Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987. Fréttír n Ekki hugmynd Guðbjartsr‘ Deilumar um álbobbingana: -segir Ragnar $. Halldorsson „Það má vera að við höfum sagt Guðbjartí að ólíklegt vœri að einka- leyfi fengist á álbobbingunum, við vitum það ekki enn hvort það fæst. Það hefin- eingöngu verið lögð inn umsókn um einkaleyfi sem hefur ekki enn verið samþykkt en það tek- ur nokkra mánuði að fá úr þessu skorið. Hins vegar teljum við rangt að þessir álbobbingar séu hans upp- finning, enda allt örðuvísi bobbingar sem við ætlum að framleiða," sagði Ragnar S. Halldórsson, forstjóri ís- lenska álfélagsins, aðspurður um álit sitt á ummælum Guðbjarts Einars- sonar um einkaleyfisumsókn Álfé- lagsins. „Hingað komu sænskir sérfræð- ingar í vor sem við ráðfærðum okkur við um framleiðslu álbobbinga og við byggjum mest á hugmyndum þeirra en ekki Guðbjarts," sagði Ragnar. „Við ætlum að athuga hvemig viðtökur þeir fá á sjávarút- vegssýningunni í haust og síðan hefjum við framleiðslu á þeim á næsta ári. Það er allt óljóst enn um hvort einkaleyfi feest á þeim.“ -BTH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækur ób. 14-15 Ab.Bb, Lb.Sp. Ub Spjarireikningar 3ja mán. uppsögn 15-19 Úb 6 mán. uppsögn 16-20 Ib.Vb, Úb 12 mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 25,5-27 Ib.Bb Tékkareikningar 4-8 Allir nema Sb.Vb Sér-tékkareikningar 4—15 Ab.lb. Vb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 3-4 Ab.Úb 14-24.32 Ub Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 5,5-6,5 Vb.Ab Sterlingspund 7,5-9 Vb Vestur-þýsk mörk 2.5-3.5 Vb Danskarkrónur 8.5-10 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 28-28,5 Lb.Bb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 30-30.5 eöa kge Almenn skuldabréf 29-31 Ub Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allir , Hlaupareikningar(vfirdr.) 30 Allir Utlán verðtryggð Skuldabréf 8-9 Ab.Lb, Sb.Vb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 25-29 Úb SDR 7.75-8 Bb.Lb, Úb.Vb Bandarikjadalir 8,5-8,75 Bb.Lb. Úb.Vb Sterlingspund 10-10,75 Sp Vestur-þýsk mörk 5,25-5,75 3.5 Úb Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 5-6,75 Dráttarvextir 40,8 MEÐALVEXTIR óverötr. ágúst 87 28,8 Verötr. ágúst 87 8.1% VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala á'gúst 1743stig Byggingavísitala ágúst (2) 321 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 9%1.júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjár- festin^arfélaginu); Ávöxtunarbréf 1.2084 Einingabréf 1 2,231 Einingabréf 2 1,319 Einingabréf 3 1,385 Fjölþjóðabréf 1,060 Kjarabréf 2,226 Lífeyrisbréf 1,122 Markbréf 1,109 Sjóösbréf 1 1,089 Sjóösbréf 2 1,089 Tekjubréf 1.206 HLUTABRÉF Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 114 kr. Eimskip 276 kr Flugleiöir 190kr. Hampiðjan 118 kr. Hlutabr.sjóöurinn 117 kr. lönaðarbankinn 141 kr. Skagstrendingurhf. 182kr. Verslunarbankinn 124 kr. Útgeröarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðaö við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavíxla gegn 30% ársvöxtum, Samv.banki og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaöarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóöirnir. (2) Byggingarvísitala var sett á 100 þann 1. júlí, en þá var hún í 320. Hún verður framvegis reiknuð út mánaðarlega, með einum aukastaf. Ætla að höfða mál „Bragi Erlendsson og aðrir forsvars- menn Islenska álfélagsins fullvissuðu mig um á sínum tíma að ómögulegt væri að fá einkaleyfi á álbobbingunum og treysti ég þeim þá í því máli. Nú eru sömu aðilar sjálfir búnir að sækja um einkaleyfi, alfarið á hugmynd sem ég á og hef staðið undir öllum til- rauna- og rannsóknarkostnaði á. Ég er staðráðinn í að höfða mál gegn fyr- irtækinu ef framleiðsla hefst á álbobb- ingunum,“ sagði Guðbjartur Einarsson, eigandi Véltaks hf., um það að Álfélagið hefur sótt um einkaleyfi á trollbobbingum sem þeir ætla að hefja framleiðslu á, líklega upp úr næstu áramótum. Fyrir fimm árum hófst samstarf Guð- bjarts við ísal um tilraunaframleiðslu á umræddum álbobbingum en upp úr því samstarfi slitnaði árið 1985 vegna þess að Guðbjartur taldi að ísal byggi ekki yfir þeirri tækniþekkingu sem þurfti til framleiðslunnar. Hélt hann tilraunum sínum áfram úti í Noregi og ætlar að koma bobbingunum á markað þar á