Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Blaðsíða 16
16
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987.
Spumingin
Ertu sátt(ur) við endan-
legan byggingarkostnað
nýju flugstöðvarinnar?
Helga Lúthers: Ég hef ekkert fylgst
með málinu. Ég hef bókstaflega ekk-
ert mátt vera að því.
Stefán Finnbogason: Ég held að það
hafi verið nauðsynlegt að fá nýja
flugstöð en það hefði hins vegar
mátt gera nákvæmari kostnaðará-
ætlun í upphafi. Þetta var mjög illa
undirbúið.
Helga Árdís Kristiansen: Nei, alls
ekki. Þetta fer alltof mikið fram úr
áætlun.
Marta Eggertsdóttir: Nei, það er ég
alls ekki. Það er ónauðsynlegt að
borga svona mikið fyrir hana. Sú
gamla hefði alveg getað dugað, auk
þess sem mér finnst hún hafa verið
betri.
Herdís Jónsdóttir: Nei, það er ég
ekki. Ég nota hana nú svo lítið en
að mínu áliti lá ekki svona mikið á
henni. Það er margt annað sem hefði
mátt ganga fyrir.
Lesendur
Greiðslukortabann
„Ekki í takt við tíðarandann
Þórður Sig. skrifar:
Fyrir nokkru birtist í lesendadálki
DV tímabært bréf fiá einstaklingi
sem vildi fá nánari utskýringu ein-
okunarfyrirtækjanna ÁTVR og
olíufélaganna á því hvers vegna þau
tækju ekki greiðslukort. Forstjóri
ÁTVR og forsvarsmenn þeirra Olís
og Esso svöruðu íyrir hönd sinna
fyrirtækja og var það einkar fróðleg
lesning.
Hjá forstjóra ÁTVR kom fram að
lánsviðskipti væru ekki heimil í
verslun með áfengi og gjaldfrestur
allt að einum og hálfum mánuði
væri andstætt þeim reglum sem þeim
hjá ÁTVR væru settar. Víðþað verð-
ur landslýður að una og ekki er það
sök forstjóra ÁTVR.
En þótt þaö sé að vísu ekki í sam-
ræmi við tíðarandann í dag, eins og
forstjóri ÁTVR tekur fram, þá er það
enn lengra frá tíðarandanum þegar
hann segir að persónulega finnist
honum að áður en fólk fari að drekka
áfengi „ætti það að eiga peninga
fyrir því“. Ber hann síðan saman
kaup á húsgögnum og ísskáp með
greiðslukorti og vörur til daglegra
nota. Varanleg tæki eigi maður fram
yfir skuldadaga en fáránlegt sé að
lána almenningi vörur til daglegra
nota. Þetta er éiit forstjóra ÁTVR.
■Et!i svarið sé ekki fengið eins og
íýrirspyrjandinn ýjaði að. Það
skyldu þó ekki vera baukannr sem
setja olíufélögumun stólinn fyrir
dyrnar? En hvomig er þette hægt í
flestum löndum heims? Og hvernig
má það vera að hægt sé að nota
greiðslukort í tugþúsundaviðskipf
um í ckVtun greimtm hérlendis, eins
og td. húsgagnakaupum, heimilis-
tækjum og ýmsum öðntm greinum.
Nú bjóða Visa og Eurocard sam-
vinnu við hvers konar fýrirtæki um
greiöslukortafýrirkomulag. Eru þau
ekki tilbúin að veita oliufélögunum
„Kannski munu ráðherrar í nýrri ríkisstjóm skikka oliufélögin til að færa þessa aðild? Hefur það verið athug-
þjónustu sina til nútimahorfs." að?
