Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987. fþróttir Þarfaðsetja heimsmet til að sigra? „Draumur minn er að setja nýtt heimsmet og stökkva 2,12 metra. Það er mín trú að til þess að sigra í hástökkskeppninni þurfi sigur- vegarinn að setja nýtt heimsmet," segir búlgarska stúlkan Stefka Kostadinova en hún er talin einna líklegust til að hreppa gullverð- launin í hástökki kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer eftir nokkra daga í Róm. Búist er við gífurlega harðri keppni í hástökkinu eins og raunar flestum öðrum greinum í Róm. -SK Kristiansen er meidd á káifa „Ég er í góðum höndum lækna og vonast til að verða orðin góð af meiðslunum fyrir HM í Róm,“ segir norska hlaupakonan Ingrid Kristiansen en hún á við meiðsli að stríða í kálfa. Kristiansen stend- ur fremst kvenna í heiminum í 5000 og 10000 metra hlaupum. Kristiansen setti í fyrra heims- met í 10000 metra hlaupi á Bislet leikvanginum í Noregi og hljóp þá á 30:13,74 mínútum. Hún er talin sigurstranglegust í báðum framan- greindum greinum og helsta von Norðmanna um gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í Róm. -SK • Klaus Tafelmeier. Tafelmeier meidduríbaki Evrópumeistarinn í spjótkasti, V-Þjóðverjinn Klaus Tafelmeier, sagði í gær að það væri óvíst hvort hann keppti á heimsmeistaramót- inu í Róm 29. ágúst. Tafelmeier á við meiðsli að stríða í baki. Hann gat aðeins kastað tvisvar á frjáls- íþróttamóti í Köln á sunnudaginn og varð að láta sér nægja sjötta sætið með 76,38 m. „Verkimir i bakinu voru of mikl- ir til að ég gæti kastað oftar,“ sagði Tafelmeier. -SOS • Patrik Sjöberg sést hér fagna heimsmeti sínu. Gladisch Glaumgosinn Patrik Sjöbevg: Byrjaði að reykja sex ára - á heimsmet í hástökki - ekur um í Porsche og líkar vel við næturlífið hljóp 100 m á 10,86 sek. A-þýska stúlkan Silke Gladisch hljóp 100 m hlaup á 10,86 sek. á a- þýska meistaramótinu sem hófst í gærkvöldi í Potsdam. Þetta er besti árangurinn á vegalengdinni í ár, eða sami tími og Anelia Nuneva frá Búlg- aríu hljóp á fyrir stuttu. Kúluvarparinn Ude Bayer, sem missti heimsmet sitt til ítalans Andrei (22,91 m) á dögunum, varð a-þýskur meistari í ellefta sinn - kastaði kúl- unni 22,31 m. -SOS Hvað gerir Everton í Nottingham? Everton verður í sviðsljósinu á Country Ground í Nottingham á morgun. Everton hefúr ekki náð að vinna þar sigur yfir Nott. Forest síð- ustu fjögur ár. Og það sem meira er, félagið hefur ekki náð að skora mark í þessum fjórum tapleikjum. O Arsenal leikur gegn Q.P.R. á gervigrasinu á Loftus Road. Arsenal hefúr ekki tapað leik á gervigrasinu, eða þeim tveimur leikjum sem félagið hefur leikið á því. O Steve Murray, 19 ára Skoti hjá Forest, fór heim til Skotlands í vik- unni - þoldi ekki að fá ekki tækifæri til að spreyta sig. Murray fór til Celtic sem verður að borga 50 þús. pund til að fá hann lausan frá Forest. Einn hávaxnasti afreksmaður í heimi fijálsíþróttanna er sænski hástökkvarinn Patrik Sjöberg en hann á heimsmetið í hástökki karla. Það setti hann 30. júní sl. á Grand Prix móti í Stokkhólmi og stökk þá 2,42 metra sem er hreint ótrúleg- ur árangur. Sjöberg er um tveir metrar á hæð, reykir tuttugu sígarettur daglega, líkar vel við næturklúbbalífið og ekur um á Porsche. Þessi síðhærði Svíi er að- eins 22 ára gamall og þeir eru margir sem spá því að harrn eigi eftir að bæta heims- metið enn frekar í hástökkinu. Framundan er heimsmeistaramótið í Róm í næstu viku og þegar velt er vöng- um yfir hugsanlegum sigurvegara í hástökki karla kemur nafii Sjöbergs jafn- an fyrst í hugann. Hann eyðir gífurlegum tíma í æfingar og yfirleitt eyðir hann fjór- um til fimm klukkustundum á dag við æfingar. Góður árangur og tekjur íþrótta- manna haldast jafnan í hendur og Sjöberg er engin