Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Side 30
42 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987. s«M 'S>Á7fO* LATUNSBARKI VIKUNNAR BJARNI ARASON - BARA ÉG OG ÞÚ (SÝRLAND) Látúnsbarkinn kominn á plast og hljómar ekki síður þannig en á sviði; hreint ótrúlegt hvað drengurinn hefur þroskaða rödd. Lagið sem hann fær hér að glíma við er heldur ekki af lakara tæinu; beint úr smiðju Val- geirs Guðjónssonar þar sem smellirnir renna út eins og af færibandi. Og textinn er bráðskemmtileg- ur. AÐRIR GÓÐIR BARKAR OG UNDIRLEIKARAR SMITHS - GIRLFRIEND IN A COMA (ROUGH TRADE) Svanasöngur Smiths fyrir Rough Trade hljómplötu- útgáfuna og jafnframt svanaleikur Johnny Marr í Smiths. Lagið er stutt og laggott eins og Smiths er einum lagið; sambland af léttleikandi trega og þung- bæru fjöri eins og svo oft áður hjá Smiths. ECHO AND THE BUNNYM- EN - LIPS LIKE SUGAR (WEA) Kröftugt lag og vandað frá bergmálsgenginu, áleit- ið lag sem krefst eftirtektar sem heldur áfram að berg- mála í hausnum löngu eftir að það er hætt að snúast á fóninum. GREATFUL DEAD - TOUCH OF GREY (ARISTA) Gömlu sýrurokkararnir í fullu fjöri á ný og það jafn- vel betri en nokkru sinni fyrr. Hér með lag í gömlum anda en góður stíll er aldr- ei of oft notaður og þegar lipur laglína er með í far- teskinu er bara að hrífast með og raula. SQUEEZE - HOURGLASS (A&M) Squeeze blessuðum hefur ekki tekist að ná upp sama dampi eftir að þeir byrjuðu aftur eins og á árum áður þegar þeir fóru á kostum plötu eftir plötu. Þetta er nokkuð hressilegt lag en dálítið hlaðið fyrir minn smekk. Það venst ágætlega hins vegar og er kærkomið fyrir Squeez aðdáendur. MOOD SIX - I SAW THE LIGHT (CHERRY) Óþekkt fólk á ferð með lag eftir Todd Rundgren í gömlum bítlastíl, virkilega skemmtilegt lag og geðs- legt. -SþS- BíUavínafélagið - Skapar stemningu Kemst ekki nógu vel til skila Bítlavinafélagið er athyglisverður fé- lagsskapur sem upphaflega kom saman mest upp á grín skilst mér og til að halda í heiðri tónlist þeirra Lennons og McCartneys; aðallega Lennons, en fyrr en varði hafði gam- anið kámað og undið upp á sig þannig að úr varð hljómsveit sem nýtur nú töluverðra vinsælda. Hljómsveitin hefur aðallega starfað um sumartímann og þá gert víðreist um landið og troðið upp við góðar undirtektir. I upphafi vertíðar í fyrra greip hljóm- sveitin til þess ráðs að senda frá sér plötu með nokkrum lögum og gafst vel; platan varð vinsæl og eftirsóknin eftir Bítlavinunum jókst til muna. Sami háttur var hafður á þetta árið, nema hvað platan var nokkuð síðla á ferðinni. Og innihaldið er eins og árið á und- an, léttir erlendir slagarar með ís- lenskum textum þar sem slegið er á létta strengi eins og gengur og gerist og eigin framleiðsla í strand. Um erlendu lögin er lítið að segja, þetta er vel flutt og skemmtilegt svo langt sem það nær en þó finnst mér hljómsveitin hafa verið óheppnari með lagavalið nú en í fyrra. Heimasmíðamar eru þrjár, tvö lög eftir Jón Ólafsson og eitt eftir Stefán Hjörleifsson. Lag Stefáns er í ekta bítlaanda, létt og fjörugt og sum gítar- stefin fengin að láni úr smiðju fyrir- myndanna. Lög Jóns