Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Side 28
40 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987. Jaröarfarir Sölvi Ólafsson er látinn. Hann fæddist á Flateyri við Önundarfjörð þann 6. júlí 1922, sonur Ólafs Jóns- sonar og Ástu Magnúsdóttur. Eftir- lifandi eiginkona Sölva er Sigríður Þorgrímsdóttir. Þau hjón eignuðust eina dóttir. Útför Sölva verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14. Bára Jónsdóttir, Hólmagrund 1, Sauðárkróki, sem lést sunnudaginn 16. ágúst, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 22. ágúst kl. 14. Rögnvaldur Rögnvaldsson vél- stjóri, Urðarbakka 12, Reykjavík, er lést í Borgarspítalanum 18. ágúst, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 24. ágúst kl. 15. Guðrún Elísabet Ágústsdóttir, Aðalstræti 25, Isafirði, verður jarð- sungin frá Hnífsdalskapellu laugar- daginn 22. ágúst kl. 14. Sigríður Runólfsdóttir, Hvera- gerði, er látin. Útförin fer fram frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 22. ágúst kl. 14. Guðmunda Sigríður Jónsdóttir lést 12. ágúst sl. Hún fæddist á ísafirði 5. desember 1905, dóttir Jóns Jóhannesar Bjarnasonar og Karitas- ar Magnúsdóttur. Guðmunda lauk verslunarskólaprófi frá Verslunar- skólanum. Eftir það rak hún mat- vöruverslun um tíma og vann á skrifstofu Laugavegsapóteks. Hún giftist Bjarna Pálssyni en hann lést árið 1972. Þau eignuðust eina dótt- ur. Útför Guðmundu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Óvenjumargir ferðamenn hafa stansað á Kópaskeri i sumar enda blasa R- númerin við i þorpinu. DV-mynd JGH DV á Kópaskeri: R-númerin blasa við Ján G. Haukssan, DV, Akuieyri: Margir ferðamenn hafa verið á Kópa- skeri í sumar, að sögn heimamanna. Flestir gera stuttan stans, aka í gegn- um þorpið, fá sér kaffi eða líta inn í bensínstöðina sem er við afleggjarann inn i þorpið. Þetta er stöðluð íslensk bensínstöð, nákvæmlega eins og allar hinar í bæjum landsins. Og það þurfti ekki að aka lengi til að sjá sönmmar- gögnin um að margir ferðamenn stönsuðu á Kópaskeri. R-númerin blöstu við. Öiyggisskylda Ríkisútvarpsins: Almannavarnir og lög- regla með beinan síma „Almannavamir og lögregla hafa beina síma inn til þula sem hér eru að störfúm allan sólarhringinn," sagði Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri í samtali við DV. Útvarpsstjóri var spurður að því hvort Ríkisútvarpið sinnti nægilega þeirri öryggisskyldu sem því er lögð á herðar þar sem ekki næst samband við skiptiborð útvarpsins eftir klukk- an 23 á kvöldin. Sagði Markús að Almannavamir og lögregla vissu það jafoan fyrst, kæmi upp neyðarástand og heföu þessir aðilar greiðan aðgang að útvarpinu allan sólarhringinn. Jafnframt benti útvarpsstjóri á það að nú væri verið að koma upp simsvara á skiptiborði útvarpsins þar sem gefin væm upp lykilsímanúmer þannig að hægt væri að ná sambandi við frétta- stofú nær allan sólarhringinn. -ój I röð og reglu, reiðhjólin sem hægt er að taka á leigu í Hrisey. DV-mynd: JGH DV í Hrísey: Þetta eru hjólin frægu Jén G. Haukæcn, DV, Akureyri: í Hrísey geta ferðamenn tekið hjól á leigu. Hjólaleigan var sett upp í byijun sumars af Smára Thorarensen, eig- anda veitingahússins Brekkunnar. Fjölmargir ferðamenn hafa sótt eyjuna heim í sumar og hafa sumir þeirra nýtt sér hjólaleiguna og hjólað um eyjuna í stað þess að ganga. Hjólin standa fyrir utan veitingahúsið í röð og reglu. Áður en leigan var sett upp urðu ferðamenn að ganga um eyjuna enda er enga leigubíla að fá þar. En hér em þau, hjólin frægu sem svo mikilla vinsælda hafa notið. I gærkvöldi Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður Litlar stöðvar og allar eins Ég horfði á fréttir Stöðvar 2 í gær- kveldi, ágætlega unninn fréttatíma eins og oftast á Stöð 2. Að sjálfsögðu var ríkissjónvarpið í fríi eins og allt- af á fimmtudögum, en að jafnaði horfi ég á báða fréttatímana. Munur- inn á fréttatímum sjónvarpsstöðv- anna sýnist mér sá að Stöð 2 er metnaðarfúllur fátæklingur sem gjaman vildi gera betur en getur það ekki sökum fátæktar. Ríkissjón- varpið aftur á móti er eins og metnaðarlaus ríkur risi sem ekki nennir öðm en að vera með ein- hverjar fréttir í ákveðinn mínútu- fjölda. Ég hlusta ekki mikið á poppstöðv- amar, en þó er það oft sem maður kemst ekki hjá því. Stjaman er að mínum dómi best af þeim sökum að stundum er leikin tónlist sem er eldri en 5 ára. Af þeim