Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Side 31
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987.
T:
Vv' JS
* . ..
Verólaunagripir Grims. Hugmyndirnar fæddust fyrir austan land
Grímur bætir því við að vinnan
sjálf sé honum líka mikil uppspretta,
bæöi hvað varðar efnivið og við-
fangsefni. Hann bendir á nokkur
verk þarna í stofunni þessu til stað-
festingar. Meðal þeirra eru myndir
úr massífu járni og lágmyndir úr
kopar. „Þetta eru efni og aðferðir
sem ég var upphaflega aö fást við í
vinnunni hjá Héðni.
Hvað viðfangsefnunum viðvíkur
finnst mér aö ég þurfl að þekkja þau
vel. Ég mála stundum „portret" en
þá aðeins af fólki sem ég er ófeiminn
við. í beinum tengslum við veruna á
sjónum eru fiskar mér sérstaklega
hugleiknir. Ég er til dæmis mjög hrif-
inn af saltfiski; mér finnst hann hafa
sérstaklega fallegt form.“ Þetta form
hefur Grímur unnið í ýmsum stærð-
um og útgáfum, allt frá veggskildi í
fullri stærð niður í hluta af hálsmeni
úr járni. Það síðarnefnda var einmitt
á sýningu á skartgripum sem Grímur
hélt ásamt Rúrí í Gallerí Langbrók
fyrr á þessu ári.
„Þessi skartgripasmíði kom í fram-
haldi af því þegar ég vann tvisvar
við gullsmíðar í önnum jólahátíðar-
innar. Helmingur gripanna á sýning-
unni var úr járni en hinn helmingur-
inn silfurmunir með íslenskum
steinum í. Það var ákaflega ánægju-
legt að taka þátt í þessari sýningu
með Rúrí. Hún er einstaklega fjöl-
hæfur listamaður og að sama skapi
hugmyndarík.“
- Ef við snúum okkur að viðurkenn-
ingunum, sem þú hlaust fyrr í haust,
hvaða gildi höfðu þær fyrir þig og
þína myndsköpun?
„Mér hefur fundist að fólk sýni
verkum mínum meiri áhuga nú en
áður. Almennt eru menn mjög já-
kvæðir. Þess vegna er ég að vona að
þessi verðlaun hafi í fór með sér aö
ég gpti snúið mér að hstsköpun í rík-
ari mæli á næstunni."
„Að mínu mati á samkeppni af
þessu tagi fullan rétt á sér. Þarna fær
einstaklingurinn að njóta sín, hann
keppir við aðra listamenn á jafnrétt-
isgrundvelli í stað þess að klíkuskap-
ur eða önnur annarleg sjónarmið
ráði ferðinni. Annars er eins og þeir
sem hafa þegar skapað sér nafn taki
ekki þátt í svona keppni; það er eins
og þeir taki ekki áhættuna.
Þessi viðurkenning hefur lika mik-
ið að segja fyrir mig persónulega.
Hún er mjög uppörvandi á allan hátt.
í gegnum tíðina hefur verið litið á
mann sem léttgeggjaðan að vera að
stússa í þessum hlutum hvenær sem
færi gefst. Nú er ég öruggari með
mig og fyrirverð mig síður fyrir það
sem ég er að fást við.
Ég hef fundið að fólk setur fyrir sig
að ég hef hvorki notið mikillar
menntunar né haft tækifæri til að
einbeita mér að myndlistinni. Stund-
um hefur mér sámað en það hefur
samt aldrei komið til greina að hætta
þessu stússi. Minn styrkur felst í því
að hafa reynt margt.“
- Hvað finnst þér þá um langskóla-
gengið listafólk sem býr að heldur
lítilli hversdagslegri reynslu?
„Mér flnns áberandi hvað það fólk,
sem kemur fram í dag, er mótaö í
sama farveg. Oft er efnilegt listafólk
eyðilagt strax í byrjun þar sem það
er mótað í utanaðkomandi hefðir og
stefnur. Það er eins og þetta fólk
komist aldrei úr viðjum að nýju. Af-
leiðingin verður sú að einungis örfáir
skara fram úr eða hafa persónuleg
stíleinkenni."
Jón Gunnar
okkar bjartasta stjarna
„Flestir eru líka mjög uppteknir af
sjálfum sér á unga aldri og hugsa
fyrst og fremst um persónulegan
frama. Það er mikill rigur milli lista-
manna hér á landi og aðeins fáir svo
í iSmk
']í 'L.,
L;
1 ■
;
Í X f jM|, 4 jjLti
r * J
Það var i Vélsmiðjunni Héðni sem Grimur fékk þjálfun i málmsuðu.
þroskaðir að þeir viðurkenni getu
annarra. Með tímanum áttar þetta
fólk sig kannski og uppgötvar jafnvel
að það hefur í raun lítið sem ekkert
fram að færa.
En þetta á sem betur fer ekki viö
um alla. Okkar bjartasta stjarna í
myndhöggyarastétt er Jón Gunnar
Árnason. Ég átti því láni að fagna
að vinna með honum við stækkun
verka hans, „Sólarauga" í Mjódd og
„Skipið" á Hellissandi. Það var mikil
reynsla. Svo er Jón Gunnar einstak-
lega skemmtilegur og góður drengur.
Stórvirkastur þeirra myndhöggv-
ara, sem nú lifa, er Ragnar Kjartans-
son en hann er ennfremur sá maður
sem hefur unnið Mynddhöggvarafé-
laginu hvað mest gagn og á fyrstu
árum þess,“ segir Grímur og getur
jafnframt þeirra velvildar sem
Reykjavíkurborg hefur sýnt félögum
í Myndhöggvarafélaginu með því að
lána þeim aðstöðu að Korpúlfsstöð-
um. Hann tekur sér stutta málhvíld
áður en hann svarar seinustu spurn-
ingunni.
„Hér á árum áður var ég róttækur
í skoðunum, enda hef ég ailtaf haldið
með þeim sem eru undir í þjóðfélag-
inu. Nú finnst mér hins vegar að þeir
sem þykjast berjast hvað mest fyrir
alþýðuna geri það aðeins í orði en
ekki á borði. Bil milh stjómmálaflokka
er það htið að það tekur engu tah. Ef
tala á um íhald og afturhald eru það
helst kommamir sem standa í vegi
fyrir breytingum og umbótum. Það er
neyðarlegt þar sem engir tala meira
um framfarir en þeir.
En svo ég svari spurningunni hef
ég aldrei ætlað mér að boða eitthvað
með þessum verkum mínum. Ég hef
bara gert það sem mig hefur langað
til að gera og þá fyrst og fremst fyrir
sjálfan mig. Ég gæti samt aldrei
hugsað mér að skapa hluti sem væru
ljótir eða gerðu einstaklinginn að
verri manni.“ -JKH