næsta ári. „Ég tel þetta mjög alvarlegt mál að aðilar, sem hafa hugmyndir um upp- finningar í álframleiðslu, eigi það á hættu að þær séu meðhöndlaðar á þennan hátt,“ sagði Guðbjartur. -BTH Vímuefnanotkun unglinga: Áfengið mest notað — hassið kemur í næsta sæti Áfengi er útbreiddasti vímugjafinn samkvæmt niðurstöðum könnunar sem gerð var nýlega. Að könnuninni unnu starfsmenn unglingadeildar, útideildar og ungl- ingaráðgjafar. Þeim imglingum sem spurðir voru var skipt í þrjá undir- hópa. Farið var eftir því hve langt þeir eru leiddir í vímuefnanotkun. f hópi A eru einstaklingar sem starfs- menn telja að þurfi á meðferð að halda á sérstakri meðferðarstofhun fyrir unga vímuefnanotendur. í hópi B eru einstaklingar sem eiga í alvar- legum vímuefhavanda en starfsmenn telja einhverjar líkur á að þau úr- ræði sem fyrir hendi eru í dag gætu hugsanlega nýst þeim. í hópi C eru einstaklingar sem starfsmenn hafa haft afekipti af síðastliðin ár, voru í alvarlegum vímefhavanda, en virð- ast vera að spjara sig vel í dag. Einn hluti skýrslunnar er um vímuefhaneyslu og mynstur hennar. Áfengi er algengasta vímuefhið sem unglingar nota, þar næst er hass. (sjá súlurit). Það skal athugað að hver einstaklingur getur verið neyt- andi fleiri en eins vímuefnis. í könnuninni segir að þessar niður- stöður undirstriki „þá eðlisbreyt- ingu“ sem orðið hefur á vímuefha- neyslu unglinga undanfarin ár. Aðeins örfáir þeirra unglinga sem starfemenn telja að séu í vímuefha- vanda, eða hafi til skamms tíma verið í vímuefiiavanda, halda sig við eina tegund vímuefha (þá gjaman áfengi). Að meðaltali neytir heildar- hópurinn (eða hefúr neytt) 2-3 tegunda vímuefiia. Hópur A sker sig nokkuð úr en einstaklingar í þeim hópi neyta flestir 3-4 tegunda vímu- gjafa. Álgengast er að þeir noti áfengi, hass, amfetamín og/eða pill- ur. Varðandi hóp C þá voru starfs- menn beðnir um að meta vímuefna- neyslu þess hóps eins og hún var meðan þeir voru virkir. Að meðal- tali notaði hópur C þrjár tegundir vímugjafa. Flestir notuðu áfengi og hass og auk þess ýmist amfetamín eða pillur. Minnst er fjölbreytnin í hópi B, þar notuðu einstaklingamir að meðaltali tvær tegundir vímu- efna. Flestir nota áfengi og ýmist hass eða pillur. I könnuninni segir „að þessar nið- urstöður gefi tilefni til langrar umfjöllunar en hér hefur verið láta nægja að benda á nokkur atriði. Greinilegt er að áfengi er eftir sem áður útbreiddasti vimugjafinn, að- eins þrír einstaklingar em ekki taldir neyta áfengis. í slíkum tilvik- um er oftast nær um að ræða ein- staklinga sem hafa verið í mikilli neyslu og hafa sagt skilið við áfeng- ið og þá gjaman tekið hassið fram yfir. Þeir telja sér þá gjaman trú um að hassið fari betur í þá og sé „æski- legri“ vímugjafi. Samkvæmt þessu súluriti hefúr hassið náð mikilli út- breiðslu og em 3/4 hlutar heildar- hópsins taldir nota hass reglulega. Tæpur þriðjungur heildarhópsins er talinn neyta amfetamíns og sker hópur A sig nokkuð úr hvað það varðar. Sama má segja um pillunotk- un þar sem tæpur helmingur heildar- hópsins er talinn vera í pilluneyslu og enn er það hópur A sem sker verulega úr. Varðandi kókaín, sniff og LSD er það að segja að líklega hefúr ekki verið um reglulega neyslu þessara efna að ræða. Kókaínið er það dýr vímugjafi að það er líklega ekki á færi þess hóps sem hér er til umfjöllunar að fjármagna reglulega neyslu á því efhi. Varðandi LSD og sniff er það að segja að undanfarin ár hefúr verið ríkjandi mikill ótti á þessum efnum og því fáir orðið til að neyta þeirra. Þegar þetta er skrif- að virðist vera að rísa „sniffbylgja" en slíkt hefur ekki gerst í nokkur ár. Væri sú könnun sem hér er til umfjöllunar gerð í dag yrði hlutur sniffs líklega stærri en hér kemur fram.“ -sme ■ Hópur A B Hópur B 03 Hópur C A súluritinu er borin saman vímuefnaneysla unglinga eftir tegundum. Það skal haft í huga að flestir neyta fleirri en einnar tegundar vimuefna. - segir Guðbjartur Einarsson Lárus Guðbjartsson starfsmaður Véltaks með umrædda álbobbinga sem eigandi Véltaks hf., Guðbjartur Einarsson, fann upp fyrir nokkrum árum. Albobbingar þessir hafa þá eiginleika fram yfir venjulega stálbobbinga, sem notaðir eru á botnvörpum við fiskveiðar, að þeir eru léttari á dekki en þyngri í sjó. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.