Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Qupperneq 27
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987. 39 Fólk í fréttum Sigurður Pálsson Sigurður Pálsson rithöfundur hef- ur verið í fréttum DV vegna þess að hann hlaut á þriðjudaginn þriggja ára starfslaun Reykjavíkurborgar. Sigurður Pálsson er fseddur 30. júlí 1948 á Skinnastað í Öxarfirði. Hann var við nám í leikhúsfræðum með bókmenntir sem hliðargrein í Sorbonne háskólanum í París 1968-1974 og lauk lokaprófi í kvik- myndastjóm í París 1978. Sigurður tók magisterpróf í leikhúsfræðum við Sorbonne 1980 og fyrri hluta doktorsgráðu í sömu grein 1982. Hann hefur verið rithöfundur, leik- stjóri og þýðandi auk þess að kenna leiklist og starfa við Ríkisútvarpið. Sigurður hefúr verið formaður Rit- höfúndasambands íslands frá 1984. Hann hefur verið afkastamikill rit- höfúndur og meðal þeirra rita sem hann hefúr samið em Ljóð vega salt, 1975. Undir suðvesturhimni (leikrit), 1976, Hlaupvídd sex (leikrit), 1977, Ljóð vega menn, 1980, og Ljóð vega gerð, 1982. Kona Sigurðar er Kristín Jóhann- esdóttir, bankastjóra í Rvík. Elías- sonar og konu hans, Sigurbjargar Þorvaldsdóttur. Eiga þau einn son, Jóhannes Pál, á fyrsta ári. Systkini Sigurðar em Jóhanna Katrín, aðalféhirðir Búnaðarbank- ans, gift Jóni Bjarman sjúkrahús- presti, Stefán, bankastjóri Búnaðarbankans í Rvík, Þorleifur, skrifstofustjóri í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu, og Amór Lárus, framkváemdastjóri í Kópavogi. Foreldrar þeirra em Páll Þorleifs- son, prófastur á Skinnastað, og kona hans, GuðrúnElisabetAmórsdóttir. Meðal foðursystkina Sigurðar em, Þorbergur, b. og alþingismaður á Hólum, Jón listmálari, Anna, kona Hjalta Jónssonar, b. og hreppstjóra i Hólum, Haukur, bankabókari í Rvík, Rósa, bókbindari í Rvík, kona Karls Bjömssonar tollvarðar. Meðal móðursystkina Sigurðar em Halldór, gervilimasmiður í Rvík, Þorlákur, fúlltrúi í Rvík, Jón Stefán, kaupmaður í Rvík, Lárus, prestur í Miklabæ, faðir Ragnars Fjalars, prests í Rvík, og Stefáns, prests í Odda, Þórarinn, verslunarmaður í Rvík. Hannes, verkfræðingur í Rvík, og Steingrímur, verslunarfúlltrúi í Rvík. Faðir Sigurðar, Páll, er sonur Þor- leifs, b. og alþingismanns á Hólum í Nesjum, Jónssonar, b. og hrepp- stjóra í Hólum, Jónssonar, prests á Hofi í Álftafirði, Bergssonar. Meðal systkina Jóns á Hólum vom Bergur, prófastur í Bjamamesi, en í fjórða lið frá honum em þau Ólína Þor- varðardóttir fréttamaður, Herdís Þorgeirsdóttir ritstjóri og Eiríkur Jónsson fréttastjóri. Móðir Sigurðar, Guðrún Elísabet, var dóttir Amórs, prests á Hesti í Borgarfirði, bróðir Þorláks, afa Jóns forsætisráðherra. Amór var sonur Þorláks, prests á Undirfelli í Vatns- dal, Stefánssonar. Móðir Amórs var Sigurbjörg Jónsdóttir, prófasts í Steinnesi, Péturssonar. Meðal systk- ina Sigurbjargar vom Guðrún, amma Sveins Bjömssonar forseta, og Þórunn, langamma Jóhanns Haf- stein forsætisráðherra, föður Péturs Hafstein sýslumanns. Amma Sigurðar, Guðrún Elísabet, var dóttir Jóns, b. í Neðra-Nesi