Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Síða 33
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987.
45
Popp/Smælki
Sæl nú!...
Hún Gróa á Leiti er víðar á
ferðinni en hér á íslandi. í
Bretlandi ganga stöðugt sög-
ur manna á meðal og í tónlist-
arblöðum um að þessi eða
hin hljómsveitin sé að hætta;
liðsmennimir komnir í hár
saman og þar fram eftir götun-
um. Það nýjasta i þessum
efnum em sögusagnir um að
New Order og Curiosity Killed
The Cat væm að hætta en í
báðum tilvikum hefur fréttun-
um verið neitað einarðlega.
Ekki er vitað hvernig rógurinn
um New Order komst á kreik
en hvað Curiosity Killed The
Cat varðar þá spmttu sögum-
ar upp þegar trommuleikari
hljómsveitarinnar stmnsaði
af sviði á tónleikum í Japan
fyrir nokkm. Þar mun aðeins
hafa verið um að ræða stund-
argeðvonsku og segja tals-
menn hljómsveitarinnar að
allt séfallið í Ijúfa löð innan
hennar á ný.. .En hvað sem
öllum gróusögum líður er það
staðreynd að menn koma og
fara i popphljómsveitum eins
og í hverri annarri atvinnu.
Þannig upplýsist það hér með
að Phil Gould, trommuleikari
Level 42, hefur yfirgefið sveit-
ina og ástæðan sögð hin
hefðbundna eða „tónlistarleg-
ur ágreiningur". Sæti hans
hefur þegar verið skipað á ný
og enginn aukvisi þar á ferð
eða fyrmm trommari Prefab
Sprout, Neil Conti.. .Og fleiri
em hættir, bassaleikarinn
Billy Sheehan, sem plokkað
hefur strengina i hljómsveit
Davids Lee Roth, tók bassann
sinn ogfór um daginn
vegna .. .jú einmitt.tón-
listarlegs ágreinings" .. .Þær
stöllur og stjömur Pepsi og
Shirlie em nú að nema land
i Ameriku og gengur bara vel
að minnsta kosti hvað tónlist-
ina varðar. Hins vegar hefur
Ameríka ekki tekið vel á
móti þeim persónulega því
þær voru ekki fyrr komnar i
heimsborgina New York en
þær vom rændar svo til aleig-
unni. Ekki gerðist þetta á
götu úti heldur inni á hótel-
herbergi og höfðu þjófamir um
300 þúsund i krónum upp úr
krafsinu auk eðalsteina ýmiss
konar...
Gamli gitarguðinn Jimmy
Page er loksins að verða bú-
inn að koma fyrstu sólóplötu
sinni í útgáfuhæft ástand.
Meðal gesta á plötunni em
Robert Plant, John Miles og
Jason Bonham, sonur hins
framliðna Zeppelin trommara,
John Bonham .. .allt búið...
-SþS-
Nýjar plötur
Hörður Torfason - Hugflæði
Myndir í tónum og ljóðum
Hörður Torfason leikari, vísna-
söngvari og fyrst og fremst trúbador
hefur sent frá sér nýja plötu, Hug-
flæði, sem verðskuldað hefur slegið
í gegn.
Þótt aðalstarf Harðar sé leiklistin
þá er hann þekktastur fyrir vísna-
söng sinn. Fyrsta plata hans, þar sem
hann söng lög við texta þekktra
skálda á borö við Halldór Laxness
og Stein Steinarr, hefur lifað góðu
lífi og er sjálfsagt ein mest spilaða
íslenska hljómplatan á öldum ljós-
vakans.
Hörður hefur búiö í Danmörku í
nokkuð langan tíma en hefur oft
skotist heim til tónleikahalds og
plötukynningar. Er skemmst að
minnast plötunnar Tahú sem fór fyr-
ir ofan garð og neðan hjá flestum,
meðal annars undirrituöum, og tón-
leika er hann hélt ásamt fleiri fyrir
tveimur árum í tilefni tuttugu ára
trúbadorafmælis síns.
Með Hugflæði tel ég þó að Hörður
hafi fest sig í sessi sem einn allra
besti vísnasöngvari og trúbador sem
við getum státað af.
Það sem vekur fyrst athygli við
hlustun á Hugflæði eru geysivönduð
og fagmannleg vinnubrögð við gerð
plötunnar. Sándið er mjög gott og hin
fallegu lög Harðar njóta sín vel í lát-
lausum útsetningum.