stjómendum sem ég heyri í ber Þorgeir Ástvaldsson af eins og gull af eiri. Morgunþáttur hans er vel unninn, blönduð tónlist Sigurdór Sigurdórsson. og Þorgeir talar gott mál, sem er meira en hægt er að segja um alltof marga stjómendur tónlistarþátta í poppstöðvunum. Mig undrar eins og fleiri hve líkar þessar stöðvar vilja vera. Tökum sem dæmi gærkveldið. Á rás tvö var frá 19.30 til 22.00 vinsældalistinn. Á Bylgjunni var á sama tíma popptón- list en Stjaman var dálítið öðmvísi með það sem þeir kölluðu gullaldar- tónlist. Á Bylgjunni var einnig viðtals- þáttur í gærkvöldi, illa unninn og gaspurslegur. Ef stöðvamar ætla að vera með viðtalsþætti eða eitthvað annað en popptónlistina sína þarf að vanda val stjómenda, það hoppar enginn inn í stúdíó óundirbúinn til að rabba við fólk. Það er vandaverk að taka góð viðtöl, hvort heldur er í loftmiðlum eða alvöru fjölmiðli eins og dagblaði. Svona í lokin vildi ég skjóta því að stjómendum poppstöðvanna að það kemur fyrir að fólk eldra en 30 ára hlustar á þær. Við eigum okkar uppáhaldstónlist og vildum gjaman heyra hana stöku sinnum. Þetta er bara svona ábending. Eyðum sjó milljörð- um í utanlandsferðir jafnmargir útiendingar hér borga okkur aðeins Qóra milljarða Utanlandsferðir okkar Islendinga kosta skildinginn, eins og þeir fá að finna fyrir sem þær stunda. Á síð- asta ári fóm hátt í 112 þúsund landsmenn til útlanda og borguðu fyrir það rétt innan við sjö milljarða króna. Það vom nærri 60 þúsund krónur á mann sem fóm í fargjöld, dvalarkostnað og eyðslu. Enn fleiri útlendingar komu hing- að í fyrra eða hátt í 114 þúsund talsins. Þeir borguðu aftur á móti ekki nema rúmlega fjóra milljarða króna í farg'óld hingað, dvalar- kostnað og eyðslu hér á landi. Hver þeirra lagði til um 36 þúsund krón- ur. Við erum því greinilega duglegri við að eyða fé en afla í ferðamálum. Áætlað er að fargjöld okkar á síð- asta ári vegna utanlandsferða hafi numið 2.200 milljónum króna og er varlega í sakimar farið. Kostnaður erlendis og eyðsla námu 4.486 millj- ónum króna, samkvæmt áætlun Seðlabankans. Af þeirri upphæð greiddu ferðalangar í viðskipta- og verslunarerindum 1.617 milljónir en almennir ferðalangar 2.869 milljónir króna. Þar að auki var kostnaður námsmanna héðan 749 milljónir króna og kostnaður sjúklinga 88 milljónir króna. Til gamans má geta þess, ef gaman má kalla, að við greiddum útlending- um álíka háa upphæð í vexti af lánum frá þeim í fyrra og fyrir öll ferðalögin, eða tæplega sjö milljarða króna. Þeir borguðu okkur ekki nema rúmlega 700 milljónir króna í vexti þar á móti, væntanlega mest vegna vörukaupa út í reikning. -HERB Lengri sundlaug á Tálknafirði „Nú verður hægt að keppa hér í lauginni í alvörusundmótum, auk þess sem ég býst við að sundáhugi aukist til muna,“ sagði Biynjólfur Gíslason, sveitarstjóri á TálknaLfirði. Fyrr í sumar var lokið við að leggja síðustu hönd við að lengja sundlaug- ina á staðnum þannig að nú er hún 25 metrar á lengd sem er lágmarks- stærð fyrir sundlaug til að hún sé keppnishæf. Til að hægt sé að fara í sund verð- ur að vera aðstaða til að hafa fataskipti og samhliða framkvæmd- unum við sundlaugina er búið að koma upp glæsilegri búningsað- stöðu. „Nú vantar ekkert annað upp á íþróttaaðstöðuna hér við sund- laugina en að fullgera íþróttahúsið. Stefnan er sú að klára það endanlega árið 1992,“ sagði Biynjólfur Gísla- son. -JFJ BrynjóHur Gislason sveitarstjóri var önnum kafinn viö aó mæla sundlaug- ina og var ekki í vafa um að sundlaugin ætti eftir aö veröa bæjarbúum til mikillar ánægju. DV-mynd: KAE Mikill vinnuaflsskortur í iðnaði Unnið að því að fa útiendinga til staifa Vinnuaflsskorturinn í íslenskum iðnfyrirtækjum gæti orðið um tíu til tólf prósent í haust. Þetta kemur fram í könnun sem Félag íslenskra iðnrekenda hefur gert í fimmtíu iðn- fyrirtækjum. Benda niðurstöður hennar til þess að þegar skólafólk hverfur aftur til náms í haust muni vanta hátt á annað þúsund manns til starfa hjá iðnfyrirtækjum. Þessi vinnuaflsskortur er um tvöfalt meiri en hann var á sama tíma í fyrra. Þessum skorti á vinnuafli, sem er í öllum greinum iðnaðar en þó einna tilfinnanlegastur í matvælaiðnaði, hyggst Félag íslenskra iðnrekenda mæta með því að fa fólk frá ná- grannalöndunum til starfa á íslandi og hefur félagið þegar hafið könnun á þeim möguleika. ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.