Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Síða 7
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987. 7 Ættarmótið á Laugum Uppmni sýking- ar finnst ekki „Það er sorglegt að geta ekki rak- ið smitleiðina og það er einnig sorglegt að draga grunsemdir að búi sem síðan reyndist ekkert vera. Svín- um var slátrað frá þessu búi og rannsökuð og í þeitn fannst engin salmorjella. Hana er því ekki að finna í þessum afurðum og það bend- ir til þess að hún komi ekki frá þessu búi,“ sagði Sigurður Sigurðarson yfirdýraiœknir. Eins og margoft hefur komið fram kom upp salmonellusýking á settar- móti að Laugum í Sœlingsdal. Sýkingin var rakin til svínakjöts frá SS og fljótlega féll grunur á að hún vseri frá einu ákveðnu svínabúi. Þær grunsemdir virðast ekki hafa verið á rökum reistar. „Við munum áfram fylgjast með svínabúum á þessu svœði, svo og munum við fylgjast reglulega með heilsufari skepnanna þó ekki sé búið að ganga frá endanlegri áætlun hvemig því verður háttað. Einnig verða tekin regluiega sýni frá þeim búum sem ieggja inn hjá SS,“ sagði Sigurður. Er engin von að finna orsök sýking- ariunar? „Þetta fannst í kjöti en það er ennþá opin spuming hvemig þetta komst í kjötið. Þetta getur verið dulið á bæjunum eða borist frá sláturhúsinu eða vinnslunni. Það verður því áfram fylgst bæði með siáturhúsinu ogvinnslu. Hins vegar geta neytend- ur komist hjá ailri hættu með því að meðhöndia vöruna rétt,“ sagði Sigurður og bætti því við að það hefði oft komið fyrir að ekki væri hægt að finna orsök saimonellusýk- ingar og það væri auðvitað rnjög óheppilegt. -JFJ Laxá í Kjós: Fyrsta holl með maðkinn veiddi 120 laxa „Það er allt þokkalegt að frétta héð- an og veiðin gengur ágætlega, komnir um 922 laxar og fyrsta hoil eftir útlend- inga veiddi 120 laxa, alla á maðkinn," sagði Ólafur Ólafsson, veiðivörður í Laxá í Kjós, er við spurðum frétta í gærdag. „Þessa dagana veiðist mest í efri gljúfrunum og þar hafa sést laxar Veidivon Gunnar Bender upp í 20 pund, eins og í Stekkjarfljóti og Þórufossinum, þar er mikið af laxi. íslendingar em við veiðar héma núna hjá okkur og veitt er á 10 stangir. Fiskar em á víð og dreif í ánni. Stærstu laxamir, sem veiðst hafa síð- ustu daga, em 18,5 og 17,5 á maðk,“ sagði Ólafur veiðivörður í lokin. Veiðin í Álftá á Mýrum hefur verið heldur róleg og veiðimenn, sem vom að koma úr ánni, veiddu 4 laxa og þótti það gott því frekar lítið er af fiski. Þar sem laxinn er liggur hann við botninn og er orðinn samlitur hon- um víða. Komnir em 140 laxar á land. „Þetta gengur frekar rólega héma í Miðfirðinum og eftir dag hefúr hollið fengið 7 laxa og við sjáum ekki neitt af nýjum fiski héma,“ sagði veiðimað- ur í Miðfirðinum í gærdag. „Það em komnir 876 laxar á land og við vorum við veiðar í Núpsá í morgun og fengum 3 laxa,“ sagði veiðimaðurinn í lokin, veiðin beið. -G.Bender Leifur Benediktsson með 6 punda lax úr Móhyl í Leirvogsá. Hann veiddist á maðk. Leirvogsáin er komin i 229 laxa. OV-mynd G. Bender Haukadalsá Mikið af vænum laxi „Það er sama veðurfarið dag eftir dag, sól og blíða, og laxamir taka ekki þótt þeir séu í stöflum í sumum hyljunum eins og Myrkhylnum þar sem þeir