Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987. Utlönd Reyna að vinna tíma vegna olíuflutninga Iranar reyna nú að vinna tíma til þess að halda olíuflutningaleiðum sín- um opnum á meðan Vesturlönd og ýmsar arabaþjóðir beita þá þrýstingi til þess að leggja niður vopn í Persaf- lóastríðinu. írakar hafa samþykkt ályktun Sam- einuðu þjóðanna um vopnahlé með vissum skilyrðum og hætt árásum á olíuflutningaskip Irana sem aftur á móti hafa hvorki hafnað vopnahlésá- lyktuninni né samþykkt hana. Og þrátt fyrir vaxandi spennu á Persaflóa hefur írönum nánast óhindr- að tekist að flytja út nær tvær milljón- ir tunnur af olíu á dag, að andvirði tuttugu og fimm milljóna dollara. Er það fé sem varið er til stríðsreksturs. Þolinmæði á þrotum Stjómarerindrekar telja að ekki líði á löngu þar til þolinmæði íraka þrjóti og þeir hefji að nýju árásir á flutninga- skip Irana. Báðar þjóðimar heyja enn styrjöld á landi en írakar hafa ekki tilkynnt um árás á aðalolíubirgða- stöðvar írana við norðurhluta Persaf- lóa síðan 13. júlí síðastliðinn. Þrátt fyrir gífuryrði gegn Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, sem sent hafa herskip til Persaflóa, virðist sem íranar reyni að halda friðinn á sigl- ingaleiðinni sem þeir sjálfir em svo háðir. Yfirvöld í Iran hafa boðið aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar, til Teheran en talsmaður hans í New York hefur sagt að aðalritarinn fari þangað aðeins ef horfur em á já- kvæðum árangri. Tvenns konar þrýstingur Diplómatískur þrýstingur gegn Iran er tvenns konar. I fyrsta lagi hafa Bandaríkjamenn, með stuðningi Breta, farið fram á það við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að sett verði á bann við vopnasölu til írana. I öðm lagi hafa arabaþjóðir við Persaflóa gert aðra tilraun til þess að Sýrland hætti stuðningi sínum við íran sem þar með myndi missa einn helsta bandamann sinn meðal araba. Eitt af því sem bendir til þess að írakar séu að missa þolinmæðina var leiðari í málgagni stjómarflokksins í íranar á Omanflóa. Þeir segjast slæða eftir tundurduflum en em sagðir leggja þau í staðinn. Hvað sem öðm líður em íranar ákaflega háðir því aö þeirra eigin oliuflutningar um flóann gangi greiðlega fyrir sig. Símamynd Reuter írak þar sem gagnrýnd var skammsýni stórveldis. Þykir fullvíst að átt hafi verið við Sovétríkin sem em með fastafulltrúa hjá öryggisráðinu. Bandarískir embættismenn hafa sagt að Sovétmenn hiki við að heíja um- ræður um bann við vopnasölu til írans. Ný tilraun Lítið virðist miða í þá átt að Sýrlend- ingar sameinist öðrum arabaríkjum frá því að vonir þar að lútandi risu fyrr á þessu ári við fund forseta íraks, Sadam Hussein, og forseta Sýrlands, Hafez al-Assad. Höfðinginn í Abu Dhabi, Zaid, hefur þó nýlega verið í Sýrlandi og er talið að hann hafi gert enn eina tilraun til þess að tala um fyrir Sýrlendingum. Zaid er núverándi forseti samvinnuráðs sex Persaflóa- ríkja. Yfirvöld í Saudi-Arabíu eiga nú í deilum við Iran vegna dauða íranskra pflagríma í Mekka og því ekki talin jafnhlutlaus aðili og Zaid í tilraunum til þess að beita Irana þiýstingi. Filippseyingar vilja kjarnorkuvopnin á brott : Suður-j Kfnahaf'&M, FILIPPSEYJAR ’ ~ ’ FiHppíska hafið\ SHHHÍ i::i:iÍÍÍ:!:ÍHÍ:ÍÍ![ Meirihluti öldungadeildarþingmanna á Filippseyjum vill nú lýsa eyjarnar kjarnorkuvopnalausar en herstöðvar Bandarikjamanna þar eru taldar búa yfir slíkum vígbúnaði. Hehningur þingmanna öldunga- deilar filippseyska þingsins lagði í gær fram tillögu um að öll kjam- orkuvopn yrðu bönnuð þar í landi. Meðal þingmannanna eru margir af helstu stuðningsmönnum Corazon Aquino, forseta landsins, og þykjast fréttaskýrendur sjá þess ýms merki að tillagan nái fram að ganga, hugs- anlega þótt Aquino freistist til að beita neitunarvaldi sínu gegn henni í fyrstu umferð. Tengslin við Bandaríkin Tillaga þessi kemur til með að valda erfiðleikum í sambúð Filipps- eyja við Bandaríkin, jafnvel þótt hún nái ekki fram að ganga. Bandaríkja- mönnum hefur undanfarin ár orðið æ ljósara að sífellt fjölgar í þeim hópum Filippseyinga sem eru her- stöðvar