Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Síða 13
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987.
13
DV
Grafinn fiskur
Lax, silungur og karfi eru fiskar sem
vel hentar að grafa. Við birtum hér
leiðbeiningar um það hvemig á að
grafa og geta lesendur spreytt sig á
því um helgina.
Þvoið fiskinn vel og hreinsið burt
beingarða. Setjið ferskt dill í fat og
fiskinn ofan á. Fyrir hvert kíló þarf:
2 msk. salt
1 msk. sykur
1 tsk. malaðan hvítan pipar
2 msk. sérrí eða koníak
Blandið saman salti og sykri og
nuddið'blöndunni vel inn í flökin.
Leggið flak með roðið niður á fatið
og stráið pipar og afganginum af salt-
inu og sykurblöndunni yfir. Látið leka
yfir sém' eða koníak og hyljið með
dilli. Leggið annað flak ofan á með
roðið upp. Stráið dilli yfir og leggið
undir farg.
Snúið flökunum við af og til á hverj-
um degi til að saltið jafnist vel.
Eftir 3-4 sólarhringa er fiskurinn
tilbúinn. Skafið burt dill og krydd
áður en fiskurinn er sneyddur niður
til neyslu.
Hægt er að frysta grafinn fisk, ýmist
heilan eða í stykkjum. Ef þið frystið
ekki geymið hann þá í kæliskáp.
Grafsósa
2 msk. franskt sinnep
hvítur pipar
2 msk. edik
1 msk. sykur
7-8 msk. matarolía
fínskorið dill
Hrærið saman sinnepi, salti, pipar,
ediki, og sykri. Bætið við olíu smám
saman og hrærið vel í á meðan. Bætið
við ediki og sykri eftir smekk og að
lokum, mikið dill.
-PLP
Neytendur
Flestum finnst grafinn fiskur góður
Helgarinarkaöur
VERSL. VINBERIÐ
Laugavegi 43 sími 12475
Opið kl. 9.00-13.00 laugardaga
íslensku bláberin,
g kmkiber
KOMIN
KJÖTMIÐSTOÐIN
Laugalæk 2, sími 686511,
OPIÐ
kl. 7.00-16.00 laugardaga
Síðustu
dagar
UTS0LUNNAR
OPIÐ TIL KL.16.00
LAUGARDAG
Smiðjuvegi 2B
Sími 79866
Skóiavörðustíg 19 Hringbraut 119
Sími 623266 Sími 611102