Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987.
11
Útlönd
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Pakistan, Benazir Bhutto, veifar til stuðningsmanna í maraþongöngunni gegn
stjórninni í gær. Simamynd Reuter
Maraþonganga
gegn Zia ul-Haq
Benazir Bhutto, leiðtogi stjórnar-
andstöðunnar í Pakistan, leiddi
maraþonmótmælagöngu í gegnum
Karachi, stærstu borg Pakistans, í
gær. Var ferðin farin i þeim tilgangi
að róa þá sem óttuðust að hún mundi
hætta stjórnmálastörfum vegna fyr-
irhugaðs hjónabands.
Bhutto var á ferð í samtals sextán
klukkustundir og ávarpaði hún
hundrað þúsund manns á tólf mis-
munandi stöðum, að því er flokks-
menn hennar sögðu. Lögreglan
áætlar að manníjöldinn hafi verið
um fimmtíu þúsund.
Flokkur Bhutto, Þjóðarflokkurinn,
hefur misst fylgi að undanförnu og
ekki hvað sist við fregnina um að
Bhutto myndi ekki vera í fremstu
víglínu eftir trúlofun sína. Bhutto
sagði við mannfjöldann að hún
myndi halda áfram stjórnmálastörf-
um eftir brúðkaupið sem haldið
verður einhvern tíma í vetur.
Á meðan á ferðinni stóð hvatti
Bhutto forseta Pakistans, Zia ul-Haq,
og stjórn hans hvað eftir annað til
að segja af sér og halda frjálsar kosn-
ingar samkvæmt stjómarskránni frá
1973. Margir göngumanna hrópuðu
slagorð að Bandaríkjunum, helsta
stuðningsmanni Pakistans. Ásökuðu
göngumenn Bandaríkin um aðild að
morðinu á föður Benazir. Zia steypti
Bhutto af stóli 1977 og lét hengja
hann tveimur árum seinna.
Hafa hrint árásum Líbýu
Stjómvöld í Tchad sögðu í gær að
stjómarher landsins hefði hrint
miklu áhlaupí Líbýuhers á borgina
Aouzou. í norðurhluta landsins, og
heföu nær þijú hundruð líbýskir
hermenn fallið í átökunum. Tals-
maður hersins í Tchad sagði að
Líbvuinenn hefðu gert fjórar tilraim-
ú til þess að ná bænimi Aouzou á
sitt vald í gær en allar án árangure.
Talsmaðurinn sagði að bardagam-
ir heföu verið mjög harðir og lieföu
um fiögur þúsund Líljýuhennenn
verið í árásareveitunum.
Að sögn talsmannsins féllu nær þrjú hundmð líbýskir hermenn í fyrstu
árásinni af fiórum en tölur um mannfall í hinum þrem voru ekki faanlegar.
í sfðustu viku sögðust hereveitir Tchad hafa fellt hátt á annað hundrað
Líbýumenn í árangurelausum tilraunum þeirra til að ná Aouzou á sitt vald
að nýju. Aouzou er á svæði sem Líbýumenn héldu hemumdu um árabil en
misstu í hendur Tchad að nýju fyrir skömmu.
Heita stjómvöldum aöstoð
: Andófsmenn úr röðum múhannxðs-
trúarmanna á Fihppseyjum, sem
barist hafa fyrir sjálfsstjóm um ára-
bil, segjast nú orðnir þreyttir á
baráttuhni ög vilja semja um frið við
stjómvöld á eyjunum.
Dimas Pundato, leiðtogi einnar af
fylkingum þjóðfrelsishreyfingar mú-
hameðstrúarmanna, sagði á frétta-
mannafundi í gær að hann og
fylgismenn háns væru búnir að fa
nóg af baráttunni.
Sagðist Pundato, sem staðið hefur í frelsisbaráttu í fimmtán ár, vera reiðu-
búinn til þess að aðstoða ríkisstjóm Corazon Aquino, forseta Filippseyja,
við að ftnna lausn á deilumálum í landinu.
Sögulegur fundur kirkjumanna
Toku við siðustu
launagreiðslunni
Dimitros, patríarki í Konstantínópel, æðsti yfirmaður Urknesku rétttrún-
aðarkirkjunnar, átti í gær fund með tveim af leiðtogumsovésku rétttrúnaðar-
kirkjunnar, Pitirim frá Moskvu og Filaret frá Kiev. Fundurinn átti sér stað
í Moskvu og er þetta í fyrsta sinn um nokkurra alda skeið sem leiðtogar
þessara tveggja kirkjudeilda hittast.
í gær kom móðir Teresa frá Kalkútta, sú hin sama og fékk friðarverðlaun
Nóbels f>TÍr faum árum, einnig í heimsókn til Moskvu. Móðir Teresa sagð-
ist vera í Moskvu í boði sovéskrar friðarhreyfingar og kvaðst vonast til
þess að fá heimild vfirvalda þar í landi til þess að nunnur fái að koma til
starfa í ríkjunum.
Viðgerðir á þinghúslnu
Leiðtogi námuverkamanna í Suð-
ur-Afríku segir að fjöldauppsagnir
hafi einungis styrkt verkfallsmenn í
baráttunni fyrir hærri launum.
Sex þúsund námuverkamönnum
var sagt upp störfum í gær og tvö
þúsund til viðbótar hefur verið sagt
að þeir missi vinnuna ef þeir snúi
ekki aftur til starfa.
í gær tóku tvö þúsund verkamenn
saman pjönkur sínur og við síðustu
launagreiðslunni frá Vaal Reef-gull-
námunni fyrir utan Jóhannesarborg
í stað þess að láta undan námueig-
endum. Að sögn leiðtoga námu-
verkamanna eru um tuttugu þúsund
námumenn við sama risafyrirtæki
einnig reiðubúnir til að láta af störf-
um. Býst hann við að uppsagnirnar
geti leitt til frekari átaka en hingað
til hafa tvö hundruð og fimmtíu særst
í átökum við lögreglu og öryggis-
verði.
Enn hafa engar viðræður farið
fram milli samtaka námumanna og
eigenda námanna sem ekki vilja
hækka laun meira en um tuttugu og
þrjú prósent. Námumenn krefjast
þrjátíu prósent hækkunar.
Nokkur þúsund námuverkamenn i Suður-Afriku hafa kosið að taka saman
pjönkur sinar og láta af störfum. Þeim hafði verið hótað uppsögn ef þeir
sneru ekki aftur til vinnu. Simamynd Reuter
Viðgerðum á þinghusinu í Was-
hingtonborg í Bandarikjunum mun
nú brátt ljúka. Mun byggingin þá
losna endanlega við vinnupalla þá
sem óprýtt hafa hana undanfkrið,
en viðgeiðimar hafa tekið fjögur ár.
Talið er að viðgerðin hafi kostað um
þijátíu milljónir dollara.
Nú er aðeins lítill hluti vinnupall-
anna eftir á framhlið þinghússins,
en tveir byggingarkranar tróna þó
enn yfir þvi.
Sérkennilegt loftfar
Þessi sérkennilega flugvél var ein
af sjötíu tegundum loftfara sem sýnd
voru á flugsýningu í 111811100 í út-
jaðri Moskvu f gær. Flugvél þesai,
sem er hringlaga, var hönnuð af
nemendum í flugstofnun í Moskvn
og var framlag þeirra til sýningar-
innar.
Mikill áhugi hefur undanfarið gert
vart við sig á hönnun og byggingu
sérkennilegra loftfara. Ekki fylgdi
sögunni frá Moskvu hverjir flugeig-
inleikar þessa hér eru, en ljóst er að
það er nógu einkennilegt.