Bandaríkjanna á eyjunum þymir í augum. Mörg vandamál hafa skotið upp kollinum í sambúð bandarískra hermanna við eyja- skeggja og þau ekki öll af stjóm- málalegum toga spunnin því að augu Filippseyinga beinast í auknum mæli að eiturlyfjaverslun, vændi og öðrum félagslegum vandamálum sem virðast fylgja herstöðvum svo til hvar sem er. Bandaríkjamenn neita ávallt að gefa upp hvort kjamorkuvopn em til staðar í herstöðvum þeirra víðs vegar um heiminn. Sérfrasðingar í hermálum telja hins vegar mjög lík- legt að kjamaoddar séu geymdir bæði í flotastöðinni í Subic og Clark flugstöðinni á Filippseyjum. Þar sem tillaga öldungadeildar- þingmannanna gerir ráð fyrir að bannað verði að flytja kjamorku- vopn inn í landið, svo og að forboðnir verði flutningar þeirra um landhelgi og lofthelgi eyjanna, liggur ljóst fyr- ir að flytja yrði á brott öll slík vopn úr herstöðvunum verði tillagan sam- þykkt. Kjarnorkuvopnalaust svæði hefur verið lýst á og við suðurheim- skautið. Neitunarvald Corazon Aquino, forseti Filipps- eyja, getur að sjálfsögðu beitt neitunarvaldi sínu gegn tillögunni, verði hún samþykkt sem lög frá þingi landsins. Því neitunarvaldi getur ekkert haggað nema til komi tveir þriðju hlutar atkvæða í báðum deild- um þingsins, öldungadeild og fu.ll- trúadeild. Talið er hugsanlegt að tillagan hljóti tvo þriðju hluta atkvæða í öld- ungadeildinni þar sem fullur helm- ingur þingmanna ber hana fram. Ekkert er hins vegar vitað um fylgi hennar í fulltrúadeildinni þar sem hún hefur ekki einu sinni komið til umræðu enn sem komið er. Hvort forsetinn beitir neitunar- valdi er ekki gott að segja á þessu stigi. Bent er á að meðal þeirra sem bera fram tillöguna em nokkrir af helstu forystuymönnum öldunga- deildarinnar, svo og margir af helstu stuðningsmönnum Aquinos í deild- inni. Þar á meðal em forseti deildar- innar, Jovita Salonga, og mágur Aquino forseta, Agapito Aquino. Alls em það tólf öldungadeildar- menn sem að tillögunni standa. Einangrun stórvelda Jafnvel þótt þessi tillaga filipps- eysku öldungadeildarþingmann- anna falli um sjálfa sig hlýtur hún að valda Bandaríkjamönnum og raunar Sovétmönnum líka nokkrum áhyggjum. Hún bætir enn einu ríki í hóp þeirra sem nú hafa lýst yfir kjamorkuvopnaleysi eðaíhuga slíka yfirlýsingu. Þessi þróun hefur óneit- anlega nokkur áhrif í þá átt að einangra stórveldin á alþjóðavett- vangi og vonast aðstandendur tillög- unnar jalhframt til þess að hún geti þannig hægt nokkuð á vígbúnaðar- kapphlaupi risanna. Svo sem kunnugt er hafa þjóðir heims komið sér saman um að suður- heimskautið skuli vera kjamorku- vopnalaust svæði. Þá er yfirlýst kjamorkuvopnalaust svæði í hluta af Mið-Ameríku og loks hafa Ástral- ía, Nýja-Sjáland og fleiri af ríkjum Suður-Kyrrahafsins bannað að ríki þar eigi eða staðsetji á landsvæðum sínum kjamorkuvopn. Nýja-Sjáland hefiir þar gengið lengst í að framfylgja banninu en sem kunnugt er hafa þarlend stjóm- völd meinað bandarískum herskip- um að koma til hafnar vegna þess að þau gáfu ekki upp hvort um borð væm kjamorkuvopn eða ekki. riuin • ••••••••■• • riUiu P|< • • • • ■ a • ■ • • • • • •••■■•••••••••••• • • • w ••••••••■■■■ • •••■■•••■•••••■•••...... - “ - - - - • •••••••••••■••■••• HKXkt AMÐtSfiAF .wmrmi ■ iiiv vv ri ww AstralIa • •••■•■•••••••••■ • ••■••••••■■••■•" • •••••••■••••••• • •■■■•••••■■••••• • •••■••••■■■••■• • •■••■•■••••■• -••■■••••••■•• ■ ■■•••■•••«•■ • ••■•••••••••■ • ■••■•••••••* • •••••••■•••• • ••••••••••■•• • ■••■•••••• • • "-*•*•*•*•*•"•*•*•*•*•*• • • •••■•••■•••* • •••••■•••••• • ••••••■• ■ • • • • • •••••••■•••• • ••■•••■■■■••• • ••••■•••••• *«*«*»*»"»*»"*"**«*»*«*»*fc«J«pB^' • • . v.v.v.v.v.v.viviv.v.'.v.- »•«•••■•■•••■•••••••• •.• • I* ••••••■••••••••••••■•-' “ - ■•••■■•••■•■■••■•••• ••i-i-il • •••!< .v.v.*;. >■•••■•> .•.V.V.'.'i, I(ll r.S*;*!*.d • • ■ • • • •■•••• - • • • • Sidneu: Riki Suður-Kyrrahafs hafa lýst landsvæði sín kjarnorkuvopnalaus. Nýsjá- lendingar hafa gengið lengst fram í að framfylgja banninu þar. Halldór Valdimarsson og Ingibjörg Sveinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.