undantekning. Hann mun hafa um 12-15 milljónir króna í laun á þessu ári og er hann einn hæst launaðasti fijáls- íþróttamaður heims. „Markmiðið að þéna sem mest“ „Það liggur ljóst fyrir að sá tími sem fijálsíþróttamaður er á toppnum er stutt- ur. Aðeins er um að ræða nokkur ár sem hann getur verið í allra fremstu röð og því hlýtur að vera aðalmarkmiðið hjá hveijum og einum að ná í sem mest af peningum," segir Sjöberg. Það vakti tölu- verða athygli á blaðamannafundi með Sjöberg á dögunum að hann reykti síga- rettur á fundinum og eins vakti það athygli á sínum tíma að eftir að hann setti heimsmetið í Stokkhólmi hélt hann á næturklúbb og skálaði í kampavíni. „Ég er ekkert óvenjulegur maður. Það sem fólk segir um mig og mitt líf kemur mér ekkert við.“ Byrjaði að reykja sex ára gamall Þótt Sjöberg sé einn besti og efhileg- asti hástökkvari sem fram hefúr komið er ekki hægt að segja að hann hafi lofað góðu á sínum yngri árum. Sjöberg byij- aði að reykja þegar hann var aðeins sex ára gamall en foreldrar hans skildu þegar hann var þriggja ára. Á unglingsárunum stundaði hann sjoppumar og var með í ráðum þegar félagamir frömdu smáglæpi. Stökk 2,21 metra aðeins 16 ára gamall Það var Finninn Viljo Nousiainen sem uppgötvaði Sjöberg en hann var nánast bæði þjálfari hans og stjúpfaðir. Frami Sjöbergs varð skjótur. Aðeins 16 ára gam- all stökk Sjöberg 2,21 metra ög tveimur árum síðar hafði hann vippað sér yfir 2,33 metra. Tvítugur hafði hann náð þvi marki að stökkva yfir 2,38 metra og nú, tveimur árum síðar, á hann heimsmetið, 2,42 metra. Sjöberg á einnig heimsmetið inn- anhúss en það setti hann á HM innanhúss í Aþenu á þessu ári er hann stökk 2,41 metra. „Sjöberg er einfaldlega bestur“ Eins og fram hefúr komið hér að fram- an veðja flestir á Sjöberg sem sigurvegara á heimsmeistaramótinu í Róm í næstu viku. Einn helsti keppinautur Sjöbergs verður án efa Vestur-Þjóðveijinn Carlo Thraenhardt. Hann segir eftirfarandi um Patrik Sjöberg: „Hann er einfaldlega sá besti í heiminum í dag og verður að telj- ast líklegastur sigurvegari í Róm. Ég er hræddur um að Sjöberg geti stokkið enn hærra en hann hefur gert. Og það kæmi mér ekki á óvart þó hann færi yfir 2,45 metra í Róm.“ íslandsmót í Skeet um helglna fslandsmót í haglabyssuskotfimi, Skeet, verður haldið á skotvelli Skotfélags Reykjavíkur á æfinga- svæðinu í Leirdal á laugardag og sunnudag. Heldur Skotfélag Reykja- víkur mótið fyrir hönd Skotsam- bands íslands. Mótið hefst klukkan 10 á laugar- dagsmorgun og lýkur um miðjan dag á sunnudag. Skotnar verða 200 skíf- ur eða 8 hringir. Mótsstjóri verður Egill J. Stardal en yfirdómari verður Daninn Ib Sjölander sem er frægur danskur þjálfari skotmanna og hefur meðal annars þjálfað bæði heims- meistara og ólympíumeistara í skotfimi. Mun Daninn halda nám- skeið í Skeet fyrir félagsmenn Skotfélags Reykjavíkur í næstu viku. -SK -sos -SK FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987. 31 íþróttir Ámi neitaði tilboði Bremen - er of ungur til að takast á við svona dæmi, segir Ámi Ami Friðleifsson handknattleiks- kempa og Víkingur neitaði í vikunni tilboði frá v-þýska fjórðu deildar lið- inu Bremen. Lið þetta er stutt af íjársterkum aðilum og er markið sett hátt fyrir komandi leikmisseri með sama lagi og fyrir þau sem fylgja í kjölfarið. Þess má geta að Björgvin Björg- vinsson lék með liðinu fyrir fáeinum árum. f spjalli við DV sagði Ámi Frið- leifeson, sem er af mörgum talinn efnilegasti leikstjómandi landsins, að margt hafi ráðið neitun sinni. „Ég er einfaldlega of ungur til að takast á við svona dæmi. Þótt tilboð- ið hafi verið mjög freistandi fyrst á litið treysti ég mér því einfaídlega ekki til að taka því,“ sagði hann. „Ég á eftir að ljúka mínu námi hér heima og þar fyrir utan tel ég