Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987.
3
dv Fréttir
Þröstur Þórhallsson
Skákmótið í Gausdal:
Þröstur náði
áfanga að al-
þjóðlegum titli
Margeir Pétursson stórmeistari sigr-
aði örugglega á alþjóðlega skákmót-
inu í Gausdal í Noregi en mótinu lauk
í fyrradag.
Margeir hlaut 8,5 vinninga af 9
mögulegum og vann skák sína í gær
gegn Emst, „rúllaði honum upp í þrjá-
tíu eða fjörtíu leikjum" eins og Þröstur
Þórhallsson komst að orði. Þröstur
varð í 8. sæti á mótinu með 5,5 vinn-
inga og náði jafhframt sínum fyrsta
áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á
mótinu en hann sigraði andstæðing
sinn í gær. Það sama gerði Hannes
Hlífar Stefánsson sem varð í kringum
15. sæti með 5 vinninga.
Talið er að Margeir hækki um 30 til
35 ELO skákstig vegna árangurs sins
á þessu skákmóti en hann er nú með
2.495 stig.
Margeir hélt heimleiðis í gær en
þeir Þröstur og Hannes Hlífar halda
til London þar sem þeir taka þátt í
skákmóti sem haldið er á vegum
Lloyds bankans en það mót hefst næst-
komandi laugardag.
Blönduósflugslysið:
Rannsókn
stendur enn
„Okkur hefur gengið vel að rann-
saka þau mál sem við höfum haft, þrátt
fyrir sumarfrí. Varðandi Blönduóssly-
sið þá er svona mánuður í að við getum
afgreitt það frá okkur,“ sagði Karl
Eiríksson, formaður flugslysanefndar.
Karl sagði að niðurstöður rann-
sókna flugslysanefndar yrði skilað til
samgönguráðuneytisins og þar væri
venjan sú að gera skýrslumar opin-
berar. Þangað til væri ekkert um
slysið að segja, enda rannsókn ekki
lokið.
Varðandi rannsóknina á óhappinu
er henti landgræðsluvélina TF-TUN
sagði Karl að hún væri langt komin,
alveg á lokasprettinn. -JFJ
Keflavik:
Tveir bflar
óökufærir
-eftir harðan árekstur
Mjög harður árekstur varð á mótum
Hafhargötu og Faxabrautar í Keflavík
í fyrrakvöld. Þar skullu saman tveir
bílar. Skemmdust þeir báðir illa og
voru óökufærir á eftir en engin slys
urðu á mönnum. -sme
Míc'
Milljónir á hverjum laugardegi.