Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Síða 27
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987.
27
Það hefur lítið farið fyrir nýjustu
mynd þeirra Cohen bræðranna
sem ber heitið Raising Arizona.
Þeir sem hafa séð hana eru þó sam-
mála um að hér sé um að ræða
meiri háttar gamanmynd.
Það sem kemur sumu fólki til að
veltast um af hlátri framkallar
varla bros hjá öðrum, hvað þá
meira. Það er þetta vandamál sem
leikstjórar og framleiðendur gam-
anmynda verða að horfast í augu
við. Sú lausn, sem þeir hafa fundið,
er að búa til mynd sem fellur sem
'flestum í geð en með mjög mismun-
andi árangri. En málið er flóknara
en þetta. Spyrja má þeirrar spurn-
ingar hvort íslendingar hafi sams
konar kímnigáfu og Bandaríkja-
menn eða hvort hún sé hkari
kímnigáfií Þjóðverja eða Dana, svo
einhver dæmi séu tekin. En þar
sem flestar myndir, sem sýndar eru
hérlendis, eru ættaðar frá Banda-
ríkjunum er ofur eðlilegt að íslend-
ingar séu vanastir bandarískri
útfærslu á hvað sé fyndið og ekki
fyndið á hvita tjaldinu. Þó eru fjöl-
margir sem kunna að meta kímni-
gáfu Frakka í kvikmyndum eins
og sést best á því að nokkrar vin-
sælustu gamanmyndir, sem sýndar
hafa verið hér, eru franskar. Má
þar nefna hinar stórkostlegu Tati
myndir. Einnig voru það fáir sem
ekki létu sig hafa það að skreppa í
Háskólabíó þegar þar var sýnd
myndin Funny People. Hún var þó
hvorki bandarísk né frönsk heldur
frá S-Afríku.
Rjómatertur
Það sem hefur háð bandarískri
gamanmyndagerð er hve mikhr
öfgar koma þar fram. Það eru tak-
mörk fyrir því hve áhorfendur eru
tilbúnir að horfa lengi á rjóma-
kökukast sem beinist aðallega að
andhti viðkomandi eða horfa á elt-
ingaleik fram og til baka með
tilheyrandi uppákomum. Að visu
er hægt aö gera þessi atriði mjög
fyndin eins og Charles Chaplin
gerði en það verður að segjast að
Chaphn er undantekningin sem
sannar regluna eins og oft er kom-
ist að orði.
Það var svo með tilkomu Woody
Allen, og þá sérstaklega eftir að
hann sendi frá sér myndina Annie
Hall, að Bandaríkjamenn áttuðu
sig á því að það var hægt að hlæja
að fleiru en rjómakökukasti.
Myndir Woody Allen gerðu kröfur
til áhorfenda en buðu upp á í stað-
inn ógleymanleg atriði þar sem
látbragð og lítil atvik ásamt hnyttn-
um texta sköpuöu atvikaröð sem
lét áhorfendur veltast um af hlátri.
Gott dæmi er atriðið þegar Woody
AUen var að leika meiri mann en
hann var og hnerraði þegar honum
var boðið í fyrsta sinn að neyta
kókains í veislu. Útfærslan á þessu
atriði var óborganleg.
Nýtt afbrigði
Annar bandarískur leikstjóri
reyndi að heíja ijómakökukastið á
dálítið hærra plan, þó með mjög
misjöfnum árangri. Er það Mel
Brooks sem hlaut „heimsfrægð" á
íslandi fyrir mynd sína Young
Frankenstein. Að vísu hafði hann
gert nokkru áður mjög góða gam-
anmynd með þeim Gene Wilder og
Zero Mostel sem bar heitið The
Producers en einhvern veginn
tókst ekki að vekja athygli kvik-
myndahúsagesta nægjanlega vel
meðan hún var sýnd í Hafnarbíói
heitnu fyrir mörgum árum. Brooks
átti nokkrar aðrar góðar myndir
eins og Blazing Saddles og High
Anxiety en yfirleitt tókst honum
ekki að rífa sig upp úr meðal-
mennskunni.
En nú hafa komið fram á sjónar-
sviðið tveir bandarískir bræður
sem telja sig hafa gert góða gaman-
mynd. Eftir viðbrögðum áhorfenda
að dæma virðist þeim hafa tekist
ætlunarverkið vel. Það sem er
einnig athyglisvert er að þeim hef-
ur tekist að sameina kosti gaman-
mynda Mels Brooks og Woody
Allen án þess að taka of mikið af
því neikvæða.
Hröö viðburðarás
Þeir Cohen bræður telja sig hafa
KvikmyndLr
kornunum varö ekki barna auðið
og þetta vandamál virtist ætla að
raska hamingju hjónabandsins.
Með góðu eða illu
Þaö sem fyllti svo mæliim var þegar
Hi og Edwina fundu út að auðkýfing-
urinn Nathan Arizona og kona hans,
Florence, hefðu eignast fimmbura.
Hi fannst komið nóg af ranglæti
heimsins og ákvað að taka réttlætið
í sínar hendur. Hann einfaldlega
rændi Nathan junior Arizona.