Það er svo þegar maður hlustar
betur á lögin að maður fer aö hlusta
nánar á textana, enda eru framfarir
Harðar í ljóðagerð að mínu mati
miklar. Boðskapur textanna verður
skýr og afmarkaður í lifandi flutn-
ingi hans.
Hugflæði er í heild mjög jöfn plata
þótt vissulega hafi ég hrifist meir af
einstaka lögum fram yfir önnur, ekki
kannski vegna þess að þau séu betri
heldur höfða útsetningar og fram-
setning ljóða meira til mín. Vil ég
sérstaklega nefna Línudansarann,
Veiöisögu og Ættjarðarraul ’81. Þessi
þrjú lög eru lítil meistaraverk sem
unun er að hlusta á. Þá verð ég að
minnast tveggja laga, þ.e. Litli vík-
ingurinn, þar sem ungur drengur,
Hans Orri Kristjánsson, tekur lagið
meö Herði svo barnslegt sakleysið
lýsir í gegn, og Lítill fugl sem verður
betra með hverri hlustun.
Textar Harðar eru virkilega góðir
og lýsa mannlegum tilfmningum
hvort sem er í sorg eða gleði. Kveðið
er til látins vinar í Frostnótt. Glettinn
húmor einkennir Veiðisögu og per-
sónulegt uppgjör er í Ættjarðarrauli
’81, svo eitthvað sé talið upp.
Hugflæði er vel heppnuð heild ljóða
og laga, plata sem enginn sem á ann-
að borð byijar að hlusta lætur
auðveldlega frá sér.
HK.
Sammy Hagar - Sammy Hagar
Ovæntenánægjuleg
Allt frá því Sammy Hagar sló í gegn með Mont-
rose árið 1974 hefur hann verið í miklum metum
hjá undirrituðum - ekki aðeins sem söngvari
heldur einnig sem afbragðs lagasmiöur. Hann
virtist þó um tíma kominn í hálfgerða sjálfheldu,
a.m.k. hvað sólóferilinn áhrærði, og þeyttist fram
og til baka eftir sömu hillunni án þess að ná í
„mega“-hópinn eftirsótta vestra.
Þótt sumum kæmi á óvart er hann gekk til hðs
við Van Halen í kjölfar brotthlaups David Lee
Roth virðist svo sem sú tilbreyting hafi gert
Sammy gott eitt. Reyndar stóð til að hann gengi
til liðs við Van Halen 1977 en ekkert varð úr vegna
erfiðleika við að fá sig lausan frá plötusamningi.
Sá samningur virðist ekkert hafa gleymst þótt
Sammy gengi í raðir Van Halen og nú er komin
- allsendis óvænt en þrælskemmtileg - ný sóló-
plata frá kappanum.
Sammy er einkar melódískur rokkari - enda
af gamla skólanum, þar sem menn einblíndu
ekki á rythmann. Þessi hlið hans fær vel að njóta
sín á þessari plötu, hvergi þó betur en í Give to
Live, stórsmelli þessarar skífu. Þetta lag er gull-
fahegt og minnir reyndar heilmikið á Alone
þeirra Ann og Nancy WilSon í Heart á köflum.
Þótt Sammy sé liðtækur ballöðusmiður er hann
sennilega enn betri rokkari. Stutt er í blúsinn
hjá honum á köflum og upphaf B-hliðarinnar er
stórglæsilegt sem og Eagles Fly. When the Ham-
mer Falls Down er enn eitt þrusugóða lagið á
plötunni og í heildina er hún æði áheyrileg. Fé-
lagsskapurinn er enda ekki slæmur; Eddie Van
Halen á bassa (já, á bassa!) David Lauser á
trommur, Sammy sjálfur á gítar (og fer létt með)
og Jesse Harms á bassa. Einfaldur kjarni en skot-
heldur - rétt eins og platan sjálf. Þrusurokk en
þó laust við allan djöfulgang í orðsins fyllstu
merkingu. Sigurður Sverrisson
Strax orðin betri
Stundum getur komið sér vel
að verk dragist úr hömlu og
vissulega hefði gagnrýni á þessa
fyrstu plötu nýrrar hljómsveitar,
Dödu, átt að hta dagsins ljós fyrir
nokkru. En það hefur dregist og
það kemur sér ágætlega fyrir
hljómsveitina nú því á henni hafa
orðið breytingar frá því platan
kom út. í hóp þeirra þriggja sem
að þessari plötu standa hafa bæst
hljómboðsleikari, trommuleikari
og söngkona. Og undirritaður átti
þess kost að heyra í nýrri og end-
urbættri Dödu á dögunum og leist
giska vel á það sem þar var á
boðstólum.
