Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Qupperneq 38
0 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. LOPI - LOPI Þriggja þráða plötulopi, 10 sauðarlitir, einnig grænir, rauðir og bláir litir. Ullargarn (hespulopi) ódýrt - ullarband. Sendum í póstkröfu. Lopi, ullarvinnsla, Súðarvogi 4 - Reykjavík Sími 30581. Lyfjaeftirlit ríkisins óskar eftir ritara í hálft starf. Reynsla í vinnu með tölvu og ritvinnslu nauósynleg. Umsóknir sendist Lyfjaeftirliti ríkisins fyrir 15. nóv- ember 1987. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Lyfjaeftir- litsins í s. 28455. Lyfjaeftirlit ríkisins, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. FLUTNINGAR Tilboð óskast í flutninga á tímabilinu 1. des. '87 - 1. sept. '89 á um það bil 1140 tonnum af áfengi og tóbaki frá Reykjavík til útsölustaða ÁTVR á Isafirði, Siglufirði, Seyðisfirði og Selfossi. Gert er ráð fyrir vikulegum ferðum. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri og tilboð verða opnuð á sama stað I viðurvist viðstaddra bjóð- enda kl. 11.00 f.h. 23. nóvember nk. INIMKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK LYFJATÆKNIR Lyfjaeftirlit ríkisins óskar eftir að ráða lyfjatækni í hálft starf. Einhver kunnátta í meðferð tölvu æskileg - en ekki nauðsynleg. Umsóknir sendist Lyfjaeftirliti ríkisins fyrir 15. nóv- ember 1987. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Lyfjaeftir- litsins í s. 28455. Lyfjaeftirlit ríkisins, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. ALÞJÓOLEG UNGMENNASKIPTI VINNUHÓPUR TIL NICARAGUA Alþjóðasamtökin ICYE, sem AUS er aðili að, eru nú að skipuleggja vinnuhóp sem mun halda til Nic- aragua næsta sumar. Hópurinn mun aðstoða við byggingu skóla og félagsheimilis í þorpinu La Colo- neia og verður úti 26. júlí - 26. okt. AUS getur tilnefnt 3-5 þátttakendur. Þátttökuskilyrði: einhver spænskukunnátta. og reynsla í þriðja heims málum. Umsóknarfrestur er til 16. nóv. Ef þú hefur áhuga hafðu þá samband við skrifstofu AUS í síma 24617 eða komdu við hjá okkur í Mjöln- isholti 14 (efsta hæð) milli kl. 13 og 16 og fáðu nánari upplýsingar. Hinhliðin • Gunnar Einarsson, þjálfara Stjörnunnar og iþrótta- og tómstundafulltrúa I Garðabæ, langar mest til að hitta Helmut Schmidt og Frans Beckenbauer. segir Gunnar Einarsson, þjálfari Stjömunnar „Eg starfaði sem íþrótta- og tóm- stundafulltrúi hér 1 Garðabæ á árunum 1981 til 1984 en félýk þá þriggja ára fri. Eg fór þá i nám 1 íþrótta- háskólanum í Osló og tók svo aftur til við fyrra starfið þegar ég kom heim í sumar,“ segir Gunnar Einars- son, þjálfari Stjörn- unnar 1 handknatt- leik, en sem kunnugt er leikur Stjarnan síðari leik sinn gegn norska hðinu Urædd í Noregi um helpina. „Þessa dagana a sér stað geysileg upp- bygging hér í Garðabæ. Við erum að byggja sundlaug, íþróttahús og upphit- aðan knattspyrnu- völl, auk félagsmið- stöðvar,“ sagði Gunnar Einarsson ennfremur. Hann var á árum áður einn snjallasti handknatt- leiksmaður landsins og svo gæti farið að hann tæki frajn skóna í vetur. „Eg sagði í viðtali við eitt norsku blaðanna að verið gæti að ég myndi spila með í síðari leiknum en það var meira grín á bak við þetta en al- vara. Norðmenntaka svona mjog varlega.“ Gunnars fara hér á eftir: Fullt nafn: Gunnar Einarsson. Aldur: 32 ára. Fæðingarstaöur: HafnarQörður. Maki: Sigríður Dísa Gunnarsdóttir. Böm: Þijú, Andri, Hrafnhildur María og Gunnur Lýð. Bifreið: Saab 90, árgerð 1983. Starf: íþrótta- og tómstundafulltrúi í Garðabæ. Laun: Um og yfir 100 þúsund. Helsti veikleiki: Fljótfæmi. Helsti kostur: Hreinskilni. Hefur þú einhvem tíma unnið í happdrætti eða þvílíku: Aldrei. Uppáhaldsmatur: íslenskt lamba- læri. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Uppáhaldsveitingastaður: GulM haninn. Uppáhaldstegund tónlistar: Rokk. Uppáhaldshljómsveit: Rolling Sto- nes. Uppáhaldssöngvari: Mick Jagger. Uppáhaldsblað: Morgunblaöiö. Uppáhaldstímarit: Der Spiegel. Uppáhaldsíþróttamaöur: Einar Þorvarðarson og Karl Heinz Rummenigge. Uppáhaidsstjómmálamaöur: Birg- ir ísleifur Gunnarsson og Káre Villoch Uppáhaldsleikari: Gisli Halldórs- son. Uppáhaldsrithöftmdur: Halldór Kiijan Laxness. Besta bók sera þú hefur lesið: Kristnihald undir jökli. Hvort er í meira uppáhaldi hiá þér, Sjónvarpið eöa Stöð 2? Ríkissjón- varpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ingvi Hrafn Jónsson. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Atli Rúnar Halldórsson. Hvar kynntist þú eiginkonunni? í menntaskóla. Helstu áhugamál: íþróttir og úti- vera. Fallegasti kvenmaður sem þú hef- ur séð: Konan mín. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Helmut Schmidt og Frans Beckenbauer. Fallegasti staður á íslandi: Skafta- fell. Að vísu hef ég aöeins séð Skaftafell í rignlngu en staðurinn er engu að síður mjög tignariegur. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég var heima við og passaði börnin. Eitthvað sérstakt sem þú steíhir aö: Já, ég stefni að því að eiga góð sam- skipti við alla og temja mér það að vera jákvæöur í hugsun. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.