í Stafholtstungum, Stefánssonar, prófasts í Stafholti Þorvaldssonar, prófasts og skálds í Holti undir Eyja- fjöllum, Bóðvarssonar, sonarsonar Presta-Högna, en meðal afkomenda Þorvaldar Böðvarssonar i fimmta lið er Vigdís Finnbogadóttir forseti. Langamma Sigurðar, móðir Guð- rúnar Jónsdóttur, var Marta Step- hensen, systir Hans Stephensen, afa Þorsteins Ö. Stephensen leikara og Siguróur Pálsson rithöfur.dur. Sigríðar Stephensen, ömmu Helga Hálfdanarsonar leikritaþýðanda. Afmæli Þorkell Halldórsson Þorkell Halldórsson skipstjóri, Grundartúni 6, Akranesi, verður ní- ræður í dag. Þorkell fæddist að Þyrli á Hvalfjarðarströnd en fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur árið 1902. Ári síðar fluttu þau vestur á Bíldudal þar sem faðir hans var mjólkurbústjóri, en foreldrar hans bjuggu þar næstu tuttugu árin. Þor- kell minnist þess að hafa verið sendur sjö ára að aldri til snúninga að Uppsölum í Selárdal, en þá var Gísli heitinn á Uppsölum ekki fædd- ur. Þorkell hóf sinn sjómannsferil árið 1913, á skútu sem stundaði handfæraveiðar frá Bíldudal. Hann var á vetrarvertíð frá Sandgerði 1917 og eftir það háseti á litlum mótorbát- um til 1923 en þá tók hann fiski- mannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Hann var stýrimaður á Geir goða 1923-24 og skipstjóri á þeim sama bát í fjögur ár. Hann var svo skipstjóri á eigin bátum, mb. Haraldi og mb. Ólafi Magnússyni frá 1929-57. Árið 1965 seldi hann mb. Ólaf Magnússon og hefúr síðan starfað á Nótastöðinni og í Hval- stöðinni. Síðustu starfsárin var hann svo vökumaður á sementsskipinu Freyfaxa. Árið 1930 giftist Þorkell Guðrúnu Einarsdóttur frá Bakka á Akranesi. Guðrún var fædd 17. okt. 1906, en hún lést 25. okt. 1985. Faðir Guð- rúnar var athafnamaðurinn Einar Ingjaldsson frá Bakka en hann er fyrsti heiðursborgari Akraness. Móðir Guðrúnar var Halldóra Helgadóttir, föðursystir Halldórs Laxness, en frá Margréti móður Helga eru þeir feðgar komnir, Guð- mundur skáld Böðvarsson og Böðvar sonur hans, svo og Stefán Jónsson rithöfundur og Sigríður Bjömsdóttir, seinni kona Bjama Benediktssonar forsætisráðherra. Auk þess er svo Megas náskyldur Halldóru. Böm Þorkels og Guðrúnar em þrjár dætur: Halldóra, f. 1935, en hún er gift Olgeiri Söebeck sjómanni. Ingibjörg húsmæðrakennari, f. 1937, en Þorkell býr nú hjá henni. Yngst er svo Kristjana, f. 1942, en hennar maður er Kristján Ingólfsson bif- vélavirki. Systkini Þorkels em öll látin, en þau vom Guðrún, f. 1894, og gift Ólafi G. Magnússyni skipstjóra, Margrét, f. 1895, gift Hjálmari Þor- steinssyni, trésmíðameistara í Reykjavík, Kristín, f. 1898, gift Kristni J. Guðmundssyni, stýri- manni á Akranesi, Loftur, skipstjóri á Akranesi, f. 1901, og kvæntur Ól- öfu Hjálmarsdóttur og Guðbjörg, f. 1906, gift Bimi Jóhannessyni, út- gerðarmanni á Akranesi. Faðir Þorkels var Halldór, f. 1861 Þorkell Halldórsson skipstjóri. d. 1942, Þorkelsson, b. á Þyrli á Hvalfjarðarströnd, Þorlákssonar af Seltjamamesi. Móðir Þorkels og eiginkona Halldórs var Ingibjörg ljósmóðir, f. 