eru hins vegar meira í ætt við þá tónlist sem hann hefúr fengist við með Stefáni í Possibillies, í það minnsta Rúllukragapeysan mín sem að mínu mati er besta lag plötunnar. Bítlavinafélgið er aftur á móti ekki hljómsveit sem á að hlusta á á plötu, þetta er númer eitt, tvö og þrjú hljóm- sveit sem verður að upplifast á sviði: húmorinn, fjörið og stemningin kemst ekki til skila á plastinu. -SþS- PS & Bjóla - Góðir hlutir gerast hægt ... en gerast þó Þó að nokkuð sé liðið frá útgáfú plötu þeirra Péturs Stefánssonar og Sigurð- ar Bjólu, Góðir hlutir gerast hægt, hefur farið lítið fyrir henni og spilun á öldum ljósvakans verið í lágmarki sem verður einna helst skýrt með því að aðstandendur hafa ekki verið nógu harðir að troða henni á framfæri vegna þess að Góðir hlutur gerast hægt er vel yfir meðallag af þeirri miklu útgáfu sem átt hefur sér stað í sumar. Það kom nokkuð á óvart þegar frétt- ist um samstarf PS og Bjólu, enda bakgrunnur þeirra ólíkur þegar að er gáð. Pétur vakti mikla athygli fyrir tæpum tveimur árum þegar hann gaf út plötu undir nafriinu PS & Co. Á þeirri plötu var lagið Ung og rík sem naut strax mikilla vinsælda - umdeilt lag en skemmtilegt. Ferill Sigurðar Bjólu er lengri og liggur allt til byijun- ar Stuðmanna. Þekktastur er hann samt fyrir samstarf sitt í Spilverki þjóðanna. Frá því sú hljómsveit lagði upp laupana hefur lítið heyrst frá Sig- urði opinberlega en þeir sem fylgst hafa með vita að hann hefur starfað með góðum árangri sem upptökumað- ur fyrir marga aðila. Það sem maður tekur fyrst eftir við Góðir hlutir gerast hægt er hversu víða er komið við í tónlistarsköpun - allt frá blúsi í framúrstefnurokk. Þó margt sé gott um það að segja þá veik- ir það nokkuð heildarútkomuna. Nokkur lögin aftur á móti eru með því betra sem hér gerist. Platan byijar á tveimur hressum rokkurum, Snemma að morgni og Tungan. Þar á eftir kemur Blús Pík- asso, annað besta lag plötunnar, blús sem er ekkert sérstaklega original, en flutningur frábær, hrár eins og blús á að vera. Hitt lagið, sem ég tel bera af, er Flugþrá, vel gert lag, táknrænt fyr- ir nafhið, nokkuð framúrstefhulegt án þess þó að fara út í öfgar. Öfgamar eru aftur á móti fyrir hendi í lögunum íslenskur söngur og Böðullinn og á ég bágt með að sætta mig við þau lög. Algjör andstæða eru svo Allir saman og Engu gleymt, einfaldar melódíur, fluttar á gamaldags máta. Þótt, eins og fram kemur, nokkrir annmarkar séu á Góðir hlutir gerast hægt verður ekki annað sagt um plöt- una en að með þessum víða tónlistar- ramma hafi þeir komið með mjög áhugaverða plötu sem er vel þess virði að hlustað sé vel á. -HK SÚELLEN - Með kveðju Eins og gengur Súellen dúkkaði upp í hljómsveita- keppninni í Atlavík fyrir nokkrum árum. Sveitin vakti þar athygli meðal jafhingja, ekki síst fyrir stuldinn á nafrii einnar kvenhetjunnar í Dallas. Þetta var um svipað leyti og Skrið- jöklamir að norðan brutust til frægðar og viðurkenningar á landsmæli- kvarða. Súellen er aftur á móti að austan. Hljómsveitin hefur spilað vítt og breitt um sveitir frá því hún tók þátt í hljómsveitakeppninni marg- frægu. Þar stendur vígi þeirra