Hver segir að fólk eigi ekki pen- að verða ekki við kröfurn almenn- Hvað sem öðru líður er greiðslu-
inga fyrir áfengi þótt það vOji nota ings og lítið þýðir að hafa uppi kortabann olíufélaganna ekki í takt
greiðslukort? Fólk sem verslar hús- óánægju í þeim efiium. við tíðarandann og það er krafa við-
gögn eða hvað annað getur átt fyrir Þótt svar forstjóra ÁTVR sé ekki skiptavina olíufélaganna að þau taki
þessum hlutum þótt það noti í samræmi víð tíðarandann þá voru upp þessa þjónustu án tafar, hvað
greiðslukort. ÁTVR-forstjórinn seg- svör þeirra forsvarsmanna olíufélag- sem liður álagningarvandamálí fé-
ist aldrei munu leggja til að notuð anna enn lengra frá nútimanum. laganna. Ég skora á fólk að láta frá
verðí greiðslukort í viðskiptum með Þeir byggðu svör sín að mestu á því scr heyra um þessa sjálfsögðu kröfu.
áfengi og hann viti ekki ti! að ein- að hér væri um að ræða svo „rosaleg- Kannski munu ráðherrar í nýrri rik-
hver óánægja sé með það að ÁTVR ar upphæðir“ að þeir hjá olíufélög- isstjómskikka olíufélögin til að færa
taki ekki við þessum kortum. Þótt unum væru „sammála um að fara þjónustu sína til nútímahorfs úr því
forstjórinn hafi ekki orðið var við ekki út í þetta“ -„Alla vega ekki að olíufélögin eru ofurseld hinu op-
þessaóánægjuerþaðeinungisvegna miðað við þann verðlagsgrundvöll, inbera hvort eð er. Þegar einokunin
þess að vitað er að ríkisreknar stofh- sem nú er byggt á,“ sagði annar for- talar er eins gott að svarið komi þá
anir á borð við ÁTVR geta leyft sér svarsmaðurinn. ' beint að ofan, milliJiðalaust
„Á að gera
námsmenn
að auðnu-
leysingjum?“
Einar hringdi:
Ég hringi út af Lánasjóði ís-
lenskra námsmanna sem virðist
eingöngu vera til fyrir auðnuleys-
ingja og ríkt fólk. Því ef námsmenn
þéna meira en 70 til 80 þúsund
yfir sumartímann fa þeir skert
námslán. Með nýju reglugerðinni,
sem sett var nú nýlega, var þetta
eitthvað lagfært en það munar svo
litlu að það breytir engu.
Það er hreinlega verið að gera
námsmenn að auðnuleysingjum og
letingjum og auka tækifæri þeirra
sem eiga ríka að. Þeir sem virki-
lega vilja vinna og bjarga sér eru
útilokaðir frá námslánum. Þetta
er sérstaklega erfitt fyrir þá sem
búa úti á landi því eins og gefur,
að skilja þurfa þeir námsmenn að
hafa aðeins meira á milli hand-
anna þar sem þeir þurfa að leigja
sér sjálfir og þar fram eftir götun-
um.
Auðvitað ættu lögin að vera
þannig að þeir sem eru duglegir
að vinna fengju raest því að þeir
ættu þá líka að verða duglegir að
námi loknu og getað þá borgað
lánin sín til baka. Ég ætia að vona
að menntamálaráðherra taki þetta
til athugunar og lagfæri þessa reg-
invitleysu hjá Lánasjóðnum.
nringio
í síma
27022
milli M.
13 og 15,
eða skrifið.
„Ég er einn þeirra 46 þúsund félagsmanna sem eru í þessu samvinnufé-
lagi vegna viðskipta við félagið og finnst ansi hart ef ég er notaður til þess
að knýja fram frekari uppgang Sambandsins."
Útvegsbankamálið:
„Sambandið hefur
meira en nóg“
Þorsteinn Már Aðalsteinsson, félags-
maður í Kaupfélagi Eyfirðinga,
hringdi:
Steingrímur Hermannsson hefur
sagt að það þurfi sterk rök til þess að
hafna tilboði Sambandsins í Utvegs-
bankann. Ein rök Sambandsmanna
nú, sem vitnað er stundum til þegar
mikið liggur við, eru að 46 þúsund
félagsmenn standi á bak við ákvarðan-
ir Sambandsins.
