Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1987, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987.
5
Bergur Olafsson og Ingólfur Sigurbjörnsson við beitningavélina um borð i Eyrúnu AR 66 frá Þorlákshöfn. Eyrún er
24 tonna bátur og reyndist fulllítill fyrir þá stærð beitningavéla sem reynd var. DV-mynd Heiðar Marteinsson
Ný íslensk beitingavél væntanleg á markaðinn
Beitingamenn
verða óþarfir
„Þessi vél er enn á þróunarstigi en
ég tel að tilbúin verði hún einhver
mesta bylting í sögu beitingar síðan
öngullinn var fundinn uppsagði Sig-
urbjöm Ævarr Jónáson, húsasmiður
og fyrrverandi sjómaður, sem nú er
langt kominn með framleiðslu á nýrri
beitningavél sem hann hefru- fundið
upp.
Sigurbjöm er búinn að vinna við
uppfinningu sína alfarið síðustu tvö
árin en nú em liðin um tuttugu ár frá
því hugmyndin að henni varð til.
„Ég hef aldrei gert neinar uppfinn-
ingar áðm- en eina nótt fyrir tuttugu
árum birtist mér hugmyndin nánast
fullsköpuð. Konan mín segir að ég
hafi verið orðinn svo leiður á því að
leggja línu en ég var alinn upp við að
beita.
Mikil þörf er fyrir þessa vél og ég
hef fengið fjölda margar fyrirspumir
og pantanir. Og það er ekki bara hér-
lendis sem slíka vél vantar. Það fer
mjög eftir peningunum hvað það tekur
langan tíma að fullvinna beitningavél-
ina en ef ekki væri peningaskortur
tæki það innan við ár.“
Beitningavél Sigurbjamar hefur
verið reynd í bátnum Eyrúnu frá Þor-
lákshöfh og reyndist mjög vel, nema
hvað vélin var fullstór og afkastamik-
il fyrir bátinn sem aðeins er 24 tonn.
Fjárhagslega hliðin hefur verið erf-
iðust. Að sögn Sigurbjamar hafa farið
margar milljónir í fyrirtækið og hús
og eignir veðsettar í topp. Það hefur
viljað honum til happs að Þorsteini
Gíslasyni fiskimálastjóra og Halldóri
Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra
leist vel á fyrirtækið og veittu honum
peningastyrki. Þá hefur Rannsóknar-
ráð ríkisins tvívegis úthlutað honum
styrkjum til að ljúka verkinu.
„Helstu kostir vélarinnar em að hún
er fyrirferðarlítil. Hún beitir um leið
og hún dregur og hún er sjálfvirk, það
er hún skiptir um ábót, beitir og stokk-
ar línunni beittri inn í rekka í þar til
gerðri tromlu. Vélin geymir línuna
fullbeitta við kjörhitastig þar til hún
skal lögð. AUir þættir vélarinnar verða
tölvustýrðir úr brú.
Með þessari vél sparast fimm til sex
menn og beitingamenn verða þvi
óþarfir," sagði Sigurbjöm Ævarr Jóns-
son. -ATA
_______________________Viðtalið
„Lét verða af því
að fara hringinn“
segir Halldóra i. Rafnar, nýráðinn ritstjóri ritsins Islensk fyrirtæki
„Ég hef verið að kynna mér málin
frá þvi að ég hóf störf þann 17. ágúst
síðastliðinn, sölumenn em famir að
ganga í fyrirtækin og allt er komið
í fullan gang við undirbúning á
næstu bók sem kemur út um miðjan
janúar á næsta ári,“ segir Halldóra
J. Rafhar, nýráðinn ritstjóri ritsins
Islensk fyrirtæki, sem gefið er út af
Frjálsu framtaki.
Halldóra var áður blaðamaður á
Morgunblaðinu en þar hefur hún
starfað frá því í febrúar 1985, fyrst í
föstudagsblaðinu en nú síðast í er-
lendum fréttum. Hún útskrifaðist frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1967
og lauk BA-prófi í ensku og sagn-
fræði frá Háskóla íslands árið 1972.
Frá 1971-1984 var hún kennari við
framhaldsskóla, lengst af við Fjöl-
brautaskólann í Ármúla þar sem hún
kenndi ensku.
„Ég er fædd á Akureyri árið 1947,“
segir Halldóra, „en var mikið á
flakki milli Reykjavíkur og Akur-
eyrar á meðan faðir minn sat á þingi.
Ég settist endanlega að í Reykjavík
17 ára gömul. Ég var alltaf staðráðin
í að flytjast til Akureyrar aftur en
Halldóra J. Rafnar sem nýlega hóf
störf sem ritstjóri ritsins íslensk fyrir-
tæki sem Frjálst framtak gefur út.
DV-mynd GVA
síðan hefur þetta æxlast allt á annan
veg og ólíklegt að ég láti verða af
því úr þessu. Ég ber samt taugar til
bæjarins enn og reyni að koma við
þar minnst einu sinni á ári.“
Halldóra er gift Jóni Magnússyni
lögmanni og eiga þau tvo syni, 20
og 7 ára gamla. „Við erum nýkomin
úr ferðalagi, létum verða af þvi að
ferðast hringinn í kringum landið
og hafði ég mjög gaman af. Ég hef
áður farið hringinn en var þá ekki
jafhheppin með veður og nú.
Síðan fór ég í veiði í Víðidalsá og
tókst að krækja í tvo laxa. Ætli úti-
vist sé ekki aðaláhugamálið og
bókalestur þegar tími gefst til líka.
