Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987. 17 Lesendur „Gerið Reykjavíkurmara- þoninu góð skil4í Bárður Sigurðsson hringdi: Ég ætlaði að koma því á framfæri við Stöð 2 og einnig ríkissjónvarpið að gera nú Reykjavíkurmaraþoninu þann 23.8. góð skil. Þetta er alþjóðlegt hlaup með yfir 1000 þátttakendum. Það var skand- all hvemig Bjami Felixson gerði þessu skil í íyrra. Hann sýndi nálega eingöngu frá skemmtiskokkinu. Ég veit að íjölmargir eru mér sammála. Taktu þig nú saman í andlitinu, Bjami, og gefðu fótboltanum smáfrí þann 23.8. næstkomandi. Einnig skora ég á Heimi Karlsson að standa sig á Stöð 2. Bárði finnst skammarlegt hve Reykjavíkurmaraþonið i fyrra fékk litla um- fjöllun hjá sjónvarpinu. Svefheyjamálið: Yfirvöld skýri málið Móðir skrifar: Undanfamar vikur hefúr DV verið að birta fréttir af hinu svokallaða Svefneyjamáli. Fyrst var þetta mál upplýst og það fylltust allir óhug og almenningur dæmdi í málinu og tók skýra afstöðu gegn þeim ákærðu. Sl. laugardag birtir DV svo heil- síðuviðtal við þau ákærðu þar sem þau bera af sér allar sakir og segjast sárasaklaus fómarlömb almennings og bamavemdamefhdar. Strax eftir helgi kemur svo holskefla af fréttum frá aðstandendum bamanna sem lentu í þessu máli, þar sem þeir segj- ast hafa fengið upplýsingar frá Rannsóknarlögreglu ríkisins um að undirskrifaðar játningar hjónanna liggi fyrir. Rannsóknarlögreglan ber allt af sér og segist aldrei hafa gefið neinar upplýsingar af því taginu. Ég bara spyr og sjálfsagt tala ég fyrir munn fleiri foreldra sem fylgj- ast spenntir með þessu máli: Hvað er eiginlega rétt f þessu máli? Eigum við ekki heimtingu á því að yfirvöld skýri þetta mál í eitt skipti fyrir öll? Ég skora á stjómvöld að útskýra alla málavöxtu og hraða málinu í gegnum dómstóla svo að við foreldr- ar fáum okkar vissu og skýringar. Það er alveg hryllilegt að eiga krakka á þessum aldri og fá að vita að svona lagað geti átt sér stað. Maður fer ósjálfrátt að halda krökk- unum sínum heima. Nú get ég ekki hugsað mér að senda krakkana mína eitthvað frá mér, t.d. í sveit, nema þekkja og treysta öllum aðstandend- um. Nafnlaus „hamingjubréf“ Ólafia M. Guðmundsdóttir skrifar: Þetta „hamingjubréf' er hið þriðja sem ég fæ sent á ca 4 mánaða tímabili. Ég er sjálf tiltölulega ánægð með lífið og er þeirrar skoðunar að hver sé sinnar gæfu smiður. Þó að ég viti að þeir vinir mínir sem senda mér svona bréf geri það í bestu meiningu og e.t.v. í gríni, sumir a.m.k., þá er gamanið farið að káma þegar maður þarf að fjölrita og senda 60 eintök út um hvippinn og hvappinn og ég er alls ekki nógu hjátrúarfull til að sitja með sveittan skallann við það, auk þess sem ég tími því ekki. Þar sem svona bréf eru alveg nafn- laus get ég ekki þakkað neinum persónulega en mig langar til að biðja DV að koma þökkum mínum á fram- færi og vona ég að fólk dreifi hamingju á svolítið persónulegri hátt, a.m.k. undir nafni. HXX»> >n.r U1 pln Ukt 0« bréf l'ptoll. fana. bfrll ul rilu. w pú Mlaur tfi Mtfnut SbbM og n*«l»bju. *»»iu Mr ••• Alltaf öðru hvoru skjóta mismunandi hvimleiö keðjubréf upp kollinum á íslandi. Nú eru það hin svokölluðu „hamingjubréf". OLLUM ALDRI VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI AFGREIÐSLA Þverholti 11, sími 27022 Reykjavík Eiríksgötu Mimisveg Laugaveg, oddatölur Bankastræti, oddatöiur Lindargötu Klapparstig 1-30 Frakkastig 1-9 Freyjugötu Þórsgötu Lokastig Rauöarárstig 18-út Háteigsveg 1-40 Meöalholt Aöalstræti Garöastræti Grjótagötu Hávallagötu Brekkugeröi Stórageröi Kúrland Kelduland Kvistaland Kjalarland Laufásveg Bókhlööustíg Njálsgötu Grettisgötu Frakkastig |Kópavogur ÁHhólsveg 64-95 Digranesveg 90-125 Lyngheiöi Melaheiöi Tunguheiöi Þinghólsbraut Sunnubraut Garöabær Bakkaflöt Móaflöt Tjarnarflöt Efstalund Gigjulund Hvannalund Hörpulund Skógarlund Þrastarlund STAÐA FRAMKVÆMDASTJÓRA FRAMLEIÐSLURÁÐS LANDBÚNAÐARINS er laus til umsóknar frá 1. janúar 1988 að telja. Umsóknir, þar sem tilgreindur er aldur, menntun og fyrri störf umsækjanda, sendist fyrir 15. sept. 1987. Framleiðsluráð landbúnaðarins. Olsal hf Hreinlætis- og ráðgjafarþjónusta auglýsir eft- ir starfsfólki, körlum og konum, til starfa í Kringlunni. 1. Dagleg þrif frá kl. 11.00 til lokunar verslana. 2. Hreinsun á bílastæðum. 3. Almenn ræsting eftir lokun verslana. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Olsals hf., Dugguvogi 7. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: LAUSAR STÖÐUR VIÐ FRAMHALDSSKÓLA: Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennarastöður vió nýstofnaðan Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, Nesjaskóla, er framlengdur til 27. ágúst nk. Meðal kennslugreina eru stærðfræði og raungreinar: eðlisfræði, efnafræði, líffræði og tölvunarfræði. Ennfremur vantar kennara í ensku við sama skóla. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 27. ágúst. LYGASÖGU LÍKUSTH! Já, þau cru lygasögu líkust föstudagskvöldin í EVRÓPU. í kvöld verðuv hljómsveitin FICTION með snilldartakta á efstu hæðinni. Miðhæðin er orðin meiriháttar og jarðhæðin logar í stuði. Daddi diskari sýnir sínar bestu hliðar með meiriháttar tónlist og Ijósasjói. Ef þú vilt skemmta þér vel kemur EVRÓPA ein til greina. lugljó:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.