Þó svo að hljómsveitin njóti á
þessari plötu aðstoðar ýmissa
manna og kvenna er útkoman
allt önnur þegar fastir menn hafa
æft upp prógrammið. Þannig
hljómar Dada miklum mun betur
í dag en hún gerir á plötunni.
Tóniist Dödu er frumsamin, eft-
ir þá þrjá sem að plötunni standa.
Þetta er melódískt popp í bresk-
um anda, hreint ekki sem verst.
Tvö laganna (þau eru fjögur)
'skera sig úr, Out Of Order og
Crying Over You, það síðar-
nefnda aö mínu mati það besta á
plötunni. Þetta eru lipulega sam-
in lög, melódíurnar sterkar og
grípandi og allur flutningur til
sóma.
Textar við lögin fjögur eru á
ensku, sem mér þykir miður. Ég
held að lögin myndu njóta sín enn
betur með íslenskum textum; ís-
lenskir textar eru jú þaö sém
helst skilur íslenska dægurlaga-
tónlist frá erlendri. Og mér segir
svo hugur um að íslensk ung-
menni kjósi.það heldur núorðið
að íslenskar hljómsveitir syngi á
íslensku frekar en ensku.
Það kemur að vísu fram á fylgi-
blaði að Dada hyggst reyna fyrir
sér erlendis með þessa plötu en
ég held að það sé ekkert mál fyr-
ir hljómsveitir að taka upp enska
útgáfu af einhverjum lögum til
kynningar erlendis, þó svo að
stefnan sé sú að syngja á íslensku
fyrir íslendinga.
Hvað um það, ef sá hópur, sem
nú stendur að Dödu, nær að stilla
saman strengi sína í friði er ég
þess fullviss aö hljómsveitin á
eftir að spjara sig vel á markaön-
um hérlendis því þessi frumraun
sýnir glöggt að þangað á hún fullt
erindi.
-SþS-
Loverboy - Wildlife
endurheimt?
segi það hér og riú að ég skal báru-
járnsblesi heita ef Wildhfe færir
Loverboy ekki forna frægö: frægð
sem byggðist á lögum á borð við
Turn Me Loose (1980) og Working for
the Weekend (1981).
Það eru sjö ár frá því Loverboy,
þessi kanadíski kvintett, setti svip
sinn á rokkheiminn vestra. Lög
sveitarinnar þóttu þá í senn grípandi
og vel flutt og ekki skipti síður máli
að sveitinni lét einkar vel að blanda
saman áhrifum úr þungu rokki og
hefðbundinni popptónlist. Úr varð
metsölukokkteill. Eftir tvær fyrstu
plöturnar missti ég alfarið sjónar á
Loverboy og hygg að svo hafi verið
um fleiri. Hins vegar munu tvö ár frá
síðustu skífu piltunganna (heyrði lag
af henni í „Kananum" fyrir stuttu,
einu stöðinni sem hlustandi er á á
næturnar nema þegar Gulli Sigfúss
er á næturvaktrásar 2). Síðustu skíf-
ur Loverboy hafa hins vegar vakið
takmarkaða hrifningu en ég held að
breyting hljóti að verða á með þess-
ari.
Fyrri hliðin hefst á laginu Notor-
ius, sem reyndar hefur þegar náð
vinsældum. Sjálfur Jon Bon Jovi
lagði Loverboy-piltunum lið þar en
þeir þurfa enga hjálp í lögum á borð
við Break it to Me Gently, Walking
on Fire o.fl. Hins vegar fá þeir aðstoð
Brian McLeod (úr Headpins) í besta
lagi síðari hliðarinnar, Don’t let go,
og þeir Todd Cemey og Taylor Rhod-
es leggja Loverboy til frábært lag,
Love Will Rise Again. Brian Adams
kemur einnig við sögu á plötunni en
hefur oftlega skilið meira eftir sig.
Loverboy-kvintettinn hefur staöið
saman án mannabreytinga í gegnum
þykkt og þunnt. Síöustu ár hafa ver-
ið mögur en ég fullyrði að betri tíð
er framundan.
Sigurður Sverrisson
Fyrri frægð
Ég kem bara beint að kjarna máls-
ins: Þessi nýjasta plata Loverboy
hefur upp á að bjóða þrusugóða fyrri
hlið en nokkuð köflótta bakhlið.
Kostir þeirrar fyrrnefndu vega þó
margfalt þyngra en gallar þeirrar
síðarnefndu og úr veröur hörku
rokkplata á vestanhafsvísu. Og ég