Ég er einn þeirra 46 þúsund félags-
manna sem eru í þessu samvinnufélagi
vegna viðskipta við félagið og finnst
ansi hart ef ég er notaður til þess að
knýja fram frekari uppgang Sam-
bandsins og tel ég einmitt víst að í
félaginu sé meirihluti sem finnst nóg
komið og óar orðið við uppgangi þess.
Ég tel að Sambandið megi vel við
una meðan ekki eru sett á það auð-
hringalög sem þó virðist vera fyllilega
tímabært, ekki síst í skjóli síðustu at-
burða. Það má vel við una meðan það
heldur einokunaraðstöðu víða um
land. Það má vel við una þar sem fyrir-
tækið á heilan stjómmálaflokk sem
er sennilega, eða vonandi, einsdæmi í
heiminum. Það má vel við una meðan
það fær að sulla saman tugum eða
hundruðum fýrirtækja eða deilda í
skattframtali til þess að losna undan
sköttum.
Ef þessi nýja stjóm ætlar að byija á
því á fyrstu dögum sínum að færa
þessu pýramídavaldi bankamál Is-
lands að meira eða minna leyti segi
ég bara guð hjálpi oss. Þá rámar mig
eitthvað í það að Sambandið hafi ver-
ið stoppað af á sínum tíma í peninga-
útgáfu en þá sögu þekkja aðrir betur
en ég.
Ef Sambandið fær loforð um það að
ekki verði sett á það auðhringa- eða
skattalög í tíð þessarar ríkisstjómar
tel ég að það sé því miklu meira en
nóg og það geti verið alveg rólegt
þótt það fái ekki þann ísjaka peninga-
og bankamála á Islandi sem nú marar
í kafi og rétt sést í toppinn á ennþá.
Ef á að færa því nú einn, tvo eða þrjá
banka finnst mér fyllilega tímabært
að stjómin segi af sér. En nú er bara
að bíða og sjá hvort menn hafa bein
í nefinu.
Jafnvel þó að pakkinn væri vand-
lega merktur Express, hraðpóst-
ur, fók það hann 13 daga að
komast frá Kaupmannahöfn til
íslands og þegar hann loksins
kom hafnaði hann í pósthólfi.
Hraðpóstur
13 daga frá
Kaupmanna-
n •• jga
Óánægður viðskiptavinur Pósts og
sima hafði samband:
Þann 5 ágúst sl. vom nokkrir
bæklingar sendir afstað til mín frá
Kaupmannahöfn og var pakkinn
vendilega merktur Express svo
ekki færí á milli mála að þarna
væri um hraðpóstsendingu að
ræða. Svo líður og bíður og það
er ekki fyrr en 18. ágúst sem ég fæ
loksins pakkann. Það tók sem sagt
13 daga að senda með hraðpósti
það sem venjulega tekur 3 daga!
Af því að þetta var þykkur pakki
fór hann inn í Ármúla í tollinn og
þar lá hann og beið afgreiðslu í
þetta langan tíma jafhvel þó að
þetta væri hraðpóstsending. Ekki
nóg með það heldur var pakkinn
mjög vel merktur mér Og heimilis-
fangi mínu svo að ég fengi hann
sem allra fyrst í hendumar en samt
sem áður hafaaði hann í pósthólf-
inu mínu!
Mér finnast þetta aiveg forkast-
anleg vinnubrögð. Ég hef tekið
eftir að allt í sambandi við toilaf-
greiðslu hjá Pósti og síma í
Reykjavík tekur öllu lengri tima
en eðlilegt má teljast. Þetta hefur
jafavel gengið svo langt að ég veit
um marga aðila, sem starfe síns
vegna þurfa að nota þessa þjón-
ustu mikið, sem hafa fært viðskipti
sín til Hafaarfjarðar og jafavel alla
leið til Keflavikur til að hraða af-
greiðslu.