enda sterkast sem kannski best má marka af velgengni lagsins Símon á vinsælda- lista rásar 2. Þessi fjögurra laga plata Súellen ber þess nokkuð merki hvar hljómsveitar- meðlimir hafa að mestu alið manninn. Sveitin leikur hefðbundið rokk þar sem gítarinnar fer fremstur í flokki. Krafturinn mætti þó að óskekju vera meiri. Af lögunum f|órum er Símon frambærilegast. Virkilega snotur lag- lína. Lagið er hins vegar borið ofurliði af hreint ægilegum texta. „Símon er lasinn, með gólflusku um hálsinn... Ekki beint spennandi hending í við- lagi. Hin lögin líða líka fyrir viðvan- ingslega texta. Glaskó er einhvers konar ferðasaga af manni sem fer í innkaupaleiðangur til Skotlands og reiknar út á flugvellinum hvað hann hafi grætt mikið. Alveg hræðilegt. Tónlistarlega er engu að síður nokk- uð í Súellen spunnið. Með áræði og vinnu ætti þeim að takast að slípa af byrjendaeinkennin og skipa sér á bekk með helstu rokksveitum landsins. Þessi frumraun er í sjálfu sér ekki verri en ýmislegt af því sem komið hefur út af svonefndu „gleðipoppi í sumar. Meðalmennska er hins vegar ekkert til að státa af. Menn verða að setja markið hærra. -ÞJV POPP SMÆLKI Sæl nú!... Johnny Marr git- arleikari og ein helsta drif- f jöður hl jómsveitarinnar The Smiths hefur sagt skilið við hljómsveitina og ku ástæð- an vera ósamkomulag hans við Morrissey söngvara hljómsveitarinnar. Þeirfyrr- um féiagar hafa um nokkurra mánaða skeið verið meira og minna innilokaðir i hljóð- veri við undirfaúning næstu breiðskifu The Smiths og samveran verið þeim ofraun, i það minnsta Marr. Hann hyggst nú starfa á eigin veg- um en Smiths halda áfram eins og ekkert hafi í skorist og stendur nú yfir leit að nýjum gitarista... Og fleirí stórmenni eru að yfirgefa hljómsveitir sinar, þær frétt- ir hafa borist frá Ameriku að Lindsey Buckingham git- arleikari, söngvari, laga- smiður og guðmávitahvað hljómsveitarinnar Fleet- wood Mac sé hættur einn ganginn enn i hijómsveitinni og ætlar að taka upp þráðinn á sólóferli sínum þar sem frá var horfið á sínum tima. Og til marks um stærðargráðu Buckinghams i Fleetwood Macertaliðvistaðeigi dugi minna en tveir menn til að taka við störfum hans. Ogþeirmunu vera Billy Burnette og Rick Vito og fá heldur betur að taka á hon- um stóra sinum strax því Fleetwood Mac er að hefja heljarinnar tónleikaferð til að fylgja eftir plötunni Tango In The Night... Einn af þekktari upptökustjórum poppsins Alex Sadkien lést fyrir nokkru i umferðarsfysi á Bahamaeyjum. Sadkin er hvað þekktastur fyrir störf sin með Bob heitnum Mar- ley, Duran Duran og Thompson Twins.. .The Housemartins frá Hull hafa að undanförnu verið að svip- ast um eftir gítarieikara og fundu að lokum dreng i heimabænum Hull þar sem sá starfaði með hljómsveit sem kallar sig Three Action. Piltur kættist aldeilis við áhuga stórstirnanna á sér og þóttist heldur betur hafa himin höndum tekið. Giottið hvarf hins vegar fljótt af kauða þvi eftir að hafa unnið að plötuupptökum með Husemartins um hríð var honum visað út með beiðni um að láta ekki sjá sig aft- ur... farinn. .. . -SÞS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.