Víking betri kost en þetta v-þýska félag. Þar get ég öðlast frekari reynslu og vax- ið af styrk. Mér líður ákaflega vel í Víking og félagið hefur staðið vel við bakið á mér. Við setjum markið hátt fyrir komandi tímabil, stefiian er tekin á sjálfan toppinn. Það hef ég lært hjá Víkingum að vilja aldrei annað en sigur og fara ekkert annað en á toppinn." Þá má geta þess að sá kvittur hef- ur gengið fjöllunum hærra að þeir fóstbræður Siggeir Magnússon og Hilmar Sigurgíslason hafi ætlað úr herbúðum Víkinga fyrir komandi misseri. Segir sagan að Siggeir stefiii á KR en Hilmar á HK. Þessi kviksaga er ekki á rökum reist því báðir æfa nú af krafti með Víkingum. Siggeir hefur verið lengi að en Hilmar mætti á sína fyrstu æfingu á þessu hausti í gærkvöldi. -JÖG tíx ciiiidiuic^ci ui uiigur ui ao en a Loppinn. • Ami Friðleifsson. Baráttan hefur magnast með góðum sigri Víkinga „Þetta var sanngjam sigur enda lögðum við okkur alla fram. Að sjálf- sögðu ræður heppni ávallt einhveiju um úrslit - knattspyma er jú knatt- spyma." Þetta sagði Jóhann Þorvarðarson, fyrirliði Víkinga, er lið hans hafði lagt Þrótt að velli með þremur mörkum gegn tveimur. Með þessum úrslitum magnast enn baráttan á tindi deildarinnar og em afdrif allra félaga óljós ef frá er talið lið ísafjarðar. Vestfirðingar em þegar fallnir í þriðju deild. Víkingar em nú efetir með 26 stig en Þróttur fylgir á hæla þeirra með 25. Leiftur, Ólafsfirði, er síðan í þriðja sæti með 24 stig. Lífið er því bersýnilega undir í þeim leikjum sem standa fyrir dyrum. Nágrannaviðureign Víkings og Þróttar í gærkvöldi var annars fjörleg í fyrri hálfleik og litu þá margir áhorf- endur fjögur ágæt mörk. Þróttur hafði yfirhöndina í upphafi og brá fyrir ágætum samleik af þeirra hálfu. Tóku þeir enda forystuna á 9. mínútu eftir afleit vamarmistök mót- herjanna. Sigfús Kárason skoraði með góðu skoti, 1-0. Víkingar jöfnuðu skömmu síðar með marki Atla Einarssonar sem hann gerði af stuttu færi, 1-1. Við mark hans óx Víkingum ásmeg- in og sóttu þeir af nokkrum krafti. Fengu þeir víti á 35. mínútu og úr spymunni skoraði Trausti Ómarsson af umtalsverðu öryggi, 2-1. •'róttur jafnaði, nokkuð gegn gangi ieiksins, á 40. mínútu með laglegu lögðu Þrótt að velli í gærkvöldi, 3-2, í 2. deild • Atli Einarsson sést hér (9) senda knöttinn í netið hjá Þrótturum. DV-mynd Brynjar Gauti marki Sigurðar Hallvarðssonar, 2-2, og sat þar við í hléinu. Síðari hálfleikur markaðist öðm fremur af baráttu þar sem Víkingar sóttu en Þróttarar vörðust af grimmd. Vom þeir síðartöldu þó áræðnir og beittir í skyndisóknum. Sigurmark Víkinga kom á 44. mín- útu úr víti. Brotið var á Trausta Ómarssyni innan vítateigs Þróttar og var úrskurður dómarans réttur. Trausti skoraði sjálfúr úr vítinu - skaut föstu skoti í stöng og inn. Þetta var hans 12. mark í deildinni og er hann nú hæstur áþeim lista jafnhliða Heimi Karlssyni. IR. Markverðir beggja liða áttu einna bestan dag i gær- verða þeir síst sak- aðir rnn mörkin. JÍÖG Eðvarð Þór for á kostum - varð fjórði á nýju íslands- og Norðurlandameti Jón K. Siyviöœan, DV, Strasbouig: „Ég er í skýjunum.. .mér hefúr ekki liðið svona vel í langan tíma. Þetta er það stórkostlegasta sem gerst hefur á mínurr ferli. Ég bjóst við að verða áttundi en að hreppa síðan fjórða sæt- ið er frábært." Þetta sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson, ein fræknasta íþróttakempa okkar ís- lendinga, er hann hafði sett nýtt íslands- og Norðurlandamet í gær. Hann synti í úrslitum í 200 metra bak- sundi, varð fjórði og fór vegalengdina á 2:02,79 mínútum. Eldra metið átti Eðvarð sjálfur og var það 2:03,03 mínútur. Þessi árangur er stórkostlegur og því ekki óeðlilegt að Eðvarð hafi verið nærri skýjum. Friðrik Ólafeson, þjálfari Eðvarðs, var ekki