í frístundunum heimsæki ég stund-
um systur mínar og foreldra sem eiga
sumarbústað á Flúðum.“
Halldóra segir að sér hafi fundist
nauðsynlegt að breyta til frá kennsl-
unni sem hún var búin að starfa við
í 13 ár áður en hún fór út í blaða-
mennskuna. „Þótt kennslan hafi
verið skemmtileg langaði mig ekki
að festast alveg í henni og fannst
ágætt að reyna eitthvað nýtt. Starfið
sem ég er í núna er síðan aftur frá-
brugðið blaðamennskunni, það eru
öðruvísi álagspunktar í því. Mér líst
bara vel á starfið af fyrstu kynnum
og það sem framundan er,“ sagði
Halldóra að lokum.
-BTH
Fréttir
Vöruskiptin
á réttu róli
hagstæð um 1.441 milljón fyiri helming ársins
Enda þótt kaupæði þjóðarinnar síð-
ustu mánuði hafi kallað á innflutn-
ingsæði hefur útflutningur á íslenskri
framjeiðslu aukist það mikið á sama
tíma að enn er 1.441 milljónar afgang-
ur eftir fyrri helming ársins. Það er
þó helmingi minna en á sama tíma
fyrir ári. Þessi niðurstaða fæst með
samanburði á f.o.b. verði í báðar áttir,
sem er verð frítt um borð í flutninga-
tæki.
Á tímabilinu janúar til júní í ár voru
fluttar út vörur fyrir 25.792 milljónir
en inn fyrir 24.351 milljón króna.
Úflutningurinn var 16% verðmætari
en á sama tímabili á síðasta ári en
innflutningurinn aftur á móti fyrir
26% hærri upphæð.
Af útflutningnum voru sjávarafurðir
fyrir 19.985 milljónir, ál fyrir 2.454
milljónir, kísiljám fyrir 938 milljónir,
skip og flugvélar fyrir 242 milljónir
og ýmislegt ósundurgreint fyrir 2.173
milljónir króna
Almennur innflutningur er 27,4%
dýrari núna en á fyrri helmingi 1986.
Verðmæti olíuinnflutnings er 21,8%
minna, þvi núna var flutt inn fyrir
1.798 milljónir króna á móti 2.301 millj-
ón króna fyrstú sex mánuði síðasta
árs.
Ef gerður er samanburður á útflutn-
ingi á f.o.b. verði og innflutningi á
c.i.f. verði, með flutningskostnaði, er
jöfiiuðurinn óhagstæður á fyrri helm-
ingi ársins um 1.366 milljónir króna.
-HERB
Átök um loðnuverðið:
Vorkenm þeim
sem verður
oddamaður
- segir Óskar Vigfússon
„Það er ljóst að vísa verður ú-
kvörðunum um loðnuverð til vfir-
nefridar því í Verðlagsráði næst ekki
samkomulag. Þá kemur inn odda-
maður frá Þjóðhagsstofnun og það
verð ég að segja að hann er ekki
öfundsverður. Ég hreinlega vor-
kenni þeim manni sem tekur odda-
sætið." sagði Óskar Vigfusson,
formaður Sjómannasambandsins, í
samtah við DV.
Óskar sagði að hyldýpi væri á
milli þess verðs sem kaupendur vilja
bjóða og þess sem seljendur vilja fá.
Jónas Jónsson, forstjóri Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjunnar á Norður-
garði, sagði að samkvæmt útreikn-
ingum Þjóðhagsstofhunar væri ekki
hægt að greiða meira en 1277 krónur
fyrir tonnið. í f>Tra var meðalverð í
kringum 1900 krónur og seljendur
héldu sig við það verð nú, eða mjög
nærri því. Útilokað væri fyrir verk-
smiðjumar að greiða það verð.
óskar Vigfússon sagði að Sjó-
mannasambandið sendi nú út
áskoranir til sjómanna um að hefja
ekki veiðar upp á væntanlegt verð.
Ef verðið verður eitthvað nærri hug-
myndum kaupenda myndu allir
loðnusjómenn verða á lágmarks-
kauptrvggingu. Því væri skorað á
þá að hefja ekki veiðar fyrr en verð
liggur fvrir.
Loðnuverðsákvörðuninni hefur
enn ekki verið vísað til yfimefndar
en tahð er líklegt að það verði gert
að loknum fundi í Verðlagsráði í
næstu viku.
{ gær gengu fulltrúar hagsmuna-
aðila á fund sjávarútvegsráðherra
og skýrðu honum frá málavöxtum
varðandi loðnuverðið.
-S.dór
Jóhann Hjartarson:
Boðið á eitt sterk
asta skákmót
ársins
Hinn einstæði árangur Jóhanns
Hjartarsonar stórmeistara, á milli-
svæðamótinu í Ungveijalandi á
dögunum, er greinilega farinn að segja
til sín úti í heimi. Nú hefur Jóhanni
borist persónulegt boð um að taka
þátt í einu sterkasta skákmóti sem
haldið er á þessu ári. Hér er um að
ræða skákmót í Júgóslavíu, sem fram
fer í októbermánuði. Hefur Jóhann
þekkst boðið. Venjulega berast boð
sem þetta til Skáksambands íslands
og þá um að senda einhvem stórmeist-
ara á skákmót.
Meðal stórmeistara sem vitað er um
að taka þátt í mótinu auk Jóhanns
eru Short frá Englandi, Viktor
Kortsnoi, Sviss, Beljavskí, Sovétríkj-
unum, Salov, Sovétríkjunum, Nicolic
og Ljubojavic frá Júgóslavíu. Mótið
verður í 14. eða 15. styrkleikaflokki
eða svipað og IBM mótið í Reykjavík
í vetur er leið.
Þetta sterka mót er góð æfing fyrir
Jóhann áður en keppnin á áskor-
endamótinu hefst í febrúar á næsta ári.
-S.dór