em vænir og í Neðrí-Brúar- strengnum þar sem við töldum 200 einn daginn fyrir skömmu, svart af fiski," sagði Torfi Ásgeirsson er við spurðum um Haukadalsá í gærdag.,, Laxamir em orðnir 488 og sá stærsti er 17 pund og fimm 16 punda en það em miklu vænni fiskar í ánni eins og einn sem er hér ofar, hann er einn og hálfúr metri á lengd, við giskum á 31-32 pund, hann fæst ekki til að taka frekar en fleiri vænir. Það er maðkur- inn og flugan sem gefa þessa dagana þótt fiskurinn sé tregur. I Efri-Hauka- dalsá hafa veiðst um 670 bleikjur og 9 laxar en það hefur verið bjart þama efra og bleikjan hefur tekið illa síð- ustu daga. Haukavatnið er fullt af bleikju þessa dagana. Þótt þessi smá rigning hefði komið í vikunni hafði það engin áhrif, jörðin þarf svo mikið eftir þessa þurrka,“ sagði Torfi í veiði- húsinu við Haukadalsá að lokum. -G.Bender Fréttir Þeir stjórna Hriseyjarferjunni, Gunnar Jóhannesson og Hörður Snorrason. Met var sett flutningi ferðamanna á sunnudeginum um verslunarmannahelgina, þegar ferjan flutti 937 farþega. DV-mynd JGH DV í Hnsey. Nautin standa á bak við metið Jón G. Haukssan, DV, Akureyii Gunnar Jóhannesson og Hörður Snorrason á Hríseyjarferjunni Sævari segja að aldrei hafi verið eins mikið um ferðamenn til Hríseyjar og í sum- ar. Á sunnudeginum um verslunar- mannaheleina var sett met í fólks- flutningum til eyjarinnar þegar Hriseyjarfeijan flutti 937 farþega. Að sögn þeirra Gunnars og Harðar stafar áhugi ferðamanna á eyjunni ekki hvað síst vegna hinna kunnu Galloway- nauta sem ræktuð em í eyjunni. Flestir farþeganna bregða sér í mat í Brekkunni og bragða Galloway-steik- ur en veitingahúsið er að sjálfsögðu það eina í landinu sem býður upp á Galloway nautakjöt. Svo bjartsýnir em Hríseyingar á komandi sumur að þegar er farið að ræða um nauðsyn á nýrri og stærri Hríseyjarferju til að flytja alla ferðamennina. ÍSLAND - FÆREYJAR - GRÆNLAND SAMEINAST í ko mm P4ss Síðasti hlekkurinn í Kompass upplýsinganeti Evrópu. K0MPASS - ER - upplýsingagagnabanki og skrá yfir allarvörutegundirog þjónustu þátt- takenda með þýðingarmestu upplýsingum um starfsemi fyrir- tækjanna. Dreifing upplýsinga Skráin verður í hönnun nær allra þátttakenda í Kompass ísl/Gr/Fr og dreift um alla Evrópu og víðar eftir dreifingarkerfi Kompass Internatio- nal. Tugþúsundir fyrirtækja fá upplýs- ingar úr gagnabankaneti Kompass Evrópu árið um kring. Dagleg upplýsingaþjónusta Kompass-lsland veitirdaglega upp- lýsingaþjónustu um fyrirtæki í allri Evrópu og víðar um framleiðsluvöru og þjónustu þeirra. Yfir 300.000 fyrirtæki eru á skrá í Kompass. Markviss og hnitmiðuð markaðssetning. Þátttakendur kynna allan sinn vöru- lista og þjónustu í einni skrá. Engin vörutegund né þjónustuliður þarf að vera undanskilinn, þannig ná framleiðendur, innflytjendur, útflytj- endur, þjónustufyrirtæki - um alla Evrópu til sinna markhópa umsvifa- laust með sínar nýjungar. Notið þessa einstæðu upplýsinga- þjónustu og verið þátttakendur í skránni. Nánari upplýsingar veittar í síma 1 90 60 - á skrifstofutíma. Grenland KOIHPASS ÍSLAND - FÆREYJAR - GRÆNLAND Skúlatúni 6, Pósthólf 5200, 125 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.