Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987. 9 Utlönd Mistök talin orsök slyssins? Frumrannsókn flugslyssins sem varð við Detroit síðastliðinn sunnudag hef- ur leitt í ljós þann möguleika að orsök þess að þotan hrapaði í flugtaki sé sú að flugmenn hafi gert mistök í beitingu vængbarða (flapsa). Svo virðist sem flugmennimir hafi ekki sett vængbörð þotunnar niður, til þess að auka lyftieiginleika þotunn- ar, svo sem þeim bar að gera. Áð sögn talsmanna rannsóknamefhdar mun orsaka sfyssins mjög líklega að leita í þessu atriði, ef það reynist rétt vera. Þotan var búin viðvörunarbúnaði, sem hefði átt að segja flugmönnum til um mistökin, áður en þau ollu slysi, og ein þeirra spuminga sem rannsókn- amefiid þarf að svara er hvers vegna viðvörun var ekki gefin. Talsmenn samtaka atvinnuflug- manna hafa mótmælt þeim fullyrðing- um að mistök af þessu tagi séu eina orsök slyssins. Benda þeir á að það sé nánast ósjálfrátt viðbragð hjá þjálfuð- um flugmanni að setja vængbörðin niður fyrir flugtak. Að auki benda þeir á að sjaldan eða aldrei sé ein- hverju einu atriði að kenna þegar flugslys verða. Liðlega hundrað og fimmtíu manns fórust með þotunni. Sammála um Eyrar- sundsbrú Haukur L. HaukBaan, DV, Kaupnxhcfn: Flestir stjómmálamenn virðast í aðalatriðum sammála skýrslu þeirri er sérfræðingar frá Danmörku og Svíþjóð hafa sent frá sér um brúun Eyrarsunds milli Kaupmannahafnar og Malmö. Er um að ræða tveggja kíló- metra löng göng að lítilli eyju Kaupmannahafnarmegin og ell- efu kílómetra brú þaðan yfir til Svíþjóðar. Á um sex kílómetra kafla er um svokallaða hábrú að ræða sem skip geta siglt undir. Með þessari leið losnar mið- borg Kaupmannahafhar við umferð vöruflutningalesta frá Svíþjóð. Amager losnar við um- ferðarvandamál sín en þar er Kastrupflugvöllur og síðast en ekki síst styrkist samkeppnis- staða norræns viðskiptalffs. Ferjusiglingar liggja oft niðri ef vetur eru harðir og þurfa flutn- ingabílar oft að bíða lengi við ferjuplássin. Með tilkomu brúar- innar yrði um að ræða tíma- spamað upp á þrjár til fjórar klukkustundir fyrir vöruflutn- inga allan ársins hring. Lestar- ferð milli Kaupmannahafnar og Málmeyjar mun þá taka um 25 mínútur. Kostnaðurinn er áætlaður um ellefu milljarðar danskra króna og er gert ráð fyrir ríkiseign. Jafnaðarmenn Svíþjóðarmegin eru sumir á móti brúarfram- kvæmdum en danskir bræður þeirra eru á annarri skoðun þar sem samgöngu- og fjárhagslegur hagnaður yrði óumdeilanlegur. Eru jámbrautimar, flughöfnin í Kastrup og samkeppnisstaða Skandinavíu nefrid sem-dæmi. Með þessum hugmyndum virð- ist alveg vera hætt við byggingu ganga milli Helsingjaeyrar og Helsingjaborgar nokkm norðar þar sem styst er milli Danmerkur og Svíþjóðar. Lyfta Loftstreymi WINÍ i Loftstreymi Lyfting myndast þegar loft fer hraöar fyrir ofan vœnginn en fyrir neðan hann. Hrað- ara loftstreymi skapar lágþrýsting fyrir ofan vænginn á meöan hærri þrýstingur undir hann lyftir honum. rnnt. £------------ Vængbarð Vængbarð " ► Loftstreymi Flugmaður getur aukiö lyfting með því að lækka vængböröin, sveigja þannig yfirborð vængsins og skapa meö því hraöara loft- streymi fyrir ofan vænginn. Vængbarðw, \ ; il |i W \ !/' ’M" /// Vængbarð/// McOomiell lj' f l)mi(|lmi V Skýringarmynd þessi sýnir hvernig vængbörðin eiga að virka. Talið er hugsanlegt að flugmönnum hafi láðst að nota þau á réttan hátt í flugtaki og það hafi verið orsök þess að þotan fórst. Ahættuþoknun til umræðu Bandaríkin íhuga nú áhættuþókn- un fyrir þá sem eru að störfum á Persaflóa. Einnig er ráðgert að nýir menn taki við stjómun mestu hem- aðarumsvifa Bandaríkjamanna frá Víetnamstríðinu. Ekki hefiir verið tekin nein á- kvörðun um áhættuþóknunina en stungið hafði verið upp á hundrað og tíu dollurum á mánuði handa þeim fjórtán þúsund og níu hundmð manns sem em um borð í tíu skipum til vemdar ellefu olíuflutningaskip- um frá Kuwait. Að minnsta kosti fjömtíu og einu bandarísku skipi og tuttugu þúsund manns hefur verið stefnt til Persa- flóa. Sérfræðingar segja núverandi stjómun alls heraflans ófullnægj- andi þar sem aðmírállinn, er fer með málefiii herafla í Miðausturlöndum, hefur aðeins yfirráð yfir skipunum tíu sem em á Persaflóa. Flest banda- rísku skipanna em fyrir utan flóann. Skipalest bíður nú betra veðurs til þess að komast gegnum áhættusöm- ustu leiðina á flóanum til Kuwait. Hafa skipin létt akkerum fyrir utan Bahrain. Bandarískur tundurduflaslæðari á leið gegnum Puset-sund. Simamynd Reuter GoldStar SJÓNVÖRP Á GÓÐU VERÐI GoldStar CBZ-9222E 20" litsjónvarp með þráðlausri fjarstýringu, 16 stöðva vali, sérrás fyrir kapalsjónvarp og sérstakri audio/video tengingu. Verðið á GoldStar CBZ-9222E er 36.980,- kr. með greiðslukjörum eða 34.980,- kr. staðgreitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.