síður glaður. „Þetta er toppurinn," sagði hann, „Mér líður líklega betur en Eðvarð sjálfúm. Þennan stórkostlega árangur vil ég þakka þrotlausum æfingum. Eðvarð hefur einstakan mann að geyma og það er gríðarlega gott að vinna með honum." Það leikur ekki vafi á að Eðvarð hefur nú skipað sér á meðal albestu baksundsmanna heims. Þess bera að geta að fremstu menn veraldar í grein- inni eru frá Evrópu og því var sennan í gær milli þeirra bestu. „Ég er búinn að vera undir gífurlegu álagi síðustu þijú árin,“ sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson, sigurreifur og nýstig- inn úr lauginni. „Það er ánægjulegt að hafa staðist pressuna. Það hjálpaði mér að hugsa heim en ég er nýtrúlofaður og það gaf mér stvrk." Fyrstur að bakka í nefiidu sundi var Sergei Zabolotnov frá Sovétríkjunum á tímanum 1:59,35 mínútur. Næstur honum kom landi hans, stórstjaman Igor Poliansky, með tímann 1:59,37 mínútur. Bronsið hreppti síðan Frank Baltrusch, A-Þýskalandi, fór hann vegalengdina á 2:02,22 mínútum. -JÖG Stefán úr FH í KR: ÞaðvarViggó , sem réðfélaga- skiptum Stefán Kristjánsson handknatt- leiksmaður er genginn úr röðum FH-nga og mun leika með KR á næsta keppnistímabili. Eftir því sem blaðið kemst næst hafa félaga- skipti verið lögð inn hjá Hand- knattleikssambandinu. „Ég er búinn að ganga yfir, það er rétt,“ sagði Stefán Kristjánsson í spjalli við DV seint í gærkvöldi. „Ég æfi nú með KR og ætla að leika með þeim í vetur. Mér líður vel hjá félaginu og er ánægður að hafa farið yfir. Vitanlega á ég mjög góða félaga i FH-liðinu og það er sárt að skilja við þá. Ég er FH-ingur í hjartanu en einbeiti mér engu að síður að verkefiium með mínu nýja félagi - hundrað prósent." Aðspurður um hvað ráðið hefði félagaskiptum kvaðst Stefán hafa verið ósáttur við starfeaðferðir Viggós Sigurðssonar þjálfara. „Það var Viggó sem réð félaga- skiptunum," sagði hann. Kvaðst Stefan ekki hafa byijað æfingar með Hafnfirðingum á settum tíma ; vegna anna. í kjölfarið hefði Viggó sagt að engin þörf væri fyrir hann í þeim verkefnum sem framundan væru í vetur. „Það var því ekkert arrnað fyrir mig að gera en að skipta,“ sagði Stefan að lokum. -JÖG FH-ingar til . Barcelona Meistaraflokkslið FH í hand- knattleik mun keppa á stóru handknattleiksmóti í Barcelona i þessum mánuði. Halda Hafhfirð- ingar utan annan föstudag. Mun kempumar etja kappi við jafningja sina í fyrstu deildar félög- um á Spáni. Mótið er liður í undirbúningi þátttókufélaga fyrir komandi leikár. -JÖG Franskur læknir kallaður til Marokkó Ólympítuneistarinn í 5.000 m hlaupi. Marokkómaðurinn Said Aouita. sagði í gærkvöldi að hann hefði mikinn hug á að keppa á EM í Róm. Aouita hefur átt við meiösli að stríða í kálfa á vinstri fæti. Hassan. konungur Marokkó, lét senda eftir kunnum lækai til Frakklands til að gera að raeiðsl- um Aouita. -SOS Opna OLÍS/BP og áfram stelpur Opna Olis BP poli'mótið verður haldið á Grafarholtsvelli nk. laugar- dag og sunnudag. I karla- og kvenna- flokki verda leiknar 36 holur án forgjafar. 1 opnum flokki verða einnig leiknar :)6 holur en med forgjöf. Bestu þrír kylfingar fá eignabikaro frá OLÍS og gjafapakka frá BP. Auk þess gefur BP sigurvegurum i hveijum flokki. regnhlíf. Þátttökutilkyimingar þurfa að berast til GR fyrir kl. 18.00 á föstu- dag. A laugardag verður ræst út sem næst óskatíma kvlfinga og eftir forgjöf en á sunnudag eftir tirangri án forgjaf- ar, þó með tillliti til árangurs i opna flokknum, eins og unnt verður. Keppn- isgjald er kr. 1.000. • Um helgina eða á sunnudag er á dagskrá hjá Golfklúbbi Suðumesja „áfram stelpur" golfmötið í öldunga- flokki kvenna. Rétt til þátttöku hafa allar konur sem orðnar eru 50 ára eða verða það á þessu ári. -SK V;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.