1868, d. 1959, Loftsdótt- ir, b. á Brekku á Hvalfjarðarströnd, Bjamasonar, b. og hreppstjóra á Vatnshomi í Skorradal Hermarms- sonar, en ævisaga og ættarskrá Bjama var gefin út 1965, samin af Ara Gíslasyni. Móðir Þorkels var föðursystir Lofts Bjamasonar, for- stjóra Hvals hf., föður Kristjáns, núverandi forstjóra Hvals. Ingibjörg, móðir Þorkels, og Ingibjörg Jo- hnson, kona Þorláks 0. Johnson, kaupmanns í Reykjavík, vom systk- inaböm frá Bjama Hermannssyni en Ingibjörg Johnson var amma þeirra Amar Ó. Johnson, forstjóra Flugleiða, og Ólafs Ó. Johnson, for- stjóra Ó. Johnson og Kaaber. Hans Ploder Hans Ploder hljóðfæraleikari, Vallarbraut 4, Seltjamamesi, er sex- tugur í dag. Hann fæddist í Bmck sem er smábær nálægt Graz í Aust- urríki. Foreldrar hans vom Franz Ploder, f. 18%, d. 1956, framkvæmda- stjóri við flutningadeild ríkisjám- brautanna í Austurríki og Juliana Ploder, f. 1900, d. 1976. Hans átti fimm systkini og em fjögur þeirra á lífi. Þau búa öll í Austurríki. Hans er alinn upp í Bmck hjá for- eldrum sínum og gekk þar í bama- skóla og tónlistaframhaldsskóla. Árið 1941 innritaðist hann í tónlist- arháskólann í Graz og lauk þaðan prófum eftir að hafa gegnt herþjón- ustu í austurríska hemum um skeið í stríðslok. Hann varð meðlimur í Útvarpshljómsveitinni í Graz og síð- ar í Filharmóníu- og ópemhljóm- sveitinni í Graz. Fyrir milligöngu skólabróður síns, dr. Páls Pampic- hler Pálssonar og kennara síns dr. Mixa, var hann ráðinn til Sinfóníu- hljómsveitar íslands í byrjun árs 1952 og hefur Hans spilað með herrni síðan. Jafnframt því hefur hann stjómað Lúðrasveit Hafnarfjarðar í meira en tuttugu ár og hann er for- maður Austriu, íslenska austurríska félagsins. Hans giftist árið 1957 Jóhönnu Jónmundsdóttur, f. 31. 7. 1937. For- eldrar hennar em Jónmundur Guðmundsson og Aðalheiður Ólafs- dóttir, en þau em bæði frá Akranesi. Hans og Jóhanna eiga fimm böm. Jóna Sigríður Jónsdóttir Jóna Sigríður Jónsdóttir, Eskihlíð 10A, Reykjavík, verður níræð í dag. Hún fæddist að Þverlæk f Holtum í Rangárvallasýslu. Faðir hennar lést áður en hún fæddist og var hún hjá móður sinni þar til hún gat farið að sjá fyrir sér sjálf. Þegar hún, ung kona, réði sig að Skarði í Landsveit, kynntist hún mannsefni sínu, öðrum bóndasyninum á bænum. Þau giftu sig 1919 og hófu búskap að Háfi í Ásahreppi (nú Djúpárhreppi) þar sem þau bjuggu í þrettán ár. Árið 1934 fluttu þau til Reykjavíkur og komu þá á fót kúabúi í Blönduhlíð sem var skammt frá Þóroddstöðum. Þar höfðu þau um tuttugu kýr. Skömmu síðar tóku þau á leigu Kirkjubólið inn við Kirkjusand og höfðu þar tíu til ftmmtán kýr til við- bótar. Reykvíkingar, sem komnir em yfir miðjan aldur, ættu að muna eftir mjólkurbúunum við Reykjavík sem sáu bæjarbúum fyrir mjólk, en i þá daga var mjólkinni ekið heim til neytenda á hestvögnum. En í árs- byrjun 1935 tóku svo gildi umdeild mjólkursölulög sem kváðu á um það að Mjólkursamsalan sæi um alla mjólkursölu til Reykvíkinga. Ein- hveijar undanþágur vom þó leyfðar frá þessu ákvæði og var þeim