Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. Spumingaleikur_________ Veistu fyrr en í fimmtu tilraun? Hér býður DV lesendum að reyna sig við sjö spurningar úr ýmsum áttum. Skráið hjá ykkur stigin og sjáið hve glögg þið eruð. 5 stig 4 stig 3 stig 2 stig 1 stig *o O CD >- CD U_ „Ég ætla ekki að deyja eins og aðrir menn heldur aka líkt og Elía í eldlegum vagni til himins," spáði hann fyrir um örlög sín. Sá sem þetta sagði var eitt af höfuðskáldum íslendinga á sinni tíð. Hann var fæddur árið 1864 og andaðist árið 1940. Eitt af þekktustu kvæðum hans hefst á orðunum: „Rís þú, unga íslands merki." Þetta er mynd af ^ honum ^ á yngri A árum. i V* 1» Staður í veröldinni Sagt er að hvítir menn hafi fyrst komið á þennan stað árið 1540 í leiðangri um Klettafjöllin í Bandaríkjum. Staðurinn var gerður að þjóðgarði árið 1919. Þessi staður er í Arizonaríki í Bandaríkjunum. Á þessum stað eru frægar minjar um fornar hellabyggð- ir indíána. Staðurinn er myndaður af stórfljóti sem rennur um hann. Sagt er að þetta séu einhver hrikalegustu gljúfur sem um getur í heiminum. Fólk í fréttum Hann slapp úr háskanum með skurð á augabrún. Orsök vandræðanna voru gangtruflanir í vél farkostsins sem hann var á. Hann var á siglingu á Faxaf- lóa á leið til Reykjavíkur. Báturinn strandaði á skeri undan Mýrum. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom manninum til bjargar. Frægt í sögunni Liðin eru 70 ár síðan at- burður þessi varð. Sagt er að hann hafi haft veruleg áhrif á sögu mann- kyns. Herför til hallar nokkurrar í Pétursborg er talin hafa skipt sköpum. Atburður þessi varð til þess að nýtt ríki var stofnað. Þannig leit A \ maðurinn, > ^ J £i Sjaldgæft orð Þetta orð var meðal annars notað um stutta ár sem notuð var til að stýra með. Það hefur einnig verið notað um það að koma í veg fyrir eitthvað. í fleirtölu er þetta orð haft um höft eða hindranir. Það er skylt orðinu hemill. Þegar talað er um að eitthvað dragist á langinn er orðasam- bandið að dragast úr... not- að. Stjórn- málamaður Maður þessi var fæddur árið 1815 og andaðist árið 1898. Sem leiðtogi þjóðar sinnar háði hann þrívegis sigursæl stríð. Hann var Prússi og varð for- sætisráðherra í því ríki árið 1862. Hann var neyddur til að segja af sér embættum árið 1890. Hann hafði viðurnefnið járnkanslarinn. Rithöfundur Fyrstu skáldsögu sína kallaði hann Mannamun. Hann var fæddur árið 1825 og lifði til ársins 1899. Hann var trésmiður að at- vinnu en skrifaði samt sex skáldsögur, tvö leikrit og gaf út Ijóðasafn. Hann átti heima á Akranesi seinustu æviárin. Hann var fæddur í Mýrdal og kenndi sig við þann stað. Svör á bls. 46 Íslensk fyndni Leggið manninum orð í munn. Merkið tillöguna: „íslensk fyndni", DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Og skammist ykkar svo!" Höfundur: Sigríður Guðmundsdóttir, Boðaslóða 19, 900 Vestmannaeyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.