Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Side 32
44 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987. Sviðsljós Ólyginn » sagði... Whitney Houston, sú hugljúfa söngkona, ætlar nú að fara að snúa sér að kvik- myndaleik. Hún er aðeins tuttugu og tveggja ára og hef- ur, eins og öllum er kunnugt, svo sannarlega slegið í gegn sem söngkona. Whitney á svo sem ekki langt að sækja söng- hæfileikana því að söngurinn hefur verið í ættinni. Frænkur hennar tvær hafa líka slegið í gegn svo um munar, þær Ar- etha Franklin og Dionne Warwick. En nú ætlar dísin sem sagt að prófa kvikmynd- irnar og ekki stendur á tæki- færunum þar frekar en á söngbrautinni. Hún hefur fengið tilboð um að leika í kvikmynd sem gera á um Di- önu Ross. Og auðvitað á hún að leika Diönu sjálfa. Diana Ross er víst mjög móðguð því að hún hefur aðeins frétt af þessari ætlan á skotspónum. Það hefði nú verið hægt að láta hana vita... Madonna eyðirfimmtán þúsund krónum á viku í það að halda sér ungri og fallegri. Hana munar ekkert um þau fjárútlát. Þetta er bara smábrot af tekjum hennar. t. Maddaman Madonna hefur nú nýlega fengið tilboð um að leika í sjónvarpsþáttunum vinsælu, „Dollars". Ef hún tekur því tilboði þarf hún held- ur ekkert að kvarta og getur eytt enn hærri upphæð í útlit- ið ef hana langar til. Fyrir hvern þátt hafa henni nefni- lega verið boðnar þrjár millj- ónir króna. Ágætis vikukaup það. Diana prinsessa er farin að undirbúa sig fyrir væntanlegt starf sem hvorki hún né nokkur annar veit hvenær hún telur til við - nefnilega ^sjálft drottningar- hlutverkið. Hvar sem hún hefur komið nú að undanf- 1 > örnu þykir fólki hún vera farin að klæða sig mikið settlegar en áður. Hún sé öll að verða „drottningarlegri". Kjólar, hattar og annað tilheyrandi er frúarlegra -sem og öll hennar framkoma. Hún þykir sífellt vera að breytast. Davíð Oddsson borgarstjóri veitti Sigurði Pálssyni rithöfundi starfslaun listamanns Reykjavíkurborgar til þriggja ára.Á myndinni má sjá Ástriði Thoraren- sen borgarstjórafrú og Árna Sigfússon borgarfulltrúa og annan frambjóðenda í formannskjöri Sambands ungra sjálfstaeðismanna. Viður- kenn- ingar veittar Það var vel við hæfi á tvö hundruð og eins órs afmæli Reykjavíkurborg- ar að veita viðurkenningar ýmsar og góðar. Á afmælisdaginn var efnt til veislu í Höfða þar sem fyrirtækj- um og einstaklingum voru veittar viðurkenningar fyrir vel snyrta garða og fallegt umhverfi. En líklega bar hæst þegar Sigurði Pólssyni rithöfundi voru veitt starfs- laun listamanns Reykjavíkurborgar til þriggja ára. Er Sigurður fyrsti listamaðurinn sem hlýtur þessi starfslaun en umsækjendur um þau voru fjörtíu og átta. Margt prúðbúið fólk var mætt til að vera við athöfnina. Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi, Þórunn Gestsdóttir, ritstjóri og varaborgarfulltrúi, Gunnar Eydal, skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar, og loks Kristín og Sigurður. Kristin Jóhannesdóttir kvikmyndagerðarmaður og eiginkona Sigurðar Páls- sonar, Sigurður, borgarfulltrúarnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jóna Gróa Sigurðardóttir, Konráð Guðmundsson, hótelstjóri á Sögu, og Hafliði Jónsson, fyrrum garðyrkjustjóri. Markús örn Antonsson útvarpsstjóri og Ingi Ú. Magnússon gatnamála- stjóri ræða málin. DV-myndir JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.