hjón- um veitt slík undanþága enda var búskapur þeirra og hreinlætisað- staða til fyrirmyndar. í stríðslok keyptu þau hjónin húsið Valfell, en það stóð þar sem nú er reiturinn á milli Skógarhlíðar og Eskihlíðar. Þegar byggðar vom íbúðablokkimar við Eskihlíð þurfti Valfellið að víkja, og Jóna Sigríður, sem missti manninn fyrir rúmum tuttugu árum, býr nú í einni blokk- inni við Eskihlíð, á sömu slóðum og hún hefur lifað og starfað í meira en hálfa öld. Eiginmaður Jónu Sigríðar hét Sigfús Ágúst, f. 1895. Foreldrar hans vom Guðni, b. Skarði, Jónsson og Guðný Vigfúsdóttir. Jóna Sigríður og Sigfús eignuðust ellefu böm og em átta þeirra enn á lífi. Auk þess á hún tuttugu og sjö ömmuböm og fjörutíu og fimm langömmuböm. Foreldrar Jónu Sigríðar vom Jón, vinnumaður á Bjalla í Landsveit Jónsson ættaður úr Holtahreppi og Valgerður Bjamadóttir ættuð úr Hrunamannahreppi. Faðir Jónu Sigríðar, Jón á Bjalla, var sonur Jóns, b. í Mykjunesi í Holtum, Jónssonar sem var kominn í beinan karllegg af Gísla Einars- syni, prófasti í Vatnsfirði, bróður Odds biskups Einarssonar, í sjötta lið. Amma Jónu Sigríðar, móðir Jóns á Bjalla, var Þórunn Þorleifsdóttir, b. á Hreiðri í Holtum, Þorleifssonar. Þau em Franz, flugmaður hjá Flug- leiðum, f. 1957 og giftur Ragnheiði Sæmundsdóttur, Aðalheiður, starfs- stúlka hjá Pósti og síma, f. 1959 og gift Jóni Guðmundssyni bygginga- tæknifræðingi, Bryndís húsmóðir, f. 1%2 og gift Vigfúsi Sigurðssyni lækni, Björgvin stúdent, f. 1964 en hann leikur með hljómsveitinni Sniglabandið og loks Jóhanna, starfsstúlka hjá Pósti og síma, f. 1966. Hans Ploder hljóðfæraleikari. Andlát 70 ára_____________________ Sigurún Konráðsdóttir, Hverfis- götu 28, Hafnaríírði, verður 70 ára á morgun. Hún tekur á móti gestum á afmælisdaginn milli kl. 15-18 í Góðtemplarahúsinu. 60 ára____________________ Jón Guðgeirsson læknir, Hrísholti 2, Garðabæ, verður 60 ára í dag. Ingólfur Pálsson rafvirki, Heið- mörk 3, Hveragerði, verður 60 ára í dag. 50 ára__________________________ Hörður Eiríksson, Engjaseli 15, Reykjavík, verður 50 ára í dag. Ágúst Grétar Jónsson, Kirkju- stræti 2, Reykjavík, verður 50 ára í dag. Sigriður Ásta Guðmundsdóttir, Hábergi 3, Reykjavík, verður 50 ára í dag. Margrét Ingólfsdóttir, Byggðavegi 139, Akureyri, verður 50 ára í dag. 40 ára___________________________ Guðrún Jóna Jóhannesdóttir, Vogabraut 26, Akranesi. Ásdís Benediktsdóttir, Grandavegi 4, Reykjavík. Engilhart Björnsson, Barrholti 9, Mosfellssveit. Jórunn Sigurmundsdóttir, Ægis- götu 4, Stykkishólmi. Dagbjört Sigurbergsdóttir, Hvassaleiti 95, Reykjavík. Þórey Heiðberg, fædd Eyþórs- dóttir, Laufásvegi 2a, lést í Landa- kotsspítala aðfaranótt 19. ágúst. Rögnvaldur Rögnvaldsson vél- stjóri, Urðarbakka 12, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum 18. ágúst. Einar Sveinsson, Melteigi 19, Keflavík, lést í sjúkrahúsi Kefla- víkur aðfaranótt 20. ágúst. Sighvatur Gislason, Vík, Mýrdal, andaðist á Ljósheimum, Selfossi, miðvikudaginn 19. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.