Það hlýtur að gleðja fjármálaráð- herra hve margir ríkir einstaklingar koma í ljós í tilboði KR-inganna. Og ég held að nú sé komið í ljós við hverja Matthías Bjamason átti þegar hann talaði um „gróðapunga" á Al- þingi fyrir tveimur árum,“ sagði Páll Pétursson. -S.dór -ES Páll Pétursson: Alveg fráleh hugmynd Breytum ekki tilboði okkar - segir Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands útvegsmanna „Það er ekki rétt að við séum að breyta okkar tilboði. Það eina sem við erum að gera nú er að safria saman tryggingum og það kann að vera eitthvað mismunandi hvað menn vilja borga mikið af þessu eða taka lán fyrir því. Það er ákvörðun hvers og eins en ekki hópsins. Við ætlum enga breytingu að gera á til- boðinu,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, í samtali við DV. Hann var því næst spurður hvort hann kannaðist við að sala á Búnað- arbankanum væri komin inn í málið sem lausnarorð? „Ég kannast við að hafa heyrt sölu á Búnaðarbankanum nefrida sem lausn á þessu máli. Við segjum aftur á móti, við buðum í Útvegsbankann en ekki Búnaðarbankann. Við höf- um því ekkert með það að gera ef þeir vilja selja Sambandinu Búnað- arbankann. Til þess þarf löggjöf á Alþingi og það er utan okkar áhrifa- sviðs,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landsambands íslenskra útvegsmanna, í samtali við DV. Af því fóru sögur að þeir Kristján Ragnarsson (KR) og Valur Amþórs- son (Valur) hefðu ræðst við í gær. Kristján var spurður hvort það væri leyndarmál sem þeim fór í milli? „Það er rétt að við Valur ræddum saman i síma í dag eins og við höfum oft gert áður en ég er ekkert að tí- unda hvað okkur fór í rnilli," sagði Kristján. Hann sagði það ekki rétt að fyrir- hugaður væri fundur þeirra tveggja en hvað gæti orðið sagði hann enga leið að segja um. Ekkert hefði verið ákveðið í þeim efhum. Þá sagði Kristján að með því að krefja þá um frekari tryggingar teldi hann að tilboð þeirra hefði þar með verið tekið fullkomlega gilt. Þetta væri staðfesting á því. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.