Til að gera máhð enn flóknara
koma á sama tíma í heimsókn tveir
strokufangar, þeir Gale og Evelle,
sem höfðu kynnst Hi á glæpa-
mannsárum hans. Einnig bætist
við skuggalegur náungi að nafni
Leonard Smalls sem er að eltast við
þá Gale og Evelle og ferðast um á
mótorhjóli.
Ekki skal söguþráður rakinn
frekar en áður en myndin er úti
hefur Hi misst vinnuna, rænt versl-
un og skilið við konuna, a.m.k. um
stundarsakir. Ekki þarf Nathan
junior Arizona heldur að kvarta.
Honum er rænt af Gale og Evelle
sem gleyma honum á einum ráns-
staðnum og svona mætti lengi telja.
Cohen bræður
Það kom mörgum á óvart að þeir
Cohen bræður skyldu hafa gert og
getað gert Raising Arizona. Þeir
voru „uppgötvaðir" árið 1984 þegar
þeir gerðu myndina Blood Simple.
Myndin, sem var tryllir, hlaut ein-
dæma lof gagnrýnenda sem áhorf-
enda. Var þeim bræðrum hrósað
fyrir frábæra leikstjórn og hina
sérstæðu hrynjandi sem þeir náðu
fram í myndum sínum í samspili
við sterka myndræna kvikmynd-
un. Þeir sem sáu þessa mynd á
sínum tíma í Tónabíói geta staöfest
þetta. Þótt efniviöur Raising Ari-
zona sé mjög frábrugðinn Blood
Simple hefur þeim bræðrum tekist
að halda stíl sínum. Þar sem hér
er um að ræða gamanmynd ein-
beita þeir sér náttúrlega mun
meira að hinum gamansömu hlut-
um í lífinu með sérstaka áherslu á
svokallaöa háðska fyndni eða
ádeilufyndni.
Frændi Coppola
Sá sem fer með hlutverk Hi er
ungur leikari að nafni Nicolas
Cage. Það fer ekki mikið fyrir hon-
um en hann er samt sem áður
sniðinn í hlutverkið. Hann hefur
leikið bæði fyrir sjónvarp og í kvik-
myndum. Hann hóf feril sinn á
hvíta tjaldinu í unglingamyndinni
Fast Times at Ridgemont High. Síð-
an fylgdu myndir á borð við
Rumble Fish (1983), The Cotton
Club (1984), Birdy (1984), The Boy
in Blue (1985), Peggy Sue Got Marri-
ed (1966) og svo Miracle Mile (1986).
Þegar þessi listi er skoðaður kem-
ur í ljós að Cage hefur leikið í
þremum af myndum Francis Ford
Coppola. Það er reyndar ekki svo
skrítið því Cage er frændi hans.
Cage varð að láta breyta nafninu
sínu til þess að allir væru ekki að
tengja hann við frænda hans og að
hann fengi ekki hlutverkin út á
ættina heldur hæfileikana.
Hvað næst?
Sjálfum finnst Cage erfitt að
vinna með Coppola, ekki síst vegna
þess hve óskipulegur hann er. Þeg-
ar hann mætir á. staðinn til
kvikmyndaupptöku hefur hann
yfirleitt fastmótaða skoðun í hug-
anum hvernig myndin og atriðin
eigi að vera. Hins vegar er hans
sterka hlið að geta og vilja breyta
út frá hugmyndinni og veita inn í
myndina nýjum og ferskum hug-
myndum frá leikurum og sam-
starfsfólki.
Cage fannst erfitt að leika með
ungbörnunum. Um 20 böm voru
höfð til reiðu meðan á kvikmynda-
tökunni stóð og fannst Cage meira
en nóg um augnatillit sumra mæðr-
anna er hann þurfti að meðhöndla
börnin meðan kvikmyndataka fór
fam.
Fyrir þá sem hafa áhuga á þvi
hvenær þessi mynd birtist hér má
geta þess að það er Twentieth Cent-
ury Fox kvikmyndafélagið sem sér
um dreifinguna.
Junior litli lendir í ýmsu. Hér tekur hann þátt i bankaráni.
H.l. McDonnough, öðru nafni Hi.
gamanmynd
komið fyrir í myndinni öllum þeim
þáttum sem einkenna góða nútíma
gaman- og spennumynd - börn,
Harley Davidson mótorhjól og svo
sprengiefni. Þetta eru lykilorð
þeirra félaga.
Raising Arizona fjallar um H.I.
McDonnough, sem yfirleitt er kall-
aður bara Hi, og konu hans,
Edwinu. Þau kynntust á allsér-
kennilegan máta. Hún starfaði sem
lögreglukona en hann sem afbrota-
maður. Sérgrein Hi var að ræna
smáverslanir og var ekki betri en
svo að Edwina þurfti í sífellu að
bóka hann. Upp úr þessu felldu þau
hugi saman og skelltu sér í hjóna-
bandssæluna.
Hi lofaði bót og betrun og hóf störf
sem málmiðnaðarmaður. En Adam
var ekki lengi í Paradís. Hjóna-