Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Side 21
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. 21 Veiðivon Verð á veiðileyfum: Er sprenging yfirvofandi? Núna, þegar þetta sumar meö 8% minni veiði í laxveiðinni er liðiö og menn búnir að leggja stangirnar á hilluna eru margir stangaveiðimenn í vafa um hvort þeir eiga að kaupa eins mikið af veiðileyfum og þeir gerðu í sumar. Er þetta ekki komið út í vitleysu? „Ég er hættur í lax- veiðinni og kominn alfarið í silung- sveiðina, þar eru þetta ekki eins mikil fjárútlát og í laxinum," sagði mikill laxveiðimaður í vikunni og bætti við: „Sérðu hvað er að gerast í Kjósinni? Margir eru að bjóða í ána og þetta þýðir að ef hún hækkar frá í fyrra hækkar Norðuráin líka þar sem menn fá mest tveggja, þriggja og fjögurra punda titti. Þetta gengur ekki lengur, skynsemin verður að ráða ferðinni,“ sagði fyrrum laxa- bani og hélt á braut í fússi. Einn þeirra sem keyptu hvað flest laxveiðileyfi i sumar var eina 60 daga við veiðar í ýmsum veiðiám en veiddi „aðeins" hundrað laxa. í tveimur síð- ustu veiðitúrunum í haust veiddi hann 40 laxa sem þýðir 60 laxa yfir allt sumarið og var samt við veiðar í mörgum bestu veiðiánum. Stund- um getur veiðin verið skrítin og enginn veit fyrr en eytt hefur í veiði- leyfi. Margir veiðimenn hafa gælt við þá hugmynd síðustu daga að einhver lækkun yrði á veiðileyfum næsta sumar en nýjustu fréttir benda til annars, t.d. 26,5%, 26,5% og 30% hækkunar á veiðileyfum í Blöndu, Laxá á Refasveit og Svartá. Áhugi manna á þeim veiðiám, sem núna eru til leigu, er mikill. í Anda- kílsá, sem var boðin út um daginn, komu 9 tilboð og í Laxá í Kjós voru þau víst 5. Það eru kannski draumór- ar að láta sér detta verðlækkun í hug en hún á nú samt rétt á sér. Eitt hefur þó vakið athygli veiði- manna og þaö er smálækkun í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu. Það er ljós punktur þegar veiðiá lækkar aðeins í verði en hækkar ekki, það ber að virða. -G. Bender Ingimar Haraldsson kennir ungum syni sinum fyrstu handtökin i Kjósinni en hvort hann fer í laxveiðina verður timinn að leiða i Ijós. DV-mynd G. Bender Veiðieyrað > Armenn hnýta FélagskapurinnÁrmenn keypti sér félagsheimili í Dugguvogi 13 eins og við greindum frá á sínum tíma og hafa þeir félagar komið þarna upp hinni bestu aöstöðu. En þetta eru dýr kaup hjá þeim Ármönnum og til að fjármagna kaupin meðal annars hjálpast fé- lagsmenn að. Nú hnýta þeir flugur nokkur kvöld í viku inni í Dugguvogi (í Duggunni) og selja upp í þær afborganir sem þeir þurfa að borga af húsnæðinu sínu. Þetta kallar maður nú að allir leggist á eitt. Eða eins og maðurinn sagöi „ég ætla að fá 60 rauðar franes“. Laxa í Kjos Spennan kringum Laxá í Kjós er mikil þessa dagana um hver hreppir hnossið og voru víst 6 til- boð þegar þau voru opnuð. Það ætti að skýrast allra næstu daga hver fær ána næsta sumar. Opið hús Fyrsta opna húsið var bjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur í gærog varfjölmennt. GuðniGuð- bergsson flutti þar skýrslu sína um veiðina í suraar. í desember mun verða jólaglögg og svo opið hús, árshátið, og opið hús á nýju ári. Stefán A. Magnússon er formaður og með honum eru í skemmtinefnd Ámi Jóhannesson og Einar Sigfússon. Dorgveiði á miklum vinsældum að fagna hjá veiðimönnum og það nýjasta hefst upp úr áramótum en þá byrjar dorgveiði fýrir alla á Geitabergsvatni í Svínadal. Þar geta allir sem vilja keypt sér veiöileyfi á hóflegu verði og veitt. Ekki er aö efa að veiðimenn eiga eftir að notfæra sér þessa nýjung. Meira um þetta seinna. G.Bender „BÍLL ÁRSINS" ! Um helgina kynnum viö nyjan glæsilegan bíl fra Peugeot, PEUGEOT 405. PEUGEOT 405 hefur alla þa goöu eiginleika sem einkennt hafa Peugeot bíla í gegnum tiðina, svo sem sparneytni, þægindi, öryggi, gott rými og hina rómuðu Peugeot fjöðrun. Nytt glæsilegt útlit, tölvuhönnun, hágæðasamsetning framkvæmd af vélmennum, ABS bremsukerfi og frabærir aksturseiginleikar gera hann öðrum bilum fremri sem sest best a því að hann er kjörinn bíil ársins í Danmörku. Líttu inn um helgina og kynntu þér gæðin af eigin raun.| JOFUR HF Nýbýlavegi 2 • sími 42600 PORHILOLB'SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.